Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 4
LEHDARI Fáið ykkur bara varalit! Ríkisstjórnin er staöföst í þeirri ákvöröun sinni að leggja á matarskatt. Engu virðist skipta hversu margir telja þessa skattheimtu firru eöa hversu oft þessum áformum er andmælt, ríkis- stjórnin og þingmeirihlutinn bak við hana lætur enaan bilbug á sér finna. Igær efndu samtök launamanna til útifundar á Lækjartorgi í Reykjavíkog varfundarefnið það eitt að mótmæla þessari óréttlátu skattheimtu sem kemur með mestum þunga niður á barnmörgum heimilum. Um matarskattinn gildir að því stærri hluti heimilisteknanna sem fer í innkaup á matvælum þeim mun þyngri er skatt- urinn. Margar tegundir grænmetis og ávaxta, sem nú eru hversdagsleg fæða okkar, þekktust hér vart fyrir nokkrum árum enda eigum við enn ekki íslensk nöfn yfir þær allar. Hlutfallsleg hækkun á þessum varningi miðað við aðrar matvörur mun hafa áhrif á neysluvenjur okkar. Margir hafa af því áhyggjur að ýmis hollustu- fæða verði héðan í frá fátíðari á borðum þjóðar- innar en verið hefur um hríð. Ríkisstjórnin mun þó ekki vera í þeim hópi. Á fámennum heimilum, þar sem fleiri en einn afla dágóðra tekna, skiptir ekki sköpum hvort matvæli hækka í verði. Á slíkum heimilum er hækkun á hljómflutningstækjum, bílum eða farseðlum til sólarlanda kannski afdrifaríkari fyrir afkomuna en hækkun á hinu daglega brauði. En það fólk sem hefur ekki hærri laun en svo að þau rétt hrökkva fyrir matarinnkaupum, það fólk mun finna fyrir matarskattinum. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna ríkis- stjórnin vill alls ekki hlusta á þá sem sem telja matarskattinn óréttlátan. Svo virðist sem það sé trúaratriði hjá ráðherrum okkar að skattleggja skuli allan varning jafnmikið þótt landsfeður annars staðar, t.d. íhaldsstjórnin í Bretlandi, láti sér slíkt lynda. Hugsunin virðist vera sú að úr því að hið opinbera þarf sitt, skipti það þegnana ekki öllu hvaða aðferðum er beitt við skattlagn- ingu. Hækki matvæli megi bæta fólki það með því að lækka t.d. varalit og hljómflutningstæki. Því miður virðist oft gleymast að hér á landi hafa ekki allir fullar hendur fjár. Vissulega er stór hluti af þjóðinni með dágóðar heildartekjur sem oft byggjast á því að unninn er óheyrilega langur vinnudagur. Fjölmargir taka laun sem eru langtum hærri en gildandi taxtar. Það hét í eina tíð yfirborganir en kallast nú launaskrið. Neyslukapphlaupið gengur greitt og fjöldi fólks kaupir bíla, fer í utanlandsferðir og hópast í nýjar verslunarmiðstöðvartil að kaupa tískufatnað og annað það sem hugurinn girnist. En - og það er býsna stórt en - það eru ekki allir með í leiknum. Verulegur fjöldi fólks er á strípuðu taxtakaupi. Lágmarkslaun á íslandi eru rúmar 30 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinnu og 40 þúsund eru ekki óalgengt dagvinnukaup samkvæmt samningum margra stéttarfélaga. Sumt af þessu fólki er eina fyrirvinna heimilis síns. Þetta fólk tekur ekki þátt í neyslukapphlaupinu ein- faldlega vegna þess að laun þess duga ekki fyrir húsnæði og matvörum. Á síðustu 12 mánuðum hafa brunnið á þessu fólki gífurlegar hækkanir á matvöru. Þannig hefur hveitibrauð hækkað um 73% og er það að sjálfsögðu langt fram yfir hækkanir á launum. Engin merki sjást þess að taxtabundin laun muni hækka á næstu vikum. Og nú á að fara að leggja matarskatt á þetta fólk. Hvað gera ráðherrarnir og stuðningslið þeirra? Á bara að yppa öxlum og benda á verð- lækkun á snyrtivörum og geislaspilurum? Halda menn í alvöru að slík loddarabrögð dugi þegar fólk veit að matarskatturinn á að skila ríkissjóði 5.750 miljónum króna á næsta ár? Er almenningurtalinn verasvo vitlaus að hann gíni við þessari flugu? Alþýðubandalagið kom því til leiðar að sölu- skattur var afnuminn af matvælum 1978. Um næstu áramót verður endanlega búið að taka þá réttarbót til baka. Það er grátlegt að það skuli gerast með samþykki Alþýðuflokksins sem í eina tíð gat átt það til að skipa sér til varnar þeim sem bjuggu við verst efnaleg kjör. -ÓP KLIPPT OG SKORK) Böl er búskapur Enginn veit hversu mörg mál- gögn eru gefin út á íslandi. Hafið þið til dæmis nokurntíma rekist á blað sem Strákurr heitir? Nei, það er ekki von. Þetta er fjölritað blað starfsmannafélags Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins og heita samtök þessi Strá. Þetta er semsagt kurrinn í Stráinu. Og hann er náttúrlega talsverður á þessum örlagastundum landbún- aðarins. Strámenn fjalla um málin með nokkrum galsa eins og vonlegt er í innanhússblaði en undir býr þykkja þung eins og vonlegt er - og þá ekki síst í skeyti sem Jóni Baldvin fjármálaráðherra er sent, en þar eru viðhorf ráðherra og hans líka dregin saman með þessum hætti hér: „Landbúnaðurinn heldur hag- vextinum niðri, eróþolandi baggi á skattgreiðendum með styrkjak- erfi sínu, niðurgreiðslum og út- flutningsbótum. Auk þess kemur þetta búskaparhokur t.d. í veg fyrir að við getum notað hræó- dýrt smjör frá Efnahagsbanda- laginu til að smyrja bflana okkar með í stað rándýrrar smurolíu frá Rússum og það á sama tíma og Rússar, höfuðóvinur alls mann- kyns, smyrja allan skriðdreka- flota sinn vesturevrópsku gjaf- asmjöri. Raunar er vitrum mönnum nú orðið ljóst að land- búnaður er allsstaðar til ills, sbr. vandræði Efnahagsbandalagsins. Því væri líklega helst ráð til lausnar vandamálum heimsins að leggja landbúnað niður allstaðar. En þetta ber að skoða sem tillögu að framtíðarlausn." En meðan beðið er eftir fram- tíðinni ræðst Strákurr í hugmynd- akönnun - úr því allt virðist stefna norður og niður í hefð- bundnum landbúnaði, segir þar, verðum við að finna upp nýbú- greinar. Strámenn ákveða að leggja sitt til „hugmyndaskrár um fjölþættari atvinnumöguleika í sveitum" og upp koma m.a. þess- ar tillögur hér, sem við birtum, lesendum til nokkurrar lyftingar: Fíflarækt og atgangur „Ung blöð af túnfíflum eru víða um heim notuð til átu í stað káls. í ljósi samdráttar í hefð- bundnum landbúnaði legg ég til að veittir verði styrkir til að hefja fíflarækt í stórum stfl. Vöruna mætti markaðssetja undir vöru- heitinu Bændafíflar." Fíflar í stað káls - í rauninni ekki fáránlegri hugmynd en mikil og dýr rannsókn sem eitt sinn var gerð í merku vísindalandi á því, að vinna mjólk beint úr fóðri og hlaupa yfir kýrnar. (Það er hægt en borgar sig aldrei.) Jæja. Þessu næst kemur ágætt tilbrigði við þá nýbúgrein sem stundum er kölluð túrhestaræktun: „Hestaat er forn íþrótt og göfug. Misvitrir menn hallmæltu dramadurgi sjónvarpsins fyrir að nota slíkt atriði í nýjustu mynd sína sem tekin var síðastliðið sumar. En eins og allir vita hefur Hrafn Gunnlaugsson næmt auga fyrir því hvað fólk vill sjá, þ.e. hvað er markaðsvara. Eg geri það því að tillögu minni að bænd- ur ali athross og haldi hestaöt sem víðast og selji atþyrstum túristum aðgang. Mun þar verða „atgangr mikill“.“ Flís úr hrútshorni Lofsvert hugvit er og að finna í þessari hugmynd hér: ,,„Ég sárkveið fyrir hverri nóttu, vitandi vel að ég gat hreint ekki neitt. Dag nokkurn fór ég af rælni að naga flís úr hrútshorni, þá nótt kenndi ég konu minnar í fyrsta sinni eftir margra mánaða aðgerðaleysi. Síðan fæ ég mér flís af hrútshorni öðru hverju og kon- an þarf sannarlega ekki að kvarta Iengur." Svo mælti maður nokk- ur á Hótel Sögu. Er ekki þarna mikill ónýttur fjársjóður í hrútshornum okkar? Hvers vegna ekki að koma yfir- lýsingum sem þessari á framfæri við Japani og og Indverja ásamt játningum kvenhollra glæsi- menna, t.d. þekktra fjölmiðla- manna, um að þeir varðveiti kralmannsorku sína og yfirbragð með því að neyta hrútshorna- mjöls reglulega. Hver mundi ekki glaður gefa eins og 5-10 þús- und krónur fyrir hrútshorn og endurheimta getu?“ Já því ekki það? Lásuð þið ekki um þá ánamaðka í brennivíni, sem Japanir hafa til eflingar sínu holdi? Það er nefnilega - eins og Lási kokkur sagði ekki öll vit- leysan hálf. Svo er að geta þess að í hug- myndabankanum er í vísutetri viícið að merku kynbótastarfi i loðdýrarækt og svo fjármálaráð- herra þeim sem ávarpaður er með tilþrifum í málgagni starfs- manna Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. En vísan er svona: Refinn, okkar aldna vin, erfðir nýjar kœta. Úr Selárdal kom sérstakt kyn sem má líka bœta. AB. þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guömundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiösson (íþróttir). MagnúsH. Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SiguröurÁ. Friöþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif8tofustjóri: JóhannesHarðarson. Skrif8tofa: Guðrún Guövaröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, OlgaClausen, GuömundaKrist- insdóttir. Símavar8la: Hanna Ólafsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. UtbreiÖ8lu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. ÚtbreiÖ8la: G. Margrét Óskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Utkeyrala, afgreiösla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prontun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskriftarverö á mónuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 22. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.