Þjóðviljinn - 05.01.1988, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 05.01.1988, Qupperneq 5
Umsjón SigurðurÁ. Friðþjófsson Söluskattsfrumvarpið Stjómarandstaðan gegn matarskatti Nánastsama hvernig litið er á matarskattinn, hann á sér enga réttlœtingu sem stenstskoðun, segir m. a. í nefndaráliti minnihlutafjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar aö hann fer hiutfallslega hækk- miö að einfalda skattakerfið, en greiði réttlátan skatt af tekjum nefndarinnarþó Borgaraflokkur- andi því lægri sem launin eru. ekki að rétt hafi verið að byrja á sínum." inn eigi ekki fulltrúa í fjárhags- „Þaðgetura.m.k. ekki talist jafn- því að leggja á matarskatt. Undir þetta skrifuðu þau og viðskiptanefnd neðri deildar, aðarstefna.“ „Fremur hefði átt að byrja á því Steingrímur J. Sigfússon og lýsti sig samþykkan nefndarálit- Minni hlutinn tekur undir að að tryggja betur að fyrirtæki og Kristín Halldórsdóttir en Ingi inu. það geti verið skynsamlegt mark-I þeir tekjumeiri í þjóðfélaginu Björn Albertsson, sem sat fundi _Sýf Margrét Frlmannsdóttir og Guðmundur G. Þórarinsson sammála við afgreiðslu einnar breytingatillögu við fjárlög en Kristln Einarsdóttir virðist óákveðin. Mynd Sig. Fjárlög Breytingartillögur stjómarandstööunnar Tillaga Alþýðubandalags um aukinn eignarskatt, sérstakan stóreignaskatt og aukinn tekjuskatt áfélög hefði skilað meiri tekjum en aukin útgjöld vegna annarra breytingartillagna Alþýðubandalagsins kostuðu. Allar tillögurstjórnarandstöðunnarfelldar „Minni hlutinn er andvfgur matarskatti og telur að hann komi verst við láglaunafólkið einsog margoft hefur verið sýnt fram á.“ Á þessum orðum hefst álit minni hiuta fjárhags- og viðskipt- anefndar um söluskatt þann sem fjármálaráðherra keyrir nú í gegnum þingið. I nefndarálitinu er vitnað til orða forseta ASÍ á fundi með nefndinni að framfærslukostnað- ur þess þriðjungs launafólks sem lægst hefur launin muni þyngjast um 3%. Einnig kom fram hjá forseta ASÍ að kaupmáttur lág- markslauna hafi verið um 4-5% lægri í desember en að meðaltali árið 1987. „Þannig leggst það nú saman að kaupmáttur þess fólks, sem lægst hefur launin, fer lækkandi vegna dýrtíðar og framfærslu- kostnaður þess á að hækka.“ Þá segir að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar hljóti að hafa mikil áhrif í komandi kjarasamning- um, ekki síst á kröfur um kauphækkanir hjá þeim hluta launafólks sem lægst hefur launin. „Óhjákvæmilegt er að vekja athygli á þeirri staðreynd að verði frumvarp þetta að lögum er verið að festa í sessi einhverja hæstu söluskattsprósentu sem þekkist í okkar heimshluta. Þegar sú skatt- heimta á svo að leggjast á alla matvöru er málið í raun orðið enn alvarlegra." Minnihlutinn telur þær rök- semdir meirihlutans að matar- skatturinn sé nauðsynlegur til einföldunar- og samræmingar rangar. Segir í álitinu að innan Evrópubandalagsins sé nú stefnt að samræmingu skatta þannig að í virðisaukaskatti verði tvö þrep, lægra þrepið á bilinu 4-9% en undir það falla matvörur og aðrar helstu nauðsynjar. „Það er því nánast sama hvern- ig er litið á þessa fyrirhuguðu matarskatta, þeir eiga sér enga raunverulega réttlætingu sem stenst skoðun. Einna hættulegust er þó sú blekking að matarskattarnir, og skattsúpa ríkisstjórnarinnar í heild, muni ekki raska högum fólks í framtíðinni vegna þeirra hliðarráðstafana sem gera á. Því miður eru þó yfirgnæfandi líkur á að aðeins sé um tímabundnar að- gerðir að ræða og innan tíðar verði niðurgreiðslum og öðrum slíkum ráðstöfunum hætt, en eftir sitji almenningur með matar- skatta.“ Undir lok álitsins er fjallað um það þrennt sem meiri hlutinn tel- ur að vinnist við matarskattinn, skilvirknin, réttlætið og einföld- unin. Þar segir að engin ástæða sé til að ætla að söluskattur af þúsund- um smáfyrirtækja sem einkum selja þjónustu sícili sér betur þó matarskattur sé lagður á. „Skatt- urinn á matvæli - 5750 miljónir króna - er að því leyti „skilvirk- ur“ að fólk neyðist til að borða mat til þess að geta lifað - einnig fátækt fólk.“ Þá segir að skatturinn sé ber- sýnilega ranglátur því hann legg- ist þyngst á láglaunafólkið þannig Við þriðju umræðu ijárlaga voru allar breytingartillögur þingmanna stjórnarandstöð- unnar felldar. Hér ó eftir verður gerð grein fyrir helstu tillögun- um. Alþýðubandalagið var eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem skilaði breytingartillögu við tekj- uhlið frumvarpsins. Fólst hún í því að tekjur af eignarskatti ykj- ust um tæpan hálfan miljarð króna, að tekinn yrði upp sér- stakur stóreignaskattur sem skilaði hálfum miljarði og að tekjuskattur á félög yrði 2,3 milj- arðar í stað 1,750 miljarðar. Alls var því um tekjuauka upp á rúm- an 1,5 miljarð króna að ræða. Þrátt fyrir það að tillaga þessi væri mjög á sömu nótum og Al- þýðuflokkurinn hafði boðað fyrir kosningar snerust kratar gegn til- lögunni sem og aðrir þingmenn stjórnarflokkanna, auk þess sem Borgaraflokkurinn var andvígur henni. Eini stuðningurinn sem Alþýðubandalagið fékk við til- löguna var frá þingmönnum Kvennalistans, auk þess sem Stefán Valgeirsson studdi til- löguna. Aðrar breytingartillögur stjórnarandstöðunnar fólu í sér aukin útgjöld og voru allar felld- ar. Einu tillögurnar sem voru samþykktar fyrir utan tillögur meiri hluta fjárveitinganefndar voru tillögur formanna þing- flokkanna um aukin útgjöld til flokkanna og blaðanna. Alþýðubandalagið Hjörleifur Guttormsson og Kristín Einarsdóttir voru með til- lögu um að útgjöld til Rann- sóknasjóðs yrðu 85 þúsund í stað 70 þúsunda. Hjörleifur Guttormsson flutti einnig aðrar breytingartillögur. Ein tillagan gekk út á það að stofnframlög til héraðsskóla hækkuðu úr 26.200 þúsund í 31.200 þúsund og átti aukningin að renna til Alþýðuskólans á Eiðum. Þá var Hjörleifur með til- lögu um að nýr liður bættist við fjárlögin um miljón króna fram- lag til yfirlitsrannsókna á jarðhita í A-Skaftafellssýslu. Þeir Hjörleifur og Steingrímur J. Sigfússon fluttu sameiginlega nokkrar tillögur, t.d. að framlög til Náttúruverndarráðs hækkuðu úr 25,5 miljónum í 36,5 miljónir og að við landbúnaðarmálin bættist nýr liður, búrekstrar- könnun með 5 miljón króna fra- mlag. Þá fluttu þeir tillögu um að nýr liður bættist við Ferðamála- ráð, til umhverfisverndará ferða- ............ 0 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.