Þjóðviljinn - 29.01.1988, Page 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓÐVIUINN
Föstudagur 29. janúar 1988 22. tölublað 53. örgangur
Sparisjóösvextir
á téKKareiKninga
meö
hávaxtaKjörum
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF
Margrét
Jónsdóttir
látin
Látin er Margrét Jónsdóttir
ekkja Þórbergs Þórðarsonar rit-
höfundar. Margrét var fædd 30.
september 1899.
Hún hafði síðustu árin búið að
Dropiaugarstöðum við Snorra-
braut í Reykjavík. Fyrir nokkr-
um vikum þurfti hún að fara á
spítala vegna lungnabólgu. í
fyrrinótt elnaði henni sóttin og
lést hún snemma í gærmorgun.
Verkaskipting
Vinnubrögðin
fordæmd
Bcendafundurí
A.-Skaftafellssýslu vill
að frestað verði áformum
ríkisstjórnarinnar
Stjórnarfrumvarp um breytta
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
iaga, bandormurinn svokallaði
sem bíður afgrciðslu alþingis, var
eitt helsta umræðuefnið á bænda-
fundi Austur-Skaftfellinga sem
haldinn var í Hofgarði í fyrra-
kvöld. Var gerð samhljóða sam-
þykkt um að fordæma þau vinnu-
brögð sem viðhöfð hefðu verið
við málatilbúnað og eindregið
lagt til að alþingi frestaði að gera
frumvarpið að lögum.
í samtali, sem Þjóðviljinn átti í
gær við Þorstein Jóhannsson á
Svínafelli í Öræfum, kom fram að
slíkir bændafundir hefðu verið
haldnir árlega frá 1944. Á fund-
ina kæmu fimm fulltrúar frá
hverju búnaðarfélagi sýslunnar
og fimm frá Hafnarhreppi. Auk
þess tilnefndu kvenfélögin tvo
fulltrúa hvert. Oftast væru þing-
menn gestir á þessum fundum og
svo hefði verið nú.
Þorsteinn sagði að menn teldu
mikið ójafnvægi ríkja í frumvarp-
inu. Sveitarfélögin ættu að taka^
við verkefnum frá ríkinu, en ríkið'
fengi engin verkefni á sína könnu
í staðinn. Loforð um að minnka
skyldi skerðingu á framlögum í
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga væri
lítils virði í þessu sambandi.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans sagðist Jón Kristjánsson
þingmaður Framsóknar hafa
skipt um skoðun og vildi nú að
málinu yrði frestað á þingi. Egill
Jónsson þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins sagðist vera á móti í
hjarta sínu en engu að síður
styddi hann frumvarpið.
BANKABÓK
M
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
KJORBOK
m
JH
JB ,
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Nýtt útlit á
fjárhirslum Landsbankans
Landsbankí
2314576*'/
Það er mikið um að vera í Landsbankanum
þessa dagana. Samfara hagræðingu og
breytingum við vinnslu ýmissa verkefna, sem koma
jafnt starfsfólki og viðskiptavinum tilgóða, eru nú
settar í umferð nýjar Banka- og Kjörbækur,
tékkhefti með nýju útliti, ásamt ER-tékkheftinu sem
nýlega var tekið í notkun.
Bankabókin nýja leysir af hólmi gömlu
sparisjóðsbókina og Kjörbók með nýju útliti kemur
í stað þeirrar eldri. Reyndar tekur Kjörbókin
stöðugum breytingum, - að innihaldi - til þess að
tryggja eigendum sinum sem besta ávöxtun.
ER-tékkheftin eru fyrir Einkareikninginn, sem
ber mun hærri vexti en venjulegir tékkareikningar,
auk þess að gefa kost á yfirdrætti og láni.
Viðskipti í Landsbankanum tryggja
einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum aðgang að
fullkominni bankaþjónustu á öllum sviðum.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna