Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 5. febrúar 1988 28. tölublað 53. árgangur Samningar Olga innan VMSI SigurðurT. Sigurðsson: Framkvœmdastjórn VMSÍer jafnfjarlœg manni og tunglfarar. Hlíf er ekki með verkfallsheimild tilskrauts. HrafnkellA. Jónsson: Kjarabarátta verður aðfarafram á eiginfor- sendum en ekki forsendum ríkisvaldsins Mig rak í rogastans þegar ég heyrði það eftir fjöliniðiuni að Verkamannasambandið væri búið að skipa nefnd til að undir- búa kröfugerð fyrir langtíma- samninga. Mér er spurn „vorum við ekki búin að setja fram kröfur áður?" Framkvæmdastjórnin er að verða félðgunum jafn fjarlæg og tunglfarar, sagði Sigurður T. Sigurðsson, formaður verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- fírði. Að sögn Þóris Daníelssonar, framkvæmdastjóra VMSÍ, er ekkert því til fyrirstöðu að samn- ingaviðræður geti hafist að nýju eftir formannafund VMSÍ, sem haldinn verður á miðvikudag í næstu viku. Fram að þeim tíma mun undirnefhd, sem kosin var á framkvæmdastjórnarfundi í gær, vinna að nýrri kröfugerð. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er viðbúið að erfiðlega gangi að berja saman nýja kröfu- gerð sem taki mið af samningum til langs tíma. Vitað er að menn skiptast nokkuð í tvö horn hvað varðar afstöðu til launakrafna. Annars vegar eru þeir sem telja að stefna verði óhikað á umtals- verðar kauphækkanir. Hins veg- ar eru þeir sem eru hófsamari og leggja áherslu á að ríkisvaldið greiði fyrir samningum með dýr- tíðaruppbótum og sérstökum að- gerðum til að treysta rekstrar- grundvöll fiskvinnslunnar. Sigurður sagði að það væri veikleikavottur að ekki hefði enn verið rætt um hvernig aðgerðum skyldi hagað ef á herti. - Við þor- um ekki annað en að búa okkur undir að fara einir og sér. Að svo stöddu vil ég ekki útiloka neitt. Við höfum fyrir all nokkru aflað okkur verkfallsheimildar og hún er ekki fengin nema menn séu reiðubúnir að beita henni, sagði Sigurður. - Ég hygg að við komumst ekki út úr þeim vítahring að semja um laun sem eru undir hungurmörkum, nema kjarabar- áttan sé rekin á eigin forsendum, sagði Hrafnkell A. Jónsson, for- maður verkalýðsfélagsins Árvak- urs á Eskifirði. - Sá vandi sem verkalýðs- hreyfingin á við að etja stafar ekki síst af því að hún hefur beðið eftir að ríkisstjórnir legðu spilin á borðið. Við höfum allt of oft hag- að baráttu okkar eftir því hvað ríkisstjórnir gera og þannig hefur verkalýðsforystan orðið í raun að einskonar efnahagsstofnun sem hlýtir forsendum ríkisvaldsins í kjaramálum. - Stéttabarátta fer ekki alltaf eftir lögmálum rökhyggju. Jafnvel þó menn eigi hægt um vik að sýna fram á tölulegt tap af átökum á vinnumarkaði, er ekki þar með sagt að ávinningurinn sé enginn. Ein ástæða þess að at- vinnurekendur eru orðnir jafn óbilgjarnir í seinni tíð og raun ber vitni, er að þeir eru þess fullvissir að búið sé að sannfæra verkafólk um að verkföll séu óskynsamleg, sagði Hrafnkell. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra lýsti því yfir á alþingi í gær, að hann ræði við aðila vinnu- markaðarins í dag um útlit og horfur í samningamálum. Þor- steinn sagði að óraunhæft væri að ríkisvaldið greiddi fyrir samning- um fyrr en ljóst væri að hverju drægi í samningaviðræðum. -rk Efnahags- og kjaramál Frá alþingi í gær. Karvel Pálmason snýr baki við þeim Karli Steinari Guðnasyni og Jóni Baldvini Hannibalssyni. (Mynd: EÓI) Kratajónar ósammála um vexti Lítilsamstaðaogfáttumráðhjáríkisstjórninni. Enn á launafólk að ná niður verðbólgunni Lítil samstaða virðist vera innan ríkisstjórnarínnar um það til hvaða ráðstafana sknli gripið í efnahagsmálum um þessar mund- ir, en ástandið í efnahags- og kjaramálum var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær. Það var Steingrímur J. Sigfússon sem hóf umræðuna með því að leggja nokkrar spurningar um ástandið í efnahagsmálum fyrir forsætis- ráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson hélt við umræðuna mikla varnarræðu fyrir matarskattinum en kom þó nokkru sinnum að öðrum þáttum efnahagsmálanna. M.a sagði hann að ef aðilar vinnumarkaðar- ins næðu „skynsamlegum" kjara- samningum kæmi til greina að ríkisstjórnin fengi Seðlabankann til að ná niður vöxtum í áföngum. Flokksbróðir hans og nafni í viðskiptaráðuneytinu var hins- vegar ekki sömu skoðunar. Hjá honum kom fram að undir engum Borgarstjórn Góðærið tii jöfhunar / Fjárhagsáœtlunin afgreidd „Nú er lag til að nota góðærið í borgarsjóði til að bæta hag þeirra þjóðfélagshópa sem hingað til hafa verið afskiptir, svo sem barna, unglinga og aldraða, í stað þess að reisa sér hégómlega minn- isvarða í malbiki og luxusbyg- gingar eins og íhaldsmeirihlutinn ætlar sér", sagði Kristín Á. Ólafs- dóttir, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, við síðari umræðu um fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar í gærkvöldi. Við síðari umræðuna um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem stóð langt fram á nótt, lagði stjórnarandstaðan í borgarstjórn fram sameiginlega 18 ályktunar- tillögur, auk annarra tillagna, sem allar gengu út á það að nota nú góðærið í borgarsjóði til hags- bóta fyrir þá þjóðfélagshópa í borginni sem hafa verið afskiptir hingað til af íhaldsmeirihlutanum í borgarstjórn. Þrátt fyrir málefnalegar til- lögur, benti fátt til þess að þær yrðu samþykktar, enda íhalds- meirihlutinn betur þekktur fyrir annað en að standa að aðgerðum til jöfnunar fyrir þá sem lakast eru settir í borginni. -grh kringumstæðum mætti hið opin- bera hafa afskipti af vaxtaþróun- inni með lögboði. Þorsteinn Páls- son, forsætisráðherra, virtist sömu skoðunar og Jón Sigurðs- son, en viðurkenndi þó að vextir væru of háir. Voru báðir þeirrar skoðunar að til þess að vextir lækkuðu þyrfti að ná niður verð- bólgunni. Hvað kjaramálin varðaði voru áðurnefndi ráðherrar, auk Hall- dórs Ásgrímssonar, þeirrar skoð- unar að aðilum vinnumarkaðar- ins bæri að semja á „skynsömu nótunum," þannig að hægt væri að ná niður verðbólgunni. Einu aðgerðirnar sem boðaðar voru, var aðstoð við fiskvinnsluna, þó varla virðist samstaða um það, því fjármálaráðherra færði að því fimleg rök með tölfræðilegum kúnstum að þar sem útgerð og fiskvinnsla væri að mörgu leyti í eigu sömu aðila bæri að færa hagnað af útgerð yfir á tap fisk- vinnslunnar. bls. 5 -stf Sjá Alþingi Samstaða gegn Dounreay Utanrikismálanefnd leggur til að þingsályktunartillaga Hjörleifs Guttormssonar og fleiri þingmanna um að Alþingi feli rikisstjórninni að bera fram mót- mæli gegn stækkun endurvinns- lustöðvar íyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay f Skotlandi, verði samþykkt. Nefndin leggur til að smávægi- legar orðalagsbreytingar verði gerðar á tillögunni, en hún felst í því að í stað þess að ríkisstjórn- inni sé gert að bera fram formleg mótmæli, er henni gert að vinna áfram gegn þessum áformum. Meðflutningsmenn Hjörleifs að tillögunni voru þau Kristín Einarsdóttir, Árni Gunnarsson, Júlíus Sólnes, Páll Pétursson og Guðrún Helgadóttir. Búist er við að tillagan komi til annarrar umræðu í næstu viku. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.