Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ
Nunnu-
klaustrið
og munka-
klaustrið
Pjóðsaga fró Sikiley skróð af Italo Calvino
Einu sinni var skraddari sem
átti dóttur aö nafni Jónína.
Jónína var fögur og gekk í
skóla. Þarsem hún varsvo
fögur, þá var strákur einn að
nafni Jón stöðugt á höttunum
eftir henni, þannig að hún
vissi ekki hvernig hún ætti að
losna undan honum. Þartil
dag einn að hún sagði við
vinkonur sínar: - Eigum við að
stofna klaustur?
Vinkonurnar allar í kór: - Já,
við skulum stofna klaustur!
Meðal vinkvennanna voru líka
riddaradætur og konungsdætur,
og þær komu sér saman tólf og
sögðu við foreldra sína: - Við
viljum stofna nunnuklaustur.
- Hvað er að heyra, sögðu for-
eldrarnir, en það varð engu tauti
við komið, og stúlkurnar byggðu
klaustrið langt frá þorpinu. Þær
fluttu með sér mikið af vistum og
settust að í klaustrinu allar tólf,
og Jónína varð abbadís.
EnþaðeraðsegjaafJóni, sem
var ástfanginn af Jónínu, að hann
sagði við félaga sína: - Ég hef
ekki séð Jónínu svo dögum
skiptir, hvað er orðið af henni?
- Ertu að spyrja okkur?
- Þar sem ég get ekki lengur
fundið ástina mína, þá langar mig
til að gérast munkur. Hvers
vegna komum við okkur ekki upp
munkaklaustri?
Og þeir byggðu sér munka-
klaustur.
Svo gerðist það eina nótt, að
vistirnar þraut hjá systrunum.
Það kom í hlut abbadísarinnar að
útvega vistir. Hún gekk út á sval-
irnar og sá ljós í fjarska. Hún hélt
af stað í átt til ljóssins tii þess að
leita vista. Hún kom að húsi einu,
gekk inn og sá engan á ferli. En í
salnum var dúkað borð með tólf
glösum, tólf skeiðum, tólf ser-
véttum og tólf diskum af vel
krydduðum makkarónum. Jón-
ína setti diskana tólf í körfu, tók
með sér og snéri til klaustursins.
Þar hringdi hún bjöllunni í mat-
salnum, og þegar nunnurnar
komu gaf hún hverri einn disk og
þær settust að snæðingi.
Húsið þar sem hún hafði tekið
makkarónurnar var munka-
klaustrið. Og þegar þeir komu
heim og sáu að maturinn var
horfinn sagði Jón, sem var ábót-
inn: - Hvaða þjófótta kráka
skyldi það vera sem hefur stolið
matnum okkar? Á morgun verð-
um við að setja vörð!
Næstu nótt skipuðu þeir vörð,
og um leið og hann blístraði áttu
allir að mæta.
En það var ekki langt liðið næt-
ur þegar munkurinn á verðinum
hraut eins og rotta. Og þegar
abbadísin kom og sá diskana tólf
með makkarónunum, þá sá hún
líka hvar munkurinn svaf. Og
hún setti makkarónurnar í körf-
una en nuddaði sótinu neðan af
pönnunni framan í andlit mun-
ksins.
Síðan snéri hún til klaustursins
og nunnurnar settust að snæð-
ingi.
Þegar ábótinn sá varðmanninn
sótsvartan í framan sagði hann: -
Það var þá vörður eða hitt þá
heldur! Og næstu nótt var annar
settur á vörðinn, en allt fór á
sömu leið: hann vaknaði með sót-
svart andlit, og þannig hélt það
áfram í ellefu nætur, allt þar til
röðin kom að Jóni ábóta.
Jón þóttist sofa en var vakandi.
Þegar Jónína hafði fyllt körfu
sína með makkarónum og ætlaði
að fara að sverta hann í framan
með sótinu reis hann upp og
sagði: - Hættu nú, því í þetta
skipti skjátlaðist þér!
- Ó, sagði hún, - gerðu mér
ekki illt, þess bið ég heitt!
- Ég geri þér ekki neitt, en þú
verður að færa mér hingað nunn-
urnar þínar ellefu.
- Já, það skal ég gera að því
tilskildu að okkur verði ekki gert
mein.
- Því lofa ég.
Og abbadísin hélt af stað með
makkarónukörfuna sína. Hún
gaf nunnunum að borða, en sagði
svo: - Vitið það systur, að við
erum nauðbeygðar að fara í
munkaklaustrið.
- Og hvað ætla þeir að gera við
okkur?
- Ekkert illt, því lofuðu þeir.
Og þær héldu af stað.
- Við viljum sérstakan sal fyrir
okkur, þar sem við getum lokað
okkur inni.
Ábótinn fékk þeim sal með tólf
rúmum og nunnurnar fóru að
sofa.
Þegar reglubræðurnir komu
heim sáu þeir autt borðið: - Enn
einu sinni, þegar sjálfur ábótinn
sat á verðinum er maturinn horf-
inn!
- Uss, þegiði! sagði ábótinn, -
því nú höfum við handsamað
hina þjófóttu kráku.
- Érða satt?
- Já, og ellefu til viðbótar, og
nú skulu þær fá að elda ofan í
okkur makkarónurnar. Og hann
gengur að svefnsal þeirra, bankar
á dyr og segir: - Vaknið í skyndi,
því þið eigið að elda makkarónur
handa okkur!
Abbadísin: - Nunnurnar mínar
geta ekki eldað nema þær heyri
tónlist.
- Við skulum spila, sögðu
munkarnir.
Og þeir hófu hljóðfæraslátt
með tamborínum og fiðlum, hálf-
dauðir úr hungri. Abbadísin og
nunnur hennar tóku hins vegar til
sinna ráða. í stað þess að hefja
matseldina tóku þær rúmdínurn-
ar og hentu þeim út um gluggann.
Síðan tóku þær lökin og bundu
þau eitt við annað og renndu sér
þannig út um gluggann og stukku
niður á dýnurnar og hurfu á
braut. Þær hlupu í klaustur sitt og
harðlæstu öllum dyrum.
Á meðan héldu munkarnir
áfram að spila þótt þeir væru að
falli komnir af hungri. - Hvernig
er þetta eiginlega, sögðu þeir, -
eru þessar makkarónur ekki til-
búnar? Þeir banka á hurð systr-
anna, en enginn svarar. Brjóta
síðan upp hurðina og finna rúmin
tóm og lök og dýnur horfin. -
Á,á! þær hafa leikið á okkur! Nú
þurfum við að gjalda þeim
rauðan belg fyrir gráan!
Þeir smíða nú tunnu og setja
ábótan ofaní hana og loka síðan.
Fara síðan með tunnuna að nunn-
uklaustrinu og fela sig í nágrenn-
inu þar til myrkrið er skollið á. Þá
fer einn bróðirinn í átt að
klaustrinu og veltir á undan sér
tunnunni. Bankar, og nunna
kemur til dyra. - Getið'ér gert
mér greiða? segir hann. Getið þið
geymt þessa tunnu fyrir mig í
klausturgarðinum í nótt? Og
hann skilur tunnuna eftir.
En abbadísin skildi grikkinn og
sagði við sjálfa sig: - Nú er úti um
okkur!
Þegar nunnurnar voru sestar
að snæðingi sagði abbadísin:
Heyrið þið systur, þið skuluð
sýna stillingu, en hér mun
eitthvað ganga á í nótt.
Og reyndin varð sú að meðan
þær voru að borða braust ábótinn
út úr tunnunni og barði á dyr
matsalarins.
- Hver er þar?
- Opnið!
Nunnurnar opnuðu og ábótinn
gekk í salinn.
- Góða kvöldið, má ekki
bjóða yður sæti. Og ábótinn sett-
ist að snæðingi með þeim og lét
vaða á súðum. Að máltíð lokinni
dró hann fleyg úr pússi sínu og gaf
nunnunum að drekka.
Nunnurnar súpa á en abbadísin
lætur vökvann fara í klæði sín.
Allar nunnurnar féllu í fasta-
svefn, en abbadísin lét sem hún
svæfi. Þegar ábótinn sá að allar
voru sofnaðar batt hann reipi um
mitti þeirra, hverrar fyrir sig, til
þess að láta þær síga út um glugg-
ann. Hann gekk síðan að glugg-
anum til þess að kalla á hina regl-
ubræðurna, en Jónína læddist á
eftir honum, greip um fótleggi
hans og endasteypti honum út um
gluggann.
Sfðan vakti hún systurnar: -
Fljótar, við verðum að koma
okkur héðan. Við skulum skrifa
til foreldra okkar og segja þeim
að sækja okkur, því þetta
klausturlíf viljum við ekki lengur!
Og allar hverfa til síns heima.
Og munkarnir yfirgáfu líka
klaustrið sitt.
Jón var á nýjan leik orðinn
ástfanginn í Jónínu, og hann fór
að biðja hennar með bundið um
höfuðið, og á endanum sagði hún
já. En áður en hún gifti sig bakaði
hún sykurbrúðu sem var jafnstór
og hún sjálf.
Nóttina eftir brúðkaupið sagði
hún við bónda sinn: - Þegar þú
kemur í svefnherbergið þá verður
þú að slökkva á kertinu, því ég
var vön að vera í myrkri í
klaustrinu.
Á brúðkaupsnóttina fór hún í
svefnherbergið og setti sykurb-
rúðuna í rúmið og faldi sig síðan
undir rúminu, en hafði band á
brúðunni þannig að hún gat látið
hana hreyfa sig. Eiginmaðurinn
kom nú inn og hafði sverð í
hendi. Hann sagði: - Jæja, Jón-
ína, hvað hefur þú gert mér?
Manstu þegar þú rændir frá mér
matnum? Brúðan kinkaði kolli
játandi.
- Manstu þegar þú hentir mér
útum gluggann og braust á mér
hausinn?
Og brúðan: - Já, já.
- Og þú blygðast þín ekki fyrir
að segja já?!
Hann bregður upp sverðinu og
stingur því í brjóst sykurbrúð-
unnar.
- Jónína, ég er búinn að drepa
þig! Nú vil ég drekka blóð þitt!
Og hann ber tunguna að sverð-
inu: - Jónína! Þú varst sæt í lif-
enda lífi og þú ert sæt í dauðan-
um! - og hann beinir sverðinu að
brjósti sér til þess að stytta sér
aldur. En viti menn, sprettur þá
ekki Jónína undan rúminu: -
Hættu! Ekki drepa þig, ég er lif-
andi!
Þau föðmuðust og lifðu ham-
ingjusöm hjón upp frá því.
ólg snéri á íslensku
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7