Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 12
JÓLABLAÐ
Það mun hafa verið viðtekin
venja í Héraðsskólanum á
Laugarvatni í gamla daga að
nemendum af Suðurlandi og
úr Reykjavík og grennd var
leyft að fara heim til sín í jóla-
leyfinu. Aftur á móti vildi Bjarni
skólastjóri Bjarnason ógjarna
sleppa hendinni af þeim nem-
endum, sem lengra voru að
komnir. Mun honum hafa
sýnst, sem rétt var, að til
beggja vona gæti brugðið
með að komist yrði til baka í
tæka tíð, eins og samgöngum
varþáháttað.
Undanþegnir þessari reglu
voru þó þeir, sem kunningja eða
frændfólk áttu í Reykjavík, og
fyrir kom, að þeir reyndust nokk-
uð margir. En gjarnan vildi
Bjarni skólastjóri vita hjá hverj-
um væri áformað að dvelja þessa
daga.
Eftir að undirrituðum hafði
verið, eflaust með einhverjum
erfiðleikum, komið í „kristinna
manna tölu“, ákvað hann að fara
í Laugarvatnsskólann. Var það
mikið ferðalag fyrir þann, sem
áður hafði ekki komist lengra
austur en í Vaglaskóg og ekki
lengra til vesturs en í Svartárdal-
inn, enda tók það tvo daga að
komast norðan úr Skagafirði og
til Reykjavíkur. Þar varð hann
svo að bíða í fjóra sólarhringa
eftir ferð austur í Laugarvatn, og
hélt þá til í Sambandshúsinu hjá
Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Þann-
ig tók það fast að því viku að
komast í skólann. Ég býst við að
mér hafi þótt það fremur kostur
en hitt.
Ferðin hafin
Víkur nú sögunni til jólanna
1935. Ekki man ég nú lengur
hvað það var fjölmennur hópur,
sem lagði upp frá Laugarvatni
áleiðis til Reykjavíkur - á Þor-
láksdag, að mig minnir. Hitt man
ég vel að það var glatt á hjalla í
bílnum og mikið sungið. Skyldi
það annars ekki hafa verið frem-
ur sjaldgæft að fimm kórar störf-
uðu samtímis í einum skóla?
Segja mætti mér það. En þannig
var það á Laugarvatni. Þetta voru
karlakór, kvennakór, blandaður
kór eldri deildar, blandaður kór
yngri deildar og svo allsherjar kór
þar sem öllum hinum fjórum var
steypt saman í einn. Alla þessa
kóra æfði Þórður Kristleifsson og
stjórnaði þeim. Mátti það sýnast
ærið verk einum manni en þess
utan kenndi Þórður tónlistar-
sögu, íslensku og þýsku, sem þó
var ekki skyldufag, en nokkrir
lögðu þó fyrir sig að kynnast. En
þetta var nú kannski útúrdúr.
Það er ekki að öllum jafnaði
ýkja lengi farið milli Laugarvatns
og Reykjavíkur nú um stundir.
Öðru máli gegndi fyrir nokkrum
áratugum. Þá var víst engan farið
að dreyma un bundið slitlag á
þjóðvegina, sem þá voru bæði
mjóir og sumsstaðar jafnvel ótrú-
| lega krókóttir. Því var það að við
sömdum við bflstjórann, sem mig
minnir að væri Júlli á B.S.Í.,
þekktur bflstjóri á sinni tíð - um
að koma við á Kolviðarhóli,
svona til þess að rétta aðeins úr
! sér, og fá sér þá kannski ein-
hverja hressingu um leið. Þar
varð þó að líta vel niður með nef-
inu á sér því ekki voru nú aura-
ráðin beysin og betra að eiga lítið
en ekki neitt í buddunni þegar
gengið yrði inn í fögnuð og dýrð
höfuðborgarinnar. En okkur
þótti það merkilegt fólk, sem réði
húsum á Kolviðarhóli. Við stóð-
um í þeirri meiningu að þarna
væri veitinga- og gistihús. En
þegar við hugðumst greiða fyrir
veitingarnar vorum við vinsam-
lega beðin að láta það vera. Við
skyldum bara geyma aura okkar
þar til við kæmum til Reykjavík-
ur.
Hér var ekki nema um eitt að
NORÐLENDINGAR á Laugarvatni veturinn 1936-1937, (veturinn eftir jólaferðalagið). Fremsta röðfrá v. Baldur Gunn-
arsson frá Þverárdal, A-Hún. Þorvaldur Magnússon frá Barði í Miðfirði, Dagbjört Stefánsdóttir matráðskona, Guðmundur
Ólafsson kennari, Jónas Björnsson frá Siglufirði, Ólafur Jónsson frá Akureyri, Jón Hjartar frá Siglufirði. önnur röð frá v.
Valdimar Jónsson frá Flugumýri Skag., Benedikt Davíðsson frá Snartarstöðum, N-Þing. Þór Þóroddsson frá Akureyri,
Páll Sigurðsson frá Lundi, Skag. Sturla Þórðarson frá Bási í Hörgárdal, Borghildur Pétursdóttir frá Öddsstöðum, N-Þing.
Gunnþórunn Björnsdóttir frá Kópaskeri, María Björnsdóttir, Reykjavík (húnvetnsk), Helga Eysteinsdóttir frá Hnausum,
A-Hún. Ingibjörg Jónsdóttir frá Sauðárkróki, Gunnar Þórðarson frá Lóni í Skag. Huld Jóhannesdóttir frá Siglufirði,
Sigurður Lárusson frá Siglufirði, Kristinn Rögnvaldsson frá Dæli í Svarfaðardal. Aftasta röð frá v. Karl Guðbrandsson frá
Siglufirði, Ólafur Benediktsson frá Húsavík, Reinhard Lárusson frá Siglufirði, Friðrik Guðmundsson frá Syðra-Lóni,
N-Þing. Magnús H. Gíslason frá Eyhildarholti, Skag. Karl J. Magnússon frá Egg, Skag. Pétur Jónsson frá Hallgilsstöð-
um, Eyjaf. Sigurgeir Hannesson frá Orrastöðum A-Hún, Jón Jóhannesson frá Siglufirði.
Sagtfrá ferð Laugvetninga til Reykja-
víkur og aftur austur í jólaleyfi 1935
SJALDAN heyrist minnst á ísknattleik nú á dögum. Á Laugarvatni var hann mikið iðkaður. Húsið fremst á myndinni er
íþróttahúsið. Fjær til vinstri er skólabyggingin og enn fjær sést móta fyrir gamla bænum á Laugarvatni. I jaðri
myndarinnar, til hægri, er heimavistarhúsið Björk.
gera. Við gátum ekki farið svo að
sýna þessu góða fólki ekki ein-
hvern þakklætisvott. En við
höfðum ekkert að bjóða nema
okkur sjálf, ef þannig má orða
það. Við stilltum okkur upp
frammi á hlaðvarpanum og sung-
um nokkur lög. Ég býst ekki við
að nokkurt okkar hafi fyrr né síð-
ar sungið fyrir þakklátari
áheyrendur en þessa gestgjafa
okkar á Kolviðarhóli.
Komið til Reykjavíkur
Þegar til Reykjavíkur kom
dreifðist hópurinn. Ég fór til
frænku minnar, Guðríðar Rós-
antsdóttur og manns hennar
Guðjóns Vilhjálmssonar bygg-
ingarmeistara. Þau bjuggu þá á
Hverfisgötu 102, sem í þá daga lá
raunar við að væri í útjaðri bæjar-
ins. Hjá þeim átti ég alltaf
ánægjulegt athvarf um árabil, ef á
þurfti að halda. Þar lifði ég nú
sem og blómi í eggi eins og ætíð
síðar.
Annars man ég nú ekki mikið
að segja frá Reykjavíkurdvölinni
en ég efa ekki að öll höfum við átt
„gleðileg jól“. Við Laugvetning-
ar hittumst fremur lítið, enda
vissu fáir um dvalarstað annars.
Ég hafði aðallega samband við
Jón Sigvaldason, skólabróður
minn, enda vorum við miklir
mátar. Hann var Reykvíkingur,
bjó við Frakkastíginn svo fremur
stutt var á milli okkar.
Okkur Jóni bar aldrei neitt á
milli nema í pólitíkinni. Jón var
gallharður sjálfstæðismaður en
ég eitilharður framsóknarmaður.
En okkur skildist brátt að hvor-
ugur fengi haggað hinum og
tókum stjórnmálin alveg af dag-
skrá. Nóg var um önnur umræðu-
efni. Við höfðum bundið
fastmælum að láta samband okk-
ar ekki rofna þótt skólaverunni
lyki. En þar tók annar í tauma.
Jón andaðist ungur að árum.
Hann var bróðir Einars Sigvalda-
sonar, sem var einn af snjöllustu
harmonikuleikurum landsins á
sinni tíð og léku þeir oft saman
Eiríkur frá Bóli og Einar.
Enginn veit
sína œvina...
Brátt voru jólin að baki. Hug-
myndin var að fara austur í
Laugarvatn 2. janúar. Þórður
kennari Kristleifsson var kominn
í bæinn og skyldi hann vera farar-
stjóri hópsins. En ekkert varð af
austurferð þennan dag vegna
blindhríðar. Og daginn eftir var
veður engu betra. Það verður að
segjast eins og er að við skólafé-
lagar kunnum þessari töf ekkert
illa. En Bjarni skólastjóri var far-
inn að óróast og einnig Þórður.
Þótt þeim þunglega horfa með
ferðina austur því gera mátti ráð
fyrir að vegir yrðu ófærir orðnir
þegar upp stytti.
A þriðja degi slotaði hríðinni
og var þá í skyndi búist til brott-
farar. En „smölunin" tók sinn
tíma og var komið fram yfir há-
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN