Þjóðviljinn - 23.01.1988, Síða 8
MENNING
KLASSÍSK TÖNLIST Á RÁ:
Pessi pistill er aðeins lauslegar
hugleiðingar manns sem fylgst
hefur með tónlistardagskrá
Ríkisútvarpsins árum saman. Ég
hef ekki gert nákvæma úttekt á
efninu. Eitt er þó víst: Klassísk
músik hefur nú meira rúm í
dagskránni en áður. í ágúst 1986
var hlutur hennar t.d. 11.5% af
heildarútsendingartíma á viku,
en í vikunni sem nú er að líða
u.þ.b. 21.4% af dagskrá Rásar 1.
En þetta segir reyndar ekki alla
sögu. Flutningur á heilum tón-
verkum á nú í vök að verjast. Alls
konar þættir eru komnir í stað-
inn. Þá er spjallað um tónlistina
og leikin styttri verk og brot úr
verkum. Hefur þessi þáttagerð
farið út í hreinustu öfgar. „Sam-
hljómur" er á hverjum degi og
hverri nóttu! Oft eru þetta góðir
þættir í sjálfu sér, en fyrr má nú
rota en dauðrota. Má ekki flytja
meira af heilum tónverkum þegj-
andi og hljóðalust? Sennilega
þykist útvarpið vera að koma til
móts við hlustendur með þessu
kjaftæði, gera efnið „aðgengi-
legra“ og jafnvel svolítið „létt og
skemmtilegt". En of mikið má af
öllu gera.
Útvarpið reynir nú að sinna
ýmsum sérstökum afbrigðum
innan tónlistarinnar. Það eru
þættir um kirkjutónlist og um
gamla tónlist, sem því miður er
oft furðulega ný. Þetta er samt
virðingarvert. En það mætti leika
meira af gamalli músik á venju-
legum flutningstíma klassískrar
tónlistar. Þessir gömlu meistarar
heyrast nær aldrei: Palestrina,
Monteverdi, Schutz og allir þeir.
Stundum eru fluttar Bach-
kantötur á sunnudagsmorgnum.
En bara stundum. Nú eru þær
komnar út í heild á hljómplötum í
a.m.k. tveimur útgáfum. Væri
ekki tilvalið að útvarpið kynnti
þær allar? Hverja kantötu á rétt-
um stað í kirkjuárinu. Og hæfir
menn flyttu skýringar. Þetta gæti
tekið tvö til þrjú ár. En í guðanna
bænum ekki kl. 7 á sunnu-
dagsmorgnum!
Þorkell Sigurbjörnsson er með
sína gagnlegu þætti um nútíma-
tónlist. En ný erlend tónlist mætti
heyrast oftar í venjulegri tónlist-
ardagskrá. Hún verður útundan
eins og sú gamla. íslensk tónlist
heyrist talsvert. Ég held að þeir
sem áhuga hafa, geti á fáum árum
heyrt það, sem fram hefur komið
síðustu árin. Þó getur verið að
þetta sé misskilningur. Kannski
vilja íslenskir tónlistarmenn
miklu meira af sinni músík. Á
þessum stað vil ég mótmæla því,
að þátturinn með íslensku þjóðl-
ögunum, sem Einsögnva'rakór-
inn hefur verið með á gamlárs-
kvöld, hefur nú verið látinn víkja
fyrir enn einum rabbþættinum í
samhljómsstfl. Þessi áratuga hefð
setti þjóðlegan og tímalausan blæ
á dagskrána á gamlárskvöld. Þá
var djúp stemmning. Nú var bara
blaður og útlendur gamli nói.
Einu sinni var Guðmundur
Jónsson með óperukynningar á
sunnudögum. Nú heyrast aldrei
óperur. Þær mætti leika aftur. Og
ekki endilega alltaf vinsælustu
óperurnar. Alveg eins rússneskar
eða franskar óperur eða jafnvel
Monteverdi. Hann var mesta ó-
perutónskáld heimsins ásamt
Mozart, Wagnerog Verdi. (Með-
al annarra orða: Hvenær kemur
Monteverdi í íslensku óperuna?
Sennilega kunna þó engir íslend-
ingar með hann að fara. Og
kannski vilja óperugestir bara
sinn Verdi en ekki neinn and-
skotans Monteverdi. (Reyndar
kæmi mér ekki á óvart þótt marg-
ir góðir „óperuunnendur" þekki
hvorki haus né sporð á bessum
Monteverdi).
Knútur R. Magnússon mætti
nú fara að fá hvfldina. Hann er
oft góður. En þetta er nú orðið
ágætt.
Ljóðatónlist eða liedermusik
er stundum í útvarpinu, en yfir-
leitt sömu lögin. Þó gerði Schu-
bert yfir 600 stykki, Schumann og
Brahms yfir 200 og Wolf um 250.
Allt þetta er til á plötum með
mörgum flytjendum. Ég fullyrði
að einungis örlítið brot af söng-
lögum Schuberts hafi nokkru
sinni hljómað í Ríkisútvarpinu.
Hann samdi mörg meistaraverk í
þessari grein sem eru lítt kunn,
þótt vinsældir þeirra fari að vísu
vaxandi. Kannast nokkur við
lagið Im Walde við ljóð eftir Fr.
Schlegel? það er betra en Álfa-
kóngurinn. það er rómantíska
tímabilið í músik samþjappað í
eitt magnað sönglag. Og hver
þekkir Kerner-ljóðaflokk Schu-
manns? Dichterliebe bliknar í
samanburði. Allan þennan auð
hefur útvarpið svikist um að
kynna okkur. Og er kominn tími
til að gera á því bragarbót.
Þetta er nú svona ómarkvisst
spjall, vinsamlegar ábendingar
og uppástungur um tónlistardag-
skrá Rásar 1. Það er gleðilegt að
hlutur klassískrar tónlistar hefur
aukist í dagskránni. Næsta skref
hlýtur að vera að auka fjöl-
breytnina.
Að bera virðingu
fyrir tónlistinni
Góða tónlist verður að hlusta á í
ró og nœði. Með allri sálinni.
Ekki tneð öðru eyranu. Alla góða
tónlist, hvort sem hún er „klass-
ísk“, djass eða popp. Hún nýtur
sín engan veginn nema hlustað sé
með eftirtekt og áhuga. Vonda
tónlist aftur á móti, er engin
ástœða til að heyra yfirleitt. Og
gildirþá einu hvort hún er „klass-
ísk“, djass eða popp.
Þess vegna er það óvirðing við
tónlistina, sjálfan sig og jafnvel
aðra, að láta músik glymja þegar
ekki er verið að hlusta. Én þessi
BREYTTUR
persónuafsláttun
Nú14.797kr.
fyrír hvem mánuð
Persónuafsláttur í staðgreiðslu opin-
berra gjalda hefur verið ákveðinn 14.797
krónur fyrir hvem mánuð á tímabilinu jan.-
júnf 1968.
Jiliií
Þessi breyting á persónuafslætti hefur
ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út til
þeirra sem fengu sín skattkort fyrir 28. des. sl„
heldur ber launagreiðanda að hækka persónu-
afsláttinn við útreikning staðgreiðslu.
Mikilvægt er að launagreiðandi breyti ekki
upphæðinni á sjálfu skattkortinu. Sú upphæð á
að standa óhreyfð til árstoka Hins vegar ber að
taka tillit til orðinnar hækkunar við útreikning
staðgreiðslu. Launamaður má ekki heldur
breyta upphæðinni sem fram kemur á skatt-
korti hans. Hann afhendir launagreiðanda kort-
ið óbreytt nema hann fái aukaskattkort.
Skattkort sem gefin eru út 28. desember
og síðar bera annan lit en þau skattkort sem
gefin voru út fram að þeim tíma. Þau skattkort
munu sýna réttan persónuafslátt fyrir tímabilið
janúar-júní 1988 og þarf því ekki að hækka
persónuafslátt þann sem þar kemur fram við
útreikning staðgreiðslu.
Til þess að þeir, sem fengu skattkort sín
útgefin fyrir 28. desember 1987, fái notið rétts
afsláttar ber launagreiðanda að hækka þann
persónuafslátt, sem fram kemur á þessum
skattkortum og aukaskattkortum (öllum
grænum og gulum kortum), um 8,745%
(stuðull 1,08745).
• JBm? 'Í/Á'X:
ÆmWtfm
/ÉmmiSF
Heimilt er að millifæra 80% af ónotuðum
persónuafslætti til maka. Þetta gildir bæði um
hjón og sambúðarfólk, sem hefur heimild til
samsköttunar.
Launagreiðandi millifærir persónu-
afsláttinn, þannig að hann tekur tillit til 80%
þeirrar upphæðar sem fram kemur á skatt-
korti og aukaskattkorti maka, hafi það verið
afhenthonum.
Launagreiðendur afhugið
að hœkka upphœð persónuafsláttar
á eldri skalikortum um 8,745%
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. janúar