Þjóðviljinn - 05.01.1988, Page 3

Þjóðviljinn - 05.01.1988, Page 3
FRETTIR Borgaryfirvöld Framkvæmdaleysi og seinagangur Borgarráð forðast að fjalla um tillögu Sigurjóns Péturssonar. Sigurjón: Verið er að hlífa ákveðnum aðila. Borgaryfirvöld áhugalaus umframkvœmdir á tillögum sem lagðar hafa verið fram afminnihlutanum og samþykktar í borgarstjórn Eg sé ekki aðra skýringu á þess- um seinagangi en þá að verið sé að hlífa þessum ákveðna aðila, sagði Sigurjón Pétursson borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, en í júlí síðasta sumar lagði Sigur- jón fram tillögu þess efnis að byggingaraðili við Síðumúla í Reykjavík yrði iátinn skiia aftur lóð sem hann tók í sína notkun undir bflastæði þrátt fyrir að skipulagsnefnd hefði hafnað beiðni hans um lóðina. Tillaga Sigurjóns hefur enn ekki verið tekin til afgreiðslu þrátt fyrir að 6 mánuðir séu liðnir frá því að hún var lögð fram. í tillögu Sigurjóns er farið fram á það að byggingaraðilinn skili lóðinni aftur í því ástandi sem hann fékk hana og geri kjallara húss síns að bílastæðum eins og hann hafði upphaflega ráðgert. Sigurjón sagði að hann hefði ítr- ekað rekið á eftir því í borgarráði að tillagan yrði tekin til umfjöll- unar, en enn sem komið er hafi hún ekki náð lengra en inná borð til borgarverkfræðings til um- sagnar. Sigurjón sagði jafnframt að mikil bið hafi orðið á því að tvær af samþykktum tillögum hans í borgarstjórn hafi komið til fram- kvæmda, en önnur þeirra hafi verið samþykkt í júlí og hin í sept- ember sl. Sú fyrri hljóðaði uppá það að settar yrðu umferðar- grindur við enda göngu- og hjól- astíga þar sem akbrautir tækju við til þess að börn og unglingar færu sér síður að voða. Hin síðari var þess efnis að öll undirgöng í borginni yrðu upplýst og þrifin reglulega, en að sögn Sigurjóns var enn ekkert farið að gera í þeim efnum í borginni. „Þarna er hreinlega um áhugaleysi borgar- yfirvalda á þessum málum að ræða,“ sagði Sigurjón. -K. ÓI. Erna Guðlaug Ólafsdóttir Holtavörðuheiði Kona beið bana Rúmlega þrítug kona, Erna Guðlaug Ólafsdóttir til heimilis að Langholtsvegi 100 beið bana í umferðarslysi á Hoitavörðuheiði daginn fyrir gamlársdag. Slysið varð um kvöldmatar- leytið rétt hjá Brú í Hrútafirði. Það varð með þeim hætti að Vol- vobíll sem í voru hin látna ásamt eiginmanni sínum og tveim börn- um, rann til í mikilli hálku sem var á veginum, með þeim afleið- ingum að pallbíll sem kom aðvíf- andi á leið suður, skall á Volvo- bílnum. Engin teljandi meiðsl urðu á ökumanni pallbílsins né öðrum farþegum Volvobílsins. grh Umferðin Banaslys Banaslys varð í umferðinni í gærmorgun um áttaleytið, þegar bifreið var ekið á ljósastaur á Suðurlandsbraut. Fernt var í bflnum en farþegi sem sat í fram- sæti, lést áður en komið var með hann í sjúkrahús. Ökumaður hlaut höfuðáverka, auk innvortis meiðsla. Farþegar í aftursætum slösuðust einnig, með höfuð- áverka og handleggsbrots. Ekki er vitað um orsök slyss- ins, en lögreglan telur að bifreið- inni hafi ekki verið ekið hratt á staurinn en hitt hann aftur á móti mjög illa, með fyrrgreindum af- leiðingum. Sá sem lést var á sjötugsaldri. grh ÞÓtt margir kvarti undan því að nýja árið taki kuldalega á móti landsmönnum, þá kunni þessi frú gott svar við kuldanum þegar hún brá sér í heita lækinn í Nauthólsvíkinni í gær. Mynd - Sig. Vestfirðir Veður aftrar viðræðum Pétur Sigurðsson: Veðrið seturstrik í reikninginn. Viðrœður undirnefnda á miðvikudag. Skera úr um samningsvilja atvinnurekenda Samningaviðræður Alþýðu- vinnurekendur vestra hefjast á taka til starfa. -Veðriðogsvohitt slaginn enn, hefur valdið því að sambands Vestfjarða við at- miðvikudag, er undirnefndir að menn eru ekki alveg tilbúnir í viðræður um nýja kjarasamn- inga hafa dregist, sagði Pétur Sig- urðsson, formaður Alþýðusam- bands Vestfjarða. Pétur sagði að viðræður undir- nefndanna myndu skera úr um hvort áframhald yrði á samninga- virðræðum og hvort samkomul- agsvilji væri fyrir hendi. - Ef svo reynist ekki vera þurfum við að endurskoða baráttuaðferðirnar. - Ég trúi ekki öðru en að at- vinnurekendur hér vestra séu einlægir í afstöðu sinni og umhug- að um að ganga til samninga við okkur. Þeir gera sér grein fyrir að laun fiskvinnslufólks verður að leiðrétta og ekki verður lengur gengið á rétt þessa fólks eins og gert hefur verið í síðustu samn- ingum, sagði Pétur, er hann var spurður hvort hann væri trúaður á að vestfirskir atvinnurekendur væru reiðubúnir að sýna þá dirfsku að semja í blóra við Vinn- uveitendasambandið. -rk A ustur-Skaftafellssýsla Fyrsta héraðsnefndin Sex sveitarfélög ísýslunni standa að héraðsnefndinni. Tekur til starfa um mánaða- mótin og mun þá heita Sýslunefnd A-Skaftafellssýslu. Fyrsta héraðsnefndin, svo vitað sé, var stofnuð 11. þessa mán- aðar af sex sveitarfélögum í Austur-Skaftafellssýslu sam- kvæmt nýju sveitarstjórnarlög- unum sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í fyrra. Héraðsnefn- din tekur til starfa frá og með næstu mánaðamótum og mun yf- irtaka flest mál Sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu. Að sögn Hallgríms Guð- mundssonar, sveitarstjóra Hafnahrepps og verðandi fram- kvæmdastjóra héraðsnefndar- innar, verður nefndin skipuð ein- um fulltrúa frá hverju sveitarfé- lagi nema Hafnahreppi, sem mun eiga tvo fulltrúa. Hallgrímur sagði að samvinnan milli sveitar- félaganna hefði verið mjög góð um stofnsamning héraðsnefndar- innar, en samkvæmt honum skal héraðsnefndin heita Sýslunefnd Austur-Skaftafellssýslu. Verkefni hinnar nýju sýslu- nefndar verður að taka yfir verk- efni þau sem eldri sýslunefnd hafði með höndum, svo sem sýsluskjalasafn, byggðasafn, Skjólgarð og útgáfu Skaftfellings. Jafnframt mun sýslunefndin taka við yfirstjórn sameiginlegra verkefna sveitarf- élaganna. Þau eru meðal annars Brunavarnafélag sýslunnar, byggingar- og heilbrigðisfulltrúa, Tónskóla sýslunnar og heilsu- gæslustöð. _ grh Kópasker Beið bana í eldsvoða Rétt eftir hádegi á nýársdag kviknaði í íbúðarhúsinu Bakka á Kópaskeri. Varð þar mikill eldur og stóð slökkvistarf fram á kvöld. Einn maður bjó í húsinu og lést hann af völdum brunans. Hann hét Árni Jónsson og var á sjötugs- aldri, ókvæntur og barnlaus. Um eldsupptök er ekki vitað en málið er í rannsókn. - grh Bláfjöll Árskort lækka Ný gjaldskrá Bláfjalla er komin og vekur athygli að árskortin lækka í verði, kosta nú 5.000 krónur, en kostuðu áður 5.700 krónur. Það er Bláfjallanefnd og skíða- deildir Ármanns, Breiðabliks og Fram sem ákveða gjaldskrána og eflaust má kenna snjóleysinu í vetur um lækkunina á árskortun- um að einhverju leyti. -ns. Þriðjudagur 5. janúar 1988 |ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.