Þjóðviljinn - 30.01.1988, Side 11

Þjóðviljinn - 30.01.1988, Side 11
ERLENDAR FRÉTTIR Suður-Afríka Fjandinn hittir ömmu sína Franz JósefStrauss eftirferð um Suður-Afríku: Refsiaðgerðir eru hin argasta firra. Gerhart Baum: Strauss hefur gengist upp í smjaðri suður-afrískra ráðamanna Strauss í fullum skrúða. Enginn aufúsugestur hinna kúguðu svertingja í Suður- Afríku - en stórvel fór hins vegar á með honum og Botha. Franz Jósef Strauss, hinn um- deildi leiðtogi Kristilegra demókrata í Vestur-Þýskalandi, var djúpt snortinn eftir heimsókn sína til Suður-Afríku sem lauk nú í vikunni: „Margt hefur breyst til batnaðar,“ sagði Strauss glaður í bragði við fréttamenn. Strauss hefur gert víðreist upp á síðkastið, nýlega heimsótti hann Gorbatsjov sovétbónda og kom öllum á óvart með því að lofa og prísa stjórnkænsku hans og nýsköpun. Svo virðist sem Strauss hafi þó hrifist enn meira af gangi mála í Suður-Afríku; og mest um vert þótti honum að hitta „þá svertingja sem eru al- gerlega andvígir öllu ofbeldi og eru reiðubúnir að Ieggja sín lóð á vogarskálar friðsamlegrar upp- byggingar.“ Ferðalag Strauss, sem farið var að tilmælum Kohls kanslara, gerði litla lukku hjá öllum þorra svertingja í Suður-Afríku sem fannst hann enginn aufúsugestur; og Gerhart Baum, leiðtogi frjálsra demókrata, fordæmdi ferðina harðlega. „Hann er ger- samlega gagnrýnislaus og hefur gengist upp í smjaðri ráðamanna suður þar.“ Strauss blés á öll mót- mæli og viðraði þá skoðun sína að brýnt væri að halda ráðstefnu um málefni Suður-Afríku. „Það er hin argasta firra að beita stjórnvöld refsiaðgerðum og lýsir engu nema þekkingarleysi á ástandi mála hér um slóðir," sagði hann og stakk upp á Vestur- Þýskalandi sem fundarstað. „Ég hef nú molað úr grjótvegg forheimskunar,“ sagði Strauss ví- greifur, „og vonandi fara mál nú að snúast til betri vegar.“ Franz Jósef hefur nú kvatt vin sinn Botha og mun væntaniega einbeita sér að því á næstunni að stjórna Bæheimi eftir langa fjar- veru. Hann hefur ekki gefíð upp hvert leiðin liggur næst að þiggja ráð og gefa. Reuter/- hj Vatíkan Jóhannes Páll hittir Ortega Foringi kaþólikka sá ástœðu til þess að sýnaforseta Nicaragua meiri kulda en öðrum þjóðarleiðtogum ersœkja hann heim Tveiraf riddurum hans í efra. Jó- hannesog Ronald eruáeinumáli um að víðasé pottur brotinn í Nicarag- uaogaðDaníel Ortegaverðskuldi ekki kurteisi og seremónlur. Daníel Ortega, forseti Nicarag- ua, og Jóhannes Páll II, hitt- ust að máli í Vatíkaninu i gær. Jóhannes lýsti yfir stuðningi við friðaráætlun forsetanna fímm í Mið-Ameriku en sá einhverra hluta vegna ástæðu til að setja Ortega skör lægra en aðra gesti þessa smáríkis í miðri hinni sögu- frægu Rómaborg og flutti langt mál og orðþrútið um nauðsyn lýðræðis i Nicaragua. Ortega og Jóhannes ræddust við í hálftíma í einkaskrifstofu kirkjuleiðtogans. Þetta var fyrsti fundur þeirra frá því sambúð Nic- aragua og Vatíkansins snögg- kólnaði árið 1983. Þá gerðist það við messu í Managua að stuðn- ingsmönnum stjórnvalda ofbauð Kontraáróður klerks nokkurs og svöruðu þeir honum á staðnum með því að hrópa slagorð gegn hernaði Bandaríkjamanna og málaliða þeirra á hendur lands- mönnum. Jóhannes móðgaðist og síðan hefur andað köldu milli stjórnvalda í Nicaragua og Vat- íkani. Fréttamenn er fylgdust með þvi er Jóhannes tók á móti Or- tega í gær sögðu hann hafa séð ástæðu til þess að sýna forseta Nicaragua meiri kulda og ókurt- eisi en öðrum gestum sem skolar að dyrum hans. Yfirleitt kvað foringi kaþólikka brosa út að eyrum þegar menn sækja hann heim og bjóða þeim að stíga inní vistarverur sínar á undan sér. í gær tók hann hinsvegar stuttara- lega og grafalvarlegur í útrétta hönd gestsins og æddi á undan honum inní skrifkompu sína. Blaðafulltrúi Jóhannesar, Jo- aquin Navarro-Valls, sagði eftir fundinn að húsbóndi sinn hefði útskýrt fyrir Ortega nauðsyn þess að friðaráætluninni yrði hrundið í framkvæmd og brýnt fyrir honum að fólk ætti rétt á því að búa í þjóðskipulagi þar sem lýðræði væri í hávegum haft. Reuter/-ks. Laugardagur 30. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Hver fékk Súbarúinn? Vinningsnúmerin f Þjóðvilja- happdrættinu birt Vinningar í happdrætti Þjóðviljans komu á þessi númer; 1. Subaru Justy bifreið frá Ingvari Helgasyni hf., að verðmæti 370 þús. kr. kom á miða nr. 26410. 2. -4. Island PC tölvur frá Aco hf., að verðmæti 65 þús. kr. hver, komu á miða nr 5138, nr. 23415 og 29928. 5.-6. Ferðavinningar frá Samvinnuferðum Landsýn hf., að verðmæti 50 þús. kr. hvor, komu á miða nr. 6705 og nr. 10896. 7.-8. Húsbúnaður frá Borgarhúsgögnum hf., að verðmæti 30 þús. kr. hvor, kom á miða nr. 12225 og nr. 22477. 9.-10. Vöruúttekt frá Japis, að verðmæti 40 þús. kr. hvor, kom á miða nr. 15596 og nr. 25764. 11. Sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf., að verð- mæti 50 þús. kr. kom á miða nr. 19201. 12-14. Ritvélar frá Borgarfelli hf., að verðmæti 25 þús. kr. hver, komu á miða nr. 13063, nr. 15385 og nr. 16924. 15.-24. Bókaúttekt frá bókaforiagi Máls og menn- ingar, að verðmæti 7 þús. kr. hver, kom á miða nr. 2150, nr. 3264, nr. 5185, nr. 10588, nr. 18990, nr. 23819, nr. 24083, nr. 27245, nr. 28560 og nr. 28884. 25.-29. Bókaúttekt frá bókaforlaginu Svart á hvítu, að verðmæti 5 þús. kr. hver, kom á miða nr. 9780, nr. 14956, nr. 16671, nr. 19020 og nr. 30124. 30.-34. Vöruúttekt frá Nýjabæ, að verðmæti 5 þús. kr. hver, kom á miða nr. nr. 3699, nr. 8364, nr. 24557, nr. 25219 og nr. 27175. Vinningshafar geta snúið sér til skrifstofu Þjóð- viljans, Síðumúla 6, til að vitja vinninga sinna. Þjóðviljinn þakkar stuðningsmönnum sínum fyrir góð viðbrögð við sölu happdrættismiðanna og umboðs- mönnum happdrættisins um land allt fyrir þeirra fram- lag. IJl Sérverkefni í uppeldismálum ( undirbúningi er samstarfsverkefni Fél- agsmálastofnunar Kópavogs, Fræðsluskrifstofu Reykjaness og Hjallaskóla í Kópavogi, sem lýtur að nemendum er þarfnast hjálpar og stuðnings. Um tilraunaverkefni er að ræða sem ætlað er að þróa áfram. Óskað er eftir starfsmanni með uppeldisfræði- menntun, helst sálfræðingi. Félagsráðgjafi, upp- eldisfræðingur og sérkennari koma jafnframt til greina. Nánri upplýsingar veita skólastjóri Hjallaskóla í síma 42033, fræðslustjóri Reykjaness í síma 54011 og félagsmálatjóri Kópavogs í síma 45700. Félagsmálastóri Kópavogs Fræðslustjóri Reykjaness Skólastjori Hjailaskóla Verkamannafélagið Hlíf Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs verkamannafélagsins Hlífar um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1988 liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með mánu- deginum 1. febrúar. öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64 fyrir kl. 17 fimmtudaginn 4. febrúar og er þá framboðsfrestur útrunninn. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlífar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.