Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 3
Hann var málarinn sem tók ímynd hins sanna fram yfir ímynd hins fagra í list sinni. Hann var ofstopafullur snill- ingur sem hneykslaði kirkju- aðal og góðborgara með líf- erni sínu og list en markaði um leið þáttaskil í evrópskri myndlist með óvæginni um- fjöllun um brennandi tilvistar- vandamál lífs og dauða. Hann var fæddur í Mílano árið 1571 af foreldrum úr millistétt. Hann var skírður Michelangelo Merisi en kenndur við ættaróðul sín í Caravaggio. Hann missti föður sinn 6 ára og hóf mynd- listarnám í Milano 13 ára. Hann sýndi snemma erfiða skapgerð og ofstopafulla, og þegar hann flutt- ist til Rómar 21 árs gamall hafði hann þegar setið ár í fangelsi ákærður fyrir morð. Ofstopafenginn snillingur Honum var þannig lýst af samtímamönnum að hann væri dökkur yfirlitum, lágvaxinn, frekar ófríður með svört tindr- andi augu og tjásulegt skegg. Hann gekk gjarnan í dýrum föt- um en var hirðulaus í umgengni. Hann gekk gjarnan vopnaður rýtingi og sverði og á erfiðustu árum ævi sinnar svaf hann jafnan alklæddur með vopn sér við hlið. Hann bjó alla tíð einn, var ásak- Medusa. Frá Uffizi-safninu í Flórens. - um draum ogveru- leika and- spœnis dauðanum ílisfMichel- angelo Merísi da Cara- vaggio ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.