Þjóðviljinn - 29.01.1988, Qupperneq 5
VIÐHORF
Að marggefnu tilefni
Aldrei síður úrelt en einmitt
um þessar mundir
Svavar Gestsson skrifar
29. desember síðastliðinn birti
Þjóðviljinn við mig viðtal um
utanríkismál undir fyrirsögninni
„Breyttir tímar kalla á breytt við-
horf“. Þetta viðtal hefur orðið til-
efni nokkurrar umræðu. Vissu-
lega þykir mér vænt um það að
fólk skuli fjalla um utanríkismál-
in í greinum, ræðum og samtölum
sín á milli. Vonandi heldur sú
umræða áfram með heiðarlegum
hætti innan flokks okkar og utan
því fá mál eru brýnni en einmitt
sá þáttur sem ég vík að í viðtal-
inu: Að íslendingar geri sér ljósa
stöðu þjóðarinnar á breyttum
tímum þar sem allt hreyfist svo að
segja á hverjum degi og nú í
seinni tíð í rétta átt.
í lok viðtalsins segi ég:
„Enginn lesi orð mín svo að ég
láti mér detta í hug að slá á nokk-
urn hátt af kröfum okkar um
brottför hersins og úrsögn úr
Atlantshafsbandalaginu. Þessar
kröfur hafa verið og eru enn i
fullu gildi, en nú eru þœr auk þess
í betra samrœmi við þróunina en
nokkrar aðrar tillögur sem uppi
eru í alþjóðamálum. “
Þetta er kjarni málsins: Að að-
stæðurnar í alþjóðamálum eru
okkur herstöðvaandstœðingum
hagstœðar, hagstæðari nú en um
langt skeið og þess vegna tala ég
um að breyttir tímar kalli á breytt
viðhorf. Þar á ég við breytt við-
horf okkar sjálfra því mögu-
leikarnir eru meiri en um langt
skeið. Ekki aðra stefnu, ekki
önnur markmið, heldur breytt
viðhorf vegna þess að svipting-
arnar í alþjóðamálum skapa okk-
ur nýja möguleika til þess að
stefnumál okkar, markmið og
slagorð verði að veruleika. Það er
kjarni málsins. Þess vegna eru
,jlagorðin“ ísland úr NATÓ/
Herinn burt aldrei síður úrelt en
einmitt um þessar mundir. í þeim
felast dagskrármál friðar og af-
vopnunar í alþjóðastjórnmálum
eins og þau eiga að horfa við ís-
lendingum. Hins vegar er stefna
herstöðva- og NATO-sinna í
„Ekki aðra stefnu, ekki önnur mark-
mið, heldur breytt viðhorfvegna þess að
sviptingarnar í alþjóðamálum skapa
okkur nýja möguleika tilþess að stefn-
umál okkar, markmið ogslagorð verði
að veruleika. Það er kjarni málsins. “
senn úrelt og háskaleg. Gjörsam-
lega úr takt við tímann þegar þíð-
vindar leika um þróun alþjóða-
mála.
Ég tók eftir því er viðtalið hafði
birst við mig í Þjóðviljanum að
Morgunblaðið kaus að leggja
þannig út af viðtalinu að í því fæl-
ist undanslátur af minni hálfu.
Rök Morgunblaðsins eru þau að í
viðtalinu set ég markmið okkar
um brottför hersins og úrsögn úr
NATO í víðtækara samhengi.
Það er vissulega undarleg niður-
staða Morgunblaðsins, því það
hefur alltaf legið fyrir að auðvitað
litum við á utanríkisstefnu okkar
í alþjóðlegu samhengi. Auðvit-
að! Hvað annað?
En eftir að viðtalið birtist við
mig í Þjóðviljanum hefur fleira
gerst sem veldur því að ég tel mig
verða að skrifa þessa grein til þess
að bera hönd fyrir höfuð mér.
Fulltrúi Alþýðubandalagsins í
utanríkismálanefnd fékk boð um
það hvort hann vildi taka þátt í
ráðstefnu í Newport á vegum Na-
val War College. Á ráðstefnunni
átti hann að gera grein fyrir okkar
sjónarmiðum og stefnu í utan-
ríkismálum. Hjörleifur Gutt-
ormsson fékk þessi boð og það
var samþykkt í framkvœmda-
stjórn fyrir landsfund að flokkur-
inn hefði ekkert við slíka þátt-
töku að athuga.
Eftir landsfund þegar ég var
kominn til New York hafði Hjör-
leifur samband við mig og kvaðst
ekki hafa aðstæður til að sækja
ráðstefnuna og spurði mig hvort
ég gæti farið í hans stað. Svo stóð
á að það var kleift og þess vegna
mætti ég á ráðstefnunni. Reyndar
óskaði ég eftir því við Hjörleif að
málið yrði rœtt í þingflokki og þar
var samþykkt samhljóða að þessi
þátttaka mín í ráðstefnunni vœri í
alla staði eðlileg.
Þar gerði ég grein fyrir stefnu
Alþýðubandalagsins í utanríkis-
málum algerlega undanbragða-
laust eins og ég reyndar skýrði frá
í áðurnefndu viðtali við Þjóðvilj-
ann.
Ekki datt mér því í hug að ráð-
stefna þessi yrði tilefni allra
þeirra umræðna sem fram hafa
farið. Það sem er undarlegast við
þá umræðu er það að menn virð-
ast viljandi misskilja þátttöku
mína þar. Þess vegna verð ég að
svara fyrir mig.
1.
Ráðstefnan var ekki boðsferð á
vegum NATO, en slíkar heila-
þvottaferðir eru algengar. Ráð-
stefnan var á vegum Naval War
College og þar var ég til þess að
túlka sjónarmið Alþýðubanda-
lagsins.
2.
Ráðstefnan var ekki í Norfolk
heldur í Newport.
3.
Ráðstefnuna sótti ég eftir að
framkvœmdastjórn og þingflokk-
ur höfðu fjallað um málið. Að
vísu ekki framkvœmdastjórn sú
sem kosin var á landsfundi sem
mœtli ekki til leiks fyrr en mánuði
eftir landsfund af einhverjum
óskiljanlegum ástœðum. En
framkvœmdastjórn var það engu
að síður.
4.
Ég mótmæli því í eittskipti fyrir
öll að nafn mitt sé notað sem skjól
fyrir flótta frá stefnu flokksirts í
utanríkismálum eins og Morgun-
blaðið hefur reynt að undan-
förnu. Ég mun ekki taka þátt í
þeim flótta. Vegna þess að ég er í
Alþýðubandalaginu svo fremi að
það haldi fast við grundvallar-
stefnu sína ekki síst í utanríkis-
málum. Ef slegið yrði af þeirri
stefnu yrði Alþýðubandalagið
ekki lengur það Álþýðubandalag
sem ég gekk til liðs við sem ung-
lingur fyrir margt löngu.
Hitt skal svo vera ljóst að lok-
um og endurtekið hér:
Ég tel að við eigum að fylgjast
betur með alþjóðamálum en ver-
ið hefur um langt skeið. Við
eigum ekki að hika við að taka
þátt í alþjóðlegum samskiptum á
jafnréttisgrundvelli og af fullri
reisn. Og við eigum nú að herða
róðurinn í utanríkismálum. Því
nú er lag til þess að nálgast mark-
mið okkar um friðlýst ísland.
Alþýðubandalagið hefur alltaf
fagnað áföngum sem náðst hafa á
þeirri leið að losa okkur við áhrif
bandaríska hersins samanber
lokun Keflavíkursjónvarpsins á
sínum tíma. Við munum auðvitað
fagna hverjum nýjum áfanga. En
við náum engum nýjum áföngum
nema við höfum sjónir okkar á
markmiðinu sjálfu. Annars vill-
umst við af leið. Og það er nóg
fyrir af ruglingslegu miðjumoði í
íslenskum stjórnmálum um þess-
ar mundir.
Vissulega hefur margt áunnist
á undanförnum áratugum. Okk-
ur hefur að vísu ekki tekist að
koma hernum úr landi og heldur
ekki að komast út úr NATO. En
krafan hefur verið vakandi með
þjóðinni vegna þessarar stefnu
okkar. Og sú krafa hefur verið
hernaðarsinnum aðhald. Við
höfum til dæmis ekki gert NATO
aðild að skilyrði við myndun rík-
isstjórna en aðiid NATO-
andstæðinga að ríkisstjórnum
hefur truflað hersetuöflin hér á
landi. Þó við höfum ekki gert
NATO-úrsögn að skilyrði fyrir
stjórnarmyndun segir það ekki
að við höfum lagt stefnu okkar
fyrir róða. Við höfum heldur ekki
gert kröfuna um sósíalisma á ís-
landi að úrslitaatriði við stjórn-
armyndanir þó við höfum viljað
stíga skref í áttina. Þrátt fyrir það
dettur engum í hug að við teljum
sósíalismann úrelt lífsviðhorf.
Reykjavík 25. janúar 1988
Svavar Gestsson
Er undansláttur það sem koma skal?
Ég er mjög fegin að nú skuli vera
komin upp á yfirborðið raunveru-
leg stefna forystumanna Alþýðu-
bandalagsins í viðtali við for-
mann þess í Vikunni nýverið.
Þriðjudaginn 26. janúar hefur síð-
an guðfaðir nýrrar forystu og rit-
stjóri lýðræðiskynslóðarinnar
tekið sig til og lagað til viðtal Ólafs
Ragnars svo að ásýnd þess líti
betur út í málgagninu, til að
blekkja herstöðvaandstæðinga.
En lýðræðiskynslóðin bíður betri
tíma enda búin á undanförnum
árum að koma sjálfri sér á valda-
stólana í flokknum án þess að ég
hafi séð fyrr en nú hvað hún ætl-
aði sér, sem sé að lina á kröfunni
um herinn úr landi en hún hefur
verið sá grundvöllur sem Samtök
herstöðvaandstæöinga byggja á
og ýmsir kosið Alþýðubandalag-
ið vegna þess að í stef nuskrá
flokksins er skýlaus krafa um
þetta málefni.
Fyrir mitt leyti sé ég ekki neina
nýja tóna með því að slá af kröf-
unni „ísland úr Nató, herinn
Sigríður Kristinsdóttir skrifar
burt“. Fyrir tæpum 40 árum voru
til flokkar sem voru sammála
þeirri utanríkisstefnu að herinn
væri hér og eru enn. Því tel ég að
þeir kjósendur sem vilja hafa her
hafi það gott úrval af ágætum for-
ystumönnum að varla verði á
bætt. Þó að auðvitað geti orðið
keppni á milli þeirra friðarsinn-
anna, Steingríms Hermanns-
sonar og Olafs Ragnars, í
Reykjaneskjördæmi, þá höfum
við ekki öll atkvæðisrétt þar.
Stefna okkar þessara hreinlífu
samkvæmt skilgreiningu blaða-
manns Þjóðviljans og jafnframt
einföldu, sem höldum fram
stöðugri baráttu gegn hernum og
erum í þeirri barnalegu trú að
vilja halda tryggð við hugsjónir
okkar í þessu máli, á ekki upp á
pallborðið hjá málgagni sósíal-
isma, þjóðfrelsis og verkalýðs-
hreyfingar. f dag eigum við að
vera „in“, grípa ferðatöskuna og
Fyrir mitt leyti sé ég ekki
neina nýja tóna með því
að slá afkröfunni „ísland
úrNató, herinn burt“.
Fyrir tœpum 40 árum
voru til flokkar sem voru
sammála þeirri utanríkis-
stefnu að herinn vœri hér
og eru enn. Því tel ég að
þeir kjósendur sem vilja
hafa her hafi það gott
úrval afágœtumforystu-
mönnum að varla verði á
bœtt
storma til Brussel, New York eða
Bonn að ræða við þá pótentáta
sem eiga helstu hernaðarverk-
smiðjur í hinum vestræna heimi.
Við eigum ekki að láta okkur
detta í hug í hraða nútímans, þar
sem tölvur og fjölmiðlar ráða, að
múgurinn geti haft áhrif.
Væri nær að við snerum okkur
af fullum krafti að því að koma
hernum úr landi og segja okkur
úr Nató. Það þarf að vinna með
ungu fólki og segja því frá baráttu
þeirra sem mest og best hafa lagt
á sig vinnu í þessu efni. Muna að
segja frá því að fólk hefur misst
mannréttindi við að sporna gegn
því að her kæmi hingað til lands.
Aldrei hef ég heyrt að neinum
hafi fundist það sjálfsagt að fólk
missti kosningarétt og kjörgengi
við að mótmæla þeim óskapnaði
sem Atlantshafsbandalagið er.
En það eru svo sárafáir sem vita
það.
Við eigum að halda merkinu
uppi og styðja frekar þær þjóðir
sem standa í frelsisbaráttu og
mótmæla óréttlæti hvar sem er í
heiminum, t.d. með því að axla
bakpokann og heimsækja Nikar-
agua, Suður-Afríku eða Palest-
ínu og kynna viðhorf þeirra þjóða
þegar heim er komið.
ísland úr Nató, herinn burt.
Stgríður Kristinsdóttir
Föstudagur 29. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5