Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 13
ÞAÐ var enginn smáræðis söngflokkur, sem Þórður Kristleifsson stjórnaði, þegar búið var að steypa öllum fjórum kórunum saman í einn. Honum varð ekki með góðu móti komið fyrir á mynd nema farið væri út á tún. Söngstjórinn situr framan við kórinn. // umst í bfl en við vissum að bflar voru lagðir af stað frá Laugar- vatni til móts við okkur. Við vor- um því hin vonbestu og bjugg- umst við að komast í sundlaugina og gufubaðið, ef ekki fyrir hátt- inn þá a.m.k. fyrir fótaferðar- tíma. Komið á ný í Kolviðarhól Reyndin varð þó önnur. Neðst í Svínahrauni var ófærðin orðin það mikil að ógerlegt var að koma bflnum lengra. Var það nú eitt til ráða að Ieggja pjönkurnar á bakið og kjaga upp í Kolviðar- hól. Þangað náðum við í myrkri. Nú kvað Þórður fararstjóri upp úr með það, að lengra yrði ekki farið að sinni. Taldi hann það óráð hið mesta að leggja með hópinn á Hellisheiði undir nótt- ina, í svarta myrkri og ófærð og allra veðra von. Mun hann hafa hringt í Laugarvatn og látið vita hvar við værum niður komin. En Þórður lét ekki þar við sitja, eins og í ljós kom morguninn eftir. Auðvitað voru ekki til rúm fyrir allan þennan skara og sátu stelpurnar að sjálfsögðu fyrir þeim. Húsráðendur tíndu saman öll þau rúmteppi sem til voru, breiddu þau á gólfið í veitingasto- funni og þar lágum við strákarnir. Seint var farið að sofa og enginn kveið morgundeginum. Þetta var mun skemmtilegra ferðalag en að aka bara viðstöðulaust austur í Laugarvatn og í raun og veru að- eins ævintýralegur endahnútur á jólaleyfið. Leið nú af nóttin. Um morguninn var hið besta veður, logn, heiðskírt og nokkurt frost. Við fengum okkur ein- hverja hressingu en þegar ég ætl- aði að fara að borga, með mínum síðasta peningi, sem mér sýndist þó engan veginn mundi hrökkva til væri greiðinn seldur á eðlilegu verði, þá var mér einfaldlega sagt að láta af slíkum áformum. Hvort Þórður Kristleifsson hefur borg- að í einu lagi fyrir allan hópinn veit ég ekki en a.m.k. fékk ég aldrei neinn reikning frá honum. Lagt á Hellisheiði Ekkert bólaði á bflunum frá Laugarvatni. En nú kom í ljós, hvað Þórður hafði verið að gera í símanum kvöldið áður, annað en að láta vita um verustað okkar. Á hlaðinu stóð snjóbfll og dró hann skíðasleða mikinn. Hafði Þórður fengið bflinn einhversstaðar austan yfirfjall. Var nú öllum far- angri hlaðið á sleðann og munaði okkur mikið um að vera laus við hann. Umbrotafærð var á heiðinni og sóttist ferðin því seint. Þórður fór fyrir fylkingunni og réði hraðan- um. Enginn vissi hvenær við myndum mæta bflunum og því ógerlegt að vita hvað gangan yrði löng. Þessvegna var nauðsynlegt að spara gönguþrekið og það vissi Þórður. Loks var komið á Kambabrún og Hveragerði blasti við, sem þá var raunar ekki annað en örfá hús á stangli. í einu þeirra var Mjólk- urbú Ólfusinga. Þangað var nú förinni stefnt og Þórður bauð upp á skyr og rjóma. Sjaldan hef ég orðið mat mínum fegnari og býst ég við að svo hafi verið um fleiri. Þarna munum við hafa látið líða úr okkur í rúman klukkutíma. Tekið var nú að þyngja í lofti en þó úrkomulaust. Preytan segir til sín Einhvernveginn hafði Þórði tekist að ná sér í hest svo þegar við héldum af stað frá Hveragerði var þetta orðið bæði riddara- og fótgöngulið. Er komið var nokk- uð austur í Ölfusið leyndi sér ekki að sumir voru farnir að þreytast, engu síður strákar en stelpur. Var það engin furða, búið að kafa fönnina í hné og þaðan af meir klukkutímum saman. Ég er viss um að það voru leikfimistímarnir hjá honum Birni Jakobssyni, sem gerðu það að verkum, að við vor- um þó ekki enn verr farin, þegar þarna var komið. Þorstinn sótti á og varð þá ýmsum fyrir að úða í sig snjó, sem er hið mesta óráð. Það slær að vísu á þorstann í bili en síðan sækir á mann máttleysi og er því verr farið en heima set- ið. Tekið var nú að togna ískyggi- lega mikið úr hópnum. Hinir orkumeiri brutust áfram en aðrir drógust aftur úr, voru jafnvel farnir að kasta sér niður í fönn- ina. Þórður tók það til bragðs að ríða hring eftir hring kringum mannskapinn til þess að sjá um að enginn heltist úr lestinni. Ef hríð hefði brostið á okkur þarna undir Ingólfsfjallinu hefði illa getað farið. Ég held að sum okk- ar hefðu ekki enst til öllu lengri göngu. Við vorum öll óharðnaðir unglingar og misjafnlega vön löngum og erfiðum gönguferð- um. Sjálfur var ég við það að gef- ast upp. Ég hafði fengið lömunar- veiki og lamast verulega í öðrum fæti og lítilsháttar einnig í hinum. Ég réði eiginlega ekkert orðið við máttlausu löppina. Hún fór bara sínu fram og lét alltaf undan þeg- ar ég steig í hana. Ég var að létta á henni með því að styðja niður hendinni. Síðasta spölinn hefði mér miðað betur með því að skríða á fjórum fótum. Það var bara ekki komið í tísku þá. „Þegar neyðin er stœrst..." Loksins, rétt vestan við Ölfus- árbrúna, mættum við bflunum. Var þá myrkrið skollið á og bfl- arnir búnir að vera hátt á annan sólarhring að brjótast frá Laugar- vatni. Áður en sest var inn í bflana lét Þórður okkur syngja tvö eða þrjú lög. Heimtaði meira að segja að þeir sem þarna voru úr „laglausa kórnum", yrðu með í hópnum, en gat þess hinsvegar, að það gerði ekkert til þó að þeir syngju ekki mjög hátt. Mér fannst nú þessi söngæfing þarna á veginum skjóta dálítið skökku við þau fyr- irmæli Þórðar að við syngjum aldrei úti í kulda og dirfðist að hafa orð á því við hann. „Ég veit það, góði,“ sagði Þórður, „en ég varð að brjóta boðorðið í þetta skipti.“ Ég veit ekki hvort ég hef skilið rétt hvað í þessum orðum lá. En Þórður var áreiðanlega farinn að hafa áhyggjur af þessu ferðalagi og hann taldi sig bera ábyrgð á okkur. Nú hafði höfninni farsæl- lega verið náð. Áhyggjurnar voru að baki. Því hlaut Þórður að fagna. Og hvernig gat einmitt hann gert það með öðru móti bet- ur en því að Játa okkur syngja? I I Flóuð mjólk og kringlur Leiðin framundan var greið. Það var búið að moka veginn frá Laugarvatni og niður á Selfoss. Hjá því gat ekki farið að við yrð- um komin í Laugarvatn fyrir morgunsárið. Það var komin ró yfir mannskapinn. Engu líkara en orðið hefði einskonar spennufall. Við vorum þreytt, syfjuð og eink- um ákaflega þyrst. Því var ein- róma samþykkt tillaga um það að koma við á Minni-Borg. En gera mátti ráð fyrir því að klukkan yrði orðin álíka margt þar og ann- arsstaðar og því yrðum við að vekja fólk upp. Nú, en það var þá kannski ekki annað en eðlilegur endir á þessu ferðalagi að rífa fólk upp úr rúmunum til þess að standa í brynningum. En sem betur fór var seint gengið til náða á Minni-Borg, a.m.k. í þetta skiptið. Við þurft- um engan að vekja. Húsfreyjan setti stóreflis pott á eldavélina, fyllti hann af mjólk, sem hún flóaði, og kom síðan með heilan hestburð af kringlum. Áreiðan- lega drukku þarna sumir í fyrsta skipti flóaða mjólk, vissu raunar engin deili á fyrirbærinu, enda ekkert kennt um það á Laugar- vatni nema þá kannski í Hús- mæðraskólanum. Svo vorum við allt í einu öll komin á kaf í sundlaugina á Laugarvatni. Og sum okkar létu ekki þar við sitja, heldur köfuð- um snjóinn í sundfötunum einum niður í gufubað. Nú fann enginn lengur fyrir þreytu. Og við ák- váðum að vaka það sem eftir lifði nætur. - mhg. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: Jólablað númer 2 (18.12.1987)
https://timarit.is/issue/225385

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jólablað númer 2 (18.12.1987)

Aðgerðir: