Þjóðviljinn - 16.12.1987, Síða 4

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Síða 4
Bólu-Hjálmar Ævi og skáldskapur Bólu-Hjálmars Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út ritið Bólu-Hjálmar eftir dr. Eystein Sigurðsson, en það fjallar um ævi og skáldskap Hjálmars Jónssonar frá Bólu. Útgefandi kynnir bókina og höfund hennar svofelldum orð- um á kápu: „Bók þessi er um Hjálmar Jónsson frá Bólu, ævi hans og skáldskap. Eysteinn Sigurðsson segir í öllum meginatriðum ævi- sögu hans, en fjallar einnig mikið um kveðskap Hjálmars, rekur hann stundur eftir tímabilum og yrkisefnum, skilgreinir verk skáldsins og leggur mat á þau. Ennfremur er útskýrt hver séu helstu stíl- og formeinkenni Hjálmars alþýðuskáldsins snjalla sem orti í sárri fátækt beinskeytt- ar vísur og dýr kvæði. Ritið skiptist í tíu kafla. Eysteinn gerir svofellda grein fyrir verki sínu í formála: „Mark- mið mitt við vinnuna að þessu verki hefur verið tvíþætt. í fyrsta lagi hef ég viljað taka saman yfir- lit um skáldskap Hjálmars, ein- kenni hans og stöðu í bók- menntasögunni, sem gæti komið bókmenntafræðingum, kennur- um og öðrum sérfræðingum að gagni. í öðru lagi hef ég sett mér það djarflega markmið að skrifa þetta jafnframt sem bók um Hjálmar fyrir alla almenna les- endur, og að ekki væri nauðsyn- legt að hafa margra ára háskóla- nám í bókmenntum að baki til að geta haft af henni fullt gagn og gaman.“ Höfundur bókarinnar, dr. Eysteinn Sigurðsson er íslensku- fræðingur að mennt. Hann varð cand.mag. frá Háskóla íslands 1967 og varði doktorsritgerð um erlend samtímayrkisefni í ís- lenskri ljóðagerð 1750-1930 við Lundúnaháskóla 1977. ■■■ ■ Einmg sonn í tvennum greinum Samræður um heimspekl eftlr Brynjólf Bjarnason, Halldór Guð- jónsson og Pál Skúlason. Bóka- forlagið Svart á hvítu 1987. Enn hefur rekið forvitnilega bók á fjörur okkar sem höfum lúmskt gaman af að velta fyrir okkur stóru spurningunum í líf- inu: Samræður um heimspeki eftir þá Brynjólf Bjarnason, Halldór Guðjónsson og Pál Skúlason, með formála eftir Eyjólf Kjalar Emilsson. Bókin er að efni til uppskrift á 6 samræðu- fundum, sem höfundar áttu með sér á seinni hluta ársins 1982, ásamt með eftirmála eftir Brynj- ólf, en það er Brynjólfur sem leikur aðalhlutverkið í þessari bók á meðan yngri mennirnir, þeir Páll og Halldór ganga í skrokk á gamla manninum auk þess sem þeir leggja margt fróð- legt til umræðunnar, sem fjallar um mörg hinstu rök tilverunnar, þar sem rit Brynjólfs eru sérstak- lega lögð til grundvallar. Þótt samræður af þessu tagi verði eðlilega ekki eins markviss- ar og yfirvegaður skrifaður texti, þá hafa þær þann ótvíræða kost að sýna okkur vandamálin sem við er að etja frá víðara sjónar- horni, auk þess sem þær gefa okkur skemmtilega mynd af við- mælendum, ekki síst Brynjólfi, sem þarna gerir hreint fyrir sínum dyrum af fullkominni hreinskilni og játar það meðal annars að stjórnmálaafskipti sín hafi verið „þegnskylduvinna“ sem hann hafi tekið að sér á kostnað þeirrar ástríðu til heimspekiiðkunar, sem hann segist hafa borið með sér frá bamsaldri. „Ég hef aldrei haft sérstakan áhuga á stjórnmálastarfi," segir Brynjólf- ur hreint út, og kemur sjálfsagt mörgum á óvart. Hitt mun þó trúlega vera meira undrunarefni, hvflík afrek Brynj- ólfur hefur unnið á sviði heimspekiiðkunar, og hvflíkt brautryðjandastarf hann hefur unnið í þeim efnum hér á landi, þrátt fyrir alla þegnskylduvinn- una, og þrátt fyrir það tómlæti sem heimspekiritum hans hefur verið sýnt, meðal annars af æðstu menntastofnun þjóðarinnar. En eins og Eyjólfur Kjalar Emilsson segir í formála bókarinnar, þá má kalla Brynjólf fyrsta íslenska heimspekinginginn í þeim skiln- ingi að hann er einna fyrstur manna hér á landi til þess takast á við heimspekileg vandamál af þeirri ástríðu sem gerir glímuna að glímu upp á líf og dauða: Brynjólfur nálgast heimspekina umbúðalaust, rit hans eru heimspeki fremur en þau fjalli um heimspeki. Það eru engin smámál, sem um er fjallað í þessum samræðum, og þeim verða ekki gerð skil í stuttri bókarumsögn. í stuttu máli varða þau grundvöll þekkingarinnar og þær forsendur sem geta gefið líf- inu tilgang. Stór hluti umræðn- anna snýst um kenningu Brynj- ólfs um einingu hlutveru og hug- ÓLAFUR GÍSLASON veru og jafnframt um þá nauðsyn að greina á milli þessara tveggja veruhátta þegar fjallað er um möguleika mannlegrar þekking- ar. Þá er einnig fjallað um þá for- sendu Brynjólfs að til sé lögbund- inn hlutveruleiki óháður tiltek- inni mannlegri vitund, en að ein- ing vitundar og hlutveru sé fólgin í vísvitandi athöfnum mannsins, og að frelsi vitundarinnar sé því hluti af lögbundnum hlutveru- leika út frá sjónarhorni eilífðar- innar. Þessum vangaveltum fylgja hinar athyglisverðustu samræður um mörk heimspeki og trúar, þekkingarfræði og frum- speki, þar sem dregnir eru inn í umræðuna heimspekingar eins og Jean-Paul Sartre, Albert Camus, Aristoteles, Hegel og fleiri. í samræðunum svarar Brynjólfur meðal annars þeirri gagnrýni sem Páll Skúlason setti fram á meinta efnishyggju Brynj- ólfs í ritgerðinni Sjálfið og eilífð- in, sem birt er í ritgerðasafni Páls, Pælingum, sem sagt var frá hér í blaðinu nýlega. Ekki er sá sem þetta ritar kom- inn fullkomlega til botns í þeirri fróðlegu deilu, sem kannski varð- ar kjarnann í heimspeki Brynj- ólfs, en við lesturinn kom mér í hug ræða sem ég heyrði eitt sinn Jóhannes Pál II. páfa flytja yfir fermingarbörnum í Péturskirkj- unni í Róm. Hún varðaði heilaga þrenningu, og páfinn spurði með bömunum þessarar eðlilegu spurningar: Hvemig getur Guð verið bæði einn og þrír: faðirinn, sonurinn og heilagur andi? Stangast þetta ekki á við þá reikningslist sem þið hafið lært, að þrír sé sama og einn? Jú, hélt páfinn áfram, en Guð lýtur ekki lögmálum mannlegrar rökfræði, Brynjólfur Bjarnason og sá atburður þegar heilagur andi gerðist mannlegt hold er okkur mönnunum yfirskilvit- legur. Hann er leyndardómur trúarinnar. Ekki veit ég hvort þessi ræða páfans sé marktækt innlegg í um- ræðuna um tvískipt eðli hlutveru og hugveru og einingu þessara vemhátta. Að vemleikinn sé einn og óskiptur en líka tveir að- greindir heimar efnis og anda. En þar sem páfinn getur leyft sér að tala í kennisetningum heimtar heimspekin rök. Og eins og Brynjólfur segir, þá skiptir við- leitnin sjálf til að botna í vem- leikanum öllu máli, þótt heims- myndin verði aldrei fiillgerð. Og viðleitni sú, sem þeir þremenn- ingarnir sýna í samræðum sínum í þessari bók ætti að vera okkur öllum hvatning til þess að halda þeim heilabrotum áfram. -ólg Tónlistarsaga á íslensku ísafold hefur geflð út í þýðlngu Jóns Ásgeirssonar Sögu vest- rænnar tónllstar eftlr Chrlstopher Headlngton, breskan fræöimann, kennara og tónskáld. Sá sem þessar línur setur á blað skoðar þessa bók sem utangarðs- maður og í fljótu bragði líst hon- um svo á, að hún komi ekki að- eins þeim að haldi sem hafa af henni full not vegna þess að þeir eru innvígðir með einum hætti eða öðmm. Textinn er yfirleitt aðgengilegur, sparsamur án þess að verða þurrlegur um of. Sá sem er nokkuð úti á þekju þegar lagt er út af tóndæmum, sem eru mörg í ritinu, getur glatt sig við annað - til dæmis það hvemig saga og tónlist grípa einatt hver inn í aðra í frásaögninni. Og myndakostur er ágætur. Bók Christophers Heading- Beethoven er mestur sómi sýndur eins og vonlegt er. tons er allstór, hátt á fimmta hundrað síður, en engu að síður hlýtur hún víða að fara fljótt yfir sögu - víðar þarf við að koma en hægt er með góðu móti. Og sjálf- sagt getur hver og einn fundið sér 4 3 HVÍTA RÓSIN Inge Scholl Ásamt fáeinum vinum dreifðu systkinin Hans og Sophie Scholl flugritum til námsmanna í Suður - Þýskalandi á ámn- um 1942-43, þar sem hvatt var til andspyrnu gegn stjóm nas- ista. Þau guldu fyrir með lífi sínu: 18. febrúar 1943 féllu þau í hendur Gestapo, og vom líflátin með fallöxi fjómm dögum síðar. "Hvita rósin" var dulnefni andspyrnuhópsins. Inge Scholl rekur þessa uggvænlegu atburði af áhrifaríkri næmni. Einar Heimisson þýddi bókina en Helgi Hálfdanarson þýddi ljóðin. Bökaúfgáfa« puiUtílulult /MENNING4RSJÓÐS SKALHOLTSSTlG 7. REYKJAVlK • SlMI 621822 eitthvað til að gagnrýna að því er varðar hlutföll í bókinni. Sagt til dæmis að meðan sérstakur kafli um Beethoven gæfi allgóða mynd af því hvflíkt undur veraldar sá maður var, þá dugi miklu skemmri þáttur af Bach ekki til að skapa þá tilfinningu. Rússum mundi vafalust sýnast sem þeirra sígildir meistarar fengju helst til sparsama umfjöllun. Og náttúr- lega má endalaust spyrja um það hverslags persónulegar upplýs- ingar um tónskáld eigi að fljóta með öðra svo sem til skemmtunar: Ravel reykti bara franska vindlinga og það mjög sterka, segir í myndartexta. En þetta skiptir ekki höfuðmáli. Hér er komin nytsamleg bók og eigu- leg og Jón Ásgeirsson hefur þýtt hana með prýði. í eftirmála minnist höfundur á tilvistarvanda tónlistar í dag, þeg- ar margskonar tilraunastarfsemi hefur sprengt alla ramma, allt er mögulegt og leyfilegt - og um leið uppi sá sljóleiki að menn láta sig ÁRNI BERGMANN ný tíðindi í tónlist engu varða eða taka kannski öllu athugasemda- laust. Ekki gerir Christopher He- adington mikið meira en að drepa á þetta og vona svo hið besta og kannski væri til of mikils mælst að ætlast til annars. En hitt er svo annað mál að hver sá sem lætur sér annt um hlutskipti tón- listar hlýtur að halda í huga sér áfram með þessa umræðu sem einkar brýn hefur orðið á okkar hávaðatímum. ÁB. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.