Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 7
Það kostar klof
að ríða röftum
Tómas Davíðsson
Tungumál fuglanna
Svart á hvítu 1987
Ekkert er nú að því að líta á
pólitískan reyfara íslenskan, sem
þar að auki reynir að koma sér út
fyrir hasarinn og leyndarmálin og
víkja að stórmálum í mannfé-
laginu.
Þessi dulmálssaga gerist á blaði
sem Helgartíðindi heitir og Tóm-
as Davíðsson á að heita annar rit-
stjóri þess. Blaðið stendur illa og
það er freistandi að taka tilboði
sem hringt er inn um að blaðinu
verði séð fyrir dúndurfréttum um
illar vammir nokkurra helstu
manna þjóðfélagsins. Inn til
Tómasar leka mál sem steypa for-
sætisráðherra landsins og gera
nokkurn usia hjá voldugum fjár-
aflamönnum og sýnast þeir kann-
ski ekki eiga betra skilið en lenda
í kjaftinumn á pressunni. En þeg-
ar steypa á forsætisráðherra núm-
er tvö með uppljóstrunum um
kynlíf hans renna á Tómas grímur
tvær - hitt er svo lakara að hann
og félagi hans Magni sýnast hafa
ánetjast þeim galdri sem þeir fá
ekki við ráðið. Ef þeir ekki birta
mvndir af hommastússi forsætis-
ráðherra erlendis er hægt að
skella þeim sjálfum, því þeir hafa
fengið allskonar fyrirgreiðslu hjá
fyrirtækjum út á sínar ritstjóra-
stöður - vandlætararnir sitja
sjálfir í sukkinu. Og skal nú ekki
rakið lengur efnið.
<r* *’
ÁRNI
BERGMANN
éá
Eftir á að hyggja: ekki munum
við Reykjavíicursögu sem lætur
náttúru landsins jafn afskiptalitla
og þessi hér. Sagan gerist mestöll
í samtölum. Pau eru oft fimlega
spunnin. En - og það er höfuð-
löstur sögunnar - það mætti
þjappa þeim miklu betur saman,
þau hafa tilhneigingu til að teygj-
ast út með ýmsum óþarfa. Veldur
þetta tölverðu spennufalli. Ekki
síst á þetta við um þá kafla sem
lúta að einkalífi Tómasar rit-
stjóra, sem er að gefast upp á alk-
óhólískri konu sinni og flytur til
Eddu símastúlku á ritstjórn.
Þessar konur tvær hafa vissulega
hlutverki að gegna - eiginkonan
Rósa fær til dæmis að lesa yfir
ritstjórablókinni heiftarlestur um
hans vesaldóm og er sú ræða
meira en beiskja alkóhólískrar
sjálfsvorkunnar. Edda tekur við
því sem Tómas má ekki segja
öðrum - en viðbrögð hennar eru
full daufleg og samband þeirra
skötuhjúanna blóðlítið.
Gátan sem uppi heldur spennu
er náttúrlega þessi: hverjir eru að
nota vikublað í kröggum til að
skáka út af borðinni nokkrum
helstu valdshrókum landsins?
Höfundur gefur stundum full
mikið í skyn tiltölulega snemma í
sögunni en þegar á heildina er
litið er hann laginn og útsjónar-
samur við að spinna sinn þráð
(hafa menn ekki tekið eftir því
hve miklu auðveldara það reynist
íslenskum höfundum yfirleitt að
ráða við lit en línu?). Sagan nær
nokkuð góðu jafnvægi á milli
þess sem menn kannast við úr
fjölmiðlaheimi eins og hann er og
því sem gæti orðið með svipuðu
áframhaldi, - það er ekki reynt á
þanþol sennileikans með þeim
hætti að allt slitni í sundur. Auk
þess er önnur spenna merkileg á
ferð í sögunni sem við getum kall-
að móralska. Sjálfur lífsvandi
Tómasar blaðamanns, sem ætlaði
að skapa merkilegt blað, upplýs-
andi og gagnrýnið, en er að sog-
ast niður í lágkúru hinna „gulu“
pressusiða - lofandi sjálfum sér
því, að þegar fjárhagurinn kemst
í lag þá muni hægt verða að tosa
blaðinu upp í virðulegar hæðir.
Sem gerist náttúrlega ekki: áður
en lýkur hefur Tómas að vísu
unnið takmarkaðan sigur, cfí
ósigur hans er stærri, hann slepp-
ur lífs, en samsærismennirnir
hafa flest tromp á hendi.
Öðruvísi gat heldur ekki farið
vegna þess að Tómas er staddur á
því stóra gráa svæði þar sem
menn stunda smáar spillingar-
syndir úr því allir eru í því líka og
allir að gera það gott nema ég og
vegna þess að „hinir“ eru verri en
ég. í því andrúmslofti er ekki von
á garpskap. Því það kostar klof
að ríða röftum.
OTCTOMM
3AB0EBAHMR DKTRBPS!
er reynt að slá í vönduðu sovét-
hefti TMM, og við fyrstu sýn hef-
ur tekist svo að tímaritið er bæði
fengur bókmenntamönnum og
þeim sem nú vilj a fá aukna innsýn
í sovéskt samfélag á tímamótum.
Auk sovétbókmennta er í heft-
inu ávarp Söru Lidman á bók-
menntahátíð og ritdómar um ný-
legar ljóðabækur eftir Stefán
Hörð Grímsson, Sjón, Ingi-
björgu Haraldsdóttur og Böðvar
Guðmundsson.
Ritstjórar TMM eru Guð-
mundur Andri Thorsson og Silja
Aðalsteinsdóttir.
-m
Hákon Ejiainason
RÆKTAÐU
GARÐINN
ÞINN
TMM um Sovét
Tímaritið helgað
sovéskum bókmenntum
í tilefni byltingarafmælis
„Sá sem skoðar sögu sov-
éskra bókmennta leggur út í pólit-
ískt ævintýri'1 segir Árni Berg-
mann í upphafi annarrar af
tveimur ritgerðum sínum um sov-
étbókmenntir í nýju Tímariti Máls
og menningar, en þar má einmitt
upplifa þessa ævintýramennsku í
tilefni sjötugrar byltingar eystra.
Tímaritið er helgað sovéskum
bókmenntum fyrr og nú, bæði
með ritgerðum Árna og sýnis-
hornum úr sovéskum skáldskap,
viðurkenndum, hálfopinberum
og neðanjarðarframleiðslu,
sögur og ljóð eftir Akhmatovu,
Mandelstam, Majakovskí og
Pasternak auk fyrstu kynningar á
nútímahöfundum í glasnost-
fararbroddi, Raspútín, Shúksín
og Andrei Bítov sem hér kom á
bókmenntahátðíð í haust.
Sovétbókmenntir hafa sætt
margskonar fordómum, segir
Árni, „stundum þeim jákvæðu
fordómum að með þeim væru að
verða til merkilegri og betri
bækur en áður hafa þekkst, en
oftar þeim neikvæðu sem telja að
ritskoðunin hafi drepið allar bók-
menntir þar eystra, og ekkert sé
neins virði nema það sem hefur
verið bannað.“ Á þessa fordóma
Ljóðabók
eftir Jón Egil
Tunglið sf hefur gefið út nýja Ijóð-
abók. Nefnist hún KVÍÐBOGI, og
er eftir Jón Egil Bergþórsson.
Petta er fyrsta bók höfundar en
ljóð hafa birst eftir hann í blöðum
og tímaritum. Kvíðbogi inniheld-
ur 25 Ijóð.
Jón Egill er fæddur árið 1960.
Tunglið sf er bókafélag sem
sérhæfir sig í útgáfu á ljóðabók-
um. í júlísíðastliðnum gaf félagið
út Gægjugat eftir Gunnar Her-
svein.
Leiðarvísir
um trjárækt
Komin er út hjá Iðunniný og
endurskoðuð útgáfa bókar-
innar Ræktaðu garðinn þinn
eftir Hákon Bjarnason. Er
þetta þriðja útgáfa bókarinnar
og hefur hér m.a. verið bætt
við sérstökum kafla um trjá-
ræktviðsumarbústaði.
f kynningu útgefenda segir:
„Bók þessi fjallar um trjárækt í
görðum í skýru og stuttu máli.
Sagt er frá gerð og lífi trjánna,
næringarþörf þeirra, uppeldi
trjáplantna, gróðursetningu,
hirðingu og grisjun. Lýst er um 70
tegundum lauftrjáa, runna og
barrviða.“
Allar plöntuteikningar í bók-
inni eru nýjar, gerðar af Eggerti
Péturssyni.
Nýr höfundur
smásagna
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn-
arfirði, hefur sent frá sér bókina
Öspin ogýlustráið, smásagnasafn
eftir Harald Magnússon. Harald-
ur fæddist á Árskógsströnd viö
Eyjafjörð 1931. Hann ólst upp í
Eyjafirði og Skagafirði fram að
tvúugsaldri. Lengst af hefur hann
búið í Hafnarfirði. Hann hefur
stundað ýmis störf bæði á sjó og
landi, en síðustu tuttugu árin hef-
ur hann starfað sem múrari. Har-
aldur hefur starfað mikið í í-
þróttahreyfingunni.
Þetta smásagnasafn er fyrsta
bók höfundar, en þessar sögur og
fleiri til hefur hann skrifað í frí-
stundum sínum undanfarin ár.
Sögurnar eru að ýmsu leyti
óvenjulegar og flestar fela þær í
sér boðskap.
Barnabækur
með snældum
Mál og menning hefur brydd-/
að upþ á nýjung í barnabóka-
útgáfu. Forlagið hefursentfrá
sérfyrstu Barnagullinenþað
eru spjöld þar sem pakkað er
saman barnabók og snældu
með lestri á bókinni. Þegar
eru komin út sex Barnagull:
Saga af Suðurnesjum og fleiri
ljóð eftir Jóhanne^ur Kötlum.
Sjáðu Maddittýþað snjóare ftir
Astrid Lindgren.
Blómin á þakinu eftir Ingi-
björgu Sigurðardóttur.
Skilaboðaskjóðan eftir Þor-
vald Þorsteinsson.
Lesari á þessum snældum er
Silja Aðalsteinsdóttir.
Fjöður hauksins hugprúða og
fleiri rússnesk ævintýri. Lesari er
Ingibjörg Haraldsdóttir sem
einnig þýddi bókina.
Og fyrir eldri krakkana:
Græna höndin. Þýðandinn, Vil-
borg Dagbjartsdóttir les.
Loks má geta þess að Mál og
menning merkir nú barnabækur
sínar með límmiðum sem segja til
um hvaða aldurshópi bækurnar
eru ætlaðar.
Sumar á Brattási
heitir barnabók eftir Ingebrigt
Davik og Oddbjörn Monsen,
sem Skjaldborg gefur út. Þýð-
andi Kristján frá Djúpalæk.
Þessi bók segir frá ungum
dreng sem fer í sveitina til ömmu
og afa á Brattási. Þar kynnist
hann dýrunum á bænum og lærir
að umgangast þau. Tómas sögu-
hetjan okkar lendir í ýmsum
ævintýrum með þessum vinum
sínum. í bókinni eru yfir 30 lit-
myndir af dýrunum sem Tómas
kynnist. Þá eru í bókinni þrjú
kvæði eftir íslenska höfunda og
fylgja kvæðunum nótur. Kristján
frá Djúpalæk hefur þýtt bókina á
lifandi mál eins og honum er
lagið.
Sturla
frá
Stekkjarflötum
Og allt fór
það vel
Sturla frá Stekkjarf lötum
heitir skáldsaga eftir Aðal-
heiði KarlsdótturfráGarði
sem Skjaldborg gefur út.
í bókarkynningu segir m.a.:
Þetta er sagan af Sturlu, ungum
bóndasyni, sem er vart kominn af
barnsaldri er hann missir föður
sinn, verður sjálfur að fara að
sækja sjóinn til að vinna fyrir
heimili móður sinnar og verður
um leið að svæfa ágenga drauma
um menntun og störf á listabraut-
um. En öll él birtir upp um síðir.
Þetta er sagan af Sólrúni, stúlk-
unni fögru, sem hreif hugi pilt-
anna og allir vildu eignast. En
gott innræti og ytri fegurð nægir
ekki alltaf til að höndla hamingj-
una.
Þriðjudagur 22. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 7