Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ
Frásögn úr bernskuminningum Stef-
áns Jónssonar, Að breyta fjalli
Hetjur
fátœWar
Afsvartfugls- og hœnsnfugla-
tekju á Djúpavogti á kreppuárun-
um
Að íhuguðu máli fæ ég ekki
betur séð en minni mitt byrji
með heimskreppunni, sem er
ekki gott upphaf. Aðeins
stöku mynd aftan úrfrum-
bernsku roðin sólsetri betri
tíðar, en vegferðin þaðan inn í
vaxandi sortafátæktar, þar
sem hverjólinverðaöðrum
snauðari. í þessari mynda-
sögu eru kaflaskiptin, þarsem
eplin vantaði íjólatrésskrautið
áaðfangadagskvöld. Næstu
skilin eru þar sem heimatil-
búna jólatréð kemurtil sögu-
nnar með sortulyngi í staðinn
fyrir innflutta grenitréð og
engirpokaráþvímeð
bjóstsykri og súkkulaði. En
bækurnar hættu ekki að koma
ájólunum,guði sélof.
Hvernig svo sem ég reyni að
grufla upp skýringar foreldra
minna á breytingunni, þá man ég
aðeins eftir upplestri móður
minnar á sögunni um jólin hans
Vöggs litla. Þá sögu las hún fyrir
okkur þaðan í frá undir svefninn
á aðfangadagskvöld. Þar segir frá
litla drengnum, sem bjó heima
hjá ömmu sinni og fékk ullar-
sokka og vettlinga í jólagjöf, en
þótti skítur til koma. Um nóttina
dreymdi hann svo Skrögg jóla-
svein, sem kom og tók hann með
sér í erfiða ferð um heiminn, til
þess að sannfæra hann um, að
hann ætti býsna gott samanborið
við önnur börn. Þegar Vöggur
litli vaknaði svo á jóla-
dagsmorgun þá ætlaði hann aldr-
ei að geta kysst hana ömmu sína
nógsamlega fyrir sokkana og
vettlingana.
Það voru engir klukknahljóm-
ar í aðdraganda kreppujólanna á
Djúpavogi heldur haglabyssu-
hlunkar utan af firði, þar sem
fjölskyldufeður eða stálpaðir
synir skutu fugla í jólamatinn.
Vikurnar á undan skutu menn
rjúpur, en þær fóru allar inn í
reikninginn í kaupfélaginu, til
þess að grynnka á skuldinni og
standa straum af hveitinu og
sykrinum í jólabaksturinn. En
jólasteikin, það var svartfuglinn í
bland við kollu og kollu. Og helst
vildu menn hafa fuglinn glænýjan
en urðu þó að hafa varann á, ef
ekki skyldi gefa á sjóinn á aðvent-
unni, sem við bar.
Þorláksmessudag man eg frá
þeim árum, þegar norðangarrann
lægði loks um morguninn og
mátti ekki seinna vera og allir úti
á firði daglangt í stillunni að
skjóta til jólanna, svo undir tók í
fjöllunum.
Undir kvöldið fór að drífa.
Menn komu róandi heim í rökkr-
inu með þófturnar hvítar af
svartfuglsbringum. Sumir inn í
vog og köstuðu fuglinum upp á
bryggju. Hinir inn í Gleðivík og
köstuðu honum upp í fjöru.
Einn var ókominn að í svarta
myrkri, Aðalsteinn í Svalbarði,
faðir nafna míns og leikbróður.
Hann hafði róið með byssu sína
einn saman á Koppnum. Við bið-
um hans í fjörunni. Lengi. Loks
lét nafni minn sér sæma að verða
órólegur. Hann dirfðist að bera
það í orð við mig, að byssa föður
síns væri ekki í sem bestu standi.
Hann hefði ekki gefið sér tóm til
þess að gera við hana áður en
hann réri í morgun. Patrónust-
ykkið var slitið. Þá getur skot far-
ið aftur úr Húskvarnahaglabyssu.
Þá vissi ég að honum leið illa.
Karólína í Svalbarði kenndi ekki
sínum börnum að hafa orð á smá-
munum.
Svo heyrðum við loksins ára-
tökin frammi á víkinni. Fyrst
langt undan og við héldum niðri í
okkur andanum. Svo nálguðust
þau, og við fórum að heyra ískrið
í keipunum, og allt í einu kom
dökk þústa utan úr logndrífunni,
og sveif upp undir fjöruborðið.
Nafni minn hljóp ofan malar-
kambinn. Ég beið uppi til vonar
og vara: Ef Alli hefði nú drepið
sig á byssunni og kæmi þarna ró-
andi afturgenginn?
Og nú gat nafni minn ekki stillt
sig lendur, heldur kallaði út í
myrkrið: „Ert það þú pabbi?“
Ekkert svar. Dragið urgaði í
fjörugrjótinu. Árarnar glömruðu
á þóftunni, þegar maðurinn lagði
þær upp. Svo svaraði hann: „Já,
einhvers pabbi er ég“.
Hann stökk upp í fjöru með
fangalínuna og kippti Koppnum
á land, og þá varð nafni minn
gripinn slíkri ofsakæti að hann
gætti þess ekki að þegja eins og
háttvísi staðarins bauð og telja
svartfuglana, heldur hoppaði
hann upp um hálsinn á pabba sín-
um og sagði: „Éttu skít, pabbi.“
Og Aðalsteinn losaði hand-
leggi nafna míns af hálsinum á sér
og lét hann rólega frá sér um leið
og hann sagði glaðlega: „Mér
þykir þú bjóða upp á jólamatinn
gæskurinn. En við skulum nú
brýna séttunni fyrst.“
Hvorki fyrr né síðar heyrði ég
austfirska feðga skiptast á ástúð-
legri orðum.
En það voru ekki jólin, sem
urðu fólkinu erfiðust, með
snemmbæruna í fullri nyt og
hjálpsaman nágranna, ef hún
brást, og nýlegar kartöflur í
poka. Það var tíminn þaðan í frá
til vors og svo enn þaðan til næstu
jóla, sem varð mörgum þungbær,
og fór versnandi með hverju ár-
inu sem leið.
Verð fyrir sólþurrkaðan fisk á
Spánarmarkaði féll ofan í það að
nægja ekki fyrir saltinu, þegar
verst lét. Samtímis minnkaði
aflinn, sem var reyndar hættu-
legast, vegna þess að útgerðar-
kostnaðurinn minnkaði ekki að
sama skapi. Það fengust færri kíló
af þorski fyrir veiðarfæri og olíu,
sem eytt var í róðurinn. Á Djúpa-
Frá Djúpavogi.
Stefán Jónsson
vogi, þar sem hver maður var
sinn eigin kapítalisti í sjávarút-
vegi, þá þýddi þetta tafarlausa
rýrnun á daglegu brauði hvers
einstaklings og viðbót við
skuldahalann í kaupfélaginu,
sem hlaut að kalla á sveitarfram-
færi á næsta ári...
Hér sleppum við úr frásögn af
atvinnumálum á Djúpavogi á
kreppuárunum, hvernig einka-
framtakið og samvinnuhreyfingin
á staðnum brugðust við vandan-
um, en tökum upp þráðinn aftur
þar sem segir af framtaki kven-
þjóðarinnar og ráðsnilld á þess-
um erfiðu tímum:
Eitthvað rámar mig í það, að
mönnum hafi þótt það undarlegt
fyrir austan, að fólkið með allar
appelsínurnar og góðvínin, sem
það gat ekki selt á Spáni og allt
rúgmjölið og sykurinn, sem það
gat ekki selt í Danmörk og Þýska-
landi, og kaffið, sem það gat ekki
selt í Brasilíu, og kolin og kexið,
sem það gat ekki selt í Englandi,
skyldi ekki geta keypt saltfískinn
og ullina, sem það vantaði frá ís-
landi. Málið kom til umræðu í
skúrnum hjá Guðjóni á Hlíðinni,
og þegar einhver sagði sem svo,
að það ætti þó for helvíti að vera
hægt að koma á vöruskiptaversl-
un, þá útskýrði Guðjón málið á
þá lund, að það væru bara ekki
þeir, sem væru að drepast úr
saltfiskskorti, sem ættu appelsín-
urnar og rúgmjölið og kaffið.
Gústi í Lögbergi, sem hafði hið
eina og sanna hjartalag, fór þá til
Þórhalls kaupfélagsstjóra og
sagði honum, að nú vildi hann
bara gefa þessum fátæku Spán-
verjum saltfiskinn sinn, fyrst
hann fengi ekkert fyrir hann
hvort sem væri og fékk þau svör,
að þetta fólk gæti ekki einu sinni
borgað flutningsgjaldið undir
fiskinn og það vara nú það. Og
svo slotaði þeim fljótlega spegla-
sjónunum um það, hvernig út-
lendingarnir færu að hafa í sig og
á og raunar um það, hvernig aðrir
færu að því yfirleitt. Hver og einn
hafði nóg með að sjá út leiðir til
þess að hafa sjálfur í sig og á og
ekki síst þeir, sem þurftu að sjá út
leiðir til þess að hafa í tíu til sex-
tán manna fjölskyldu og á.
Og enn sem fyrr og síðar voru
það konurnar, sem réðu úrslitum
í stríðinu með ískapaðri háttvísi
þess, sem hefur allt í senn, aflið til
að ráða og hugrekkið til að beita
því á úrslitastund og svo
greindina til þess að láta eins og
ekkert sé og minnast ekki á þing-
sæti.
Næstu grannkonur okkar í
Rjóðri voru Karólína í Svalbarði
með átta börn, Jónína í Lögbergi
með níu börn og hún Ásta í
Brekku með fjórtán börn og eng-
in þeirra þriggja að skæla og svo
móðir mín, sem ein þessara
kvenna hafði úr föstum tekjum
að spila, 130 krónum á mánuði,
þegar tímakaup í verkamanna-
vinnu var ein króna og tíu, og
aðeins þrjú börn á framfæri.
Ég heyrði móður mína kalla
þessar grannkonur sínar hetjur
fátæktar. Þær gengu allar í
kvenfélagið, sem hún stofnaði
einhvern tíma fyrir mitt minni að
þingeyskri fyrirmynd, og engum
horkerlingum líkar, þar sem þær
skunduðu áleiðis á fundina í
peysufötunum sínum með kasm-
írsjölin. Svo vitrar voru þessar
höfðingskonur í örbirgð sinni að
þær leystu með sjálfvirkri vin-
semd og brosi á vör, flest erfið-
ustu vandamál mannkynsins,
sem leiðtogar þjóðanna hafa
böðlast á með oddi og egg frá
upphafi vega sjálfum sér, konum
sínum og börnum til óþurftar.
Sem dæmi um aðferðir þeirra
við lausn á stórpólitískum vanda-
málum segi ég enn einu sinni
söguna um frjálsa heimangöngu-
hænsnabúið frá árinu 1933.
Það hafði skemmst beitusíld í
íshúskytrunni hjá kaupfélaginu.
Þetta voru þó nokkur tonn, og
um vorið var öll kássan flutt í
gamlan og uppgróinn fiskireit,
sem skildi að túnbeðla fyrr-
greindra heiðurskvenna.
Þetta var allmikill bingur, og
strax með fyrstu sól þreyttu nú
þangað flugið sitt allmargar fiski-
flugur víða að úr grenndinni.
Strax um miðjan maí skyldi eng-
an hafa grunað, að svo margar
flugur hefðu leynst á svæðinu
milli Steitishvarfs og Eystra-
horns.
Sfldarhaugurinn blasti við eld-
húsglugganum heima hjá mér, og
það var furðuleg sjón hversu ein-
arðlega flugumar gengu fram í
því að breyta honum í skordýr. Á
einni sólbjartri helgi varð þessi
hóll af silfurglitrandi beitusfld
biksvartur af flugu. Þannig stóð
hann eins og jarðfastur tinnu-
steinn í nokkra daga. En svo tók
hann allt í einu að iða og nötra.
Og á sjöunda degi umhverfðist
hann. Löngu framliðnar síldar
risu upp á sporðinn ogsteyptu sér
kollhnís í bingnum. Öll hænsnin
frá fyrrnefndum húsum þustu að
og skipuðu sér í þéttan hring um-
hverfis veraldarundrið og tíndu
maðka vorlangan daginn. Þau
voru komin þangað um sólarupp-
rás að nóttunni og viku þaðan
ekki fyrr en undir lágnættið. Þá -
þegar göglin voru horfin til prika
sinna og skvaldrið í þeim þagnað
- mátti heyra suðið í þessum
milljörðum skorkvikinda heila
bæjarleið í næturkyrrðinni, svo
sleitulaust gengu þau að mat sín-
Seinna átti ég eftir að heyra
Svía borða síld í því fræga matar-
húsi Frascati í Kaupmannahöfn,
og enn síðar, eftir að sú matsala
var komin á hausinn, þá heyrði ég
til Þjóðverja að mat sínum í Kö-
benhavner Kroen, og jafnvel það
jafnaðist hvergi nærri á við at-
ganginn í maðkinum.
Á daginn skondraði sem sagt
allur hænsnagrúinn umhverfis
síldarhraukinn í margfaldri
óskipulegri fylkingu, og sjálfsagt
hefur það verið þeim að þakka að
maðkurinn skreið ekki alla leið
heim í eldhús til okkar. Þau voru
svo niðursokkin í átið, að hanarn-
ir báru þaó ekki einu sinni við að
fjandskapast út af hænunum.
Sjálf afbrýðisemin kafnaði í mat-
arlystinni.
Fálki kom einn morgun á
hröðum væng. Að öllu venjulegu
hefði hænsnamorið sundrast með
óskaplegu gargi og hver fugl þot-
ið í sinn kofa nema sá eini útvaldi.
Nú hremmdi ránfuglinn brúna
topphænu frá Jónínu í Lögbergi
og flaug burt með hana, án þess
að hin hænsnin litu einu sinni
upp. Óttinn við dauðann hafði
líka hopað um set.
Aldrei hafði hænsnum verið
önnur eins paradís gjör í Suður-
Múlasýslu.
En nú brá svo kynlega við að
hænurnar steinhættu líka að
verpa. Við máttum una eggjalaus
dægrum saman í þessum hluta
þorpsins. Það var ekki annað
sýnna en fiskiflugan hefði líka
knésett ástina - uns einhver sem
leið átti framhjá sfldarbingnum
rakst á nokkrar hrúgur af eggj-
um, sem leyndust þar á milli
steinanna.
Nú voru sem sagt góð ráð dýr.
Hér höfðu hænur frá fjórum
ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 9