Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.01.1988, Blaðsíða 7
ÁLKUR AF ALÞINGI ÞJÓFABÁLKUR AF ALÞINGI ÞJÓFABÁLKUR AF ALÞINGI ÞJÓFABÁLKUR AF ALÞINGl Baldvin Hannibalsson þurfti oft að stíga í pontu í kringum áramótin. Mynd þessi var hinsvegartekin við umræðu um leyniskýrslur um samskipti Stefáns Jóhanns Stefánssonar við bandaríska erindreka og bar Þjóðviljann oft á góma í þeirri umræðu. Andakt undir umræðum. Júlíus Sólnes í hljóðri bæn og Óli Þ. Guðbjartsson lygnir aftur augum... ...Geir H. Haarde skáskýtur þeim yfir spangirnar og hugsar bjórandstæðingum þegjandi þörfina... i ...en meira að segja Svavar Gestsson þreyttist á maraþonumræðunum í kring- um áramótin. hafði nánast lagt höfuð sitt að veði fyrir. í öðrum málum náðist hinsveg- ar ekki samstaða hjá stjórnarand- stöðunni og nægir þar að nefna kvótann og húsnæðismálin, en í báðum þessum málaflokkum er Borgaraflokkurinn mjög sér á báti. Ríkisstjórnin sakaði stjórnar- andstöðuna oft um málþóf í loka- hrinunni nú um áramót. Hinsveg- ar gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að koma til móts við stjórn- arandstöðuna heldur keyrði sín mál áfram í gegn án alls samráðs. Virðist stjórnin hafa haft ofurtrú á þingstyrk sínum, en þrátt fyrir það átti hún í miklu basli með að ná málum sínum í gegnum þingið og er þar bæði um að kenna slæ- legri verkstjórn forsætisráðherra, en hann virðist ekki hafa haft neitt taumhald á rási stjórnarliða, auk þess sem efri deild Alþingis var verkefnalaus á meðan flest stærri mál voru til umræðu í neðri deild. Fram að þessu hefur mest mætt á krötum í stjórnarsamstarfinu og gjalda þeir fyrir óvinsælar á- kvarðanatökur ríkisstjórnarinnar í skoðanakönnunum. Framsókn hefur tekist að sigla milli skers og báru einsog oftast nær, nema í kvótanum, þar tókst Halldóri þó að fá allt sitt í gegn með því að slaka örlítið á miðstýringar- greipinni á trillukörlum. Sjálf- stæðisflokkurinn virðist hinsveg- ar enn í sárum eftir kosninga- ósigurinn sl. vor. Hjá stjórnarandstöðunni hefur einna mest borið á Alþýðubanda- laginu eftir að flokkurinn var hálf ráðvilltur fyrst í haust vegna óvissuástands innanflokks og slæmrar útreiðar í kosningum. Eftir að flokkurinn hafði valið sér nýja forystu var sem mönnum hlypi kapp í kinn og helltu þing- menn sér af tvíefldum þrótti í um- ræðurnar, einkum var málflutn- ingur allaballa um matarskattinn beittur og fór í taugarnar á stjórn- arliðum, einsog þegar Steingrím- ur J. Sigfússon kallaði stjórnina matarskattastjórnina og er líklegt að sú nafngift festist við ríkis- stjórnina. Pað er svo umhugsunarvert að þrátt fyrir harða umræðu á þingi um matarskattinn virðist almenn- ingur alls ekki hafa áttað sig á hvað í vændum var. Pað var ekki fyrr en verðmiðarnir æptu fram- an í neytendur í verslunum eftir að skatturinn hafði verið lagður á, að almenningur áttaði sig. Hann hlær ekki lengur að mál- flutningi Alþýðubandalags og Kvennalista, einsog Jón Baldvin sagði að hann myndi gera. Kvennalistinn og Borgarar Kvennalistinn hefur töluvert beitt sér í umhverfismálum og leitast við að skoða mál út frá sjónarmiði kvenna og hagsmun- um þeirra. Það vakti t.d. tölu- verða athygli við afgreiðslu fjár- laga þegar Þórhildur Þorleifs- dóttir bað um nafnakall þegar heiðurslaun listamanna voru af- greidd. Þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu benti hún á að aðeins ein kona væri í þessum hópi. Erfiðara er að átta sig á mál- flutningi þingmanna Borgara- flokksins, ef undan er skilin þögn Hreggviðs, sem var mjög auð- skiljanleg, þar sem ráðherra- gengið var fjarverandi þingsali mestan hluta umræðunnar um og upp úr áramótum. Kvartaði stjórnarandstaðan sáran undan því og lét ítrekað senda eftir ráð- herrunum. Borgaraflokkurinn er að móta sína mjúku íhaldssemi og segist sannari málsvari sjálfstæðisstefn- unnar en móðurskipið. Þeir taka afstöðu gegn skattahækkunum og á það jafnt við um matarskatt og stóreignaskatt. Hinsvegar eru þeir með yfirboð á fjárlögum, án þess að benda á leiðir til aukinna tekna. Þá eru þeir andvígir því að ná fjárlagahallanum niður á einu ári, vilja að það verði gert á þremur árum einsog upphaflega var ráðgert. Kvennalistinn studdi hinsvegar tillögu Alþýðubandalagsins um stóreignaskatt við atkvæða- greiðslu um fjárlög. Bjórinn Að lokum skal hér minnst á stöðuna í einu hitamáli, sem gengur þvert á alla stjórnmála- flokka en flestir hafa ákveðna skoðun á. Það er bjórmálið. Nú er búist við því úr allsherjarnefnd neðri deildar fljótlega eftir að þing kemur aftur saman. Bjór- sinnar virðast bjartsýnni nú en áður á að frumvarpið verði að lögum áður en þingi verður slitið í vor og það sama virðist eiga við um andstæðinga bjórsins því þeir hafa verið iðnir með stflvopn síð- an frumvarpið kom fram. Hvað er framundan? En hvað bíður þingsins þegar það kemur saman aftur í byrjun febrúar? Þótt ríkisstjórnin hafi komist í gegnum orrahríð tekju- öflunarfrumvarpa, húsnæðis- mála og kvóta, eru margir kólgu- bakkar við sjóndeildarhringinn og skiptar skoðanir um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig skuli bregðast við gengisþróun og þró- un í vaxtamálum, svo tvö dæmi séu tekin. Því má búast við hei- tum umræðum um aðgerðir í efnahagsmálum. Þá stefnir í hörð átök á vinnu- markaðinum, þorri launafólks hefur sagt upp samningum og at- vinnurekendur eru alls ekki á þeim buxunum að semja um eitt né neitt. Það virðist því nokkuð ljóst að erfiðleikarnir halda áfram á stjórnarheimilinu. „Þegar kosið verður í vor,“ sagði einn þingfréttaritaranna óvart þegar málin voru til um- ræðu meðal þingfréttaritara ný- lega. Honum var bent á að hann hefði mismælt sig, en sá enga ástæðu til að leiðrétta orð sín. En hver myndi hagnast á slík- um kosningum? Ekki íhald og ekki kratar. Kannski Framsókn. Kannski brunaútkall Steingríms Hermannssonar ætti að skoðast í því ljósi. -Sáf Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Fundir stjórnarandstöðunnar með borgarbúum íkvöldkl. 20.30 í Hótel Lind við Rauðarárstíg fyrir íbúa Austurbæjar innan Snorrabrautar, Laugavegar/- Suðurlands- brautar, Reykja- nesbrautar, Foss- vogsdalsog Suðurhlíðar/- Skógarhlíðar Borgarfulltrúar stjórnar- andstöðunnartakavið ábendingum og veita upplýsingar Reykvíkingar eru hvattir til að mæta og koma skoðunum sínum á framfæri Flmmtudagur 21. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.