Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 12
BÆKUR Karen Blixen Ævisaga Karenar Blixen ísafold hefur gefið út bókina Karen Blixen ævisaga eftir Parmeniu Miguel í þýðingu Arn- heiðar Sigurðardóttur og Eyglóar Guðmundsdóttur. Bókin fjallar um líf skáldkon- unnar, gleði og sorgir, og byggir á viðtölum við skáldkonuna sjálfa og samferðamenn hennar, en Parmenia Miguel var góð vin- kona Karenar Blixen. ísafold hefur áður gefið út tvær bækur Karenar Blixen Vetrarœv- intýr og Síðustu sögur og koma þær nú út að nýju í kiljuformi. Skin og skúrirá skákborðinu Jón L. Árnason og dr. Krlstján Guðmundsson: Skákstríð við Persaflóa. Ólympíuskákmótið í Dubai 1986 í máll og myndum. Skáksamband Islands, Reykjavík 1987. lslenzki meðalskussinn í skák, og við erum margir, ætti að hafa ómælda ánægju af þessari bók. Þar segir frá því, þegar íslenzka ólympíusveitin í skák vann það afrek, og ekki einu sinni „miðað við fólksfjölda", að ná 5. sæti í 180 þjóða keppni. Allar skákir íslendinganna eru birtar og þær mikilvægustu skýrðar, sem og valdar skákir annarra. Jón L. skrifar meginmálið, lýsir aðdrag- anda mótsins, undirbúningi keppenda, keppnisaðstæðum og þ.u.l. Dr. Kristján, liðstjóri ís- lendinganna, lýsir gangi mála á skákstað; „Taflmennskan" heitir sá hluti bókar. Vesalings liðstjórinn! Skyldi hún ekki fylgja honum ævilangt, liðsskipanin gegn enskum, þegar landinn tapaði 4-0 eftir að hafa náð jöfnu gegn sovézkum? Dr. Kristján hafði áður ætlað að setja inn varamenn, annan hvom eða báða, en hætti við það, að því er bezt verður séð í sigurvímu, sem raunar greip Iiðið víst allt. Þegar til kastanna kom, reyndust Mar- geir og Jóhann örþreyttir eftir erfiðar biðskákir; m.a. þess vegna fór sem fór. Nú, en „slíkt verður oft á sæ, kvað selur, var skotinn í auga“. Það er ekki öllum gefið að skrifa skemmtilega um skák. Svona í fljótheitum man maður eftir Birni Nielsen og Jens Enevoldsen í Danmörku, ágætum skák- mönnum og „Skákskríbentum", enda bækur þeirra ekki „að uppdrífa“ fyrir glóandi gull. And- ré Bjerke, eitt bezta Ijóðskáld og Ijóðaþýðandi Norðmanna, reit fyrir ekki svo ýkja löngu bók, sem ber heitið „Spillet i mitt liv“, hvorki meira né minna. Vart ætti að þurfa að nefna Nimzowitsch gamla, síungan. Ætli Guðmund Arnlaugsson beri ekki hæst hér heima. Enn muna margir ein- staklega vandaða skákþætti hans í Þjóðviljanum, svo aðeins eitt sé nefnt. Þetta kynni að þykja nokkuð langt til jafnað, en þeir Jón og Kristján fara hreint ekki illa af stað, enda mun hvorugur þeirra neinn viðvaningur á ritvelli. Þeir eru líka heppnir með viðfangs- efnið, þetta er samtíðarskáksaga og fyrir margra hluta sakir æsisp- ennandi. Það nægir að minna á Jón L. Árnason hve litlu mátti muna að Ráð- stjórnarríkin misstu af sigrinum. - Einhverjar athyglisverðustu skákirnar í þessari bók, að öðrum ólöstuðum, eru frá á íslenzkum sjónarhóli ólöstuðum þeirra Helga og Jóhanns við „K-in tvö“, þá Kasparov og Karpov. Það liggur óhemju vinna og rannsóknir bak við árangur eins og þann sem íslenzka sveitin náði. „Teoríunni“ fleygir fram hraðar en venjulegur skáklalli geti hönd á fest. Nú sér maður að fram er komin „Fornindversk vörn“ ofan á þessar góðu, gömlu sem kenndar eru við Kóng, Drottningu og Nimzó. Her- stjórnarlistin verður að vera í lagi, svo að sveitin láti ekki „rúlla sér upp“ eða „pakka sér saman“, eins og skákmenn orðuðu það áður fyrr, eftir formúlunni góð- kunnu: „Jafntefli á svart, vinn- ingur á hvítt“. Þá skiptir félags- andinn ekki litlu. Einhvern veg- inn tókst sveit Ráðstjórnarríkj- anna að vinna, en það stóð tæpt, og kannski er skýringarinnar hér að leita, eða líkt og Jón L. orðar það: „Meinsemd þessa ægisterka liðs var öllum ljós áður en mótið hófst: Hvernig er mögulegt að halda uppi keppnisanda í hópi, þar sem liðsmenn hafa dundað sér við það síðustu mánuðina fyrir keppni að berja hver á öðr- um og eiga eftir að halda því áfram að mótinu loknu?“ - Það var raunar ekkert sjálfgefið, að íslenzka sveitin kæmi sér upp „móral“, ef svo mætti orða það, en þetta tókst. Lengra verður ekki rakið hér efni þessa prýðisgóða skákrits, og eins gott að koma sér að því að skoða skákir. En við skyldum öll varast það sem kalla mætti menn- ingarhroka þegar í framandi um- hverfi kemur: Ég er hreint ekki viss um að nokkurra vikna dvöl í Dubai geri íslenzkum skákmanni kleift að kveða upp dóm á við þann að Arabar séu „upp til hópa húðlatir". Jón Thor Haraldsson Vinningstölurnar 19. desember 1987. Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.541.763,- 1. vínningur var kr. 2.777.946.- og skiptist hann á milli 6 vinningshafa, kr. 462.991,- á mann. 2. vinnlngur var kr. 830.375,- og skiptist hann á 511 vinn- ingshafa, kr. 1.625,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.933.442,- og skiptist á 10. 682 vinn- ingshafa, sem fá 181 krónu hver. Upplýsingasími: 685111. Hanna Ólafsdóttir Forrest er ót- skrifuð frá Iþróttakennaraskóla Islands árið 1958. Hún hefur verið með eigin leikfímiþætti í sjónvarþi (33 fylkj- um Bandaríkjanna sl. 15 ár. Hún rekur nú eigin heilsurækt í Columbus, Ohio, USA. Myndbandaleikfimi Hönnu Ólafsdóttur Ath. Hægt er að sjá leikfimina af myndbandi I glugga Hellsumarkaðarins. Hver spóla er klukkustundar löng Leikfimi I æfingar ætlaðar gigtveikum, bakveikum og þeim sem þjást af vöövabólgu Lelkfimi II æfingar ætlaðar byrjendum og eldra fólki Leikfiml III æfingar ætlaðar fólki í mjög góðri þjálfun. Útsölustaðir: Heilsumarkaðurinn Hafnarstræti 11 helgar- og kvöldsími 18054. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Leikur í bók Nú er hafin útgáfa á nýrri tegund bóka. Leikjabókin „Seiðskratt- inn í Logatindi" er fyrsta bókin í röð slíkra bóka sem Ráðgjafar- og útgáfuþjónustan gefur út. Með bókinni sjálfri, 2 tening- um og blýanti hefst leikurinn. Lesandinn (söguhetjan) fær ákveðið magn leikni, þreks og út- búnaðar í upphafi og leggur út í hættuför sína, sem ef til vill tekst, ef til vill misheppnast í þetta sinn. Árangurinn er skráður á sérstakt blað í bókinni, en til að hægara sé um vik að leika leikinn aftur og aftur og reyna að bæta árangur sinn, fylgja laus blöð með. Þessi fyrsta bók er fyrir alla sem hafa gaman af spilum og ævintýraleikjum, börn og full- orðna. Sem leikur hefur hún m.a. þann kost að keppandinn er að- eins einn í einu og þarf því ekki að bfða eftir að öðrum þóknist að vera með. Höfundar bókarinnar, þeir Steve Jackson og Ian Living- stone, eru vel þekktir í heima- landi sínu Englandi. Sagan af brauðinu dýra í viðhafnarútgáfu Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Sagan af brauðinu dýra eftir Halldór Laxness. Bókin kemur út í tilefni af átta- tíu og fimm ára afmæli skálds- ins á þessu ári og hefur Snorri Sveinn Friðriksson listmálari málað í hana myndir. Sagan af brauðinu dýra var fyrst birt í bók Halldórs Laxness, Innansveitarkróniku, sem út kom árið 1970. Þá var hún í tveimur köflum sem hluti af héraðssögu úr Mosfellssveit, en er nú gefin út sem sjálfstætt verk og örlítið breytt frá hendi höfundar. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.