Þjóðviljinn - 30.01.1988, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 30.01.1988, Qupperneq 7
Silja og tvíburarnir vorkenna vesal- Þegar Bjarti er þvegið syngja allir Þvottasönginn og vonandi taka áhorfendur hressilega undir. ings Bjarti. Myndir. E.ÓI íslenska óperan Búum til óperu Þórhildur Þorleifsdóttir: Tilraun til að leiða börn inn í leikhúsheiminn Þórhildur Þorleifsdóttir leiðbeinir börnunum áður en þau toga Bjart litla niður úr reykháfnum. Bjartur er kominn úr baðinu og líst betur á framtíðarhorfurnar. í dag kl. 14:00 frumsýnir ís- lenska Óperan barnaóperuna Litlasótarann, eðaBúumtil óperu. Frumsýning verðurá Akranesi, og þar verðafyrstu þrjársýningarnarumhelgina, en fyrsta sýning í Reykjavík verður á miðvikudaginn. Hvernig verður ópera til? - Benjamin Britten samdi Búum til óperu / Litla sótarann árið 1948 til að kynna börnum hvernig ópera, eða leiksýning, verður til. - Þessi ópera er tilraun til að leiða börn aðeins inní leikhús- heiminn, segir Þórhildur Þor- leifsdóttir leikstjóri. - í fyrsta þætti er dregið saman hvernig verk kemst á svið. Sögu- þráðurinn er kynntur í stórum dráttum, músíkin er útskýrð, og börnin fá að taka þátt í sýning- unni jafnframt því sem þau kynn- ast því hvernig hún verður til. í seinni þættinum er svo þessi óp- era sem verið var að undirbúa flutt, og það er Litli sótarinn. Þetta er í annað skipti sem Þór- hildur setur Litla sótarann upp í íslensku óperunni, fyrra sinnið var fyrir fimm árum en þá var Sótarinn annað verkefnið á verk- efnaskrá Óperunnar. Hvers vegna þessi endurtekning eftir svona stuttan tíma? - Vegna þess til að byrja með, að góðar barnaóperur eru ein- faldlega ekki á hverju strái. Eins er komin ný kynslóð barna, sem ekki hafði möguleika á að sjá sýn- inguna fyrir fimm árum. Það munar um fimm ár í ævi barns, til dæmis er dóttir mín sem fyrir fimm árum lék einn lítinn tvíbura í sýningunni orðin fimmtán ára, og alls ekki barn lengur. Og áhorfendur fá að taka þátt í sýningunni? - Við vinnum hana mikið í samvinnu við tónmenntakennara í skólunum, þeir fá söngvana og æfa krakkana í þeim, svo að þeg- ar þau koma á sýningar geta þau sungið með. En það er gert ráð fyrir því í þessari óperu, það eru til dæmis söngvarnir sem eru sungnir á milli atriða í öðrum þætti, Þvottasöngurinn og Fugla- söngurinn. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að óperan er frumsýnd á Akranesi? - íslenska óperan er ópera allra landsmanna, og við hefðum áhuga á að fara sem víðast um landið með þessa sýningu. En það verður samt eitthvað tak- markað sem við getum, því ferða- lög eru því miður dýr, og við það verður miðaverðið of hátt sem ekki má vera á sýningar ætlaðar börnum. lq Laugardagur 30. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Litli sótarinn Sagan um litla sótarann gerist á ensku sveitasetri upp úr aldamótunum 1800. Sögu- hetjan, Bjartur litli, er fátækur drengursem hefurverið seld- ursótarameistaranum Surti gamla og Klunna syni hans. Sótararnir ætla að nota Bjart til að hreinsa reykháfana að innan með því að láta hann klifra upp í þá og skafa sótið burt. -— Bjartur festist í reykháfnum og er bjargað af börnunum á heimilinu sem heyra neyðaróp hans. Þau ákveða að bjarga honum frá sóturunum og Böggu ráðs- konu, og fá Rúnu barnfóstru til aðhjálpasér. Tómas Guðmundsson hefur þýtt óperuna, hljómsveitarstjóri er Jón Stefánsson, leikmynd gerir Una Collins. Lýsingu annast Jó- hann B. Pálmason og búningar eru frá saumastofu ísiensku Op- erunnar. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Alls taka tólf börn þátt í sýningunni, og skiptast á að syngja hlutverk barnanna sex í Sótaranum. ívar Helgason og Þorleifur Arnarsson skiptast á að vera Bjartur sótari, Glói eru Finnur Geir Beck / Markús Þór Andrésson, Soffía: Bryndís Ás- mundsdóttir / Hrafnhildur Atla- dóttir, Tinna tvíburi: Aðalheiður Halldórsdóttir / Sara Björg Guð- brandsdóttir, Hörður tvíburi: Atli Már Sveinsson / Páll Rúnar Kristjánsson og Nonni: Björgvin Sigurðsson / Gylfi Hafsteinsson. Með önnur hlutverk fara, Hrönn Hafliðadóttir, Elísabet Erlings- dóttir, John Speight, Ágúst Guð- mundsson, Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, Jón Stefánsson og Guðný Helgadóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.