Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 23
ÆSKULYÐSFYLKINGIN
Ragnhildur Ófeigsdóttir, höfundur Ijóðanna Andlit í bláum vötnum, hér til
vinstri, ásamt hönnuði bókarinnar Elísabetu Cohran. Ljósmynd Jóhannes
Long.
Ljóðabók eftir
Ragnhildi Ófeigsdóttur
Bókrún hefur sent frá sér Ijóð-
abókina Andlit ibláum vötnum
eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur.
Ragnhildur er Reykvíkingur.
Hún lauk BA prófi í félagsfræði í
Bandaríkjunum árið 1980. And-
lit í bláum vötnum er önnur bók
hennar. Árið 1971 kom út hjá Al-
menna bókafélaginu ljóðabókin
Hvísl og ljóð eftir Ragnhildi hafa
birst í blöðum tímaritum og í
nokkrum ljóðasöfnum.
Andlit í bláum vötnum, sem
höfundurinn tileinkar móður
sinni Ragnhildi Ásgeirsdóttur,
geymir 73 ljóð. Hluti þeirra er
eins konar harmljóð sprottin af
reynslu vegna dauða hennar. í
ljóðum sínar leitar höfundurinn
svara við því hvert sé eðli guð-
dómsins og flest eru ljóðin í bók-
inni með erótísku ívafi.
Æskulýðsfylking
Alþýðubandalagsins
Glögg! Glögg!
Á þriðjudagskvöldið 22. desember kl.
20.30, neytum við og njótum góðs á jóla-
glöggi hjá Æskulýðsfylkingunni.
Vigdís Grímsdóttir segir okkur brot úr sögu
Gríms Hermundarsonar. Svandís Óskars-
dóttir les úr Hringsóli Álfrúnar Gunnlaugs-
dóttur. Brot úr sálu minni - viðtalsbók við
Winne Mandela kynnt.
Bjartmar Guðlaugsson treður upp og brýn-
ir raustina, (sína og e.t.v. okkar líka!).
Álfrún
Winnie
Allir hjartanlega velkomnir.
í dag, þriðjudaginn
22. desember frá kl. 16 til 17:
STEFAN
ÍSLANDI
áritar nýútkomna heildarútgáfu
sönglaga sinna, ÁFRAM VEGINN, í
bókabúð Máls og menningar,
Laugavegi 18.
Bókabúð
LMÁLS &MENNINGAR J
LAUGAVEG118, SÍMI 24240
þJÓOVIUINN
o
05
co
Happdrætti Þjóðviljans
Enn er hægt að greiða gíróseðlana.
Drætti hefur verið frestað til 15. janúar.
Styrkjum blaðið okkar.
Þriðjudagur 22. desember 1987 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 23