Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 10
ÍÞRÓTTIR Belgía Guðmundur og Amór skomðu Anderlecht sigraði og Winterslag gerði jafntefli íslendingarnir í Belgíu, Arnór Guðjohnsen og Guðmundur Torfason, stóðu sig vel um helg- ina og skoruðu báðir í leikjum liða sinna. Arnór og félagar hjá Ander- lecht sigruöu Lokeren, 3-2. Leikurinn var slakur framan af og í hálfleik var staðan 0-1, Lokeren í vil. Anderlecht náði að jafna með Ogþetta l/ka... íþróttafélagið Ösp er að fara af stað með jólahappdrætti. Þeir einstaklingar eða fyrirtæki sem vilja styrkja félagið vinsamlegast hafi samband við Olaf Ólafsson síma 39964 e.kl.19 eða Maríu Ólafsdóttur síma 615999. Forseti franska 1. deildarliðsins Brest, Fra- ncois Yvinec, sem flúði frá Kolombiu með paraguiska leikmanninn Ro- berto Cabana, er kominn til Frakk- lands. Hann var kyrrsettur af þar- lendum yfirlöndum vegna gruns um að hafa falsað undirskrift forseta Am- erican Cali, liðsins sem átti Cabana. Tékkar unnu S-Kóreu í úrslitaleik 3-2 (2-1) í Kuala Lumpur á alþjóðlegu knaíí- spyrnumóti. Fyrir Tékkana skoruðu Michal Bilek, Vaclav Danek og Vla- dimir Ekhardt en S-Kóreu No Soo Jin og Park Kyung Hoon. Hajduk Split tapaði áfrýjun sinni við tveggja ára banni frá Evrópukeppni félagsliða vegna gassprengjuslyssins í leik þeirra gegn Marseille. UEFA bannaði einnig að leikvangur þeirra verði not- aður til UEFA leikja næstu tvö leik- tímabil. Þessi afdrifaríki leikur var stöðvaður í 30 mínútur þegar spreng- jan sprakk. Orsakaði það mikil læti og slasaðist einn áhorfandi alvarlega en fjölmargir aðrir lítillega. Íþróttahátíð fþróttaráðs Kópavogs verður haldin í fþróttahúsinu Digranesi sunnudag- inn 27. desember n.k. klukkan 16.00. Heiðraðir verða íslandsmeistarar úr íþróttafélögum í Kópavogi og til- nefndir bestur íþróttamenn í þremur aldursflokkum. Þar af hlýtur einn sæmdarheitið Afreksmaður ársins 1987. marki frá Keshi snemma í síðari hálfleik og Andersen náði foryst- unni fyrir Anderlecht. Arnór skoraði svo þriðja markið og var það einstaklega glæsilegt. Þrum- uskot í bláhornið. Lokeren náði þó að minnka muninn rétt fyrir leikslok. Winterslag, lið Guðmundar Torfasonar, náði jafntefli gegn Molenbeek, 1-1. Þetta er annað jafntefli Winterslag í röð, en liðið hafði áður tapað tveimur leikjum í röð, 0-6. Guðmundur hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu, en lék nú með og skoraði þýðing- armikið mark. Winterslag er þó enn í neðsta sæti deildarinnar. Antwerpen heldur enn efsta sætinu og vann ótrúlegan sigur yfir Racing Jet, 7-1. Úrslit í 1. deild: Waregem-Beerschot..............3-1 Cercle Brugge-Charleroi........3-1 Beveren-Club Brugge............5-2 Ghent-Liege....................0-0 Antwerpen-Racing Jet...........7-1 Winterslag-Molenbeek...........1-1 Blrglr Sigurðsson lék mjög vel og var markahæstur í leiknum gegn Frökkum. Handbolti Antwerpen......19 13 6 Mechelen.......19 13 2 ClubBrugge.....19 12 3 Waregem........19 11 2 Anderlecht.....19 9 6 0 50-17 32 4 28-16 28 4 45-24 27 6 38-25 24 4 35-17 24 Islendingar sigmðu B-lið íslands sigraði áfjögurra þjóða móti í Belgíu Það er ekki bara A-lið íslend- inga sem staðið hefur í ströngu síðustu daga. B-landslið íslands Spánn Stórliðin töpuðu Stórliðin, Barcelona, Atletico Madrid og Real Madrid töpuðu öll leikjum sínum um helgina. Barce- lona sem virtist hafa náð sér eftir slæma byrjun fengu slæman skell gegn Valladolid á heimavelli sínum í Barcelona. Manuel Hierro skoraði fyrsta mark Valladolid á 23. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Leik- menn Barcelona komu ákveðnir til leiks í sfðari hálfleik og tókst að komast yfir með mörkum Bernd Schusters og Gary Linekers. En leikur Barclona hrundi er sóknar- manninum Manuel Pena skoraði „hat-trick“ eftir skyndisóknir Vall- adolid. Barcelona sem tókst að komast í 4. sæti fyrir tveimur vikum féll nið- ur í 11. sæti með þessu tapi. Real Madrid tapaði á útivelli fyrir Real Betis 2-1. Það var afmæl- isbarn dagsins, hinn 21 árs gamli Mate Melenas sem skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Real Betis með skalla eftir sendingu frá Rincon. Rincon lagði einnig upp annað mark Betis er hann sendi langa sendingu á Quico Ruiz sem sendi boltann rakleiðis í netið. Það var varnarmaðurinn Manuel Sanchis sem skoraði eina mark Madrid liðs- ins einni mínútu fyrir leikslok. Atletico Madrid tapaði á heima- velli fyrir Sevilla 1-0. Það var eins og leikmenn Atletico misstu alla hæfileika til að skora eftir að Sevilla komst yfir á 35.mínútu með marki Vazquez. Leikmenn Atletico voru heppnir að tapa ekki með meiri mun því Vazques tókst ekki að skora úr tveimur dauðafærum í síðari hálfleik. Úrslit í 1. deild: Real Murcia-Real Sociedad.........1-2 Barcelona-RealValladolid..........2-4 Real Betis-Real Madrid............2-1 Celta-Sporting....................1-3 Logrones-RealZaragoza.............2-1 Real Mallorka-Osasuna.............2-1 Sabadell-Las Palmas...............2-1 Atletico Madrid-Sevilla...........0-1 Athletic Bilbao-Espanol...........2-1 Cadiz-Valencia....................2-0 Real Madrid... 15 12 1 2 43-10 25 RealSociedad.. 15 9 3 3 29-12 21 Atletico Madrid 15 9 3 3 25-9 21 Real Valladolid 15 7 5 3 14-12 19 AthleticBilbao... 15 6 6 3 21-18 17 -ih/Reuter sigraði um helgina í fjögurra Iiða móti f Belgíu. Jafntefli í síðasta leiknum gegn Frökkum, 23-23, tryggði íslendingum sigur á mót- inu. Leikurinn gegn Frökkum var síðasti leikur mótsins. íslending- ar höfðu áður sigrað Alsír 22-17 og Belgíu 24-20. Frakkar höfðu einnig sigrað í leikjum sfnum, en ekki með jafn miiclum mun, og íslendingum nægði því jafntefli. Það leit ekki út fyrir að íslend- ingar næðu jafntefli. Ekkert gekk hjá liðinu og hvert dauðafærið á fætur öðru var misnotað. í hálf- leik höfðu Frakkar fimm marka forskot, 9-14. í upphafi síðari hálfleiks lifnaði yfir íslenska liðinu og með góðum leik náðu íslendingar forystunni 18-17. Eftir það var jafnt á öllum tölum. Frakkar héldu boltanum þegar staðan var 23-23, en tókst ekki að skora og það var því ís- lendingar sem fögnuðu sigri í mótinu. Það var greinilegt strax í upp- hafi að slagurinn myndi standa milli þessara þjóða. Frakkar stilltu upp sínu sterkasta liði og það var þeim nokkuð áfall að ná ekki að sigra mótið. Lið íslend- inga var hinsvegar aðeins skipað leikmönnum sem ekki eru í A- landsiiðinu. íslendingar léku mjög vel í síðari hálfleik. Mestu munaði um sterka vörn og góða markvörslu Hrafn Margeirssonar. Mörk fslands: Birgir Sigurðsson 11, Hans Guðmundsson 6, Guðmundur Al- bertsson 3, Ólafur Gylfason 2 og Björn Jónsson 1. _Ibe Skíði Sigur og tap hjá Tomba Hinni nýju þjóðhetju Itala, skíðakappanum Alberto Tomba, tókst ekki að vinna flmmtu risastór- svigskeppnina í röð á laugardag. Það sem gerði þetta tap enn súrara var að kappinn átti 21 árs afmæli þennan dag. Hann bætti það svo upp á sunnudag með sigri í svigi og heldur enn forystunni í keppninni um heimsbikarinn. Keppnin fór fram í Kranjska Gora í Júgóslavíu um helgina. Tomba missti af þremur hliðum í síðari hluta brekkunnar eftir að hafa náð besta tímanum í fyrri hlut- anum. Tomba var að vonum von- svikinn en sagði að hann myndi ekki gefast upp, þetta væri þrátt fyrir allt enginn heimséndir. Hann sýndi það svo daginn eftir að sigrar hans að undanförnu hafa ekki verið heppni og vann örugg- lega í sviginu á tímanum 1.46.35 mínútu. I öðru sæti varð Richard Pramotton, Ítalíu og í þriðja sæti Gunther Mader, Austurríki. Það var Austurríkismaðurinn Helmut Mayer sem stöðvaði sigurgöngu Tomba á laugardag. Hann fór brautina á 2.27.08 mínútum. í öðru sæti varð Pirmin Zurbriggen, Sviss og í þriðja sæti Hubert Strolz, Austurríki. Á laugardag fór einnig fram keppni í svigi kvenna á Ítalíu. Það var vestur-þýska stúlkan Cristina Kinshofer Quetlein sem kom fyrst í mark á 1.32,07 mínútu. í öðru sæti varð Patricia Chauvet, Frakklandi og í þriðja sæti Veronika Sarec, Júgóslavíu. Á sunnudag fór fram keppni í risastórsvigi og þar sigraði Catherine Quittet, Frakklandi á 2.27.32 mínútum. Quittet keppti um helgina í fyrsta sinn eftir að hafa átt við alvarleg meiðsl að stríða. f öðru sæti varð Vreni Schneider, Sviss og í þriðja sæti Michaela Fig- ini, Sviss. í Japan var keppt í skíðastökki af 70 metra palli. Þar sigraði Finninn Matti Nykanen en hann stökk 91.5 metra. Austurríkismaðurinn Werner Schuster varð annar og Martin Svagerko frá Tékkóslavak- íu þriðji. -ih 10 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Þri&judagur 22. desember 1987 Handbolti „Töframenn“ á Akureyri Áhorfendur í íþróttahöllinni á Akureyri fengu að sjá hluti sem ekki sjást í venjulegum hand- boltaleikjum þegar Akureyrarúr- valið tapaði fyrir Suður-Kóreu, 26-35. Rúmlega mark á mínútu og sum hver skoruðu eftir glæsi- legar leikfléttur Suður- Kóreumanna. Leikurinn var skemmtilegur og þrátt fyrir að heimamenn bæru ekki sigur úr býtum, skemmtu áhorfendur sér konunglega. Leikurinn var jafn framan af, en smám saman náðu S- Kóreumenn undirtökunum. Líkt og í leik íslenska landsliðsins í Sviss voru það hraðaupphlaupin sem gáfu gestunum góða forystu og í hálfleik var munurinn fimm mörk, 10-15. í síðari hálfleik bættu Kóreu- menn við og mestur varð munur- inn tíu mörk, 24-34 og sigurinn öruggur. Suður-Kóreumenn leika öðru- vísi en aðrar þjóðir sem stunda handknattleik. Boltinn gengur hraðar og leikmenn „hanga“ lengi í loftinu áður en þeir láta skotin ríða af. Þá var algengt að sjá þá gefa boltann inní miðjan vítateig þar sem hornamennirnir komu á fullri ferð og skoruðu. Það var þó ekki svo að allt heppn- aðist, en þeir voru ófeimnir við að reyna ýmislegt sem margir hefðu talið nær ómögulegt. Akureyrarúrvalið, sem lék með styrktarmönnum að surinan, stóð sig ágætlega. Héðinn Gils- son lék mjög vel í síðari hálfleik og skoraði þá sjö mörk og Brynj- ar Kvaran varði vel í fyrri hálf- leik. Hjá S-Kóreumönnum voru stórskyttumar Kang og Lee mest áberandi. Frekar lágvaxnir leik- menn, en bættu það upp með ótrúlegum stökkkrafti. Mörk Akureyrarúrvalsins: Héðinn Gilsson 10, Júlíus Gunn- arsson 3, Jón Kristjánsson 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Hafþór Heimisson 2, Sigurpálí Aðalsteinsson 2(lv), Gunnar M. Gunnarsson 1, Pétur Bjarnason 1, Erlingur Kristjánssön 1 og Áxel Björnsson 1. Mörk Su&ur-Kóreu: Jae Woin Kang 10, Sang Hyo Lee 8, Young Dae Park 7, Suk Chang Koh 5, Young Suk Sin 2, Jae Hwan Kim 1, Dop Hun Park 1 og Jae Hong Shim 1 KH/Akureyri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.