Þjóðviljinn - 28.01.1988, Page 6

Þjóðviljinn - 28.01.1988, Page 6
FLÓAMARKAÐURINN Tilsölu Baðvaskur, tvöfaldur, 150 cm á, lengd til sölu. Selst ódýrt. Sími 18841 á kvöldin. Renault 11 ’84 til sölu Bifreiðin selst með verulegum af- slætti vegna tjóns hægra megin að framan. ökufær. Greiðslukjör, staðgreiðsla, tilboð eða skipti koma til greina. Upplýsingar í síma 17482 e.kl. 17. Ólafur. Tilsölu nýyfirfarin AEG Lavamat Domina SL þvottavél á kr. 12.000,-. Einnig fáein húsgögn, mjög ódýrt. Upplýs- ingar í síma 37745 e.kl. 19.00. Tll sölu nýleg 14" nagladekk á kr. 1.500 stk. Upplýsingar í síma 19071. Barnagæsla Er einhver sem getur passað 5 mánaða gamla stelpu 2-3 klst. í senn að kvöldi til. Bý í litla Skerja- firði. Sími 13923. Kaldartær Kona með kaldar tær óskar eftir sæmilegum teppisbleðli á steingólfið, gefins eða mjög ódýrt. Heppileg stærð 3x3m eða 3x1.70m. Vinsamlega hringið í síma 36356. Barnavagn Til sölu grænn Silvercross barna- vagn, notaður af 2 bömum, verð kr. 7.000,-. Á sama stað fæst gefins ágætt skiptiborð. Uppl. í síma 36356. Tilsölu Ronex 2100 símsvari, lítið notaður. Upplýsingar í síma 27924. Tilsölu nýir Salomon skíðaskór. Stærð ca. 40. Upplýsingar í síma 25553. Tilsölu barnabílstóll, ítalskur á 1500 krón- ur. Upplýsingar í síma 78747. Tilsölu hvítt Ikea borðstofusett, einnig sv/ hv sjónvarp. Upplýsingar I síma 627801 á kvöldin og um helgar. Kettlingur Falleg, svört og hvít læða, ca. 10 vikna óskar eftir heimili sem fyrst. Upplýsingar í síma 23631 eftirkl. 17 næstu daga. Frystiskápur Stór ísskápur sem hefur verið breytt ífrystikistu fæstgefins. Upplýsingar i síma 13138 eftir kl. 17.00. SilverCross Til sölu er Silver Cross barnavagn með stálplötu. Vel fóðraður. Lítur út sem nýr. Upplýsingar í síma 45067. Skautaróskast Notaðir skautar nr. 35-38 óskast. Sími 19624 eftir hádegi. Hjólhýsi óskast fyrir lítið. Sími 16234. VolvoGL1971 Til sölu gamall bíll á vægu verði. Skoðaður '87 og á háu númeri. Nú sumar- og vetrardekk. Upplýsingar í síma 621132. Tilsölu Körfu-hengistóll, sem nýr. Sömu- leiðis Nordica skíðaskór nr. 38. Upplýsingar í síma 72196. Skíöaútbúnaður- dagmamma Óska efti að kaupa skíðaútbúnað fyrir 3-4 ára, skíði, bindingar og skíðaskó nr. 25-26 og nr. 29-30. Einnig vantar okkur góða dag- mömmu fyrir 3 ára strák frá 9-1. Búum í Þingholtunum. Upplýsingar í síma 10633. Myndlistarmaður vill taka á leigu einhvers konar húsnæði til að vinna í. Má vera hvað sem er, kjallari eða háaloft. Þarf ekki að vera innréttað. Upplýsingar í síma 622829 hjá Guðrúnu. Erekki einhver góðhjörtuð manneskja sem vill leigja pari með eitt barn 3ja her- bergja íbúð? Reglusemi og skilvís- um greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 622829 hjá Guðrúnu. Kiðlingapels til sölu sem nýr, nr. 44. Verð kr. 22 þús. (Nýir kosta 39-49 þús.) Sími 16034. Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miku úr- vali. Póstkröfuþjónusta. Uþplýsing- ar í síma 19239. Fjárhundar 2 hvolpar (tíkur) af góðu fjárhunda- kyni til sölu. Upplýsingar í síma 93- 47787 eftir kl. 20. Tilsölu Vönduð finnsk mokkakápa til sölu. Einnig Moulinexgrillofn. Upplýsing- ar í síma 681884. Bílasími Ónotaður Dancall bilasími til sölu. Upplýsingar í síma 611628 eftir kl. 18. Tillelgu 3ja herbergja íbúð til leigu. Fyrir- framgreiðsla. Upplýsingar í síma 20443. Tilsölu 9 skírnarkjólar úr bómullarblúndu. Hafa verið í leigu en eru mjög vel farnir. Hentugt fyrir heimavinnandi húsmóður. Auglýsingar geta fylgt. Einnig 2 nýir kjólar. Sími 27924 á kvöldin. Bílskúr óskast Vantar góðan, upphitaðan bflskúr á leigu (ca. 6.000 kr. á mán.) undir vélar o.fl. Upplýsingar í síma 75035. Bjarni. Allsherjaratkvæða- greiðsla veröur viöhöfð viö kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs fyrir næsta kjörtímabil. Tillögu skulu vera samkvæmt B-lið 19. greinar í lögum félagsins. Tillögum, ásamt meðmælum hundrað fullgildra félagsmanna, skal skila á skrif- stofu félagsins, Skólavörðustíg 16, eigi síðar en kl. 11 fyrir hádegi föstudaginn 5. febrúar 1988. Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks fck UTVARP Mjolmsholti 14 Brautarhölti 3 Simi 62 36 10 (tvær linur) Frá Sambandsverksmiðju á Akureyri. Enga konu er þar að finna í efstu þrepum stjórnskipunarinnar. Framhald á bis. 5 dvelja einn dag á hverjum þeirra. Það er reynt að fylgja þeirri reglu að einn af þremur vinnustöðum sem þau heimsækja sé óhefð- bundinn í þeirri merkingu að strákar fara á hefðbundna „kvennavinnustaði“ og stelpur á „karlavinnustaði“. Ég hef tekið eftir því að stelpurnar kvíða því venjulega að fara á karlavinnu- staðina og strákarnir kannski líka á kvennavinnustaðina, en við- brögðin sem strákamir sýna eru oft fyrirlitning. Eftir á finnst mér þau hins vegar yfirleitt vera ánægð, þ.e.a.s. ef þeim er sýnd virðing á vinnustaðnum“. Fjölbreyttara náms- val kvenna krefst breyttra kennslu- aðferða HvaÖ er framundan hjá ykkur í verkefninu? „Núna erum við uppteknar við að vinna skýrslur um þau verk- efni sem hafa verið í gangi fram til þessa. Svo eru nokkur verkefni á umræðustigi ennþá. Tíminn er naumur og starfskraftar fáir þannig að svigrúm til fleiri verk- efna er takmarkað. Ég hafði háar hugmyndir í byrjun um að það væri hægt að gera miklu meira, en nú er ég raunsærri. Ég met stöð- una þannig að við getum e.t.v. sett eitt til tvö verkefni í gang til víðbótar og síðan verði síðasta árið notað til þess að miðla þeirri reynslu sem við höfum fengið hér til annarra sem hugsanlega gætu haldið starfinu áfram. Það er lítið gagn að því að vera með svona verkefni í gangi í 4 ár ef málunum er ekki sinnt kerfisbundið í fram- haldi af því.“ Hvemig stöndum viö í saman- buröi viÖ hin Noröurlöndin hvaÖ varðar stöðuna í jafnréttismálum og kvenfrelsi? „Hér á Iandi er miklu minni viðleitni af hálfu hins opinbera til þess að reyna að bæta stöðu kvenna. Annars er erfitt að bera stöðuna á Norðurlöndunum sam- an, aðstæður eru ólíkar og þróun- in ólík. Það er þó ljóst að starfsval kvenna á hinum Norðurlöndun- um er fjölbreyttara en hér á landi. Þar leita þær í mun ríkari mæli inní hefðbundin störf karla, enda hefur verið gert sérstakt átak í þeim efnum á öllum Norðurlöndunum nema hér og í Finnlandi. Við hjá Brjótum múr- ana, eins og margar aðrar konur, höfum lagt áhersiu á að það þurfi að breyta þessum karlagreinum til þess að þær höfði meira til kvenna. Eins og þær eru núna gera þær það ekki. Það er ekki vegna þess að konur hafi ekki trú á sér í þessi störf. Þeim finnst þau einfaldlega ekki spennandi, störf ein? og t.d. járnsmíðar eða flug- vélaverkfræði.“ Hvernig er hœgt að breyta þeim þannig aÖ okkurfinnist þau spenn- andi? „Það er t.d hægt að breyta kennsluaðferðum heilmikið og það er reyndar byrjað á því víða. Þegar konur eru að hefja nám í þessum greinum ætti t.d. að gefa þeim möguleika á að vera í sér- stökum kvennahóp við námið og að vinnuaðstæður og vélar séu lagaðar að þeim. Vélarnar hafðar í öðrum stærðum, verkfærin minni o.s.frv., vegna þess að konur eru almennt smærri en karlar. Þá er mikilvægt að kennslan miðist meira að því að höfða til skilnings og samhengis- hugsunar heldur en beinnar línu- hugsunar sem einkennir hugsun karla. Konur virðast einhvem veginn hafa meiri þörf en karlar fyrir að skilja það sem þær eru að era og skilja tilganginn með því. Danmörku hafa verið gerðar til- raunir til þess að leggja námið upp á þennan hátt og niðurstaðan hefur verið sú að námið hefur verið miklu meira gefandi fyrir alla aðila.“ ✓ Ymsir hnjóta um múrsteinana Þú sagðir fyrr að á hinum Norðurlöndunum nyti verkefnið Brjótum múrana virðingar og að eftir þvt veeri tekið. Er hœgt að segja það sama um viðbrögö ís- lendinga við verkefninu? „Ég veit að okkur öllum sem vinnum við þetta verkefni finnst við stundum voðalega einar og afskiptar og þannig er sjálfsagt um alla sem eru að vinna brautryðjendastarf sem hefur ekki verið gert hluti af stærra kerfi. Við viijum gleymast. En ég er hins vegar ekki í nokkrum vafa um það að á hinum Norðurlönd- unum fær þetta verefni meiri at- hygli, t.d. frá verkalýðshreyfing- um og vinnuveitendasambönd- um. Þessir aðilar líta á verkefnið sem sitt verkefni, enda starfa þessi samtök allt öðruvísi þar en hér á landi, sérstaklega vinnu- veitendasamböndin. Þar eru þau miklu virkari í að móta heildar- stefnu í atvinnumálum og þar er staða kvenna á vinnumarkaðnum tekin inn í dæmið. Hér á landi er það helst félagsmálaráðuneytið sem hefur sýnt verkefninu áhuga og við bindum vonir við að ráðu- neytið hafi frumkvæði að því að fylgja verkefninu eftir með áframhaldandi aðgerðum.“ AÖ lokum Valgerður, hefur þú trú á því að verkefni eins og Brjót- um múrana hjálpi til við að mola úr þeim múrum sem standa í vegifyrir jafnrétti og kvenfrelsi? „Já ég held það, við hjálpum til við að búa til sprungur. Mér hef- ur líka sýnst að undanförnu að ýmsir séu að hnjóta um múr- steinana. En það er hins vegar örugglega fullt af fólki sem er til- búið að grípa hvem múrstein sem fellur og setja hann samvisku- samlega á sinn stað.“ -K.ÓL. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 28. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.