Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 8
Akraneskaupstaður, tæknideild Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi Svæði milli Dalbrautar og Þjóðbrautar Skv. ákvörðun skipulagsstjórnar með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi svæðis milli Dalbrautar og Þjóðbrautar, Akra- nesi. Svæðið afmarkast af Dalbraut að norðan- verðu, Esjubraut að austanverðu, Þjóðbraut að sunnanverðu og Stillholti að vestanverðu. Svæðið er ætlað undir iðnað, verslun og skrifstof- ur, og opinbera þjónustu. Teikningar, ásamt greinargerð og skilmálum liggja frammi á Tæknideild Akranesskaupstaðar, Kirkjubraut 28,2. hæð, frá og með mánudegin- um 28. desember, 1987 til föstudagsins 19. febrúar, 1988. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skrif- legar og berast bæjartæknifræðingi Akraness- kaupstaðar fyrir 26. febrúar, 1988. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tiltekins frests teljast samþykkja hana. Bæjartæknifræðingur Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hafn- arstjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í eftir- talin verk: 1. Kleppsbakki - lenging. Gerð hafnarbakka. Verkið er fólgið í rekstri á stálþili í 141 m langan bakka og 23 m langan gafl, bindingu og stögum þils og fyllingu bak við þil. Helstu magntölur: 1. Rekstur stálþils alls 165 m. 2. Uppsetning stagbita. 3. Uppsetning akkerisstaga og akkerisplatna, 86 stk. 4. Fylling: 24.000 m3. 2. Kleppsbakki lenging. Kantbiti og kranabraut. Verkið erfólgið í rekstri á steyptum staurum undir kranabraut, byggingu kranabrautar og kants á hafnarbakka, uppsetningu kranaspora, lagningu vatns- og frárennslislagna, svo og lagningu ídráttarröra fyrir raflagnir. Helstu magntölur: 1. Rekstur á steyptum staurum, lengd 12-17 m, alls 123 stk. 2. Mótafletir 2200 m2. 3. Steypumagn 800 m3. 4. Járnamagn 80 tonn. 5. Regnvatnslögn 500 m. 6. Vatnslagnir 150 m. 7. ídráttarrör 1000 m. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, þriðjudaginn 22. desember, gegn kr. 15.000.- skilatryggingu fyrir hvort verk um sig. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 26. janúar 1988, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKÚRBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 2580Ó Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvembermánuð 1987 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 28. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. janúar. Fjármálaráðuneytið, 18. desember 1987 BÆKUR Þú ert einhver annar Max Frisch. Max Frisch Homo faber Ástráöur Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýddu. örn og Örlygur 1987 Svisslendingurinn Max Frisch er íslendingum fyrst og fremst kunnur sem leikritaskáld. Hin skarpskyggnu krufningarverk hans Andorra og Biederman og brennuvargarnir hafa verið sýnd hér - það síðarnefnda kom reyndar til okkar í sjónvarpi ekki alls fyrir löngu og fékk þá ein- kunn í DV, að það væri eitt af þessum fúlu sænsku vandamála- leikritum. En Max Frisch er um leið merkur höfundur skáldsagna og nú er ráðist í að gefa út Homo Faber, sem út kom fyrst árið 1957 og hefur unnið sér sess meðal verka sem í senn eru kenndar við klassík og samtímann. Sagan hef- ur hvergi ryðfallið á þrjátfu árum. Reyndar er hún gott dæmi um það, hvílík loftvog góður rithöf- undur getur verið - ýmislegt í þessari bók er eins og forboði þess sem síðar kom - endurskoð- unar á og uppgjörs við kaldrana- lega framfaratrú sem spyr um staðreyndir, nytsemi og afköst, við ófrelsi karla og kvenna í sín- um hefðbundnu hlutverkum - og það er einnig haft vökult auga með náttúrunni sem nútíma- manninum er háskalegt að segja skilið við. Walter Faber heitir sögumað- ur, Svisslendingur um fimmtugt, tæknigarpur starfandi við alþjóð- lega þróunaraðstoð. Maður sem hefur eins og skorið utan af sér vissa parta - ansar ekki listrænu þrugli, leiðist náttúran, er óhæfur til að elska - að því er virðist. Svo hittir hann af tilviljun bróður gamals vinar síns og skólabróður frá námsárum fyrir stríð. Fyrir til- viljun verður flugvél þeirra að nauðlenda í Mexíkó og Walter Faber ákveður skyndilega að slást í för með nýjum kunningja og heimsækja vininn Jóakim, sem rekur tóbaksekru í Gvate- mala. Jóakim er dauður þegar á vettvang er komið - en í leiðinni fáum við að vita að hann hafði gifst æskuást Fabers, gyðinga- konunni Hönnu. Walter Faber snýr til bækistöðvar sinnar í New York og ákveður skyndilega að sigla til Evrópu (en fljúga ekki eins og venjulega) og þá getur hann - enn af tilviljun - hitt stúlku unga á skipinu og orðið ástfanginn af henni og lagst í flakk með henni um Evrópu. Áður en hann kemst að því að stúlkan sem hann kallar Sabeth er dóttir Hönnu. Og það er ekki fyrr en þau eru bæði komin til Grikklands þar sem Hanna vinn- ur og Sabeth verður fyrir slysi, að Walter Faber gerir sér grein fýrir því að hann hefur vaðið í blindu eins og hver annar Ödipus og ástkonan hans unga er í rauninni dóttir hans... Synd væri að endursegja hér fleira. Hitt er víst að saga þessi er afar haglega spunnin - það þarf til dæmis ekki litla útsjónarsemi til þess að láta tilviljanirnar og skyndiákvarðanirnar nauðga les- andanum eins og hér er gert - og samt unir hann prýðilega sínum hag. Enda er Max Frisch afar gáf- aður höfundur. Einn af þessum greindu höfundum sem manni finnst stundum að hefðu gott af því að fá í sig meira af blóðheitu rugli. Eins og reyndar söguper- sónan sjálf - Walter Faber. Þeir Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson hafa þýtt þetta verk með ágætum og þeir skrifa einnig ítarlegan eftirmála með þarflegum upplýsingum um feril Max Frisch og úttekt á sög- unni. í úttekt þeirri er margt vel athugað og allt miklu ítarlegar en dagblaðsumsögn býður upp á - kannski er leiðsögnin stundum svo áleitin („ að lokum skal þó vara við því að líta á afstöðu Hönnu sem einhverskonar „syndaaflausn“ fyrir Faber“) að líklega er best að lesa þessa greinargerð einmitt eins og hún stendur - sem eftirmála. Og þá er líka gott að geta borið hana sam- an við eigin fyrstu upplifun. Homo Faber er um samtíma- mann í kreppu, um nauðsyn þess að endurskoða þau gildi sem ráðið hafa ferðinni undanfarna áratugi, um firringuna frægu. Hún segir frá því að maðurinn er víðfeðmari en hann vill halda, að vélmennið getur elskað, sé hon- um hrint úr hans röksækna far- vegi. Hún kemur inn á þá spurn- ingu sem homo faber, maður starfans, verksins, fær ekki undan sloppið, hvernig getur hann orðið heill maður, orðið homo ludens, manneskjan í leik, sá sem nýtur lífsins? Margur hef- ur skrifað um minna efni og með miklu lakari árangri en Max Frisch gerir í þessari merku skáldsögu. IURIIARA , , g/artland Ástog hamingja Cartland og Theresa Charles Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn- arfirði, hefur gefið út bókina Ást og hamingja eftir Barböru Cartland. í kynningu segir: Aðeins tvær persónur bjargast í land, þegar skipið brotnar á klettunum, ævintýramaðurinn Sir Harvey Drake og hin fagra Paolina Mansfield. Sir Harvey Drake stingur upp á því við hana, að hún ferðist með honum sem systir hans áfram til Feneyja. Þar segist hann auðveldlega munu geta fundið ríkan eiginmann handa henni. Einnig hefur bókaútgáfan Skuggsjá gefið út nýja skáldsögu eftir Theresu Charles, sem nefn- ist Angela. Eftir Theresu hafa áður komið út margar bækur, sem enn eru flestar fáanlegar. Angela Smith kemur til bæjar- ins Wheystone frá London og ætlar hún að sækja um læknisstarf og reyna að jafna sig í kyrrlátu umhverfi eftir slys sem hún hafði lent í. Henni er í fyrstu vantreyst sem kvenlækni og litin hornauga sem persóna en smátt og smátt vinnur hún álit og traust fólks. Andrés Kristjánsson þýddi bók- ina. Hafnarfjörður í byrjun aldar Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bók- ina Bær íbyrjun aldar - Hafn- arfjörður, sem Magnús Jóns- son minjavörður í Byggðas- afni Hafnarfjarðar tók saman. Pessi bók var fyrst gefin út 1967 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. desember 1987 í litlu upplagj og seldist strax upp. Hér kemuifbókin út í þriðja sinn, og nú fylgir henni nafnaskrá yfir þá sem í bókinni eru nefndir. Bœr í byrjun aldar fjallar eins og nafnið gefur til kynna um Hafnarfjörð í byrjun aldarinnar, eða árið 1902, getið er íbúa bæjarins þetta ár og húsa og bæja í Hafnarfirði á þessum tíma, og þarna er mikill fróðleikur sam- ankominn. Fjölmargar manna- myndir eru í bókinni og einnig myndir af ýmsum húsum í bæn- um. Allur aðaltexti bókarinnar er handskrifaður af höfundinum, Magnúsi Jónssyni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.