Þjóðviljinn - 05.01.1988, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 05.01.1988, Qupperneq 2
SPURNINGINn Hvernig leggst nýja áriö í Þig? Halldór Guðmundsson raf- virkjameistari: Mjög vel, enn sem komið er að minnsta kosti, þótt það sé kann- ski fullsnemmt að segja til um slíkt. Árný Árnadóttir nemi: Bara Ijómandi vel. Hafliði Maggason sendill: Mér líst vel á nýja árið. Ég sé ekkert sem bendir til annars en að þetta verði gott ár. Linda Sverrisdóttir altmulig- manneskja: Bara vel. Byrjunin lofar að minnsta kosti góðu. Magnús Arnarson skrif- stofumaður: Ljómandi vel hvað sjálfan mig snertir, en almennt talað er erfitt um það að segja. Sjálfsagt fer það mest eftir framvindunni næstu daga, hvernig til tekst með samningsmálin og fleira slíkt. FRETTIR Áburðarverksmiðjan Eldur kæfður í fæöingu Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri: Ávallt alvara áferðum þegar eldur verður laus í Gufunesi. Starfsmenn brugðust vel og rétt við Það er alltaf alvara á ferðum þegar eldur verður laus við Aburðarverksmiðjuna í Gufu- nesi. Til allrar hamingju var ekki um að ræða neinan stóreldsvoða og starfsmenn verksmiðjunnar brugðust rétt og vel við og slökktu eldinn í fæðingu, sagði Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri í Reykjavík, en um helgina varð eldur laus í loftstokk í stjórnstöð sýruhúss I Áburðarverksmiðj- unni. Allt tiltækt lið var kallað til, en starfsmenn verksmiðjunnar höfðu ráðið niðurlögum eldsins þegar siökkviliðið bar að. Þetta er í annaö sinn á skömmum tíma, sem eldur verð- ur laus í Áburðarverksmiðjunni, en fyrir skömmu varð skamm- hlaup í rafmagnstöflu og hlaut rafvirki sem var að störfum við töfluna allnokkur brunasár af. Það er ekki ástæða til að herða eftirlit við verksmiðjuna vegna þessara óhappa. Vericsmiðjan er búin að starfa í um 35 ár og það er með ólíkindum hve starfsemin hefur gengið áfallalaust fyrir sig. í svona starfsemi má alltaf búast við minniháttar óhöppum, sagði Rúnar. -rk Með ólíkindum hve starfsemin hefur gengið áfallalaust, segir slökkviliðs- stjóri um Áburðarverksmiðjuna. Fiskmarkaður Norðurlands Farinn að rúlla Sigurður P. Sigmundsson framkvœmdastjóri: Höfum selt310 tonn fyrir 10,1 milljón króna. Aðalseljendur eru línubátar á Eyjafjarðar- svæði. Mest þorskur og óslægður. Meðalverðið um 35 krónur kílóið Það er óhætt að segja að nú sé ísinn brotinn fyrir alvöru og markaðurinn farinn að rúlla. Frá því í haust og til dagsins í dag höfum við selt 310 tonn af fiski fyrir 10,1 milljón króna, segir Sigurður P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Norðurlands í samtali við Þjóð- viljann. Að sögn Sigurðar hefur mark- aðurinn svo til eingöngu haft þorsk til sölu, og kemur það til af því að helstu seljendur á mark- Útivist Landnám Ingólfs lagt undir fót Með þessari ferðasyrpu viljum við brjóta dálítið upp þetta hefðbundna form á styttri ferð- unum okkar, sagði Kristján M. Baldursson, framkvæmdastjóri Útivistar, en á árinu gengst fé- lagið fyrir strandgöngu í land- námi Ingólfs, og verða ferðirnar alls 22. Fyrsta ferðin var farin á sunnu- daginn var, og gengið eftir Hlíð- arhúsastíg - Vesturgötunni gömlu - út í Örfirisey, og þaðan út á Seltjarnarnes. Að sögn Krist- jáns var þátttakan geysigóð þrátt fyrir kuldann, en hátt í 80 manns hófu strandgönguna. í gærkvöldi var síðan gengið um Suðurnes á Seltjarnarnesi og með ströndinni inn í Skerjafjörð. Þriðja ferðin er á dagskrá'17. þessa mánaðar, og verður gengið fyrir Kársnes, inn Arnarnesvog og inn að Gálgahrauni. Strandgöngusyrpu Útivistar lýkur í október austur við Ölfus- árósa. Gestir verða jafnan með í för og fræða um það sem fyrir augu ber. Brottför er frá bensín- sölu BSÍ eins og jafnan þegar Úti- vist á í hlut. HS aðnum eru línubátar á Eyjafjarð- arsvæðinu. Af þessum 310 tonn- um er þorskurinn 270 tonn og 21 tonn hefur verið selt af ufsa. Aðr- ar fisktegundir hafa lítið sem ekk- ert komið í sölu. Meðalverðið á óslægðum þorski er um 35 krónur hvert kfló og það litla sem verið hefur af slægðum þorski hefur hlaupið á 40 krónum meðalverð- ið. Hingað til hefur línufiskurinn fyrir norðan verið stór en orma- mikill og því tafsamur í vinnslu. Vegna lítils afla hjá togurum stærstu útgerðarfyrirtækjanna á Norðurlandi hafa þau í æ ríkari mæli keypt fisk af fiskmarkaðin- um til þess að geta haldið uppi dagvinnu í fiskvinnslunni. Þá hef- ur hin eindæma góða tíð í allan vetur gert það að verkum að hægt hefur verið að keyra fisk út um allt Norðurland. „Eftir heldur dapra byrjun í haust hefur dæmið heldur betur snúist við og nú um þessi áramót er mikill hugur í okkur hér fyrir norðan. Það má því búast við enn meiri umsvifum hjá okkur þegar hávertíðin gengur í garð með nýju ári og hækkandi sól,“ sagði Sigurður P. Sigmundsson fram- kvæmdastjóri á Akureyri. grh Húsnœðislánakerfið 66% innan við þrítugt Stór hópur sœkir um vegna greiðsluerfiðleika í nýlegri tölfræðilegri úttekt upplýsingavinnslu Húsnæðis- stofnunar, hvað varðar aldurs- skiptingu og eignarstöðu um- sækjenda í „nýja lánakerfinu“, kemur m.a. fram að 63-66% þeirra sem eru að sækja um lán vegna síns fyrsta húsnæðis er innan við þrítugt. Um fjórðungur umsækjenda á þessum aldri á húsnæði fyrir. Hins vegar er um helmingur þeirra sem húsnæði eiga fyrir orðnir 35 ára eða eldri. f úttektinni kemur einnig fram að 42% umsækjenda er yngri en 30 ára, önnur 42% eru 30-44 ára, en aðeins 16% umsækjenda eru 45 ára eða eldri. Úttektin varðar 12201 umsókn frá tímabilinu 1. september 1986 til 15. nóvember 1987. Áberandi er í þessari úttekt hversu stór hluti þeirra sem sækja um lán vegna greiðsluerfiðleika er á aldrinum 30-39 ára, eða 45% þeirra. Athyglisvert er í þessari úttekt, að flestir umsækjendur óska eftir láni til bygginga í Reykjavík eða 47.9%. Til dæmis búa 5.6% um- sækjenda á Vesturlandi, en að- eins 4.3% þeirra óska eftir að byggja þar. -ns. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 5. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.