Þjóðviljinn - 16.12.1987, Side 6

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Side 6
 Þá urðu margir forvirraðir... VINDMYLLUR GUÐANNA eftir Sidnsy Sheldon Vindmyllur guðanna er agætis afþreyingarbók, og þótt ég sé ekki sérfræðlngur í Sheldon er hun skemmtilegust þeirra bóka hans, sem ég hef gluggað í.... Þetía er sem sagt spennandi bók, vel sögð og söguþráðurinn ekki of æsikenndur." - Johanna Knstjonsdóttir, Mbl. 15.9. 'S7. ðKAFORLftGSBIK Pað er einhver geðþekk kyrrð í þessari bók, höfundurinn dvelur gjaman við einstök viðfangsefni sem sum mætti kannski kalla heimspekileg. Kyrrðin endur- speglast í myndbyggingu ljóð- Það er freistandi að álíta að ljóð Kristjáns höfði frekar til vitsmuna en tilfinninga, skal þó ekki fullyrt. A.m.k. er fólgin í þessu ljóði yfirvegun og stærð- fræðilegt jafnvægi, það mætti kannski kalla það lýrískan arki- tektúr? Ingi Bogi barnshönd út úr eilífðinni upp að hendi móður prílar lengst til vinstri. Annað ekki. Halldór Guðmundsson Lokslns, lokslns.. Vefarlnn mlkll og upphaf íslenskra nútímabókmennta. Mél og mennlng 1987. Þegar líður að lokum þessarar bókar gerir höfundur grein fyrir ætlunarverki sínu með þeim orð- um, að hann hafi viljað „draga upp mynd af samræðu Vefarans við samtíð sína“. Draga það fram með skoðun á þjóðfélagi, menn- ingarástandi og samtímabók- menntum í hverju var fólginn sá sprengikraftur þessa æskuverks Halldórs Laxness sem þeytti samtímamönnum upp af þeirra friðarstandi og vekur furðu og hrifningu enn þann dag í dag. Er nú skemmst frá því að segja að þetta hefur Halldóri Guð- mundssyni tekist ágætlega. Hann játar sig snemma í bókinni starfa á vettvangi hugmyndarýni sem svo er nefnd. Og honum tekst að sneiða hjá algengum syndum þeirra sem þann steininn hafa klappað og hafa gjarna komið fram í því að menn tali „eins og fyrir munn hreimshreyfingar sem er í þann mund að fara með sigur af hólmi“. Og skoða þá hvert bókmenntaverk ekki síst út frá þvf, hvort það greiði fyrir sigrin- um mikla eða tefji fyrir honum. Aftur á móti tekst Halldóri vel að nýta sér kosti hugmyndarýni: að leyfa lesandanum að átta sig bet- ur á ferli hugmynda frá þjóðfélagi og bókmenntum inn í nýtt skáld- verk og á þeirri „vinnslu á radí- um“ sem fram fer um leið í vitund skapara þess. Halldór rekur sam- an þræði af glöggskyggni og drjúgum lærdómi, lendir ekki að mannahöfn í aldarbyrjun. Ekki heldur hafði hann skilið sem vert væri hina sérkennilegu varfærni íslenskra menningarvita þessa tímaskeið, ótta þeirra við annar- leg áhrif, stéttaátök og þá borg- armenningu sem þeir höfðu þó svamlað í - en frá þessu segir Halldór Guðmundsson mjög skemmtilega. Þættir hans um bækur þær sem íslenskir höfund- ar voru að skrifa um það leyti sem Vefarinn mikli er að fæðast sýna ágæta vel muninn mikla á nægju- semi þeirra flestra, hugmynda- legri og listrænni, andspænis INGI BOGI BOGASON heitið geti í fræðilegri andar- teppu. Húmorinn skilur hann ekki við sig til lengdar og vel kann hann samþjöppun og hina göfugu kúnst ívitnunarinnar. Hitt kynni að vefjast fýrir manni sem skrifar um bók sem er skrifuð um bók (og bækur) að kveða upp úr um það hvað hann hafi nýtt heyrt við lesturinn, í hvað hann renndi ekki grun áður. Þessi lesari hér getur sagt sem svo: Hann hafði ekki fyrr spurt grannt eftir því hvernig íslensk menning ( ekki síst útgáfustarf- semi) er á leið heim frá Kaup- heilnæmum ofstopa Halldórs Laxness. En einna nytsamlegast verður að skoða lýsingu Halldórs á alda- mótasnillingum áhrifaríkum eins og Strindberg, Otto Weininger og Papini, á hinni miklu þenslu í sjálfi þeirra, á fullkomnunará- ráttum þeirra og römmu hatri á öllu því sem gæti truflað þeirra ferð á vit hins algilda. Hatri á konunni og hvunndagsleikanum og borgaraskapnum og öreigun- um. í bók sinni gerir Halldór Guðmundsson með einkar sannfærandi hætti grein fyrir því hvernig Vefarinn svarar þeim flækjum öllum. Hvernig alda- mótasnillingurinn í íslenskri mynd, Steinn Elliði, læsist inni í vítahring mikilmennskuæðis sem endar kannski í sjálfsmorði, kannski lífshatri, kannski í upp- gjöf andspænis sterku valdi, hvort það væri kaþólska kirkjan, fasisminn eða hver annar sem segir: Komdu hingað, hér er viss- an. Meðan Halldór Laxness sjálf- ur vísar út fyrir vítahringinn „með því að leggja mælistiku hins mannlega á fullkomnunarþrá „Vefarinn mikli sprengdi hina síðnatúralísku skáldsögu, bókmenntahefðina, ríkjandi hugmyndafræði, viðteknar hugmyndir um sjálfsskilning og sjálfsvit- und... hetjunnar“, með því að koma á jarðsambandi, með því að skoðast um í samfélaginu, halda í könnunarleiðangur. Og með fulltingi „kvenmyndar eilífðar- innar“ eins og hún birtist í Diljá Vefarans. ÁB „Ljósmynd fram úr rökkumld“ Kristján Karlsson: Kvæðl 87 Ab 1987 Ljóð Kristjáns Karlssonar eru anna, litir virðast valdir af kostgæfni þó með áherslu á það bjarta og gróskumikla - „ljós morgunsins“, „grænt laufskrúð", „sólskin", „himinninn", „birta“, „skínandi blátt“ og gulur litur í ýmsum tilbrigðum (m.a. „sólfyllt haf“) eru dæmi um slíkt. Og þótt efnið sé oft sérstakt og framandi þá er formið gjarnan hefðbundið, hrynjandin taktföst og jafnvel endarím, sbr. Gamlar myndir: Ljósmynd fram úr rökkurríki rýfur Ijósið, daufir skuggar maður og kona, körfulíki kúfað blómum, svartir gluggar Ijós frá hcegri, hvítir dílar hér og hvar á brúnum grunni ÁRNI BERGMANN kunn fyrir að vera prívat og per- sónuleg. Hann leggur á köflum þunga byrði á lesandann og eðli- legt að lesandinn átti sig ekki alltaf á því hvert stefnir í ljóðun- um. En það er bara allt í lagi því tungan er leikfang. Ljóðin í þessari bók eru fjöl- breytileg, kannski fjölbreytilegri en oft áður hjá Kristjáni. Hér er að finna formföst ljóð þar sem myndin ber uppi meginhugmynd- ina. Dæmi um slíkt er Epli sem er hnitmiðað í byggingu. Eplið er samnefnari ýmissa náttúrlegra fyrirbæra sem hníga og rísa, deyja og lifna við, en „hið staka epli er alltaf rautt“. Svo eru önnur ljóð sem eru ekki eins hnit- uð, segja fremur sögu en lýsa á- standi. Dæmi um slíkt er Daglegt líf fyrir sextíu árum IV. Þar er í sex erindum sögð harmsaga manns úr borginni, hann kemur heim á fornar slóðir til þess að binda endi á líf sitt. Og eftirmá- linn hljóðar svo: kona hans fullyrti að hann hefði ætlað lengra og enn furðulegra hvernig bærinn minnkaði: dagarnir líka, allir hinir stilltu víðu dagar þessa sumars fram á haust 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.