Þjóðviljinn - 28.01.1988, Page 16

Þjóðviljinn - 28.01.1988, Page 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUIN Fimmtudagur 28. janúar 1988 21. tölublað 53. órgangur Sparisjóösvextir á tékkareikninga me5 hávaxtakjörum SAMVINNUBANKI ISLANDS HR Hvalaafurðir Mjöl og kjöt óselt Japanar hafa keypt50% afurðanna. Rengið selst velá þorranum. Fœst ekki uppgefið hversu mikið magn afkjöti er óselt á innlendum markaði Hvalur hf. hefur selt til Japans þær kjötbirgðir sem leyfiiegt er að selja úr landi. Þá hefur lýsið verið selt á innlendum markaði, auk þess sem töluvert af kjöti og rengi hefur selst innanlands. Hinsvegar gengur ekkert að losa fyrirtækið við nyölbirgðirnar. Eggert ísaksson, skrifstofu- stjóri hjá Hval, sagði að um þess- ar mundir seldist rengið vel, enda gerðist þorramaturinn stöðugt vinsælli. Þá sagði hann að fólk væri í vaxandi mæli farið að kunna að meta hvalkjötið, enda ódýrasta kjötið á markaðinum, þrátt fyrir að á það leggist matar- skattur, einsog allt kjöt nema dilkakjöt í heilum skrokkum. Sagði Eggert að kjötið væri selt á 160 kr. kílóið frá fyrirtækinu. Þrátt fyrir það eru töluverðar kjötbirgðir í landinu, enda verða íslendingar að nýta helming allra afurðanna, samkvæmt samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins. T.d. hafa sandreyðamar, sem veiddar voru sl. sumar, ekki verið seldar. Þá sagði Eggert að hvalurinn, sem á land kæmi, hefði undanfar- in ár farið stækkandi, en íslend- ingar vilja fyrst og fremst kjöt af smáum hval. Lýsi hf. kaupir lýsi af Hval hf. og notar það í herslu. Ekki hefur hinsvegar fengist markaður fyrir hvalmjölið, en kannað hefur ver- ið hvort hagkvæmt sé fyrir Ioð- dýrabændur að nota það. Niður- staðan var neikvæð. Eggert sagðist ekki geta upp- lýst hversu mikið magn væri óselt af hvalaafurðum og hann vildi heldur ekki upplýsa hvar afurð- irnar væru geymdar. „Hvaða máli skiptir það hvar það er geymt?“ -Sáf Námsmenn Bætur fyrir matarskatt Tillaga um að grunnfram- færsla námsmanna hækki um 7% vegna matarskattsins, verður lögð fram af fuiltrúa Stúdenta- ráðs á stjórnarfundi Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna í dag. 7% hækkun á framfærslu- grunni myndi þýða hækkun á námslánum í 29.457 kr. á mán- uði. - Þessi hækkun er til þess að mæta útgjaldaaukningu náms- manna vegna áhrifa álagningar söluskatts á matvæli, sagði Ólafur Andri Darrason í gær. - Ríkisstjórnin hefur viður- kennt að koma verði til móts við fólk vegna þessara hækkana, námsmenn sitja eftir og því er þessi tillaga borin fram, sagði Ólafur. -Ig. Skólamál Yfirfullt á ráðstefnu um úttekt OECD á íslenska skólakerfinu Færri komast að en vilja á ráð- stefnu sem menntamálaráðuneyt- ið, Bandalag kennarafélaga, Há- skóli Islands og Kennaraháskóli íslands gangast fyrir á laugardag- inn í Rúgbrauðsgerðinni um skýrslu þá um menntastefnu á ís- landi sem gerð var af starfshópi á vegum OECD (Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu). OECD-skýrslan, sem lögð var fyrir menntamálaráðuneytið í enskri útgáfu í upphafi síðasta árs, var gefin út á íslensku í ágúst leið. Skýrslan hefur vakið marga til umhugsunar um stöðu ís- lenskra skólamála. Birgir ísleifur Gunnarsson set- ur ráðstefnuna kl. 9 en síðan hefj- ast erindi frummælenda. Þeir verða: Sólrún Jensdóttir, Svan- hildur Kaaber, Arthúr Mort- hens, Jón Hjartarson, Wincie Jó- hannsdóttir, Ólafur Proppé, Rósa B. Þorbjarnardóttir, Sig- mundur Guðbjarnason, Jón Tor- fi Jónsson, Hrólfur Kjartansson, Hörður Lárusson og Örlygur Geirsson. Eftir hádegi ræða fjórir starfs- hópar um grunnskólastigið, framhaldsskólastigið, kennara- menntun og nám á háskólasti^i. OP Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna: Furðulegt að landbúnaðarráðherra skuli gefa út reglugerð sem kemur í veg fyrir að markaðurinn ráði nokkru. Mynd: Sig. Neytendasamtökin Olöglegt eggja- og kjúklingaverð Samtökinsetjafram „sanngjarnt heildsöluverð“ áþessum vörum og skora á kaupmenn að kaupa ekki við hærra verði Það er búið að gera allt verð á eggjum og kjúklingum ólög- legt í þessu landi með reglugerð- inni og við munum beita öllum tiltækum ráðum til að fá hana fellda úr gildi, sagði Jónas Bjarnason, formaður landbúnað- arnefndar Neytendasamtakanna, á fundi með blaðamönnum í gær. Umrædd reglugerð tekur til ráð- stöfunar á sérstöku fóðurgjaldi vegna afurða alifugla og svína, en hún var sett af landbúnaðarráð- herra á föstudaginn var. Sérstakt fóðurgjald á að endurgreiða þeim sem framleiddu á síðasta ári, en aðrir fá ekkert. Kvikmyndasjóður Magnús Þráins fékk mest Kvikmyndasjóður hefur gengið frá úthlutun styrkja úr sjóðn- um fyrir árið 1988 og hlaut Þrá- inn Bertelsson hæsta styrkinn að upphæð 13 mtyjónir til fram- leiðslu á myndinni Magnús. Tveir aðrir stórir styrkir, að upphæð 10 miljónir, voru veittir og féllu þeir í hlut Hilmars Oddssonar og Jóns Ólafssonar til framleiðslu á Meffi og til Ágústs Guðmunds- sonar tii framleiðslu á Hamrinum og krossinum. Þá hlaut F.I.L.M. Hrafns Gunnlaugssonar 4 miljónir til þess að ljúka við gerð myndar- innar „I skugga hrafnsins", Frostfilm fékk 3 miljónir til þess að ljúka við Foxtrott og Lárus Ýmir Óskarsson fékk 1 miljón til þess að kvikmynda leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, Bílaverk- stæði Badda. Fjórir fengu styrki til fram- leiðslu heimildamynda; Björn Rúriksson, Jón Hermannsson, Magnús Magnússon og Páll Steingrímsson. Loks fengu 8 aðil- ar styrki til handritagerðar, alls að upphæð 2,390,000. Handrita- styrkirnir eru annars vegar veittir fyrir lengri handrit að upphæð 360 þúsund krónur og hins vegar fyrir handrit að stuttum mynd- um, 180 þúsund krónur. Alls var úthlutað úr sjóðnum 52.690.000 krónum, en umsækj- endur voru alls 46. -K.Ól. Jónas sagði að forsenda fyrir frjálsri verðlagningu á umrædd- um afurðum í heildsölu væri endanlega úr sögunni með setn- ingu reglugerðarinnar, og hefði landbúnaðarráðherra því jafn- framt átt að sjá til þess að verð- lagningin væri ákvörðuð af sex- mannanefndinni. í tilkynningu Neytendasamtakanna segir að furðulegt sé að stjómvöld skuli nú setja umrædda reglugerð, þar sem fráfarandi ríkisstjóm lofaði aðilum vinnumarkaðarins því í desembersamkomulaginu 1986 að ekki skyldi komið á fram- leiðslustjórnun í þessum grein- um. Þetta sé enn furðulegra í ljósi þess að Jón Helgason er landbún- aðarráðherra í báðum ríkis- stjórnunum. Því heita samtökin á aðila vinnumarkaðarins um stuðning í þessu máli. Jóhannes Gunnarsson, for- maður samtakanna, sagði að með reglugerðinni væri í rauninni búið að koma á kvótakerfi í eggja- og kjúklingaframleiðslu, auk þess sem nýjum aðilum væri gert ómögulegt að koma inn í þessar búgreinar. Með þessu væri réttur neytenda fótum troðinn, þar sem innflutningur á umræddum af- urðum væri bannaður. Neytendasamtökin hafa kann- að hvað sanngjarnt heildsöluverð ætti að vera á eggjum og kjúk- lingum og er niðurstaðan sú að heildsöluverð eggja eigi að vera 123 krónur kílóið í stað 160 króna eins og nú er, og verð á kjúk- lingum 162 krónur í stað 325 króna. Samtökin skora því á kaupmenn að kaupa ekki við hærra verði í heildsölu. HS Sjá bls. 3 0ECD- skýrslan krufin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.