Þjóðviljinn - 22.12.1987, Blaðsíða 18
||| Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í
þenslustykki.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama
stað miðvikudaginn 27. janúar 1988 kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
Styrkir til háskólanáms
í Danmörku
dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa ísiendingum til há-
skólanáms í Danmörku námsárið 1988-89. Styrkirnir eru ætlaðir
þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir
við 9 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef þurfa
þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 3.720 d.kr. á mánuði.
Umsóknum skal komiðtil menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavlk fyrir 25. janúar n.k., á sórstökum eyðublöðum, sem
þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt með-
mælum.
Menntamálaráðuneytlð
18. desember 1987.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Umboðsmenn
happdrættis Þjóðviljans
Reykjavík: Afgreiðsla Þjóðviljans Síðumúla 6. Opið 9-17 virka daga. Opið 9-12 laugar-
daga. Skrifstofa Alþýðubandalagsins, Hverfisgöfu 105, 4. hæð. Opið 9-5 virka daga.
Suðurland:
Vestmannaeyjar: Jóhanna Njálsdóttir, Hásteinsvegi 28, sími 98-1177.
Hveragerði: Ingibjörg Sigmundsdóttir, Heiðmörk 31, sími 99-4259.
Selfoss: Sigurður R. Sigurðsson, Lambhaga 19, sími 99-1714.
Þorlákshöfn: Elln Björg Jónsdóttir, Haukabergi 6, slmi 99-3770.
Eyrarbakki: Jóhann Þórðarson, Sunnutúni, slmi 99-3229.
Stokkseyri: Jóhann Þórðarson, Sunnutúni, sími 99-3229.
Laugarvatn: Torfi Rúnar Kristjánsson, sími 99-6153.
Hella: Guðrún Haraldsdóttir, Þrúðvangi 9, sfmi 99-5821.
Vfk ( Mýrdal: Magnús Þórðarson, Austurvegi 23, sími 99-7129.
Norðurland eystra:
Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, Vesturgötu 3, sími 96-62267.
Dalvfk: Þóra Rósa Geirsdóttir, Hólavegi 3, simi 96-61411.
Akureyri: Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, sími 96-24079.
Húsavfk: Aðalstelnn Baldursson, Baughóli 31 b, sími 96-41937.
Raufarhöfn: Angantýr Einarsson, Aðalbraut 33, sími 96-51125.
Þórshöfn: Dagný Marinósdóttir, Sauðanesi, sími 96-81166.
Austurland:
Vopnafjörður: Gunnar Sigmarsson, Miðbraut 19, sími 97-31126.
Egilsstaðir: Guðlaug Ólafsdóttir, Sólvöllum 10, sími 97-11286.
Seyðisfjörður: Óttarr Magni Jóhannsson, Langatanga 3, sími 97-21525.
Neskaupstaður: Kristinn Tvarsson, Blómsturvöllum 47, sími 97-71468.
Eskifjörður: Hjalti Sigurðsson, Svínaskálahlíð 19, slmi 97-61367.
Reyðarfjörður: Þorvaldur Jónsson, Hæðargarði 18, sfmi 97-41159.
Fáskrúðsfjörður: Anna Þóra Pótursdóttir, Hlíðargötu 37, sími 97-51283.
Stöðvarfjörður: Ingimar Jónsson, Túngötu 3, sími 97-58894.
Breiðdalsvík: Guðrún Þorleifsdóttir, Felli, sími 97-56679.
Hornafjörður: Benedikt Þorsteinsson, Ránarslóð 6, sími 97-81243.
Norðurland vestra:
Hvammstangi: Flemming Jessen, Kirkjuvegi 8, slmi 95-1368.
Blönduós: Guðmundur Kr. Theódórsson, Húnabraut 9, sími 95-4196.
Skagaströnd: Edvald Hallgrímsson, Hólabraut 28, sími 95-4685.
Sauðárkrókur: Sigurður Karl Bjarnason, Víðigrund 4, sími 95-5989.
Slglufjörður: Hafþór Rósmundsson, Hliðarvegi 23, simi 96-71624.
Vesturland:
Akranes: Jóna K. Ólafsdóttir, Jörundarholti 170, sími 93-11894.
Borgarnes: Sigurður Guðbrandsson, Borgarbraut 43, sími 93-71122.
Stykkishólmur: Kristín Benedíktsdóttir, Ásaklifi 10, sími 93-81327.
Grundarfjörður: Matthildur Guðmundsdóttir, Fagurhólstúni 10, sími 93-86715.
Ólafsvfk: Margrét Jónasdóttir, Túnbrekku 13, sími 93-61197.
Hellissandur og Rlf: Arnheiður Matthíasdóttir, Bárðarási 6, simi 93-66697.
Búðardalur: Gísli Gunnlaugsson, Gunnarsbraut 7, simi 93-41142.
Vestfirðir:
Patreksfjörður: Einar Pálsson, Laugarholti, sími 94-2027.
Bfldudalur: Halldór Jónsson, Lönguhlíð 22, simi 94-2212.
Þingeyri: Davið Kristjánsson, Aðalstræti 39, sími 94-8117.
Flateyrl: Hafdís Sigurðardóttir, Þórustöðum, simi 94-7658.
Suðureyrl: Þóra Þórðardóttir, Aðalgötu 51, sími 94-6167.
(safjörður: Bryndís Friðgeirsdóttir, Aðalstræti 22a, sími 94-4186.
Bolungarvfk: Kristinn Gunnarsson, Hjallastræti 24, sími 94-7437.
Hólmavfk: Jón Ólafsson, Brunnagötu 7, sími 95-3173.
Reykjanes:
Garður: Kristjón Guðmannsson, Melbraut 12, sími 92-27008.
Keflavík: Jóhann Björnsson, Hringbraut 75, sími 92-12275.
Njarðvfk: Jóhann Björnsson, Hringbraut 75, sími 92-12275.
Grindavfk: Steinþór Þorvaldsson, Staðarvör 2, sími 92-68354.
Hafnarfjörður: Hafsteinn Eggertsson, Norðurvangi 10, sími 651304.
Garðabær: Þórir Steingrímsson, Markarflöt 8, sími 44425.
Álftanes: Kári Kristjánsson, Túngötu 27, simi 54140.
Kópavogur: Sigurður Flosason, Kársnesbraut 54, sími 40163.
Seltjarnarnes: Sæunn Eirfksdóttir, Hofgörðum 7, sími 621859.
Mosfellsbær: Kristbjöm Árnason, Borgartanga 2, sími 666698.
SKÁK
„Ég tefldi á hálfum dampi“
sagði GarríKasparov sem varði heimsmeistaratitilinn með sigri á
elleftu stundu
Þrátt fyrir allt þá virðist skák-
gyðjan Caissa hafa litið mildilega
á ýmsar yfirsjónir meistara síns.
Garrí Kasparov vann 24. skákina
í einvíginu um heimsmeistaratiti-
linn í 64 leikjum - einn leikur
fyrir hvern reit á taflborðinu - og
varði þar með titil sinn. Niður-
staðan varð jafntefli 12:12 en ein-
vígið hafði staðið frá 12. október
sl. og hélt skákáhugamönnum um
allan heim í logandi spennu síð-
ustu dagana sem voru hinir
dramatískustu.
24. skákin batt einnig endi á
sérkennilega baráttu þeirra
Kasparovs, 24 ára undrabarns frá
Baku, og Anatoly Karpovs
heimsmeistara 1975-’85. Þeir
settust að tafli 2. september 1984
og er þeir risu úr sætum við Lope
De Vega leikhúsinu í Sevilla, þar
sem upplausnarástand var ríkj-
andi, höfðu þeir teflt 120 skákir í
fjórum heimsmeistaraeinvígjum
sem hver með sínum hætti geta
talist sérstæð. Fyrsta einvígið
komst í heimsfréttirnar er Cam-
pomanes ákvaðað slíta því er
staðan var 5:3, Karpov í vil, en þá
hafði keppnin staðið í meira en
fimm mánuði, annað einvígið var
æsispennandi og úrslit fengust
ekki fyrr en í síðustu skákinni er
Kasparov vann og steig trylltan
dans á sviðinu, yngstut heims-
meistara frá upphafi, þriðja ein-
vígisins verður sennilega minnst
fyrir ævintýralega endurkomu
Karpovs úr vonlausri aðstöðu og
sfðan úrslitasigurs Kasparovs í
22. skákinni.
í Sevilla var Anatoly Karpov
heimsmeistari í tvo daga. Fáir
trúðu því að Kasparov næði sér á
strik eftir sigur Karpovs í 23.
skákinni, en reyndin varð önnur.
Nú var að duga eða drepast. 24.
skákin fór í bið á föstudagskvöld-
ið en vopnaviðskiptin undir lokin
þetta kvöld gleymast seint né
heldur geðshræringar viðstaddra.
Skákin var svo til lykta leidd á
laugardaginn og rúmlega hálfsjö
að íslenskum tíma lagði Karpov
niður vopnin. Hann var peði
undir í biðstöðunni sem varð ekki
bjargað. Athygli vakti prúð-
mannleg framkoma hans eftir
skákina og við lokaathöfnina.
„Garrí, Garrí“
Þegar Karpov dró niður flaggið
trylltust áhorfendur og hrópuðu
„Garrí, Garrí“ í 20 mínútur.
Camopmanes mun hafa gert tvær
tilraunir til þess að stíga í salinn
en var flæmdur á braut af spænsk-
um áhorfendum sem bauluðu á
hann eins og lélegan nautabana.
„Framtíð FIDE kristallast í and-
íiti þessa manns,“ sagði glottara-
legur heimsmeistari eftir einvíg-
ið. Enginn veit hvað Kasparov
hefði mátt reyna hefði einvígið
ekki fengið jafn farsælan endi, en
staðreyndin er sú að á meðan á
því stóð varð hann að þola sífelld-
ar ögranir frá alþjóðlega skák-
sambandinu og forseta þess og
einnig því sovéska. Um þátt
Karpovs í þeim málum er ekki
gott að segja en hann hefur þar
enn, hvað sem síðar verður,
geysisterka stöðu.
Erfitt einvígi
Kasparov kvaðst ekki hafa náð
sér á strik. „Ég tefldi á hálfum
dampi,“ sagði hann við blaða-
menn. Hann sagði að innblástur
hefði þrotið eftir því sem skákum
þeirra Karpovs fjölgaði. „Skák-
listin vék fyrir hversdagslegu
puði,“ sagði hann. „Ég var líkam-
lega vel undir einvígið búinn, en
sálfræðilega illa. Oftsinnis skorti
mig hreinlega orku. Það var ekki
fyrr en í síðustu skákinni að ég
fann mig. Núna vil ég helst
gleyma þessu öllu saman.“
Kasparov virtist vel á sig kom-
Garrf Kasparov. Heimsmeistari 1987
inn líkamlega eftir einvígið nema
hvað gráu hárunum virðist hafa
fjölgað, Karpov tapaði tæpum
fjórum kílóum sem er heldur
minna en veturinn 1985 þegar 10
kíló gufuðu enda hengu fötin
utan á hans granna líkama undir
það síðasta. Auðvitað hefði það
verið ósanngjarnt ef Kasparov
hefði tapað titlinum eftir tvo ein-
vígissigra, en engu að síður fær
Karpov prik hjá mönnum fyrir
feikna baráttuvilja og staðfestu.
Samantekið hafa þeir teflt 124
skákir (4 jafntefli á skákmótum)
og staðan er 62V2:61l/2, Kasparov
í vil.
Því er almennt spáð að
heimsmeistarinn gefi nú meiri
gaum skákborði lífsins og njóti
ávaxta erfiðis undanfarinna ára.
Fyrir forvitni um „einkamál“
meistarans skal bent á bókina
„Barn breytingana" en þar ræðir
hann tæpitungulaust um sín
hjartans mál.
Verðlaunum var skipt jafnt
eftir því næst verður og fá þeir
hvor í sinn hlut um 1.3 milj.
bandaríkjadala en stór partur
þess fjár mun þó renna beint í
hina sovésku samneyslu.
24. einvígisskák
* ■
'éiá * lÉf m a
fg MAM 9i
11 gft
íft JLiH Wé.
IS LS 9 Ö £
MW fÉÉ M &
Kasparov - Karpov
Skákin fór f bið á föstudags-
kvöldið og var útlitið ekki glæsi-
legt hjá Karpov, sennilega var
staða hans töpuð. Hann stóð
frammi fyrir þeirri spurningu
hvernig peðastöðuni yrði best
háttað. Þegar á hólminn kom
valdi hann þeim stað á áhrifa-
svæði biskupsins. Þetta var e.t.v.
misráðið en ég þykist vita að
leiðir til glötunar fyrirfyndust
einnig við óbreytta skipan mála.
42. Kg2-g6
43. Da5-Dg7
44. Dc5-Df7
45. h4-h5
46. Dc6-De7
47. Bd3-Df7
48. Dd6-Kg7
49. e4-Kg8
50. Bc4-Kg7
(Karpov hafði leikið hratt það
sem af var og átti nægan tíma
aflögu jafnvel þó svo bifreið hans
og raunar Kasparovs líka hefði
lent í traffík á leið á mótsstað).
51. De5-Kg8
52. Dd6-Kg7
53. Bb5-Kg8
54. Bc6
(Hér þóttust menn í Sevilla sjá
fram á vinninga Kasparovs: peð
til e5, - Db7, svartur þolir ekki
uppskipti og lendir í leikþröng.).
54. .. Da7
55. Db4-Dc7
56. Db7-Dd8
(Það er auðvelt að sannfæra sig
um að endataflið eftir 56... dxb7
57. Bxb7 er tapað. Svartur er
peði og hefur í stóra veikleika að
horfa. Eftir að hvíti kóngurinn
hefur svo skorist í leikinn hrynur
svarta staðan.)
57. e5
(Eftir 10 mínútna umhugsun
lék Kasparov loks og horfði
áhyggjufullur út í sal, „vegna þess
að hann vissi að nú var sigurinn í
höfn,“ sagði einhver spekingur-
inn í blaðamannaherberginu.)
57. .. Da5
58. Be8!
(Drottningin ryðst inn.)
58. .. Dc5
59. DF7+-Kh8
60. Ba4-Dd5+
61. Kh2-Dc5
62. Bb3-Dc8
63. Bdl-Dc5
64. Kg2
- og Karpov gafst upp. Áætlun
hvíts er 65. Bf3 og 66. Be4. Þá
falla peðin á kóngsvæng eitt af
öðru.
Lokastaðan:
Garrí Kasparov 12
Anatoly Karpov 12.
Með grein minni um lokaskák
Kasparovs í Þjv. sl. laugardag
birtist af einhverjum ástæðum
mynd og myndatexti mér óvið-
komandi. Ég vísa frá mér allri
ábyrgð á þessari fáránlegu mynd-
birtingu og texta þar undir.
Helgi Ólafsson
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. desember 1987