Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 17
BÆKUR
Forboðnar ástir
Régine Deforges
María og Margrét
Sigurður Pálsson þýddi
Ísafold 1987
Régine Deforges hefur orðið
vinsæl meðal lesenda, einnig hér
á landi, fyrir bálk sinn mikinn,
kenndan við stúlku á bláu hjóli,
sem segir frá undrum og smán
hernámsáranna í Frakklandi.
Þriðja bindið af þeirri sögu kemur
út hjá ísafold einmitt nú á dögun-
um og heitir „Enn er skrattanum
skemmt".
Þegar lesandinn er staddur í
þeirri syrpu er hann einatt ekki
viss um hvern mann Régine Def-
orges hafi að geyma -hún kann öl 1
reyfarabrögð metsöiuhöfundar
en á líka til þá dirfsku í meðferð
viðkvæmra mála sem „alvarlegir“
höfundar gætu talið sér til tekna -
engu líkara en að hún rambi út og
inn í húsakynnum reyfarans.
Þessi litla skáldsaga hér, María
og Margrét, er nokkuð annars
eðlis. Hún segir einnig frá hlutum
sem lengi voru „erfiðir" og bann-
helgir - ástum kvenna. María og
Margrét eru tvær giftar konur í
frönskum smábæ við byrjun ald-
arinnar. En hjá körlum sínum
finna þær ekki þá blíðu og það
algleymi sem þær eru færar um að
taka við og gefa. Sagan rekur í
bréfum sem þær lauma á milli
húsa hvernig vinátta og hrifning
snýst í ofsafengna ástríðu - og svo
frá því hvernig óttinn við að upp
komist um heiðvirðar húsfreyjur
og mæður stíar þeim vinkonum í
sundur - og þó eiga þær enn von í
endurfundum.
Bréfformið setur höfundi
nokkuð þröngar skorður, en
Régine Deforges tekst oftar en
ekki að yfirstíga þær og draga
fram af næmleika bæði persónu-
leika hinna ástföngnu og fá les-
andann til að trúa á það undur
veraldar sem samruni þeirra í
holdi og anda er og þær eru nátt-
úrlega sífellt að lofsyngja. Því fer
fjarri að þessi saga sé „bara fyrir
lesbur", hún greinir einmitt frá
því að ástir og þá ekki síst ástir í
meinum lúta svipuðum lögmál-
um hver sem í hlut á. Hugvits-
semin við að koma á stefnumóti,
fögnuðurinn yfir stolnum stund-
um, samsærið útsmogna (þær
koma á kunningsskap karla sinna
til að geta oftar hist) - og svo stríð
togstreita milli þrár og ótta - allt,
er þetta á sínum stað. Einnig sú
sérkennilega rökvísi ástfanginna
sem snýr öllu í sinn hag ef vill -
einnig guðs vilja. Og því getur
Régine Deforges
rammkaþólsk kona farið þessum
orðum hér um þeirra stóru synd:
„Guð elskar þá sem elskast, hann
getur ekki verið andstæðingur
ástar okkar því það er hann sem
blés okkur henni í brjóst". Það er
reyndar sprett fingrum í sögunni
að þeirri kirkju sem hefur hamast
mjög við að tengja saman synd og
kynlíf með því móti að láta mestu
sæludaga þeirra Maríu og Mar-
grétar vera í Lourdes, en þangað
tókst þeim að fara í pílagrímsferð
saman..
Sigurður Pálsson hefur þýtt
söguna á mál sem vel hæfir því
tímaleysi ástríðunnar sem lýst er.
Syslunefndarsaga
Skagfirðinga
Árið 1976 samþykkti sýslu-
nefnd Skagafjarðarsýslu að gefa
út á sinn kostnað minningarrit um
sýslunefndina í tilefni 100 ára
starfsemi hennar. Var Krist-
mundur Bjarnason rithöfundur á
Sjávarborg ráðinn til að rita sög-
una. Er nú fyrri hluti hennar kom-
inn út. Er það mikið rit, röskar 300
bls., með fjölmörgum „sögu-
legurn" myndum flestum áratuga
gömlum. Nær það fram á fjórða
áratug aldarinnar.
í bókinni er fjallað um hin
margvíslegustu málefni, sem
komu til kasta sýslunefndar. Má
þar nefna ferjur, kláfa, brýr,
báta, póstflutninga, kvenna-
skóla, bókasafn, heilbrigðismál,
sjósókn, Drangeyjarferðir, búp-
ening, kynbætur, alþýðuhagi og
landvernd. Fer því þó fjarri að
hér sé allt það upptalið, sem
sýslunefnd lét til sín taka. Er öll
þessi frásögn, svo sem vænta
mátti af hendi Kristmundar, skýr
og skilmerkileg. Innan um er svo
skotið sögum og kveðskap og er
allur þessi lestur fróðlegur og
skemmtilegur í senn. _ mhg
V
Er númerið ó bœklingi vinningshafa ÍSAFOLDAR. Handhafi þess bœklings
hlýfur vikuferð fyrir fvo til Vínarborgar ásamt aðgöngumiðum að hinum
þekkfu nýárstónleikum, allt með ferðaskrifstofunni FARANDA.
Handhafi bœklingsins er beðinn um að hafa samband við skrifstofu ÍSAFOLDAR
í síma 17165 í síðasta lagi mánudaginn 28. desember n.k.,
því ferðin hefst miðvikudaginn 30. desember,
RÉGINE DEFORGES
IMARÍA
mi&RÉT
1877 ISAFOID 1987
FRÁ RAFMAGNSVEITU
REYKJAVÍKUR
Rafmagnsveitunni er það kappsmál að sem fæstir
verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um
jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt
rafmagn um hátíðirnar vill Rafmagnsveitan benda
notendum á eftirfarandi:
IReynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni
yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga-
dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota
mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns-
ofna, hraðsuðukatia, þvottavélar og uppþvotta-
vélar - einkum meðan á eldun stendur.
Farið varlega með öll raftæki til að forðast
bruna- og snertihættu. Illa með farnar lausar
taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar.
Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og
af gerð sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti
ríkisins.
3
4
5
6
í flestum nýrri húsum eru sjálfvör (útsláttar-
rofar) en í eldri húsum eru vartappar (öryggi).
Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum.
Helstu stærðir eru:
10 amper - Ijós
20-25 amper - eldavél
35 amper - aðalvör fyrir íbúð.
Ef straumlaust verður skuluð þið gera eftir-
farandi ráðstafanir:
- Takið straumfrek tæki úr sambandi.
- Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð,
(t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þið sjálf skipt um
vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straum-
laus getið þið einnig sjálf skipt um vör fyrir
íbúðina í aðaltöflu hússins.
Hafi lekastraumsrofi í töflu leyst út er rétt að
taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja leka-
straumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er
nauðsynlegt að kalla til rafvirkja.
Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma
686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan
sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er
einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í
síma 686222.
Við flytjum ykkur bestu óskir um gleðileg jól
og farsæid á komandi ári, með þökk fyrir
samstarfið á hinu liðna.
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
(Geymið auglýsinguna)
Auglýsið í Þjóðviljanum
Sími 681333.