Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 16
JÓLABLAÐ LAGT upp frá Akureyri úr kaupstaðarferð. allt árið aðrir en reiðhestar, sem oftast voru hýstir að vetrinum. Sjálfsagt var talið á ferðalögum að hestar ferðamanna fengju fóð- ur á gististöðum, en slíkt var stundum misnotað. Sagt er frá höfðingja einum, er fór um sveit- ir við fjölmenni og gisti hjá þing- mönnum sínum. En þeir hefndu sín þannig, að þeir riðu 30 saman til gistingar hjá honum og sögðu að vanhæfi væri á að geyma hesta þeirra „því þeir væru allir graðir, og má eigi við annan eiga, en vér erum að þeim vandir mjög því að þetta eru stóðhestar vorir töðu- aldir.“ Fór það svo að eftir viku voru öll hey upp etin á höfuðból- inu. Þá var það eigi ótítt að menn tækj u marga hesta í langferðir um landið til að fá þá vel fóðraða á bæjum í ferðinni. En hestarnir voru ekki aðeins reiðhestar heldur voru þeir einn- ig mjög hafðir til áburðar. Þar við bættist, að hesturinn var næstum heilagt dýr. Var hestum fórnað við blótveislur og þótti ket þeirra kostafæða. Hesturinn og hofin Vér höfum heyrt að það var ekki aðeins við greftranir, sem hestar voru felldir og þeim fórnað til að fylgja eiganda sínum í haug hans, heldur var þeim eigi síður fórnað við hinar miklu blót- veislur, er haldnar voru í hofun- um í heiðni. Um það atriði er fjöldi vitnisburða, einkum þó í Noregi og Svíþjóð, og á íslandi er þess oftlega getið að hrossaket var etið í blótveislum og hefur hestunum vafalítið verið fórnað goðunum til handa. Árið 1880 fann Sigurður Vigfússon hross- tennur í ösku frá blóthúsinu á Þyrli í Hvalfirði. Sama gerði eg er eg gróf í hof Þorgeirs goða að Ljósavatni 1896. Líkt var og að finna í hofinu á Hofsstöðum og hörgnum í Hörgsdal. Það hvflir því naumast vafi á að á íslandi hafi menn blótað hestum í heiðni á líkan hátt og annarsstaðar á Norðurlöndum. Hestar voru oft gefnir guðun- um - eins og títt var meðal Slava og Germana. Saxi segir frá því að í hofi Svantevits í Arcona væru 300 hestar auk hvíta eftirlætis- hestsins guðunum til dýrðar. Á Aðalbóli í Hrafnkelsdal var hest- ur gefinn Frey og öll Hrafnkels saga Freysgoða snýst um þennan hest. Smalinn reið hinum helga hesti í banni húsbónda síns, Hrafnkels, sem drap smalann fyrir verknaðinn. Hestinum var síðan fargað með því að hrinda honum fram af hamri. Mér var sýndur staðurinn 1901. Hér verður sleppt úr kafla, þar sem m.a. er fjallað um neyslu hrossakets, hestavíg o.fl. Verðlag á hestum í Grágás eru engin fyrirmæli um verð á gæðingum, það fór eftir kostum þeirra og eftirspurn. En verð á brúkunarhestum var ákveðið í Grágásarlögum 246. gr., svohljóðandi: „Hestur 4 vetra gamall eða eldri og 10 vetra og yngri heill og lastalaus við kú. Meri 4 vetra og eldri og 10 vetra og yngri, geld heil og lastalaus fjórðungi verri en kýr. Hestur þrevetur jafn við meri. Meri þrevetur tveir hlutir kúgildis. Tvö hross tvævetur, hestur og meri við kú. Þrjú vet- urgömul hross við kú og er eitt hestur. Þetta skulu vera meðal- hross og eigi verri. Stóðhestur og sé verði betri fyrir sakir vígs, og geltur hestur og sé verði betri fyrir reiðar sakir og fylmeri í stóði, það er metfé“. Um 1700 átti Jón Vídalín bisk- up í Skálholti dýrasta hestinn á íslandi. Hann var seldur á 12 ríkisdali og því kallaður „Tólf- dala-Brúnn“. Eggert Ólafsson nefnir verð á hestum í Kjósar- sýslu. „Gallalaus hryssa kostar tvo ríkisdali krónumyntar, dug- legur taminn áburðarhestur á aldrinum 5-12 vetra 3 ríkisdali." Verðlag Jónsbókar segir hann sé næstum hið sama eins og á 18. öldinni sem honum fannst ein- kennilegt. í öðrum héruðum þar sem hestanotkun var meiri og þeir betri og meira eftirsóttir voru þeir dýrari. Fyrir 30 árum, (þ.e. um alda- mótin 1900), kostaði góður skeiðhestur allt að 300 kr., en fyrsta flokks klárhestur sjaldan meira en 100-150 kr., en venju- legir áburðar- og kerruhestar 50- 60 kr. að meðaltali. Hæsta verð sem um þær mundir hafði verið goldið fyrir hest á íslandi, var 600 kr. Þetta var smávaxinn, rauður skeiðhestur úr Skagafirði. Hann var síðar seldur til Englands fyrir 1000 kr. Nú hafa hestar hækkað mjög í verði. Úrvals reiðhestur kostar fjórum sinnum meira en áburðar- hestur. Það hafa meira að segja verið goldnar 3000 kr. í Reykja- vík fyrir afburða góðan reiðhest. Nútímahesturinn fslenski hesturinn er enn sem fyrr smávaxinn og fremur ósjá- legur. Kostir hans eru þol, þrótt- ur og nægjusemi og hann er með afbrigðum fótviss. Vera má að vanfóðrun frá fyrstu tímum hafi dregið úr vexti hans, líkt og kuld- inn hefur aukið honum hárvöxt, svo að hann má oft kallast kafloð- inn. Bygging hans er að ýmsu leyti engan veginn góð, en hann hefur yfirleitt mikið burðarþol. Hryggurinn er sterkur og þó að fæturnir séu oft grannir, stendur hann fast í þá og er snöggur í hreyfingum, oft er sem hann tipli dálítið einkum á hægagangi. fslenskir hestar eru ekki full- þroska fyrr en 6-7 vetra gamlir, en þeir eru almennt teknir í brúk- un 3-4 vetra. Þeir verða oft mjög gamlir, allt upp undir 30 vetra. Mikill munur er gerður á reiðhestum og áburðarhestum. Hinir fyrrnefndu njóta mjög góðrar aðhlynningar og umönn- unar, en meðferð hinna síðari má oft kallast ill. Fegurstu og best gerðu folöldin eru valin til að verða reiðhross, (hestar og hryssur). Tryppin eru smám saman gerð bandvön og komið er síðan á bak þeim og lagður á þau hnakkur eða söðull. Eitt hið fyrsta, sem reiðhestsefni verður að venjast er að standa grafkyrr þegar beislistaumar eru lagðir fram fyrir höfuðið. Það er oft verkefni barnanna að kenna þeim þetta, barnið kippir í taum- inn jafnskjótt og tryppið hreyfir sig hið minnsta. Það lærir fljótt að standa þá kyrrt, en sé taumurinn lagður upp fyrir höfuðið, verður það ókyrrt og hleypur af stað. Eftir því sem hestinum vex aldur og þroski tekur tamningamaður- inn við honum. Reiðvenjur og gangtegundir Reiðvenjur þær, sem íslend- ingar telja að hæfi best, eru gjör- ólíkar þeim, sem vér venjum hestinn við og beitum við hann. fslendingar kunna ekki að stjórna hesti með „taumi og lær- um“. Reiðmaðurinn situr fastur í hnakknum og hvetur hestinn með því að berja fótastokkinn. Sérstakar beislisstengur eru not- aðar og gripið er hart í munn he- stinum, en annars fær hann að hreyfa sig frjálslega og án þving- unar, ef hann aðeins heldur réttri stefnu og fer svo hratt sem óskað er. Menn nota svipu með skafti og langri leðuról. Ganghreyfingar hestsins eru: fetgangur, hlaup, sem er sérhver hröð hreyfing, brokk, stökk og skeið, sem er eftirlætisgangur. Heilt hérað á Suðurlandi heitir Skeið, en þar er landið flatt og greitt yfirferðar, svo að menn geta riðið þar á skeiði tímunum saman. Enn bætist við tölt, sem er skylt skeiði. „Hesturinn hreyfir fyrst hægri framfót og vinstri afturfót (saman) og síðan vinstri framfót og hægri afturfót, en ekki eins og í brokki, tvo fætur samtímis, heldur þannig, að ein- ungis einn fótur snertir jörðina í einu,“ (Valtýr Stefánsson). Ef hestinum er ofgert í þjálfun til vekurðar, verður afleiðingin sú að hann víxlast, þ.e.a.s. að í hlaupinu blandar hann saman öllum gangtegundum í eitthvert grautarhlaup, sem bæði er skop- legt að sjá og óþægilegt fyrir reið- manninn. Það sem oft veldur því að hest- ar eru stífir í hálsi og álútir er að þeir eru tíðum bundnir hver aftan í annan með taumi, sem festur er við múlann. Einnig það að gang- STÚLKA með heybandslest. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.