Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 16
JÓLABLAÐ
an stærst þegar hamingjan er
næst. Þegar Gondla vill ganga á
eftir Leru til hvflu, gengur Ahti í
veg fyrir hann og spyr, hvort
hann ætli ekki í frækilega herferð
gegn Dönum þegar hann hefur
tekið við völdum. Gondla segir
þessum illskufláa vfkingi í barns-
legri einlægni, að nú rísi allt
önnur öld:
Gondla:
Pú ert hermaður, grimmur og
heimskur
vita skaltu: það verður ei stríð
ég legg ekki rotnandi Uk
á litfagran vorsins vefnað...
Þið fríðu og knáu kappar
munið fylgja krypplingnum - mér
til að reisa drottni til dýrðar
háar kirkjur á hœðum villtum.
Og sú trú mun þá reynast rétt
að jörðin sé heilög og hrein
að hún sé það gullna hlið
að húsi vors herra, Krists.
Ekki hefur hann fyrr sleppt
þessum vonglöðu orðum en upp
komast svik - Gondla gengur inn
í brúðarskemmu og hittir þar
Laga fyrir. Þeir takast á og jarl-
arnir renna á lætin. Lera, sem
enn er hin blíða Laík næturinnar,
grætur yfir Gondlu og vill helst fá
að deyja, en Lagi hælist um:
Lagi:
Um ncetur eru allir kettir eins
og gæfan eltir þann sem hana
grípur
mikið eru varir Leru mjúkar
og brjóstin hvítu hvelfd og stinn.
Gondla leitar réttar síns hjá
konungi og nú gerist það sem oft-
ar í þessum ljóðaleik, að persón-
urnar eins og detta út úr hlutverki
sínu. Gondla er reiður og hann
heimtar hefnd sem er langt frá því
að vera kristileg. Spottarinn Lagi
hefur einn séð brúðina fögru
nakta og það er dauðasök.
Gondla:
Því skal hefnd mín herfileg vera:
bittu' hann aftan í ólma hesta
svo hold hans tætist á hvössum
runnum
bannaðu svo að nefna hann
á nafn
svo við Lera sem lltillækkuð var
þorum að horfa hvort á annað
aftur.
Lagi lætur sér hvergi bregða og
ver fullum hálsi rétt sinn til Leru,
rétt hins hugdjarfa garps:
Lagi:
Fyrir hana hefi ég úfna birni
úr híði dregið - og þá var henni
skemmt.
Það sem ég gjörði, gjörði ég
með rétti
Gondla er gunga, ég kann ekki
að hrœðast.
Konungur á úr vöndu að ráða.
Jarlarnir Snorri og Grúbbi minna
á, að það sé forn siður ef tveir
menn leggja hug á sömu konu, þá
skjóti þeir máli sínu undir dóm
sverða. Konungi líst vel á þá hug-
mynd, en Gondla minnir á það,
að hann er krypplingur og ekki
megi neyða bæklaðan mann til
hólmgöngu, réttlætið verði víðs
fjarri í svo ójöfnum leik.
Dauðinn flýr undan hinum víg-
fúsa segir kóngurinn og er reiður:
Konungur:
Þú ert ófœr jafnt til víga sem ásta
og merarhjarta í brjósti blauðu
slœr.
Burt með þig auman,
þú hefur aldrei
verið kórónu þinnar verður!
En það er reyndar kóngurinn
sjálfur sem stekkur út í bræði.
Gondla verður eftir með jörlum
og býður Laga hólmgöngu af
öðru tagi. Hann minnir þá á það,
að einnig meðal víkinga sé skáld-
skapur hafður í nokkrum metum
- eða leysti Egill Skallagrímsson
ekki höfuð sitt með kvæði? Gúm-
iljof lagar þá sögu mjög í hendi til
að hún falli betur að áformum og
stöðu Gondlu:
Gondla:
Þegar Egill var dómi dœmdur
og laut fyrir sverði lágt
hann höfuð sitt keypti með kvæði
sem hann kyrjaði konungi
Noregs.
Fáið mér hörpu - svana-sögur
mun ég syngja um ætt mína
og óðal
en ef Lagi kann kvæði jafngóð
llf mitt þið eigið og æru.
Fáið mér hörpu - þá hverfur
níðið sem nætur-þoka
fyrir dýrlegum flaumi
fleygra söngva úr suðri.
Ahti fær Gondlu hörpu og
hann stillir strengina. En enn
hafa svikulir íslendingar brögð í
tafli. Þetta er ekki venjuleg harpa
sem skáldið getur treyst, hún er
mögnuð illum galdri, finnskir
seiðmenn hafa sett hana saman,
úlfunum, það er að segja víking-
um, til skemmtunar. Harpan
verndar að vísu skáldið um stund,
en heldur ekki lengur en hann
hefur þrótt til að slá strengi henn-
ar. Ahti hlakkar yfir þeim herfi-
lega dauðdaga sem bíður Gondlu
þegar afl hans þrýtur og harpan
fellur honum úr hendi:
Ahti:
Hvort þú ert úti eða inni
allsstaðar berst þér til eyrna
ógnþrungið úlfa-gól.
Ulfsaugun fránu þig elta
þau bíða færis og banna
þér að hvílast frá hörpuslœtti
en loks mun þér öllum lokið
harpan þér fellur úr hendi...
Úlfana þyrstir i þessa
ögurstund álaga fornra
þá tennurnar hvössu í sig tœta
kjötið sæta af svansins bringu.
í ljóðaleiknum gengur Gúmflj-
of lengra en að gera úlfinn að
einskonar tákni hugarfars vík-
inga. Snorri, Grúbbi og Ahti eru
ekki nema hálfir menn. Þeir eru
varúlfar sem kasta af sér
mennskri mynd þegar blóðþef
ber að vitum þeirra. Gondla flýr
með hörpuna, en Ahti og vinir
hans fagna: ég er alsæll með sjálf-
an mig, segir Ahti, ég get ekki
annað en rekið upp gól. Köstum
þessum leiðu klæðum, segir Lagi,
og verðum við sjálfir, drekkum
okkur sæla i dögg og gröfum upp
gleymd bein úr haugum.
Fundum þeirra Gondlu og
Leru ber aftur saman. Þau eru illa
svikin, en samt eiga þau sér enn
von í ást sinni. Lera segist enn
vera hin blíða Laík næturinnar,
ég er, segir hún, enn trú loforðum
ástarinnar, en hún er hrædd, hún
óttast sjálfa sig og varúlfana, sem
nú halda hátíð:
Lera:
Voði nýr nú vofir yfir okkur
og dauðinn var örskammt undan.
Eg sá klær á krumlum Snorra
og vígtennur í gini Grúbba
þeir söfnuðust saman og biðu
á virkisgröfinni gömlu
seiðskratti gól þeim galdur
til að breyta þeim alveg í úlfa
bikarar fullir af blóði
óþverri í eirkötlum kraumar.
Berðu mig heim yfir höfin
á svanavængjunum svásu...
Tjaldið fellur og rís aftur - enn
eru þau Lera og Gondla á svið-
inu, en nú er skyndilega um skipt.
Laík er horfín - Lera stígur fram
og segist aldrei muni tilheyra
vesaling eins og Gondlu. Hins-
vegar er hún reiðubúin að fara
með honum til írlands og gerast
þar herdrottning, ríða sem val-
kyrja í fararbroddi fyrir írskum
köppum. Gondla hörfar undan
þessum ótíðindum og Lagi kemur
inn með ástarjátningar á vörum.
Lera er honum reið, hún heimtar
sverð Laga og gerir sig líklega til
að reka hann í gegn. Lagi vill
gjarna ganga í þann hættulega
leik.
Lagi:
Blóðþyrst er sumarsólin
sem töfrar okkur og tryllir
líf mitt er minna virði
en þín fegurð - og áður ég færi
til Valhallar mun ég vefja
þig fast í faðmi mínum.
Lera, valkyrja dagsins, stenst
ekki slíkar særingar. Lagi nær æ
betri tökum á henni með ísmeygi-
legum ræðum og upprifjun á
nóttinni góðu:
Lagi:
Lera, allt sem ber fyrir okkur
er vilji hinna vísu goða
Þór gaf mér ástríðuþróttinn
Freyja mér fylgdi í rúm þitt
og illvígur Fenrisúlfur
stóð vörð þegar þú varðst mín.
Lera:
Þú varst eins og voða-stormur
sem eldur mig brenndi til agna.
Lagi:
Þú leist til mín björtu brosi
kátari og kænni en eldur.
Lera:
Bíddu þar til ég bráðum
drottna yfir írlands auði.
Þú sækir mig heim án svika
sem farandriddari frækinn.
Lagi:
En kysstu migfyrstsemforðum...
Eins og vænta mátti er nú við
hæfi að Gondla birtist og sjái þau
Laga og Leru í faðmlögum. Hann
bregst ekki við eins og hið kristna
skáld. Ég er konungssonur, segir
hann og mun nú bregða sverði og
láta fyrr líf mitt en heiður. Lagi
lætur sér fátt um fínnast: Þú ert
ekki konungssonur, segir hann.
Það er eins og hver önnur skrýtla
sem hefur gengið í fimmtán ár og
er mál að linni. Og nú vísar hann
á Grúbba, sem segir allt af létta
um það leyndarmál, sem þegar
hafði verið haft í flimtingum í
upphafi leiksins.
Grúbbi var á sínum tíma send-
ur til írlands og fékk konunginn
yfir því græna landi til að láta son
sinn í fóstur til íslands. En á
leiðinni norður lenti þeim saman,
syni skipstjórans Ger-Peders,
sem er enginn annar en sá vélráð-
abruggari Lagi og prinsinum
írska. Sú rimma endaði á því, að
Lagi henti andstæðingi sínum
fyrir borð og drukknaði hann.
Ger-Peder sá það fyrir, að ís-
landskóngur mundi gera son hans
höfðinu styttri fyrir þennan
verknað. Til að bjarga honum
taldi hann jarlana tvo, sem með
honum voru, á að kalla konungs-
son annan írskan dreng, sem á
skipinu var. Þessi drengur var
einmitt Gondla. Hann er sonur
„skáldsins mikla og frjálsa" eins
og írar segja eða „ræfils flökku
skálds“ eins og Grúbbi segir.
Gondla var því alinn upp sem
konungssonur á íslandi. Jarlarnir
höfðu svarið að þegja, en nú
leysa þeir frá skjóðunni. Hver var
þá móðir mín? spyr Gondla ör-
væntingarfullur, en fær ekkert
svar, því nú er Lera hin norræna
reið. Þú Iofaðir mér kórónu ír-
lands segir hún, en býður ekki
upp á annað en smán og svívirðu
og erjnál til þess komið að ég
drepi þig. Gondla svarar með því
að skjóta máli sínu til annars
heims kristinna manna - eða rétt-
ar sagt - hann tekur sér sæti
Krists:
Gondla:
í landinu sem andar þekkja einir
er löng orðin biðin eftir kónginum
bjarta'
kransinn á höfði mér er ekki
af þessum heimi
og þyrnar hann prýða
í stað gimsteins og períu
Lera:
Svo? En mundu þetta loforð mitt:
Um leið og Ijós í vestri slokknar
mun Laík sitja við læstar dyr
og lykillinn er í fórum Laga.
Hann kemur inn og kvelur hana
með kátum, frekum karlmanns
losta.
Hann kennir henni ástarinnar
unað
og hún mun auðmjúk vefja hann
hvítum örmum
hin leiða og daufa Laík
hverfur sjónum
en Lera ríkir nótt sem Ijósan dag
formælandi þér um alla eillfð
þú blauði hvolpur með þitt
bljúga hjarta.
íslendingar efna til veislu, þeir
skjóta sér hreindýr til matar og
bera fram mjöð og drekka skál
Leru sem kveðst drukkin af sól og
ást og biður Laga að koma til sín í
nótt. Gondla er gleymdur, hon-
um er ekki ætlað annað hlutskipti
í þessum fögnuði en bera varúlf-
unum vín og skemmta þeim með
hörpuslætti - en þegar kvöldar
ætla þeir að éta hann.
En þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst eins og menn vita.
írskan höfðingja ber að garði
með sveit manna og þeir eru í
mikilvægum erindum. Gondla
fagnar löndum sínum og hendir
hörpunni til jarðar og segist ekki
lengur leika fyrir úlfa. íslending-
arnir ráðast þá á hann og ætla að
rífa hann í sig, en írar snúast gegn
víkingum og hafa betur. Þeir
segjast vera til íslands komnir til
að sækja konung sinn, sem þang-
að var sendur ungur drengur í
fóstur. En þeir eru ekki komnir
til að sækja þann prins, sem fórst í
hafi, heldur Gondlu og engan
annan. Höfðinginn írski útskýrir
hvernig þetta má vera. Þegar
fyrri konungur íra dó, kusu þeir
sér skáldið frjálsa, föður Gondlu
til konungs. Hann stjórnaði
landinu vel og lengi og á bana-
beði bað hann þess, að sonur
hans tæki við af honum. Gondla
er þá konungssonur þrátt fýrir
allt, og víkingarnir meira að segja
reiðubúnir til að sýna honum til-
hlýðilega virðingu. Lagi biður
hann fyrirgefningar og lofar að
hitta Leru ekki framar. En Gond-
la hefur, þegar hér er komið,
hafnað þeirri hugmynd að ríki
hans geti verið af þessum heimi:
Hvað kemur jörðin mér við? spyr
hann. Snorri reynir að afsaka þá
fúlmennsku sem þeir jarlarnir
hafa sýnt Gondlu með því að
ljósta upp enn einu leyndarmáli.
Þau Gondla og Lera eru hál-
fsystkini, móðir Gondlu, kona
skáldsins írska, var fyrir löngu
flutt nauðug til Islands og eignað-
ist Leru með íslenskum herkóngi.
En við, segir Snorri, höfum með
því að stía ykkur í sundur komið í
veg fyrir blóðskömm sem guðirn-
ir láta ekki óhegnt. Lera iðrast
þess sáran sem hún hefur gert á
hlut Gondlu.
Lera:
Brúðgumi og bróðir ég bið þig
sigldu heim með þinni sveit
til svananna sœluríkis
og taktu við kórónu konungs.
En mig, sem þinn hugur og hjarta
aldrei þekktu, læstu mig inni
í dýflissu án dyra og glugga.
Þar ég hlusta þá húmar að kveldi
á bænasönginn þinn bllða
þeir tónar í tvírœðu myrkri
verði mér sól, tungl og stjörnur.
En Gondla hrifsar sverðið úr
hendi höfðingja hinnar írsku
sveitar, bregður því á loft og býr
sig undir þann fórnardauða sem á
endanlega að gera út um átök
svana og úlfa.
Gondla:
Heimur nýr og furðulega fagur
opnast vorum sjónum svo að
jörðin
rétt sem skip á skærum
silfurvœngjum
svífi yfir stilltum, tærum sjó.
Kæra Lera, konungur og úlfar
nú, þegar ég er til konungs
krýndur
skíri ég ykkur öll t nafni Krists
til arftaka þess dags sem aldrei
líður.
Víkingar andmæla, þeir vilja
ekki taka við nýjum guði, en
Gondla lyftir sverðinu og beinir
oddi þess að brjósti sér.
Gondla:
Þið viljið hafna leyndardómi
Herrans
ykkur er Kristur enn ei kær.
Já ég veit - þið viljið háan stall
undir hans helga kross og þetta
er hann:
ég hefi bergt af bikar náðarinnar
ég er sú mynt sem Kristur
mun nú greiða
til þess að einnig úlfar séufrjálsir.
Gondla fellur fram á sverðið og
deyr. Höfðingi íra tekur sverðið
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN