Þjóðviljinn - 30.01.1988, Side 3
Verðlagsráð
Bakarar undir eftirliti
Verð á brauði ogýsu lœkkar. Bökurum heimiltað
sœkja um sérhœkkun. Bensínlækkunfrestað
Bakarameistarar gerðu sam-
komulag við Verðlagsráð um
að draga nýlegar hækkanir sínar
á brauðvörum til baka og reikna
verð upp á nýtt, þannig að 10.3%
söluskattshækkun komi ofan á út-
söluverð eins og það var í desem-
ber. Þá er þeim bökurum, sem
telja sig hafa orðið á eftir með
hækkanir, heimilt að sækja um
sérhækkanir til Verðlagsráðs.
-Þetta samkomulag gildir fyrir
næstu tvománuði. Verðlagningin
í bakaríunum verður undir eftir-
liti okkar þennan tíma og engar
aðrar hækkanir eiga að koma til
nema með okkar samþykki, sagði
Georg Ólafsson verðlagsstjóri í
samtali við Þjóðviljann.
Þá hefur Verðlagsráð lækkað
útsöluverð á ýsu um 8% og lækk-
ar kflóverðið úr 304 kr. í 280 kr.
Jafnframt beinir ráðið þeim til-
mælum til fisksala að þeir lækki
að sama skapi útsöluverð á öðr-
um fisktegundum sem frjáls verð-
lagning er á. Verðlagsstjóri segist
hafa trú á að þessar verðlækkanir
gangi eftir.
Akvörðun um lækkun bensín-
verðs hefur verið frestað fram í
næstu viku. Verðlagsstjóri segir
ljóst að bæði bensín og svartolía
muni lækka í verði en meiri óvissa
sé um verðlagningu á gasolíu.
-•g-
A útsölunni verða boðnar
ÚRVALSBÆKUR Á ÓTRÚLEQA LÁQU VERÐI,
MEÐ ALLTAÐ 80% afslætti.
Það uerður enginn fyrir vonbrigðum, hvorki
með verð né vörugæði.
Lítfð útlitsgallaðar bækur
verða einnig á boðstólum. Sumar þeirra eru
nánast nýjar en seldar með ótrúlegum
afslætti vegna smávægilegra úttitsgalla.
^—f^ðmmargurggðuraúP----
& •
ÖRN OG ÖRLYGUR
Síðumúla 11, sími 84866
Alþýðubandalagið
Fundað í
miðstjóm
Miðstjórn Alþýðubandalagsins
kom saman til fundar í gærkvöld
og mun funda áfram um helgina.
Aðalumræðuefni fundarins er yf-
irlýsing um „Framtíðarstefnu Al-
þýðubandalagsins“ sem vísað var
af landsfundi til afgreiðslu miðst-
jórnar.
Þá verða á fundinum umræður
um kjaramál og kosið verður í
nýtt verkalýðsmálaráð flokksins.
Einnig verður kosið í ýmsar
starfsnefndir sem landsfundur
samþykkti að komið yrði á fót,
m.a. um lagamál.
FRETTIR
HIK
Ríkið vill fresta
Ríkið samþykkir að greiða kennurum umsamda
launahækkun 1. febrúar. Fjármálaráðuneytið með tilboð um
óbreytta samninga HÍK till. september. Þá verði samið á
grundvelli nýs launakerfis
Indriði H. Þorláksson, formað-
ur samninganefndar ríkisins,
hefur tilkynnt HÍK að launafl-
okkahækkun sú sem kennarar
áttu að fá 1. febrúar samkvæmt
síðustu samningum þeirra, komi
til greiðslu 5. febrúar. Að sögn
Ómars Árnasonar, varafor-
manns HÍK, kemur greiðslan til
framkvæmda á þeim forsendum
að aðrir ríkisstarfsmenn fái
launahækkun á þessum tíma sem
sé þó ekki greidd í samræmi við
12. grein laga um kjarsamninga
opinberra starfsmanna sem kenn-
arar hafa viljað fá samþykkta af
hálfu ríkisvaldsins, en ágreining-
ur er um túlkun laganna.
HÍK mun svara tilboði fjár-
málaráðuneytisins á samninga-
fundi á mánudag, en félagið hef-
ur óskað eftir áliti lögfræðings á
tilboði ráðuneytisins.
Á samningafundi HÍK og fjár-
málaráðuneytisins í síðustu viku
lagði ráðuneytið fram tilboð til
félagsins þess efnis að samningar
héidust óbreyttir framt til 1. sept-
ember að öðru leyti en því að sú
áfangahækkun sem starfsmenn
ríkis og bæja njóta á tímabilinu
komi einnig til greiðslu hjá kenn-
urum. Tilboðið felur í sér að
starfskjaranefnd vinni að breyttu
launakerfi kennara á tímabilinu,
en 1. september verði samið á
grundvelli þeirra breytinga til
eins árs. Kennarar svara þessu til-
boði 1. febrúar.
Að sögn Ómars Árnasonar
mun félagið leitast við að fá við-
brögð félagsmanna við þessari til-
lögu áður en henni verður svar-
að. Sagði Ómar að þeir félags-
menn sem nú þegar hefðu tjáð sig
um tillöguna hefðu lýst yfir mikl-
um vonbrigðum með frestun þá
sem í henni fælist á uppstokkun
launakerfisins. „Menn hafa
bundið miklar vonir við starfs-
kjaránefnd og því veldur tiilagan
vonbrigðum,“ sagði Ómar, en
starfskjaranefnd hefur þegar
komið með tillögu um að
kennsluskylda verði lækkuð um
sem nemur 15%. Heimavinna
kennara, sem hingað til hefur
verið metin sérstaklega til launa,
verður það ekki lengur sam-
kvæmt tillögunni og kemur hún
því til frádráttar í þessu dæmi.
Heimavinnan er metin á bilinu
6-8%.
Fulltrúaráð HÍK tekur ákvörð-
un um allherjaratkvæðagreiðslu
um verkfallsboðun og má vænta
þess að það mál verði á dagskrá
fulltrúaráðsfundar HÍK 5. febrú-
ar nk.
-K.Ól.
Jólapoppgetraun Þjóöviljans reyndist mörgum erfið og þaö
voru ekki allir sem náðu að hafa öll svör sín rétt. Heimir Pétursson úr Reykjavík
var einn þeirra sem vissi réttu svörin og hlaut hann 1. verðlaun, geislaspilara af
bestu tegund. Hér sést Ævar Örn Jósepsson, umsjónarmaður Heygarðs-
hornsins, afhenda Heimi verðlaunin. (Mynd: Sig.)
LÍN
Fyrir dómstóla?
Meirihluti Lánasjóðsins virðir úrskurð
Lagastofnunar HI að vettugi. Námsmenn
íhuga dómsmál
|y| eirihluti stjórnar Lánasjóðs
íslenskra námsmanna felldi
á fimmtudag tillögu námsmanna
um að farið verði að landslögum
og hætt að draga meðlags-
greiðslur frá við útborgun náms-
lána til einstæðra foreldra.
Námsmenn hafa harðlega mót-
mælt þessum vinnubrögðum
sjóðsstjórnar þar sem meðlag er
lögum samkvæmt greiðsla til
barna en ekki foreldra. Fyrr í vet-
ur vísuðu námsmenn málinu til
Lagastofnunar Háskólans sem
tók undir túlkun námsmanna og
segir vinnubrögð LÍN vera lög-
brot.
Menntamálaráðherra hefur
beint þeim tilmælum til stjórnar-
innar að hætt verði að draga með-
lögin frá við endurskoðun úthlut-
unarreglna fyrir næsta haust.
- Við viljum fá leiðréttingu á
þessum málum strax og einnig
endurgreiðslur frá sl. hausti. Það
nær engri átt að ætla að bíða með
það að fara að lögum þar til næsta
haust eins og ráðherra vill, segir
Ólafur Darri Andrason, fulltrúi
námsmanna í stjórn LÍN. Hann
segir vel koma til greina að náms-
menn fari með þetta mál fyrir
dómstóla.
-Jg-
Við efnum til stórkostlegrar
• •
BOKAUTSOLU
fró og með 30. janúar - 13. febrúar í verslun
okkar að Síðumúla 11. Opið frá 9-18,
nema 10-16 ó laugardögum.
Laugardagur 30. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3