Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 11
JÓLABLAÐ heimilum lagt í púkk. Hér lá arð- ur fjögurra einkafyrirtækja sam- an í nokkrum óaðgreinanlegum hrúgum á víðavangi og borgara- styrjöld yfirvofandi, samkvæmt viðteknum reglum um lausn þess háttar vandamála. En þá sýndu eigendurnir hvað í þeim bjó. Þær lentu ekki í hári saman eins og beinast lá við að gera og þóttust þekkja eggin hver úr sínum hænum. Nei takk. Þær lögðu saman hænsnafjöldann á svipstundu, eins og ekkert væri eðlilegra, drógu hanana frá, breyttu einkafyrirtækjum sínum í samyrkjuhænsnabú um stundar- sakir og skiptu daglegri eggja- tekju milli sín í réttu hlutfalli við hænueign hverrar um sig. Gjörs- amlega illyrðalaust. Rétt eins og það væri sjálfsagt að vera skyn- samur. Engin þeirra ýjaði einu sinni í þá átt, að hún ætti kannski betri varphænur en einhver hinna. Þegar Jónína í Lögbergi ætlaði ekki að telja fram brúnu topphænuna sálugu, þá var það Karólína í Svalbarði sem sagði nei takk. Það væri það minnsta, sem hægt væri að gera í máli þeirrar hænu, að halda áfram að telja hana með. Og rekstur þessa frjálsa heim- angöngusamyrkjuhænsnabús hélt áfram, þar til maðkurinn var búinn að éta síðustu síldina og hænsnin búin að éta síðasta mað- kinn, og eftir var örlítil hrúga af brúnleitum sundurlausum sfldar- beinum. Þá voru það hænsnin, sem leystu upp þetta fyrsta marx- leníníska fyrirtæki á Djúpavogi, sem þau höfðu raunar sjálf stofn- að, og beindu eigendum sínum, grannkonunum á Innanbæjun- um, aftur in á brautir hins kapít- alíska hagkerfis, án þess að þær hefðu hugmynd um, að nokkrar slíkar brautir væru til, hvað þá að þær hefðu nokkurn tíma vikið af þeim og kannski stefnt með því vestrænu frelsi og lýðræði í voða. Þær héldu kvenfélagsfundina heima hjá sér á víxl og ræddu praktísk efnahagsmál heimil- anna. Einhverjar efasemdir heyrðust að vísu um praktíkina á stað, þar sem efnahagur heimil- anna væri enginn. Samt varð það hljóðbært eitt haustið, að kerl- ingarnar hefðu haldið eftir bestu ullarreyfunum. sínum og sent sameiginlega til Reykjavíkur til sérstakrar kembingar fyrir fé- lagið. Samtímis sömdu þær við Stebba á Núpi um smíði á spuna- vél. Ég veit ekki hvaðan þær höfðu peninga til framkvæmd- anna, en man ekki betur en kvæði við sæmilega þingeyskan tón í móður minni við fyrsta ársupp- gjör fyrirtækisins, þegar hagnað- urinn gerði betur en borga spuna- vélina. Þær létu að vísu karlana spinna og borguðu þeim ekki grænan eyri fyrir það. Sumir karl- ar reyndust lagnari spunamenn en aðrir og lentu þess vegna í meiri vinnu við fyrirtækið. En konurnar þeirra harðneituðu því, að þeir fengju neina peninga- borgun heldur og sögðu þær, að þetta væri bara gott, því góðir spunamenn væru leiðinlegri á heimili en vondir spunamenn. Hitt átti að vera leyndarmál innan kvenfélagsins að konur þeirra tóku band út á þá. Svo átti hitt kannski líka að vera leyndarmál innan kvenfélagsins kvenfélagsins, að vondir spuna- menn gátu verið lagnir við annars konar framleiðslu, sem hentaði til þess að gera góða spunamenn káta utan heimilis við verklok. Þannig varð spunavél kvenfélags- ins í skólakjallaranum býsna vin- sælt fyrirtæki í heildina séð. Svo áttu þær prjónavélar og með einhverjum hætti útvegaði kvenfélagið kynstur af fræðslurit- um og kennslubókum varðandi ullariðnaðinn. Hefðu karlar stað- arins, þó ekki væri nema hangið í pilsunum á kerlingunum sínum í öflun fróðleiks og þekkingar á landsgæðum og þreki til að nýta þau, þá hefði mannlífið orðið léttbærara á Djúpavogi á kreppu- árunum. Skáldsaga eftir Bjarna Guðnason prófessor Sólstafir Bjarna Guðnasonar prófessors er stór- skemmtileg miðaldarsaga og snýst um ástir, auð og völd. Ungur piltur strýkur að heiman tij þess að hefja ævintýralega og hættulega leit að því sem allir vilja finna - en fáum tekst. Sagan gerist á ólgutímum þegar alþýða manna bjó við ofurvald klerka og annarra valdsmanna. Þetta er fyrsta skáldsaga Bjarna Guðnasonar pró- fessors. ^vort d fivítu VIGDIS GRIMSDOTTIR kaldaljós „Kaldaljós er óður til fegurðar, trúnaðar, grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga ást- ar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af mikilli list. Henni skal ekki líkt við neitt.“ Jóhanna Kristjónsdóttir Morgunblaðinu „Þessi skáldsaga Vigdísar er án efa eitt athyglis- verðasta skáldverk sem jólabókaflóðið færir okkur í ár. . . hér er ósvikið listaverk á ferðinni." Soffía Auður Birgisdóttir Helgarpóstinum. Svartáfwítu STEFAN JONSSON im Bernskuminningar Stefáns Jónssonar fyrrverandi fréttamanns og þingmanns. „Mér er eiður sær að bók sambærileg þessari hefur ekki komið til þessarar þjóðar áður.“ Jónas Árnason rithöfundur (í útvarpsviðtali). ^vort d fnntu ÞJÓÐVILJINN ~ S(ÐA 11

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: Jólablað númer 2 (18.12.1987)
https://timarit.is/issue/225385

Tengja á þessa síðu: 11
https://timarit.is/page/2913116

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jólablað númer 2 (18.12.1987)

Aðgerðir: