Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ
ULFAR OG A/ANIR
LjóðaleikureftirrússneskaskáldiðNikolajGúmiljofsemgeristá íslandi á níundu öld.
Dagskrá eftir
Árna Bergmann
Veður öll válynd blésu yfir
Rússlandi um áramótin 1917.
Þjóðin var löngu þreytt orðin á
heimsstyrjöldinni sem staðið
hafði í þrjú ár, leitt mjög ræki-
legaíljósgetuleysi hins
keisaralega stjórnkerfis og
kostað miklar mannfórnir. Há-
sæti Romanofannavarorðið
valt, innan skamms mundi
Nikulási keisara steypt af stóli
og seinna á árinu mundu
bolsévíkar gera sína byltingu.
Á þessum örlagatímum gerist
þaö, að í þekktu bókmenntariti,
Rússkaja misl, birtist leikrit í
ljóðum eftir eitt þekktasta skáld
Rússa, Nikolaj Gúmiljof. Hann
var ekki aðeins þekktur fyrir
hljómmikil karlmennskuljóð sem
lofsungu hetjuskap og furðuleg
ævintýri. Hann var Afríkukönn-
uður og stríðshetja og hann var
kvæntur glæsjlegustu skáldkonu
Rússlands, Önnu Akhmatovu.
Það var í sjálfu sér ekkert undar-
legt þótt hann birti eftir sig leikrit
í ljóðum. En hitt er furðulegra:
leikritið, sem Gondla heitir, var
látið gerast á íslandi á níundu öld
og segir frá írum og norrænum
víkingum. Þetta leikrit er nú
flestum gleymt. En það ætti að
vera ómaksins vert fyrir íslend-
inga að skoða þetta sérkennilega
verk hins rússneska skálds og
spyrja sjálfa sig um leið að því,
hvað ber til þess að Nikolaj Gúm-
iljof leitar til íslands á þessum að-
faratímum byltinga, hvaða erindi
á hann sér á þær fjarlægu slóðir
og aftur í gráa forneskju?
Ekki verður sagt að ljóðaleikur
Gúmíljofs beri vitni staðgóðri
sögulegri þekkingu. Eins og rak-
ið verður hér á eftir er það ísland,
sem er vettvangur leiksins, fyrst
og fremst til í hugarheimi skálds-
ins. Gúmfljof hefur að vísu lesið
sér til um eitt og annað, en mest
hefur hann hugann við að gera
sér skáldskaparmat úr andstæð-
um írskrar kristni og norrænnar
heiðni. Þegar leikritið kom á
MYNDSKREYTINGAR eftir norska málarann Gerhard Munthe.
prent í tímaritinu Rússkaja misl
lét hann fylgja „í staðinn fyrir for-
mála“ ívitnun í mann sem Siromj-
atnikof hét. En Siromjatnikof gaf
árið 1890 út í Pétursborg Eiríks
sögu rauða á rússnesku og í for-
mála þýðingar sinnar ber hann
fram þennan skilning hér á upp-
hafi íslenskrar sögu:
Keltar og
Norðmenn
„Á íslandi, þessari fjarlægu
eyju, sem fremur ber að telja til
Nýja heimsins en þess gamla,
lenti á níundu öld saman tveim
frumlegum menningarstraumum
- norrænni menningu og kelt-
neskri. Þar, rétt undir
heimskautsbaug mættust norræn-
ir víkingar og írskir munkar, hinir
fyrrnefndu vopnaðir sverði og
exi, hinir síðarnefndu bagli og
helgri bók. Svo virðist sem þessi
ófyrirséði fundur hafi skipt
sköpum um sögu eyjarinnar upp
frá þvf: sögu andlegrar baráttu
sverðsins við guðspjöllin, baráttu
sem endurskapaði volduga sæ-
kónga níundu aldar og breytti
þeim í friðsama dúntekjumenn,
fiskimenn og fjárhirða vorra
daga.“
Skáldið Nikolaj Gúmfljof
treystir bersýnilega mjög á þessa
skrýtnu mynd af upphafi íslands-
byggðar og gerir hana að uppi-
stöðu í ljóðaleik sínum um átök
hins illa og hins góða. í þeim sam-
anburði fá forfeður okkar heldur
betur á baukinn. Hið illa býr í
valdagræðgi, lögleysum, sér-
gæsku og fullkomnu tillitsleysi ís-
lendinga, hið góða er hinsvegar
að finna í auðmýkt, heiðarleika,
náungakærleika og næmum til-
finningum íra. Tákn íslendinga
er úlfurinn blóðþyrsti, tákn íra er
svanurinn. írar lifa í skáldskap en
íslendingar hata hann og fyrir-
líta, þótt þeir stundum láti heill-
ast af mögnuðu kvæði. íslending-
ar eru grimmir heiðingjar og
stunda galdur, en írar eru sann-
kristnir menn, sem eiga gott í
vonum í ríki kærleikans á himn-
um.
í höll íslands-
konungs
Leikurinn hefst í höll konungs-
ins yfir íslandi. Mikilli veislu er
að ljúka - kóngur hefur verið að
gifta dóttur sína Leru, írskum
konungssyni sem Gondla heitir,
og það er hann sem gefur leikrit-
inu nafn. Gondlu sóttu víkingar
ungan til írlands. Hann hefur
verið í fóstri hjá íslandskóngi,
sem ætlar með ráðahagnum að
sameina ísland og írland í eitt
ríki, einskonar Atlantshafs-
bandalag níundu aldar. En jarlar
konungs, Snorri, Grúbbi, Lagi og
Ahti, sem hann kallar yrðlinga
sína, hafa setið með súrum svip í
veislunni. Kóngur spyr hví þeir
hengi haus, þeir svara því til, að
brúðguminn Gondla sé ljótur
krypplingur og mesti væskill og
hefði Lera átt skilið að fá annan
mann og meiri garp. Kóngur út-
skýrir fyrir þeim pólitísk áform
sín:
Kóngur:
Ég veit ykkur gremst þessi
Gondla
ég get ekki þolað hann heldur
en Leru ég gef ekki Gondlu
heldur konung írlands alls.
Stöðugt er hertur sá hnútur
sem örlögin binda um ísland.
Norðmenn fara með fólsku
Skotar gapa af grœðgi.
Jafnvel Skrœlingjar, skítugir
hundar
sem níðingsverk vinna um ncetur
brenna til ösku þœr byggðir
sem reisti ég handan við hafið.
En við glímum helst við grannann
œtt hefur risið gegn œtt
og brœður að bönum verða.
Þessi ræða konungs sýnir, að
Gúmíljof hefur ekki aðeins
blaðað í Eiríks sögu rauða, held-
ur og í Eddukvæðum, sem fyrst
voru þýdd á rússnesku árið 1912.
Kóngur minnir jarlana á það, er
hann sendi eftir Gondlu og færist
nú allur í aukana - hann hefur
fundið ráð til að hrekja burt þau
ský sem hrannast upp yfir íslandi
í austri, suðri og vestri:
Konungur:
Gondla er vaxinn úr grasi
nú leggst hann í rekkju með Leru
með fulltingi Freyju og Krists
úlfar brœðralag binda
við svani af friðsœlum ströndum.
Tvö lönd undir einu valdi
tveir voldugir arnar vœngir
fljúga til glœstrar frœgðar
knúðir af viljarts krafti.
Illir jarlar
Kóngur býður gestum sínum
góðar nætur. Þeir hafa í flimting-
um eitthvert leyndarmál sem
varðar bæði Gondlu og Leru. En
þeir þora ekki að segja konungi
frá því, enda er hann enginn smá-
karl. Snorri segir:
Járnþungum jötunskrefum
hann kom og kramdi til bana
þúsundir danskra drengja
hann einn hefur mennskra manna
á norðurpól kaldan klifið.
Það þýðir ekki að láta slíkan
mann standa sig að lygum eða
falsi. Aftur á móti hyggjast jarl-
arnir storka „bræðralagi svana og
úlfa“ með svívirðilegu véla-
bragði. Ahti ætlar að sitja fyrir
Gondlu og tefja fyrir honum áður
en hann kemst í brúðarsængina,
en á meðan mun Lagi skjótast inn
til Leru og neyta myrkurs og ung-
meyjarfeimni til að hafa geð
hennar allt og gaman. En áður en
þessi illu áform ná fram að ganga,
hittast þau Gondla og Lera við
dyr brúðarskemmunnar. Og nú
kemur á daginn, að Lera er ekki
öll þar sem hún er séð. Á daginn
er hún djörf og hraust íslensk
stúlka, sem fyrirlítur kryppling-
inn, uppeldisbróður sinn, en á
næturnar heitir hún ekki Lera
heldur Laík, blíð og góð stúlka,
sem man enn sína írsku móður og
elskar Gondlu á laun. Samtal
þeirra er á þessa leið:
Gondla:
Lera, Lera, þú stolta stúlka
þú flýrð undan mér sem fyrr.
Lera:
Bláan eld þinna augna
ég óttast sem himnanna hefnd.
Gondla:
Pú óttast? Pví trúi ég ekki
þú sem alltaf varst eins og
sólríkt og voldugt sumar
og frjáls eins og fugl yfir sjó.
Lera:
Þú leist þar Leru dagsins
ölvaða af eldi sólar
en Laík sem er hryggþegar húmar
þekkti máninn þögli einn.
Gondla:
Laík - það er Ijúft og undarlegt
nafn.
Lera:
Það gaf mér mín góða móðir
hún var frá írlandi œttuð.
Gondla:
Það nafn hefi ég áður heyrt nefnt
og þig ég þekki' alltof vel
og Ijóminn af leiftrandi fegurð
nístir mitt nakta hjarta.
Þú unnir mér aldrei, þú hlóst
að garminum honum Gondlu.
Lera:
En þegar ég ein var orðin
með beiskum trega-tárum
lét myrkrið lymska mig vita
að þú bœrir ekki á öxlum
kryppu - nei vœngi hvíta
og þetta fúla fangelsi hjartans
sé ekki heimkynni okkar
heldur land hins sígrœna sumars
sem veturinn aldrei vitjar.
Svo breytist allt þegar birtir
goðin mér gefa þá skipun
að Lera sé lymsk og kát
og hlakki yfir sverða hvini
og hœðist að Laík húmsins.
Þau hafa fundið hvort annað,
Gondla og Laík næturinnar, ein-
mana írar innan um grimma ís-
lendinga. Gondla fer með fagn-
aðarljóð um ástarinnar frjáls haf
þar sem brúður hans og María
mey, stjarna hafsins, renna sam-
an í eitt. En eins og verða vill í
rómantískum leikritum er ógæf-
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15