Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 5
ÞJÓÐMÁL Efnahags- og kjaramál Launafðlk greiði niður verðbólguna Utandagskrárumrœba um stöðuna íefnahags- og kjaramálum. Svör ráðherra við spurningum Steingríms J. Sigfússonar voruáþá leið að með „skynsömum “ samningum verði hœgt að ná niður verðbólgu og um leið háum vöxtum Þó Jón Baldvin héldi því fram að launafólk hagnaðist af matarskattinum virðist almenningur ekki sama sinnis. Þeir Steingrímur J. Sigfússon og Guðmundur Ágústsson virða fyrir sér skoðanakönnun DV um matarskattinn undir umræð- um í gær. Mynd E.ÓI. Fátt var um svör hjá ráðherr- unum við þeim spurningum sem Steingrímur J. Sigfússon lagði fyrir þá við upphaf utandag- s»rárumræðu um stöðuna í efnahags- og kjaramálum á Al- þingi ■ gær. Steingrímur hóf mál sitt á því að segja að brýnt væri að ríkis- stjórnin greindi frá áformum sín- um um aðgerðir í efnahagsmálum í ljósi þess að enn hafa samningar ekki náðst á vinnumarkaðinum þótt þeir hafi verið lausir síðan um áramót, en hingað til hafa svör ríkisstjórnarinnar verið fá- tækleg varðandi stefnuna. Þetta stefnuleysi ríkisstjórnarinnar varð svo til þess að verkalýðs- hreyfingin setti stefnuna á skammtímasamninga, sem nú hefur verið siglt í strand vegna óbilgirni atvinnurekenda. Spurt um stöðuna Steingrímur sagði að ríkis- stjórnin líktist risaeðlum frá for- sögulegum tímum að því leyti að hún væri svo lengi að hugsa. Lagði hann svo nokkrar spurn- ingar fyrir forsætisráðherra. I fyrsta lagi spurði hann um stöðu atvinnuveganna, einkum útflutningsgreinanna, en fyrir fá- einum vikum lagði ríkisstjórnin auknar álögur á þessar greinar í formi launaskatts og með því að draga úr endurgreiðslum á upp- söfnuðum launaskatti. f öðru lagi spurði hann hvað ríkisstjórnin hyggðist fyrir í vaxtamálum, en háir raunvextir eru að sliga heimilin og fyrir- tækin. Vitnaði Steingrímur til skýrslu Seðlabankans frá því í desember, en þar kemur fram að raunvextir hafí aldrei verið hærri og að sú skoðun að háir vextir dragi úr eftirspurn virðist hafa beðið skipsbrot. Þá spurði Steingrímur út í gengismál og kjaramál. Hann spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að grípa til einhverra aðgerða tii að liðka fyrir samningum, einsog t.d. með hækkun persónufrá- dráttar. Hann spurði forsætisráð- herra einnig hvort hann væri sam- mála atvinnurekendum að 7-9% grunnkaupshækkun væri óað- gengileg krafa þegar það liggur fyrir að það þurfi 13% hækkun til að ná kaupmættinum sl. haust. Steingrímur spurði einnig um stöðu ríkissjóðs, viðskiptahall- ann og hvort ríkisstjórnin hygðist grípa til einhverra aðgerða til að rétta hlut landsbyggðarinnar. „Utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að Róm sé að brenna, en samt verður einskis lífsmarks vart hjá ríkisstjórninni, frá henni heyrist ekki einusinni sarg í fiðlu.“ Að lokum sagði Steingrímur að efnahagsvandinn stafaði ekki af óhagstæðum ytri skilyrðum heldur ætti hann rætur að rekja til þess að verðmætunum er vitlaust ráðstafað og að það ríkir stjórn- leysi í efnahagsmálunum. Verðbólgan heldur vöxtum uppi Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, kvartaði undan því að Steingrímur hefði ekki minnst á aukningu ráðstöfunartekna, sem var um 18% á meðan þjóðartekj- ur jukust um 8%. Sagði hann að slík meðaltöl segðu vissulega ekki allt og því yrði í kjarasamn- ingum nú að leggja áherslu á að bæta kjör þeirra verst settu. Þá sagði hann það áhyggjuefni hversu mikið kjarasamningarnir hafa dregist á langinn. Að sögn Þorsteins blandaði ríkisstjórnin sér ekki á beinan hátt í Vestfjarðarsamningana en hinsvegar hefðu farið fram ó- formlegar viðræður við samn- ingsaðila og sama ætti við við- ræður VSÍ og VMSÍ, en í dag eiga deiluaðilar fund með forsætisráð- herra. „Ríkisstjórnin er tilbúin að taka þátt í viðræðum en samn- ingsaðilar verða að koma sér sjálfir að samningsborði og finna flöt sín á milli á vandanum.“ Þorsteinn ræddi töluvert um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar og sagði að allar ákvarðanir hefðu stefnt að því að ná niður verðbólgu. Það væri því út- úrsnúningur að halda því fram að efnahagsstefnan liggi ekki fyrir. Hann viðurkenndi að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefðu haft í för með sér hækkun vaxta, sem hefði haft þýðingu við að koma á jafnvægi á fjármagnsmarkaðin- um. Hann sagði að vextir væru óneitanlega háir en forsendan fyrir því að þeir lækkuðu væri að verðbólgunni yrði náð niður. Þá sagði hann að óvissan í kjaramál- um héldi uppi vöxtum. Það ják- væða við það væri að innlendur sparnaður hefði aukist og að síð- ustu tölur benda til þess að þau aukist hraðar en útlán. Vantrú á ríkisstjórninni Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir sagði að Þorsteinn talaði alveg einsog þegar hann var fram- kvæmdastjóri VSÍ. Enn sem fyrr væri launafólki ætlað að ná niður verðbólgunni. Hún benti hins- vegar á að þó laun hafi ekkert hækkað síðan í nóvember hefur verðbólgan ætt upp. Þá sagði hún að kjör láglauna- fólksins yrðu ekki leiðrétt í kjara- samningum, það hefði reynslan marg sýnt og þess vegna beri lög- gjafanum að gera eitthvað fyrir það fólk. Aðalheiður sagðist andvíg skammtímasamningum, en á- stæðuna fyrir tregðunni í kjara- samningum sagði hún vera van- trú fólks á ríkisstjórninni, sem hefði gert hverja atlöguna á fætur annarri að vösum launafólks. Viðskiptahallinn 10 miljarðar Halldór Ásgrímsson sagði að kaupmáttur ráðstöfunartekna hlaut að lækka með þeirri ákvörðun að koma á hallalausum ríkisbúskap, en þar sem tekjur okkar hafi hækkað mikið að und- anförnu virðist allt þjóðfélagið búast við því að þær geti haldið áfram að aukast. Halldór ræddi töluvert um rekstrarvanda fiskvinnslunnar og sagði að gripið yrði til ákveðinna aðgerða til að mæta honum, t.d. með meiri endurgreiðslum á uppsöfnuðum söluskatti en ráð- gert hafði verið, en fleira yrði að koma til. Þar sem viðskiptahallinn stefn- ir í 10 miljarða verður ekki hjá því komist að grípa til frekari að- haldsaðgerða, sem koma fram í fjárfestingum fyrirtækja, íbúðar- húsnæði og fjárfestingum sveitarfélaga einsog t.d. Reykja- víkur. Sagði hann að Reykjavík hefði ákveðið að fjárfesta fyrir 4,5 miljarða í ár, en það yki á þensluna í höfuðborginni og var þó vart á hana bætandi að mati Halldórs. Sigríður Lillí Baldursdóttir tal- aði fyrir Kvennalistann og sagði að ríkisstjórnin setti rétt fjár- magnsins í forgang en rétt launa- fólks í afgang. Hún ræddi töluvert um matar- skattinn og sagði hann stórháska- lega tilraun gerða á fólki til að bæta skil á söluskatti. Líkti hún þessari tilraun við bóndann sem ákvað að gera tilraun á hesti sín- um. Ákvað hann að draga smám- saman úr fóðrun hestsins svo klárinn yrði ekki var við það. Hesturinn dó svo daginn áður en skammturinn varð að engu. „Ég hlýt því að hvetja ríkis- stjórnina til að hætta tilrauninni því hver dagur getur verið sá síð- asti.“. Þá ræddi hún stjórnar- myndunarviðræðurnar og þá kröfu Kvennalistans að lág- markslaun yrðu þau sömu og framfærslukostnaður. Þeim var þá bent á að launamunurinn væri lögmál sem hefði gilt frá dögum Habúrabís í Mesapótamíu. Taldi hún að Vestfjarðarsamningarnir sýndu að lögmálið væri ekkert lögmál. Skammir, skítur, rógur... Jón Baldvin Hannibalsson fór mikinn í varnarræðu sinni fyrir matarskattinn. „Ég hef mátt sitja undir skömmum, skít, rógi, sví- virðingum, skætingi og afflutn- ingi mála vegna aðgerða ríkis- stjórnarinnar," sagði hann m.a. Með hjálp mikillar talnarunu færði hann svo rök að því að svo- til hver einasta fjölskylda í landinu hefði hagnast af breyttu tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs, það þrátt fyrir að skattbyrðin þyngist um 5 miljarða að hans mati, sem aðrir segja að sé allt að 10 milj- örðum. Jón Baldvin sagði að það væri misgengi í starfskjörum fyrir- tækja í landinu og að það væri misgengi í launakjörum, en þetta hvorutveggja þyrfti að leiðrétta. Þá mótmælti hann því harðlega að ríkisstjórnin væri stefnulaus og benti á skattkerfis- og tekju- öflunarbreytingarnar, auk halla- lausra fjárlaga. Hinsvegar taldi hann að sveitarfélögin og þó einkum Reykjavík ættu að draga úr fjárfestingaráformum, en í Reykjavík aukast þau um 63% á milli ára að sögn Jóns Baldvins. „Ríkisstjómin hefur gert margt og mikið en það vantar samt herslumuninn til að ná vissu um að stefnan skili árangri síðari hluta árs. Sú vissa fæst ekki fyrr en kjarasamningar hafa verið gerðir. Verði gerðir „skynsam- legir“ samningar verður engin gengislækkun og þá gæti stjórnin fengið Seðlabankann til að lækka vexti í áföngum.“ Jón Baldvin boðaði einnig hert eftirlit með söluskattsskilum m.a. með því að skikka seljendur vöru og þjónustu til að setja upp innsiglaða sölukassa fyrir 1. maí. Buddan segir til sín Stefán Valgeirsson sagðist varla trúa því að fjármálaráð- herra trúi því sjálfur að matar- skatturinn auki ekki útgjöld heimilanna. Sagði hann að þeir sem sjái um innkaup fyrir heimil- in viti betur þar sem buddan segir til sín. Þá sagði hann að flest benti til þess að það skelli á verkföll og að það þýði ekkert að flagga meðal- tölum um aukinn kaupmátt þar sem fjöldi fólks verði að lifa af lágmarkslaunum. Á annan tug þingmanna var á mælendaskrá í umræðunni sem stóð fram yfir kvöldmat. -Sáí Föstudagur 5. febrúar 1988 ÞJÖÐVILJiNN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.