Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 4
JÓLABLAÐ r Það verður á vegi okkar hund- ur. Hann er mórauður, með hringaða rófu að hætti íslenzkra hunda. Við stöðvum bílinn og reynum að hæna að okkur hund- inn með því að skella tungunni í góm, eins og siður er þegar menn vilja vekja á sér athygli hunda á íslandi. Okkur þykir ekki ólíklegt að sá mórauði heiti Tryggur og þess vegna köllum við: „Tryggur!" En hundurinn stfendur kyrr og sperr- ir ekki einu sinni eyrun. Skammt frá pkkur eru nokkrir bandarískir menn. Einn þeirra blístar og kall- ar svo: „Hey, Sloppy Joe!“ Hundurinn þýtur saifistundis til hans og dinglar rófuhni. Tryggur okkar heitir þá ekki Tryggur heldur Sloppy Joe. Og maður á ekki að skella í góm heldur blístra, ef maður vill láta hann taka eftir sér. Það verða fleiri hundar á vegi okkar en við gerum ekki frekari tilraunir til kunningsskapar við þá; - og allar eru rófurnar samt hringaðar að íslenzkum sið. Brátt fáum við leiðsögn um þennan mikla flugvöll og skoðum ýmsa helztu staði hans. Við göngum inn í braggasamstæðu þar sem þjóðir heimsins hafa við- dvöl á leið sinni yfir Atlantshafið. í þessum húsakynnum eru hin vegglausu þrengsli braggans. Hér ríkir lítið pláss. Hið bandaríska flugféiag hefur þó látið reisa allrúmgóðan móttökuskála til viðbótar við braggasamstæðuna, og þar eiga flugfarþegar frá hin- um ýmsu löndum að geta beðið áframhalds ferðar sinnar þrengslalaust. En skálinn er ekki fullbúinn. Innrétting hans er að- eins skammt á veg komin. í skála þessum sjáum við 2 bandaríska menn sem eru í eins fötum og sá sem horfði út um gluggann á varðskýlinu við hlið- ið. Við gefum okkur á tal við ann- an þeirra og spyrjum hvað það séu margir menn í svona fötum hér á flugvellinum. „Við erum 30, en það koma fleiri,“ svarar maðurinn. „Hvað eigið þið að gera?“ „Halda uppi reglu á þess- um hér Keflavíkurflugvelli,“ svarar maðurinn. Við veitum því athygli að maðurinn getur ekki sagt Keflavík eins og á að segja Keflavík. Seinna er okkur sagt að það starfi 10 íslenzkir lögreglu- þjónar á vellinum. Innar af hinum nýja skála er bragginn þar sem farþegaaf- greiðslan fer nú að mestu fram. Hér hefur íslenzka tolleftirlitið aðsetur, og bak við afgreiðslu- borð standa íslenzkir og banda- rískir starfsmenn hins bandaríska flugfélags í bláum einkennisbún- ingum. í’egar mikið er að gera hlýtur hver að rekast á annan. Það er svo lítið pláss. í einu horninu kúldrast verzlun með íslenzka muni. Þarna er hægt að kaupa gærur, notuð ís- lenzk frímerki, hrafna og sauðkindur úr leir, - ennfremur ísland ímyndum, bittersúkkulaði og silfurgripi. Maður nokkur hér hefur einkaleyfi á þessari verzlun. Innar af afgreiðslusalnum er svo eins konar anddyri, og þaðan á aðra hönd veitingastofa, á hina póststofa. Veitingastofan er í samræmi við önnur húsakynni hér, mjög rúmlítil. Þar eru 8-10 fjögurra manna borð. Ef maður vill borða, fær maður ameríska rétti. Ekkert skraut er hér sjáan- legt utan hvað fjallkonan ís- lenzka hangir í litlum ramma á öðrum gaflveggnum. Við eitt borðið sitja 3 banda- rískir hermenn, tveir hvítir, einn svartur. Okkur langar að ræða ögn við þá, og þeir bjóða okkur sæti. Þetta eru geðslegir menn á leyfisferð heim til sín frá Þýzka- landi. Við spyrjum um ástandið í Þýzkalandi og það er slæmt, skortur, ekkert nema skortur. Við snúum okkur að negranum og tökum að ræða um ýmsar merkar persónur sem við könnumst við af kynþætti hans. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Talið snýst mest um frægustu jazzleikarana. Hann segist vera persónulega kunnugur einum þeirra. Þetta er 19 ára gamall pilt- ur, og hann býr yfir því hvíta brosi einlægninnar sem er aðals- merki kynþáttar hans. Er við höfum rætt við þessa bandarísku hermenn um stund, kveðjum við þá og göngum inn í hina íslenzku póststofu hinu- megin við anddyrið. Póstaf- greiðslumaðurinn segir að hér sé mikið að gera. Það lætur nærri að héðan fari daglega milli 6 og 7 kfló af bréfapósti, eða allt að því 700 bréf. Það kemur fyrir að á einum mánuði seljist hér frímerki fyrir 16 þúsund krónur. „Já, þeir skrifa mikið þessir Ameríkanar,“ segir póstafgreiðslumaðurinn. Við ökum svo víðar um völl- inn. Á einum stað eru bandarísk- ir verkamenn að sprengja klappir og grafa niður í jörðina með stór- um tækj um. Þeir gera þetta á veg- um bandaríska verkfræðifirmans sem hefur tekið að sér bygginga- framkvæmdir fyrir hið banda- ríska flugfélag. Hið bandaríska flugfélag ætlar að láta reisa hér hótel og koma upp heilu þorpi fyrir sitt fólk. Þarna eiga að vera sérstök íbúðarhús fyrir fjölskyldufólk, hús með þriggja herbergja íbúð- um eða stærri, - og sérstök hús fyrir einhleypa. Einnig á að komal spítali, samkomuhús, skóli,! kirkja og fleira. Svæðið þar sem þorp þetta á að standa, er hátt upp í kflómetra að lengd. Framkvæmdir eru aðeins ný- byrjaðar. Búið er að steypa grunninn að fyrstu íbúðarhúsun- um og verið er að grafa grunninn að hótelinu. Hótelið verður rúm- ir 100 m að lengd, tvær hæðir. Þegar þar að kemur verður þaðí móttökustaður fyrir flugfarþega. Okkur er sagt að um 400 verka- menn starfi þarna á vegum hinsl bandaríska verkfræðingafélags. Einnig er okkur sagt að starfs- menn hins bandaríska flugfélags séu um 600. Svo að tala banda- rískra manna á Keflavíkurflug- velli mun nú vera um þúsund. Það er einkennilegt að horfa hér á bandaríska verkamenn sem eru að grafa grunninn að stóru hóteli á Reykjanesi. Bandarískir verkamenn eru æði frábrugðnir íslenzkum verkamönnum í klæð- aburði. Grunnurinn að hótelinu stóra á Reykjanesi er grafinn af mönnum sem flestir klæðast þykkum, köflóttum skyrtum eins og skógarhöggsmenn vestur í Klettafjöllum. Kannski hafa ein- hverjir þeirra reitt öxi að hinum háu og spengilegu furutrjám þar um slóðir. Margir þeirra hafa á fótum sterkleg leðurstígvél, reimuð til hnésins. Slík stígvél ljá yfirbyggingu manna aukna fyrir- ferð, gera enn þreknari þá sem þreknir eru. Við gefum okkur snöggvast á tal við einn þessara manna, og stjórnar sá öllum sprengingum á staðnum. Hann hefur orð á því að erfitt sé að sprengja hinar ís- lenzku klappir. Og maðurinn hefur farið víða um heim og sprengt klappir. Og við förum víðar um völlinn. Skyndilega tökum við eftir því sem við höfum ekki tekið eftir áður, að skammt frá farþegastöð- inni blaktir íslenzki fáninn á mjórri stöng. Það er fallegur fáni, íslenzki fáninn. Skrifstofa flugvallarstjórann er gegnt kirkjunni sem ég nefndi áðan. Skrifstofuherbergin eru í bröggum. Það er allt í bröggum á þessum flugvelli. Húsakynni hér virðast ótrúlega lítil þegar þess er gætt að þau eru aðsetur flugvall- arstjórans á einum stærsta flug- velli veraldar. En þau eru kann- ski nógu stór. Flugvallarstjórinn er ekki við- látinn. Hann er nefnilega líka flugvallarstjóri á Reykjavíkur- flugvelli og verður að skipta dögum sínum jafnt á milli vall- anna. í dag er hann á Reykjavík- urflugvelli. Hérna á skrifstofunni fáum við JÓNAS Árnason STEFÁN Jóhann Stefánsson þáverandi forsætisráðherra. Sumum fannst nafnið á Sloppy líkjast um of styttri mynd af nafni forsætis- ráðherrans MAGNÚS Kjartansson ritstjóri: Úr því að þeir kusu sér þessa sneið... að sjá lista yfir hið íslenzka starfs- lið hins bandaríska flugfélags. Það eru nöfn rúmlega 70 manna á listanum og um það bil helmingur hefur titilinn „aðstoðarmenn í eldhúsi“. Mikilfenglegt hlýtur það eldhús að vera. Allmargir eru líka aðstoðarmenn í þvotta- húsi. Næst förum við inn í stóra bragga sem eru aðalmatstaður starfsliðsins á vellinum. Hér er opið allan sólarhringinn og geta 300 manns borðað í einu. Menn afgreiða sig sjálfir, þannig að á sérstökum afgreiðslustað taka þeir við matnum á þartilgerðan bakka, sem er nokkrar tegundir diska í einu lagi, og bera svo allt til sætis síns. Að endingu skoðum við verzlunarstað flugvallarins. Þetta er stór skáli, sennilega birgða- skemma hersins. Það gildir hér sérstakur gjaldmiðill. Skrifstofa flugfélagsins afhendir hverjum starfsmanni mánaðarlega tvær bækur sem innihalda miða er samanlagt gilda 60 krónur í hvorri bók. Andvirði miðanna er dregið frá dollarakaupi viðkom- anda. Miðarnir eru merktir 1 kr., 2 kr., 5kr. o.s.frv. í búðinni er hægt að kaupa hálsbindi í skærum litum, nælon- sokka, alls konar dósamat, skó- fatnað ýmiss konar, jakka og buxur, gærur frá SÍS, refaskinn. Hér er líka hægt að fá nýjustu tímarit og myndablöð frá Banda- ríkjunum. Það vill einmitt svo til að nýkomin er sending af þessum bókmenntum. Hinir bandarísku starfsmenn vallarins standa í langri röð og bíða eftir því að komast að til að kaupa sér eitthvað að lesa. Mest virðist eftirspurnin vera eftir sunnudags- útgáfu einni er aðallega inniheld- ur myndaseríur sem Bandaríkja- menn kalla „comics"; - en svipuð bókmenntafyrirbrigði hafa hér hlotið nafnið hasarblöð. Á hillu einni sjáum við nokkur eintök af ákveðinni bók. Þetta er eitt af snilldarverkum xslenzkra bókmennta í enskri þýðingu, Sjálfstætt fólk eftir Halldór Lax- ness. Við spyrjum afgreiðslu- manninn hvort hann hafi selt mörg eintök af þessari bók. Hann segist hafa verið hér í sex mánuði án þess að selja eitt einasta ein- tak. Og lítið styttist röð hinna bandarísku manna sem bíða eftir því að komast að til að kaupa „comics“. Enginn kaupir Sjálf- stætt fólk. Dagur er nú að kvöldi kominn, og þess vegna bezt að fara að halda heim á leið. Nokkrir hundar elta bílinn þegar við ökum burt af Keflavík- urflugvelli. Þeir eru allir með hringaða rófu. Og þeir gelta að okkur. Sloppy Joe er þar fremst- ur í flokki. Viðbrögð útvarpsráðs Mál þetta var tekið fyrir á fundi útvarpsráðs þann 14. október. Þar sagði Stefán Pétursson, full- trúi Alþýðuflokksins, að erindið hefði verið „árás á milliríkja- samning“, en þó væri sýnu verra að erindið hefði verið flutt um- ræddan dag (á ársafmæli Kefla- víkursamningsins) og hefði flutn- ingur þess greinilega verið „í samvinnu við pólitískt blað“. Ólafur Jóhannesson taldi að Jón- as hefði gerst sekur um trúnaðar- brot og lagði til að annar væri fenginn til þess að hafa umsjón með þættinum. Sigurður Bjarna- son, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins taldi erindið sömuleiðis hlutleys- isbrot, en Jakob Benediktsson og skrifstofustjóri útvarpsins töldu að ekkert væri við erindið að at- huga. Niðurstaða ráðsins varð hins vegar sú (án atkvæða- greiðslu), „að Jónas skuli ekki koma í þennan þátt, „Heyrt og séð“, að sinni“, og var skrifstofu- stjóra falið að gera honum grein fyrir niðurstöðunni ef yrði spurt. (Heimild: fundargerð útvarps- ráðs).

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: Jólablað númer 2 (18.12.1987)
https://timarit.is/issue/225385

Tengja á þessa síðu: 4
https://timarit.is/page/2913109

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jólablað númer 2 (18.12.1987)

Aðgerðir: