Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 11.12.1987, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ ERÐAFÓLK á leið til Reykjavíkur 1898 Allar myndir með greininni eru úr bók Daníels Bruun á' /Æ Ýy'*írZM \ ; Wt * u m jT'1 %' 'VB 'x.'. Wm andi maður teymir hest sinn með því að herða á taumnum og draga hann á eftir sér. íslenskir hestar bera sig yfirleitt illa eftir voru mati. íslendingar kunna þó vel að meta góðan knapa og vel taminn hest. Á síðasta mannsaldri hafa stundum verið haldnar kapp- reiðar í Reykjavík og á nokkrum stöðum öðrum, en þjálfaðir veð- hlaupahestar eru engir til og ekki heldur nokkur skipuleg hrossa- rækt og tálmar það mjög öllum kynbótum. Þeir eiginleikar, sem mest er sóst eftir, eru fjör og flýtir og að hesturinn sé fótviss. Góðir reiðhestar geta náð furðu miklum hraða. Þannig geta þeir farið tvo kílómetra á þremur mínútum. Það er aðdáunarvert hversu sterkir og þolnir þessir litlu ís- lensku hestar eru. Þannig getur reiðhestur borið mann 80-100 km. á dag með hæfilegum hvfld- um. Yfir hraun og klungur, fen og forœði Reiðhesturinn er hinn tryggi og trausti förunautur mannsins, hvar sem hann fer og oft fylgir hundurinn með þeim. Ef hestur- inn á að geta skilað húsbónda sín- um örugglega í réttan áfangastað, þarf hann að vera vanur að fara sjálfur um torfært landslag, yfir grjóturðir, fjöll og fram með hengiflugum, yfir hraunbreiður, fen og foræði og síðast en ekki síst yfir straumharðar ár með mann og farangur á baki, og sé það ekki kleift, þá að synda laus en menn og farangur er þá flutt yfir ána í bát eða stundum í kláfferju. Hvergi er auðvelt að komast yfir óbrúuð fljót. Allir hestar synda ágætlega og ekki er sjaldgæft að menn sund- ríði árnar. Ólafur Sv. Benedikts- son rithöfundur nefnir dæmi um að hestur hafi synt yfir eitt af mestu stórfljótum landsins, um 200 faðma breitt, með dauða- drukkinn mann á baki. Sérstak- lega er oft bæði erfitt og hættulegt að fara yfir hinar miklu jökulár með sandbleytu í botni, en bæði menn og hestar hafa hlotið æfingu í að velja réttu vöðin, ef það á annað borð er mögulegt að ríða ána, eða fara yfir með hesta- lest án þess að hafa bát. Það er aðdáunarvert hvernig hestar geta brotist upp úr sandbleytu hafi þeir fest sig í henni. Maðurinn verður að gefa þeim lausan taum- inn og láta þá sjálfráða. Hestur- inn skýtur upp kryppu, kastar höfðinu fram, blæs og másar, hoppar upp og er laus, e.t.v. að- eins til jress að festast á ný, o.s.frv. Á ísum og jafnvel á sjálf- um jöklunum feta hestarnir sig áfram með gætni og öryggi, nema þar sem jökulsprungurnar eru alltof breiðar. íslenskir hestar eru mjög mis- jafnir að gæðum. Bestir virðast þeir hestar vera, sem fæddir eru og uppaldir í harðlendum sveit- um. Hófar þeirra og fætur eru sterkari en annarsstaðar, og þeir eru vanari að fara um hverskonar land. Hestar, sem alast upp á lág- lendi, sérstaklega þar sem votlent er, verða sárfættir ef þeir fara lengi um fjalllendi, eða þar sem grýtt er undir fæti. Ágætir hestar eru því í Borgarfirði. Skagafjörð- ur er hinsvegar kunnur fyrir hrossafjölda og þar eru frábærir hagar. í Eyjafirði eru einnig ágætir hestar, sem fóðraðir eru inni á vetrum, og eru í háu verði, því að þar eru menn byrjaðir á kynbótum. Fljótustu hestarnir eru frá láglendissveitunum þar sem færi er á að þenja þá á sprett- inum, t.d. í Landeyjum sunnan- lands. Allir áttu hest íslendingar eru svo vanir að líta á hestinn sem nauðsynlegt hjálpartæki í daglegu lífi að þeir fara ríðandi, þó ekki sé nema um stuttan spöl að ræða. Þessvegna er það sjaldgæft að mæta gang- andi mönnum þegar komið er út fyrir túnin á bæjunum. Eg hef jafnvel séð krakka á hestbaki í smalamennsku fjarri bæjum. Fyrsta ferðalagið fer barnið helst á reiðhesti móður sinnar í kjöltu hennar, þegar það stækkar dá- lítið er það bundið í söðul. Fjögra til fimm ára strákar ríða einir, gæruskinn er þá breitt í hnakkinn og þeir smeygja fótunum í ístaðs- ólarnar fyrir ofan ístöðin. Þessir smástrákar ferðast borubrattir með fullorðnu fólki. Krakkarnir eru ekki gamlir þegar þeir eru látnir sækja hesta í haga, þegar foreldrar þeirra eða aðrir þurfa á þeim að halda, strákarnir ríða þeim heim, og síðan aftur í hag- ann eftir brúkun á harðaspretti og baða út öllum öngum til að knýja þá áfram. Næstum hver fullorðinn maður á hest, konur jafnt sem karlar, sem gefið er nafn' og gælt við og besta skemmtun allra er að reyna hest sinn við annarra hesta. Það getur verið þokkafull sjón að fylgjast með ungri stúlku, þegar hún nær í hest sinn, kjassar hann, gefur honum brauðbita, leggur á hann og hoppar síðan fimlega í söðulinn. í stuttu máli sagt er hesturinn manninum óaðskiljanlegur frá vöggu til grafar. Eins og fyrsta ferð hans er á hestbaki, svo er og síðasta ferð öldungsins, því að þegar kista hans er borin til grafar frá heimilinu til kirkjunnar, er hún annað hvort flutt þversum á reiðingi eða á kviktrjám milli tveggja hesta. -mhg Kafli var úr ný- útkominni bók Daníels Bruun: íslenskt þjóðlíf íþúsundór FEÐGIN í betri fötunum. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.