Þjóðviljinn - 30.01.1988, Page 15

Þjóðviljinn - 30.01.1988, Page 15
ÍÞRÓTTIR Laugardagur 30. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Slavko Bamblr, þjálfari kvenna- landsliðsins í handknattleik. Leikir kvennaliðsins í keppnisferð A-landsliðs kvenna til Svíþjóðar og Finn- iands verða leiknir 5 landsleikir. 31eikjanna verða við Finna, 1., 2. og 3. febrúar. Tveir leikir verða leiknir við Svía 5. og 6. fe- brúar. Liðið heldur utan í dag og kem- ur aftur 7. febrúar. _ih Kvennalandsliðlð í handknattlelk. Sem leikur þrjá leiki gegn Finnum og tvo leiki gegn Svíum í næstu viku. (Mynd E.ÓI.) Kvennalandsliðið Þegar blaðamaður Þjóðviljans leit inn á æfingu íslenska kvenna- landsliðsins í handknattleik á fímmtudagskvöldið voru stelp- urnar á fullri ferð í upphitun. Oðru hvoru heyrðust flaut og hróp: „You are so handsome“. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að stelpurnar voru að dást að nýja landsliðsþjálfaranum sín- um, Slavko Bambir, þar sem hann var að spóka sig í nýjum æfíngagalla. Þó Bambir hafi látið þetta sér vel lynda í upphituninni þá er hann að mörgu leyti öðruvísi en stelpurnar hafa áður vanist. Hann krefst mjög mikils af þeim og heimtar að þær gefi sig allar í handboltann. Stelpurnar eru fljótar að læra og voru hundfúlar að þurfa að stilla sér upp í mynda- töku. Slavko Bambir er Júgóslavi og er allþekktur handknattleiks- Knattspyrna ísland lenti í góðum ríðli Igær var dregið í riðlafyrir Evrópukepprti landsliða undir21 árs Knattspymusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti um niðurröðun í riðla fyrir Evrópukeppni lands- liða U-21 árs 1990. íslendingar lentu í óvenju skemmtilegum riðli. Við leikum með Finnum, Hollendingum og V-Þjóðverjum. Er það óneitan- lega skemmtilegt að lenda ekki með austantjaldsþjóð eins og löngum hefur viljað loða við okk- ur. Niðurröðun í riðlana er sem hér segir: 1. riðill: Búlgaría, Danmörk, Grikkland og Rúmenía. 2. riðill: Albanía, England, Pól- land og Svíþjóð. 3. riðill: Austurríki, A- Þýskaland, Sovétríkin og Tyrk- land 4. riðill: Finnland, ísland, Hol- land og V-Þýskaland. 5. riðill: Frakkland, Noregur, Skotland og Júgóslavía. ó.riðill: Kýpur, Ungverjaland og Spánn 7. riðill: Belgía, Tékkóslóvakía, Lúxemborg, Portúgal. 8. riðill: Ítalía, San Marínó og Sviss. Leikdagar verða að vera ákveðnir fyrir 15. mars 1988. Riðlakeppninni verður að vera lokið fyrir 30. nóvember 1989. Sigurvegarar riðlanna komast áfram í 8 liða úrslit. -ih/reuter þjálfari þar. 1 samtali við blaða- mann fyrir æfinguna sagði hann að honum litist vel á margar af eldri stelpunum, þær væru mjög góðar og byggju yfir mikilli reynslu sem kæmi sér vel í leikjum eins og þeim sem eru framundan í Svíþjóð og Finn- landi. „Leikirnir við Svía og Finna verða einskonar prufu- leikir fyrir mig og liðið. Stelpurn- ar hafa ekki átt þess kost að leika mikið saman þannig að ég veit í raun ekki hvernig þær koma til með að vinna saman,“ sagði Bambir. „Ég hef áður þjálfað kvennalið í Júgóslavíu. R.K. Tresnjevka varð m.a. IHF meistari undir minni stjórn 1982.“ „Það sem þarf að gera er að byggja upp yngri liðin. Við þurf- um að breyta landsliðinu mjög hægt. Það er ekki hægt að skipta út öllum eldri spilurunum í einu, yngri stelpurnar þurfa að koma inní dæmið smátt og smátt. Ég hef fylgst með leikjum í yngri flokkunum og líst mjög vel á margar stelpur þar. Sérstaklega er mikill efniviður hjá Gróttu og FH. Eftir ferðina núna er vel hugsanlegt að ég bæti 5-6 stelpum við í hópinn. En það hlýtur að vera stefna að vera með 25-30 manna hóp af stelpum á aldrinum 14-18 ára og geta byggt þar upp 12-15 manna kjarna sem tekur við af þessum stelpum sem eru núna í landsliðinu.“ Margar af þessum stelpum sem eru núna í hópnum spila knatt- spyrnu á sumrin, samræmist það þínum hugmyndum? „Ef stelpurnar spila fótbolta þá mega þær það mín vegna. En ef þær ætla að spila handbolta þá verða þær að gefa sig allar í það. Ég skil þær mjög vel að vilja spila fótbolta á sumrin þar sem þær æfa ekki handbolta þá. En ef við eigum að geta náð árangri í C- keppninni í október þá er það ljóst að við verðum að æfa í allt sumar. Þess vegna verða þær að velja,“ sagði Bambir að lokum. ogþetb líka... Geirlaug Geirlaugsdóttir hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu FRÍ. Geirlaug er fyrrum spretthlaupari úr Ármanni. Mun hún sjá um bréfa- skriftir og aðra ritvinnslu á vegum sambandsins. Þá mun hún verða hin- um ýmsu nefndum FRÍ innan handar um það sem skrifstofan getur hjálpað þeim með, t.d. útgáfustarfsemi. Coventry núverandi deildarbikarmeistarar í Englandi vonast til að geta sýnt áhorfendum eitthvað af því sem þeir lærðu af v-þýska liðinu Hamburg. Leikmenn Coventry og Hamburg voru í æfingabúðum nálægt Malaga á Spáni í nokkra daga í síðustu viku. Framkvæmdastjóri Coventry, John Silett sagði að liðin hefðu lært nokkuð hvort af öðru. „Leikmenn Hamburg horfðu á æfingar hjá okkur og við hjá þeim", sagði hann. Coventry mætir Watford í ensku deildarbikarkeppninni á laugardag- inn. Nær uppselt er á alla leikina í úrslitakeppninni í knattspyrnu í V-Þýskalandi í júní n.k. Að sögn Horst Schmidt, fram- kvæmdastjóra keppninnar, er mjög líklegt að það verði uppselt á alla leikina 15. Frá Danmörku hafa borist óskir um 39.000 miða á hvern hinna þriggja leikja danska liðsins. Þau sjö ríki sem taka þátt í úrslitakeppninni fá úthlutað 20% af þeim miðum sem seldir verða. Þannig eiga Danir að- eins rótt á 12-13.000 miðum á hvern leik. Schmidt sagði að það væri von á svipuðum óskum frá Ítalíu og Hol- landi áður en frestur til að festa sér miða rennur út á mánudaginn. Hann taldi líklegt að það yrði uppselt á alla leikina, að leik Sovétmanna og íra undanskildum. Margar af eldri stelpunum góðar En við verðum að byggja upp Islenska kvennalandsliðið áförum til Svíþjóðar og Finn- lands. Slavko Bambir landsliðsþjálfara líst vel á íslenskan kvennahandknattleik Þær stúlkur sem Bambir valdi \ ferðina eru Markverðir: Kolbrún Jóhannesdóttir Fram Halla Geirsdóttir............FH Fjóla Þórisdóttir...Stjörnunni Aðrir leikmenn: GuðríðurGuðjónsdóttir... Fram Arna Steinsen..............Fram Ósk Víðisdóttir............Fram Eva Baldursdóttir.............FH Kristín Pétursdóttir..........FH Erna Lúðvíksdóttir...........Val Katrín Fridriksen............Val Guðný Gunnsteinsdóttir Stjörnunni Inga Einarsdóttir.............FH HeiðaEinarsdóttir.............FH Inga Lára Þórisdóttir ...Víking Margrét Theódórsdóttir Haukum Þjáfari er Slavko Bambir, sjúkraþjálfari Oddný Sig- steinsdóttir og fararstjórar Helga Magnúsdóttir og Björg Guð- mundsdóttir. -íh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.