Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 17
m§s
, ^ 'xs^'
JÓLABLAÐ
upp með þeim ummælum, að
ekki skuli saklaust blóð hafa vætt
eggjar þess til einskis og skorar á
víkinga að ganga til skírnar. Og
kemur nú enn ein af þessum
skyndilegu kúvendingum, sem
svo mikið fer fyrir í ljóðaleik
Gúmíljofs: íslendingar, sem fyrir
skemmstu gólu úlfagaldur, ganga
nú fram og kyssa hjöltu sverðsins
sem varð Gondlu að bana. Meira
að segja Lagi segir sem svo:
Lagi:
Ekki munu guðir okkar glíma
við sjóla þann sem sigrað hefur
dauðann.
Ahti einn ætlar að halda tryggð
við heiðni feðranna. En það er
svo Lera sem fer með lokaorðin í
'leiknum, hún segir svo um Gond-
lu, bróður sinn og brúðguma:
Lera:
Hann er voldugur kóngur
og kappi
svanur fagur á feðranna
ströndum
hann er sá sem ég leitaði og unni
sá sem eitt sinn kvaðst elska mig.
Kœru svanir og serafímar!
Festið skipið við klettinn kalda
á það leggið með varúð hans lík
segl fyllast sjálf af vindi
við svífum um óþekktar leiðir
yfir náttsvartar naprar öldur.
Ein sit ég kóngssyni yfir
og sleppi ekki úr hendi stýri
meðan vindar löðrunga vötnin.
Svo flýjum við fjör og dauða
- heyrirðu besti bróðir?
til œttlandsins ofar jörðu
yfir kœrleikans hlýja haf.
Sem fyrr segir leggur Gúmíljof
sig ekki mikið eftir íslendinga-
sögum eða öðrum fornum ritum í
þessu verki. Hann hefur bersýni-
lega nokkra hugmynd um nor-
ræna goðafræði, hann veit um
Egil og Höfuðlausn, landafundi í
Vesturheimi og fleira - má vera
að Lera og Gondla, írsk kónga-
börn í fóstri á íslandi, séu eins-
konar endurómur af Melkorku-
sögu Laxdælu. En hann fer mjög
frjálslega með efniviðinn. í»að er
að minnsta kosti ekki þekking á
norrænni sögu og bókmenntum
sem fær rússneskt skáld til að
velja sér ísland að vettvangi, þeg-
ar hann er í stríðsþreyttu landi
sínu að yrkja um andstæður víga-
mennsku og kristilegs kærleika.
Hitt má svo vera, að þegar Gúm-
íljof lætur Gondlu gerast á íslandi
þá sé hann að fylgja vissri tísku í
rússneskum bókmenntum þessa
tíma.
Norðurlönd og þá ekki síst nor-
ræn fornöld, voru allmikið í tísku
í bókmenntalífi Sankti Péturs-
borgar upp úr síðustu alda-
mótum. Sumpart var þetta tengt
áhuga á höfundum eins og Hams-
un, Strindberg og fleirum, sem
voru mikið þýddir og lesnir. Um
leið var mjög á kreiki meðal
skálda nýrómantískur áhugi á
frumstæðu og öfgafullu lífi í
hrikalegu umhverfi - og það þótti
liggja nokkuð beint við að leita
að slíkum fyrirmyndum í norðri.
Hér við bætist áhugi þessara
skáldatíma á fornri rússneskri
sögu, á upphafi hins rússneska
ríkis, en þar komu norrænir
menn óneitanlega mikið við
sögu, enda þótt menn séu ekki á
eitt sáttir um það enn þann dag í
dag, hver var í rauninni hlutur
norrænna kaupmanna og víkinga
eða væringja í Rússlandi aftur í
öldum.
Gúmíljof var sannarlega ekki
einn um að yrkja um ísland í anda
þessarar tísku - eins þótt hann
hefði aldrei þangað komið. Eitt
vinsælasta skáld þessa tíma, Kon-
stantín Balmont, orti til dæmis
um svipað leyti ofur hátíðlegt
kvæði sem heitir Íslandía:
Þormóður, Sigurður, Gunnar
og Snorri
þessir sjávarins frœndur
með járnköld nöfn
sóttu feiknstafa töfrá
til frjálsra vinda
festu í drápur og sigldu í höfn.
í hendingum römmum
við heyrum ennþá
hafrót og gný af svörtum sandi.
Þar œpa fuglar úr firna-hœðum
fuglar frá dauðu og frjálsu landi.
ísland var líka notað í verkum
ungra skálda sem þá voru að
skemmta sér við að hneyksla
virðulega borgara. Til dæmis
segir svo í ádrepu á heimsstyrj-
öldina fyrri eftir Velímír Khlé-
bnikof, eitt af óstýrilátustu
skáldum fútúrismans:
„Lysthafendur allra landi fái til
umráða sérstaka óbyggða eyju til
að halda þar uppi eilífum bar-
dögum - til dæmis ísland. Þar er
upplagt að hljóta fagran
dauðdaga.“
Með öðrum orðum: ísland var
til ýmissa hluta brúklegt hjá
rússneskum skáldum um það bil
sem rússneska byltingin 1917
gengur í garð. En fyrir utan það,
að í Gondlu yrkir Gúmíljof sig
inn í ákveðna tísku, heldur hann í
leiknum áfram með ýmis stef sem
hann hafði notað í öðrum verk-
um. Eitt þeirra var blóðskamm-
arþemað, sem hann hafði oft fitj-
að upp á áður en hann orti harm-
sögu hálfsystkinanna írsku í
Gondlu og hafði þá einnig leitast
við að lyfta slíku sambandi á dul-
rænt svið. Annað þema er tengt
töfrahörpu eða töfrafiðlu, sem er
hjá Gúmíljof tákn skáld-
skapargáfunnar. Og sá sem helg-
ar sig skáldskapnum má ekki
hvflast upp frá því og aldrei snúa
við. Hann á að halda áfram að slá
hörpu sína án vonar um skilning
og frægð, og hann mun - eins og
Gondla - fara sína leið og deyja
skelfilegum og dýrlegum dauða
skálds og spámanns.
Peir fáu sem hafa skrifað um
leikritið Gondla eru á einu máli
um, að það sé varla hæft til sýn-
ingar. Persónurnar standi á of
ótraustum fótum, athafnir þeirra
eru, segja þessir gagnrýnendur, í
meira lagi órökvísar, framvindan
öll þvinguð og klaufaleg. En um
leið viðurkenna þeir, að víða
megi í leikritinu finna góðan og
hljómfagran skáldskap. Gondla
var flutt í tveim rússneskum borg-
um skömmu eftir byltinguna og
var þar að verki tilraunahópur
sem kallaði sig Leikhúsverkstæð-
ið. Fyrst kom Gondla á svið í
Rostof árið 1920 og seinna flutti
leikhópurinn verkið í Pétursborg
í janúar árið 1922. En þá voru
fjórir mánuðir liðnir frá því að
höfundurinn var tekinn af lífi
fyrir aðild að samsæri keisara-
sinna. Síðan hefur Gondla hvergi
komið á svið svo vitað sé, og mun
verk þetta núna flestum gleymt.
Vinur Gúmíljofs, skáldið Ge-
orgí ívanof, hefur skrifað eftir-
minnilega grein um höfund
Gondlu. Hann ber þar á móti því
að Gúmfljof hafi verið mikill
ævintýramaður að eðlisfari, en
því hafa margir haldið fram.
„Hann hafði,“ segir ívanof, „í
rauninni ekki áhuga á neinu öðru
en skáldskap. Og hann var
sannfærður um að skáld megi sá
einn kallast sem leitast við að
vera öllum öðrum fremri í hverju
sem hann tekur sér fyrir hendur.
Og þessi feimni bókaormur
neyddi sjálfan sig til að veiða ljón
í Afríku, berjast í heimsstyrjöld-
inni, til að hætta lífi sínu í samsæri
um að endurreisa keisarastjórn-
ina. Og hann fór eins með skáld-
skap sinn og líf sitt. Hann var
þunglynt draumóraskáld sem
sleit þá ljóðrænu strengi sem í
honum voru, sprengdi óvenju
hreina og tæra rödd sína í við-
leitni til að endurheimta fyrri
mikilleik skáldskaparins og áhrif
á sálirnar - til að verða sá sem
nístir sálirnar rýtingi og brennir
hjörtun til ösku.“
Má vera að í þessari þversögn
eðlis og áforma, sem Georgí
ívanof talar hér um, sé að finna
lykilinn að þessu undarlega
leikriti sem hér hefur verið sagt
frá, nokkra skýringu á mótsögn-
um þess, kostum og furðulegum
göllum.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
D O G U N/B U B B A
YFIR15000
EINIOK $ELD
BUBBI: OÖGUN
LP, KA&CD
„Besta plata Bubba hingað til. “
A. M. - Mbl.
„Skotheld skífa, hvort sem litið
er á lagasmíðar, útsetningar
eða annað." ÞJV-DV
„Ljóst er að Bubba hefur tekist
að gera plötu sem að mínu
mati er betri en „Frelsið".
GS-HP
Meisfantverh Megasar
MEGAS: LOFTMYND
LP, KA&CD
iririririr GS—HP
„Plata ársins" - ÞHG Stöð 2
„Ef hægt er að tala um plötu
ársins hérlendis þá er þetta
hún." ÆÖJ-ÞJV
Ath! Á geisladisknum eru að
finna 5 viðbótarlög.
KOSTABOÐ
„ SA FNA RA -SERÍAN“
2LPÁ VERÐI EIIMIMAR.ffíB
i .-'.m./ uau\
Smekkleysa kynnir:
rnr.cohizcnos o
BUDDY HOLLY - The Coílection
Ef þú hefur gaman af La Bamba tryggðu
þér þá eintak af þessari. Öll gömlu lögin.
ERIC CLAPTON - The Collection
Farið yfir blúsár gitarsnillingsins Eric Clapton.
Aretha Franklin - The Collection
The Mamas And Papas - The Collection
Them - The Collection
Moody Blues — The Collection
Marianne Faithful - The Collection
Small Faces - The Collection
Black Sabbat - The Collection
Kenny Rogers - The Collection
Metal Killers - The Collection
Status Quo - The Collection
Ten Years Aftur - Tne Collection
Thin Lizzy - The Cc lection
David Bowie - The Coiiection
Frank Sinatra - The Cciiection
Bob Marley - The Collection
Jim Croce - The Collect'O-'
White Boy Blues
Johnny Cash - The Coliecton
SYKURMOLARNIR
- Ammæli
Á CD - disknum er
að finna hið rosalega
Motor Crash.
BLEIKU
BASTARNIR
Bastarmr leika það
sem þeir nalla
sykadel.urokkaPilly
SOGBLETTIR
Sogblettir hafa sýnt það og sannað að þar fer ein
ferskasta og sterkasta rokksveit landsins.
JOHNNY TRUUMPH/SYKURMOLARNIR
- Luftgítar
Johnny Triumph hefur tryllt meyjar um land a :
með eggjanai flutningi á laginu Luftgítar. Hann
bætir um betur og flytur hér einnig lagið Stálnótt.
Eigum einnig fyrirliggjandi fjöl-
breyt: jrvalaf b'ues. rock'r rcH.
soui, jdzz, lormSiarzökur - * r
SENDUM ÍPÓSTKRÖFU SAM-
DÆGURS. SÍMI 12040.
„GÆÐA TÓNLISTÁ
GÓÐUM STAÐ".
gramm
Laugaveg 17. Sími: 12040.
($)