Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Kaupmáttur láglauna dvín Lágmarkslaun margra verkalýðsfélaga eru tæpar 30 þúsund krónur á mánuði, 173 krónur á tímann. Þetta er grátlega lágt kaup og tvær manneskjur í fullri vinnu geta ekki framfleytt venjulegu heimili á slíkum launum. Þegar talið berst að lægstu kauptöxtunum er því oft haldið fram að eftir þeim sé nær aldrei farið, að auk fastra launa sé fólki greiddur bónus og ýmiss konar kaupauki og að gerðir hafi verið sérsamningar um fjölmörg störf og þeir samn- ingar geri ráð fyrir launum langt ofan við al- menna taxta. Þá er einnig rakið að fjöldi launa- manna njóti yfirborgana, það sé launaskrið í landinu og kauptaxtaralmennra kjarasamninga séu dauður og ómerkur bókstafur. Ekki skal gert lítið úr bónusgreiðslum og kaupaukum né gildi þess fyrir launafólk að fá staðbundnar kauphækkanir en hitt má ekki gleymast að því miður hafa ekki allir launamenn setið við sama borð í þessum efnum. Ef það væri svo í reynd að enginn fengi greitt samkvæmt lægstu töxtum, skipti engu hvort þeir væru 30, 40 eða 50 þúsund krónur á mán- uði. Þá ætti líka að vera einfalt mál fyrir verka- lýðsfélög og atvinnurekendur að ná samkomu- lagi um taxtakaupið. Stutt rabb yfir kaffibolla ætti að nægja. En staðreyndin er að fjöldi fólks þiggur laun samkvæmt almennum töxtum verkalýðsfélag- anna. Og margir þeirra, sem notið hafa vafa- samrar blessunar af bónus og premíu, geta fyrirvaralítið setið uppi með nakta lágmarks- taxta. Mánaðarlaun upp á 30 þúsund krónur eru ekki leiðinlegt ævintýri heldur nöturleg stað- reynd sem hluti launafólks býr við. Samanburður á lífskjörum - milli einstak- linga, milli ára eða milli landa - verður að byg- gjast á upplýsingum um hvað launafólk getur fengið fyrir kaupið sitt og hvað samfélagið lætur því í té án þess að krefjast beinnar greiðslu. Brýnustu lífsnauðsynjar vega að sjálfsögðu þyngst. Menn eiga um það val hvort þeir kaupa sér hljómflutningstæki eða fara í sólarlanda- ferð, hafi þeir á annað borð efni á því. En allir verða að fá sitt daglega brauð. Nýlega hefur Hrafnkell Jónsson varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins birt fróðlegar upp- lýsingar um hvað langan tíma taki að vinna fyrir ýmsum þeim matvörum sem hafa í meira en 11 aldir verið uppistaðan í daglegri fæðu íslend- inga. Miðað er við gildandi lágmarkskaup, 173 krónur á klukkutímann. Til samanburðar er litið til maímánaðar 1983. En því er sá tími valinn að í júní það ár hófst stjórnarsamstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar sem síðan hefur staðið óslitið, reyndar með tilstyrk krata síðustu sex mánuðina. Nú er verkamaður á lágmarkslaunum 1 klukkustund og 42 mínútur að afla tekna fyrir 1 kg af flakaðri ýsu. Fyrir fimm árum tók það hann ekki nema 52 mínútur. Það tekur hann nú 21 mínútu að fá nægjanleg laun fyrir 1 kg af kart- öflum, meira en helmingi lengri tíma en þær 10 mínútur sem til þurfti fyrir fimm árum. Verka- maðurinn þarf nú að inna af hendi rúmlega 2 klukkustunda vinnu til að eiga fyrir 1 kg af súp- ukjöti. Fyrir fimm árum nægði 1 klukkustund og 38 mínútur. Hlutfallslegt verð á nýmjólk hefur breyst minna en samt hækkað mikið. Nú þarf verkamaðurinn að leysa af hendi nær 17 mín- útna vinnu til að geta keypt 1 mjólkurlítra í stað rúmlega 14 mínútna fyrir fimm árum. Það er erfiðara en áður að afla brýnustu lífsnauðsynja. Aftur á móti hníga ýmis rök til þess að ekki hafi allur varningur hækkað í takt við hversdagslega matvöru. Bifreiðar eru lík- lega hlutfallslega ódýrari en fyrir fimm árum og nýlega hafa verið lækkaðir tollar á ýmsum vörum, m.a. varalit og vellyktandi. En þessi varningur er því miður ekki innan seilingar fyrir þá sem eru á lágmarkslaunum. Þeir eiga ekki einu sinni fyrir allra brýnustu lífsnauðsynjum. Því verður einfaldlega að afnema lægstu kauptaxtana án tillits til breytinga á öðrum launum. Það er siðferðileg og efnahagsleg nauðsyn að aflétta þeirri svívirðu að lægstu laun dugi ekki fyrir nauðþurftum. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ r og íoiaoi pvi lynr an ao iengi 'ramsóknarflokkurinn brautar- engi í kosningunum þá yrði erðbólgan komin niður fyrir 10% upphafi ársins 1988. Niðurstaðan r hins vegar 55% verðbólga og iðbrögð Steingríms eru að hrópa J þjóðarinnar: „Róm brennur. ’nm hrpnnnr TT.lrki vpit pp hvprcn „Róm brennur!“ - Hver kveikti í? almenningur velti því nú fyrir sér hvort forsætisráðherra fráfarandi stjómar og helsti foringi núverandi ríkisstjómar, Steingrímur Her- mannsson, sé ekki sá íslenskra ráöamanna sem helst eigi heima í hinu fræga hlutverki keisarans með fiðluna. Meðan verðbólgubálið óx stig af stigi skemmti hann sér við heimsóknir til Moskvu og Kína og leik í sjónvarpskvikmyndinni „Kletturinn í hafinu“ sem Fram- sóknarflokkurinn sýndi lon og don fyrir síðustu kosningar. Slíkar samlíkinpar ppta viksiiIppp KjaJlarinn „Fjármagnsmarkaðurinn er ófreskja" í ræðunni á framsóknarfundin- um varði Steingrímur miklum tíma til að lýsa hinum miklu skelfingum sem einkenndu ástandiö í peninga- málum og valdi hin stóru orðin til að lýsa fjármagnsmarkaðinum og vaxtakerfinu. Þaö var því napurt háð þjá Jóhannesi Nordal að svara því til í viðtali við DV að allt væru þetta nú verk ríkistjómar Stein- gríms Hermannssonar. Hið nýja fjármagnskerfi var nefnilega burö- Enn brennur Róm „Róm brennur“ kallaði Steingrímur Hermannsson til þjóðarinnar af Framsóknarfundi um helgina, og bað um að eitthvað gerðist næstu vikurnar. Ólafur Ragnar Grímsson grípur þessi orð á lofti í DV í gær og minnir á að þessi dómur um efna- hagsástandið er felldur af þeim hinum sama Steingrími sem fyrir ári lofaði því að ef Framsókn fengi stuðning í kosningunum yrði verðbólga komin niðurfyrir' típrósent í árslok og annað eftir því í sæluríkinu, -síðustu mánað- artölur um verðbólgu jafngilda hinsvegar 55 prósent rýrnun krónunnar á heilu ári. Kletturinn í eldhafinu? „Þegar leiðtogar þjóða sækja líkingar í hinn frasga bruna Róm- aborgar," segir Olafur Ragnar, „þá kemur flestum í hug keisar- inn sem lék á fiðlu og skemmti sér meðan eldarnir geisuðu. Vissu- lega er eðlilegt að að almenning- ur velti því nú fyrir sér hvort for- sætisráðþerra fráfarandi stjórnar og helsti foringi núverandi ríkis- stjórnar, Steingrímur Hermanns- son, sé ekki sá íslenskra ráða- manna sem helst eigi heima í hinu fræga hlutverki keisarans með fiðluna. Meðan verðbólgubálið óx stig af stigi skemmti hann sér við heimsóknir til Moskvu og Kína og leik í sjónvarpsmyndinni „Kletturinn í hafinu" sem Fram- sóknarflokkurinn sýndi lon og don fyrir síðustu kosningar. Slíkar samlíkingar geta vissu- lega verið til skemmtunar í skammdeginu. Þegar bál efna- hagsóstjórnar æðir um þjóðfé- lagið er hinsvegar brýnt að leita svara við spurningunum: Hvers vegna er komið í þetta óefni? Hverjar eru orsakir vandans? Hver ber ábyrgðina? Hver kveikti í?“ Að plata eða vera plataður Ólafur segir síðan að það sé útí hött að vísa ábyrgð á Rómar- brunanum til launafólks, síðustu kjarasamningar hafa þvert á móti verið svokallaðir þjóðarsáttar- samningar, gerðir í trausti þess að ríkisstjórn og atvinnurekendur stæðu við sín loforð, - sem auðvitað varð ekki. Þetta viður- kenni Steingrímur raunar í ræð- unni á Framsóknarfundinum þar- sem þeirra skýringa er einmitt leitað að ekki var gripið til að- gerða á fyrrihluta síðasta árs, að fjárfestingar voru of miklar og sömuleiðis erlendar lántökur, að fjármagnskerfið, sem ríkisstjórn hans kom á „sé orðin ein ó- freskja" og þar hafi nánast allt farið á verri veg. Ræða Steingríms Hermanns- sonar var því í reynd samfelldur áfellisdómur yfir verkum hans eigin ríkisstjórnar. Hún afhjúp- aði allar blekkingar sem Fram- sóknarflokkurinn flutti þjóðinni fyrir síðustu kosningar. Sjálfsagt var ræðan flutt í trausti þess að Steingrími hefði tekist að gera „Ég var plataður“ pólitíkina að hreinni list. Þjóðin fyrirgefi hon- um allar syndir, umberi mistökin og blekkingarnar og lofi honum að koma sökinni yfir á samstarfs- menn sína, Þorstein Pálsson og Jón Baldvin. Sannleikurinn er nefnilega sá að ábyrgðin á hinum nýja Róm- arbruna í efnahagslífi íslendinga hvflir fyrst og fremst á herðum Steingríms Hermannssonar. Það er svo í stfl við leikhús fárán- leikans að foringi þeirra sem kveiktu í telur sig nú best til þess fallinn að slökkva eldana.“ Eldspýtur og óvitar „Þessi Rómarræða Steingríms Hermannssonar er því með dæm- alausustu hundakúnstum í ís- lenskri pólitík,“ segir í DV- greininni eftir að rakin hafa verið afrek Steingríms og samráðherra hans í tveimur ríkisstjórnum á síðustu misserum, í verðbólgu- málum, offjárfestingu í monthús- um og við sköpun nýja fjár- magnsmarkaðarins sem Steingrímur kallarnú „ófreskju". Sennilega sé ætlunin að plat- kapallinn gangi upp enn einu sinni, - þeim mun meiri sem mi- stökin eru, þeim mun oftar hafi Steingrímur verið plataður, og þeim mun meiri verði samúðin með honum og Framsóknar- flokknum. Að lokum óskar Ólafur Ragn- ar þess af Steingrími að hann reyni að gera sér grein fyrir því hver kveikti bálið áður en hann biður þjóðina að gera sig að slökkviliðsstjóra: „Þessi óvitaskapur Steingríms Hermannssonar er hins vegar orðinn þjóðinni dýr. Gamalt heilræði segir að óvitar eiga ekki að fara með eldspýtur. Rómar- ræða Steingríms sannar enn á ný réttmæti þessarar viðvörunar. Þeir sem auðvelt er að plata eiga hvorki að halda á eldspýtustok- knum né keyra brunabflinn. Það er því eðlilegt að almenn- ingur leiti nú svara við hinni knýj- andi spurningu: - Ef Róm hins íslenska efnahagslífs er nú í björtu báli, hver kveikti þá í? Það væri óskandi að Steingrímur hefði manndóm til að svara því.“ -m þJÓÐVILJIHN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúövík Geirsson. Biaöamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiösson (íþróttir) MagnúsH. Gíslason, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Utbreiðsla: G. Margrót Óskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og sotning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. ■Verðílausasölu:55kr. Helgarblöð:65 kr. Áskriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 21. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.