Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ
Viðbrögð blaðanna
Þjóðviljinn var eina dagblaðið
sem birti fréttina af ritskoðun út-
varpsráðs, og skrifaði um hana í
leiðara þrem dögum síðar. Tónn-
inn í leiðara Þjóðviljans var engin
hálfvelgja eins og sést á eftirfar-
andi tilvitnun:
„í fyrradag gerðist sá atburður
að meirihluti útvarpsráðs ákvað
að banna Jónasi Árnasyni aðgang
að útvarpinu, framvegis, sam-
kvæmt beinni fyrirskipun banda-
ríkjaleppanna sex, sem kalla sig
ríkisstjórn íslands... Fátt lýsir
betur sálarástandi þessa vesæla
lvðs en brottrekstur Jónasar
Árnasonar. Þeir eru sannarlega
ekki í vafa um glæpi sína þessir
herrar, sem þannig haga sér. Ef
þeir væru einfeldningar, sem gert
hefðu landráðasamning sinn af
fáráðlingshætti, myndu þeir ekki
bregðast þannig við. En þeir eru
sannarlega hvorki einfeldningar
né fáráðlingar, þeir loga af minni-
máttarkennd og sefasýki hins
sakbitna...
(Þjóðviljinn 17.10. 47)
Alþýðublaðið birtir einnig
leiðarastúf um málið þann sama
dag og segir þar að erindi Jónasar
hafi verið „lævís tilraun til þess að
taka í útvarpinu undir áróður
Þjóðviljans" um að gera 5. októ-
ber að sérstökum baráttudegi, en
blaðið tekur undir það álit út-
varpsráðs að erindið hafi verið
„alvarlegt trúnaðarbrot og frek-
leg misnotkun á aðstöðu höfund-
ar við útvarpið".
Volstrítsöngur
Þorsteins
Valdimarssonar
Næst gerist það í málinu að
Þjóðviljinn birtir tækifæriskvæði
um málið eftir Þorstein Valdi-
marsson skáld, og er kvæðið
endurprentað þann 22. okt. með
nótnaskrift að lagi sem syngja átti
við textann.
„Hundar og menn“
Attur verður leiðarahöfundi
Þjóðviljans mál þetta tilefni
skrifa þann 29. október, og bar
leiðarinn yfirskriftina „Hundar
og menn“. Leiðarinn gæti hafa
verið skrifaður af Magnúsi Kjart-
anssyni, en þar segir meðal ann-
ars:
„Meirihluta útvarpsráðs hefur
tekist að gera hundinn, sem Jón-
as Ámason lýsti í útvarpserind-
inu 5. október, að táknrænni per-
sónu í íslensku þjóðlífi... Þessi
saga um hundinn varð í augum
meirihluta útvarpsráðs að ófyrir-
gefanlegu skensi um ákveðna ís-
lenska stjórnmálamenn, og úr því
að þeir hafa valið sér þá sneið,
skulu þeir fá að halda henni eftir-
leiðis.
Því það eru ekki aðeins íslensk-
ir hundar sem eru veikir fyrir
áhrifum hinnar erlendu herra-
þjóðar. Til eru íslenskir menn
með íslenskum nöfnum, sem ekki
eru frábrugðnir löndum sínum að
ytri sýn, en daufheyrast við kalli
þjóðar sinnar, þótt þeir verði hins
vegar allir að einni rófu þegar
þeir eru ávarpaðir á enskri tungu.
þessir menn standa ekki lengur
undir íslenskum nöfnum eins og
Bjarni eða Stefán, þeim ber sam-
heitið Sloppy Joe.“
„Ellefu rófur“
Eftir þessa mögnuðu sendingu
gat Morgunblaðið ekki lengur á
sér setið að rjúfa þögnina um
þennan hættulega hund. Það er
trúlega Valtýr Stefánsson sem
skrifar leiðarastúf daginn eftir,
þann 30. okt, og er greinilega
mikið niðri fyrir. Leiðarastúfur-
inn ber yfírskriftina „Ellefu
rófur“ og er á þessa leið:
„íslenskur hundur dinglaði
rófunni suður á Keflavíkurflug-
velli framan í húsbændur sína.
Hvers vegna gerði hann það?
Svarið er nærtækt. Þeir hafa
gefið honum að jeta, hann er
þeirra hundur og með þeim.
Þetta er ofur einfalt. Hundur-
inn er eins og aðrir hundar, trygg-
ur og hændur að þeim sem gefa
honum bita og eitthvað að lepja.
Framan í þá dinglar hann róf-
unni.
íslenski kommúnistaflokkur-
inn fær fje og fyrirskipanir frá
mönnum austur í Moskvu. Hann
lifir á fjenu og framfylgir fyrir-
skipunum. Hann er líka tryggur
og hændur að húsbændum sínum.
Við hversu örlítinn andvara sem
blaktir að austan, blakta 10 kom-
múnistarófur á Álþingi.
Hvers vegna gera þær það?
Sagan frá Keflavíkurflugvellin-
um er að endurtaka sig, það er
verið að þakka fyrir matinn, að
vísu ekki kjötbita eða mjólkur-
sopa, heldur fje, sem varið er til
þess að grafa undan sjálfstæði ís-
lensku þjóðarinnar, efnalegu og
andlegu.
Munurinn á Keflavíkurrófunni
og hinum tíu er fyrst og fremst sá,
að Keflavíkurrófan er hringuð.
En það er mikill eðlismunur á
þessu rófudingli, þótt orsökin sje
sú sama á báðum stöðum.
Eigandi Keflavíkurrófunnar
gerir engum mein. Hann nagar
sitt bein og er ánægður. Eigendur
hinna rófanna naga hins vegar
þær stoðir, sem halda uppi menn-
ingu og frelsi þjóðarinnar. Þeir
eru Níðhöggvar íslensks þjóðfé-
lags. Þess vegna er iðja þeirra
hættuleg. Þess vegna munu ís-
lendingar gefa flestum þessum
rófum frí við næstu kosningar, al-
veg eins og danska þjóðin gerði í
kosningu í fyrradag.
Útvarpsröð
í úfnum ham
Annars er það Þjóðviljinn,
sem fyrst og fremst ljær pláss
undir málið á síðum sínum, og má
sumsstaðar sjá að ritskoðunin
hefur viljað þagga málið niður.
Þannig minnast t.d. Útvarpstíð-
indi ekki á málið með öðrum
hætti en þeim, að á forsíðu þeirra
er birt mynd af íslenskum hundi
með hringað skott og texta undir
þar sem segir: „Líst ekki á blik-
una. Ljósm. Þorsteinn Jósefs-
son.“ En Þjóðviljinn hélt málinu
á lofti, meðal annars með ágætri
hugvekju Sverris Kristjánssonar
sagnfræðings. Grein hans bar
heitið „Útvarpsráð í úfnum ham“
og birtist þann 25. október:
Af öllum þeim mörgu
„ráðum“, sem þjaka þessa marg-
mæddu þjóð, er Útvarpsráð án
efa húmorlausast og hæfileika-
snauðast. Það er jafnvel stundum
hægt að brosa að fjárhagsráði og
skömmtunarráði og þau gefa þó
fólkinu brauð. En Útvarpsráð
sem er launað til þess að sjá fólk-
inu fyrir nokkurri skemmtan, er
ekki einu sinni broslegt. Það er
bara leiðinlegt. En þetta leiðin-
lega ráð hefur slíka vígstöðu, að
leiðindin leggur af því inn á hvert
einasta heimili, er á annað borð
hefur eignazt útvarpstæki. Og
hvert einasta heimili verður að
gjalda stóran skattpening fyrir
fúllyndi þessara háu ráðsmanna.
Já, framfarirnar á þessu landi eru
ekki teknar út með sældinni.
Síðustu mánuði hefur einn
okkar efnilegustu blaðamanna,
Jónas Árnason, flutt nýjan út-
varpsþátt, „Heyrt og séð“. Erindi
þessi hafa mörg verið hreinasta
afbragð, glöggar athuganir á lífi
líðandi dags, blandaðar góðlát-
legri kímni. Þau voru nýstárleg
að allri gerð, hressandi svali í
ljósvakanum. Útvarpinu til sóma
og hlustendum til ánægju. Menn
sem annars loka fyrir útvarpið,
nema til að hlusta á síðustu bjarg-
ráð ríkisstjórnarinnar okkar,
opnuðu fyrir „Heyrt og séð“, og
fólki af öllum stéttum og úr öllum
flokkum kom saman um, að Út-
varpsráði væri þó ekki alls varn-
að. Útvarpstíðindi birtu þakkir
frá hlustendum er létu þá von í
ljós að þáttur þessi yrði ekki
látinn lognast út af.
En nú var Útvarpsráði nóg
boðið. Hinir vísu mandarínar
hugsuðu þessari gikkslegu þjóð
þegjandi þörfina. Þeir vissu að
fdAÐ 1/A }?/)//? 1/7& /Ój FJ?/j
VOtSTSÍT
/Sy 'ocf/aj ?
$4/ * J t—v—a r—* |
°9 orá qenyur cl/a/ > §=E cJo/s/rf/ ci t-X i. f * /j /er/jJru />/r? : LlL r f =
//---■ | • ! | J=p
/Soroir 7 qác/, jbi<> v v r v v /a -/o /Svj vó////a > ■ " L ■ ~ X •• i/o/sA ■//, r>ý/
fá'úuv/anc/ fyécfanfró- yaJs/r//, ftni
(/ajtja. aj <yni/ acy/
\ro/-sírff. J'W . -V . .i Vffrcfci fsar ný/ 'a. a j)-*- •* * .
Það varðar við lög frö Volstrít
né augun og eyrunfrá Wallstreet,
og talar um völlinnfrá Wallstreet,
er vargur í véum síns lands.
Það varðar við lögíWallstreet
- sem varðar við lög að nefna
þýzk -
að hugsa hraðaren Wallstreet,
að hugsa skarpar en Wallstreet,
að hugsa hugsun í Wallstreet
- súhugsun er „óamerisk".
Og orð gengur útfrá Wallstreet
á íslenzku þingi: Börnin góð!
þiðfáiðflugvöllfrá Wallstreet,
nýtt föðurland héðan frá
Wallstreet!
- Þín vagga oggröf, segir
Wallstreet,
skal verða þar, nýja þjóð!
Og enn gengur orðút frá
Wallstreet
(íslenzku „ráði“: Ein sök er til
banns
- Hver, sem ekki á andannfrá
Wallstreet,
Og leikinn mun landstjórnin
skakka,
eflátið er uppi aðþar hafi sézt
íslenzk rófa á rakka,
hringuð rófa á rakka,
dillandi rófa á rakka,
eins og nú hefur nýlegafrétzt.
Og hvíslið þið hljóðlega um
fánann,
sem hyggizt að bœgjafrá dyrum
þröng,
litlafallegafánann,
langþreyða lýðveldisfánann,
einmana, (slenzkafánann,
sem þar blaktir á brothœttri stöng.
Þ. Vald.
VALTÝR Stefánsson: Ellefta rófan er nytsamur sakleysingi...
SIGURÐUR Þórarinsson: Cave canem, gætið ykkar á hundinum, var
skrifað á húsveggi í Róm til forna...
SVERRIR Kristjánsson: Leiðindin frá útvarpsráði leggur inn á hvert
heimili sem á annað borð hefur eignast útvarpstæki...
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5