Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 15
Og þetta
líka...
Alan Bali
stjórinn hjá Portsmouth, sem var
helsta stjarna í ensku knattspyrnunni
1966, segir þaö týpískt fyrir lið sitt
hvað það gerði sér erfitt fyrir þegar
það lék gegn Sheffield Wednesday í
vikunni. „Þeir létu skora hjá sér eitt
mark og þurftu síðan að vinna upp
muninn sem gat orðið talsvert erfitt.
Þeir geta ekki gert neitt auðveldlega"
sagði stjórinn. Portsmouth vann
leikinn 2-1 og mun leika við Bradford
City næst.
Rekinn
Keith Burkinshaw, sem stjórnað hef-
ur Sporting Lissabon í eitt ár var rek-
inn eftir að liðið tapaði 4-0 í síðustu
viku. Þó liðið sé í 8. sæti var það ekki
nóg en Burkinshaw hefur aldrei líkað
vel í Portúgal og kemur því ákvörðun-
in ekki mikið á óvart. Sporting Lissa-
bon, sem er talið eitt af risunum í port-
úgalskri knattspyrnu hefur ekki unnið
titil í fimm ár.
Wales
Knattspyrnusamband Wales ákvað á
fundi sínum á miðvikudaginn að reka
Mike England sem framkvæmda-
stjóra. Er ástæðan sú að Wales tókst
ekki að komast í úrslit heimsmeist-
arakeppninnar 1988. Wales hefur
aðeins unnið 18 leiki undir stjórn Mike
Englands en tapað 22 þrátt fyrir að
hafa stórkarla eins og Kevin Ratcliffe,
lan Rush, Mark Hughes og Neville
Southall. Þrátt fyrir að Wales hafi
misst naumlega af úrslitakeppninni
eru leikmenn landsliðsins ánægðir
með England.
Sund
Á sunnudaginn leggja Eðvarð Þór
Eðvarðsson og Friðrik Ólafsson upp í
leiðangur. Fyrst er förinni heitið til
Austur-Berlínar þar sem Eðvarð
tekur þátt í alþjóðlegu móti og kepþir í
baksundi í 50 metra laug. Þaðan
heldur hann til Bonn með öðrum
keppendum af mótinu og tekur þátt í
Arena-festival en þar er keppt í 25
metra laug og mun Eðvarð keppa í
baksundi auk 200 metra fjórsunds.
Fimleikar
Dómaranámskeið í áhaldafimleikum
kvenna og karla verða haldin í næstu.
Fá þátttakendur landsdómararétt-
indi. Allar upplýsingar hjá Katrínu á
skrifstofu FSÍ í síma 83123.
Svali Björgvinsson Val var alltaf alls staðar og er greinilega mikið efni.
Karfa
Dauft í Keflavík
Heimamenn alltaf yfir og sigurinn aldrei í hœttu
Það var dauft yfir leik
Keflvíkinga og Valsara þegar þeir
þeir síðarnefndu fóru til Kefla-
víkur.
Leikurinn byrjaði hratt og
komust heimamenn í 8-0. Völs-
urum gekk illa að komast í gang
en þegar staðan var 12-2 tóku
Keflavík 4. febrúar
ÍBK-Valur 72-66 (39-35)
Stig ÍBK: Magnus Guðfinnsson
14, Jón Kr. Gíslason 11, Guðjón
Skúlason 10, Sigurður Ingimund-
arsson 10, Hreinn Þorkelsson 9,
Ólafur Gottskálksson 6, Axel Nik-
ulásson 6, Gyifi Þorkelsson 4,
Falur Harðarsson 2.
Stig Vals: Tómas Holton 20,
Svali Björgvinsson 11, Leifur
Gústafsson 9, Jóhann Björnsson
9, Torfi Magnússon 5, Björn Zo-
ega 5, Þorvaldur Geirsson 4, Ein-
ar Ólafsson 3.
Dómarar: Ómar Scheving og
Jón Otti Ólafsson voru mjög góð-
ir. Kannske bestu menn vallarins.
Maður leiksins: Svali Björg-
vinsson Val.
þeir leikhlé og þegar þeir komu
aftur til leiks léku þeir maður á
mann. Við þetta fór að ganga bet-
ur og tókst þeim að saxa á for-
skotið. Var staðan þegar nokkrar
mínútur voru til loka fyrri hálf-
leiks 33-31 en þar komust Valsar-
ar næst því að jafna.
Síðari hálfleikur byrjaði hratt
eins og sá fyrri. En á 11. mínútu
fór hann að dofna og á tímabili
var ekkert að ske. Leikmenn
hittu ekki, samleikurinn var af-
leitur og var ekki skorað í 3 mín-
útur. Keflvíkingar héldu síðan
áfram að auka muninn og var
staðan 50-40 og 56-49. í síðasta
hluta leiksins fóru þó Valsmenn
að taka svolítið við sér og náðu
aftur að minnka forskotið en það
dugði ekki til.
Liðin voru almennt frekar
slöpp og var enginn sem stóð
uppúr. -sóm/ste
Erlend knattspyrna
Lineker og Schuster
út í kuldann
Barcelona og Feyenord og jafnteflis-
frœðingarnir gerðu jafntefli
Getraunir
Ein óvænt úrslit
Bóndi úr Skagafirðinum með 12 rétta
í 22. leikviku var ekki mikið
um óvænt úrslit. Líklegt er þó að
sigur Port Vale á Tottenham hafi
verið mörgum tipparanum erfið-
ur. Þó voru þrír með 12 rétta og
fékk hver um sig 213.725.- krón-
ur í sinn hlut. Var það einn úr
Reykjavík, einn nafnlaus seðill
og bóndi úr Skagafirðinum. Með
11 rétta voru 128 og kom í hlut
hvers um sig 2,147.-
1X2... 1X2... 1X2... 1X2... 1X2...
23. leikvika
Liverpool-West Ham............................1 11111111
Norwich-Watford..............................11x111112
Nott. Forest-Chelsea..........................1 x 1 1 1 1 1 1 x
Portsmouth-Derby..............................2x1x1 1 1x1
Q.P.R.-Charlton..............................111211111
Wimbledon-Newcastle...........................2 122111x1
Blackburn-Man.City............................x 1 2 x 1 1 1 1 x
Cr. Palace-Birmingham.........................2 1 1 2 1 1 1 1 x
Leeds-lpswich.................................1 11x11112
Millwall-Bradford.............................1 1 1 2 1 2 1 x 1
Plymouth-Barnsley............................1 1 x 2 x 1 x 1 x
Swindon-Middlesbor............................x222221 xx
BIS efstir í hópleiknum
Hópleikurinn er orðinn rúm-
lega einn þriðji hluti af sölu get-
rauna. Vegna vinsælda hans er í
deiglunni að veita aukaverðlaun
fyrir 2. og 3. sæti þegar upp verð-
ur staðið í vor. Enginn hópanna
fékk 12 rétta í síðustu viku en
nokkrir voru með 11 rétta: SÆ-2,
BIS, GH BOX258, Wembley,
Ágúst, Ricki 2001, 5 á flugi,
Dagsskokk, Guðjón, Júmbó og
Svefn.
Staða efstu hópa:
BIS 156 stig, Sörli 154, SÆ-2154,
Kiddi Bj 153, Ricki 2001 153, GH
box258 152, Ágúst 152, TVB16
150, Portsmouth 149, GRM 148,
Trompásinn 147, Einar Ó 146,
HGA 146, ABBA 145, C12 145,
BABÚ 145. -ste
Á miðvikudagskvöldið voru
nokkrir leikir í fjórðu umferð
bikarkeppninnar á Englandi.
Manchester City vann Blackpool
2-1 og mun þá Manchester City
leika gegn Plymouth í næstu um-
ferð. Jafnteflissérfræðingunum í
Everton tókst að ná í enn eitt
jafnteflið þegar þeir léku gegn
Middlesbro. Everton var yfir þar
til á síðustu mínútu leiksins, þá
náðu Middlesbro að skora og í
framlengingunni sneru þeir tafl-
inu við voru einu marki þar til á
síðustu mínútu framlengingar-
innar. Voru leikmenn Middle-
sbro byrjaðir að fagna þegar Tre-
vor Steven jafnaði með glæsilegu
skallamarki.
í skotlandi var leikið í þriðju
umferð bikarkeppninnar. Forfar
og Partick gerðu jafntefli 1-1 en
sigurvegari í þessum leik mun
leika gegn Clydebank. Ayr tap-
aði gegn Dunfermline 0-2 og
keppir Dumfermline gegn Raith
eða Glasgow Rangers. Brechin
tapaði gegn Dundee 0-3 sem
leikur gegn Motherwell í næstu
umferð. Cowdenbeath tapaði
gegn Clyde og fer Clyde því gegn
East Stirling. Kilmarnock tapaði
gegn Motherwell 1-3, Motherw-
ell fer því til Dundee. Einn leikur
var í skosku deildinni, Hearts og
Dundee gerðu jafntefli 1-1.
Á Spáni vann Real Sociedad
Real Madrid 1-0 og Osasuna og
Barcelona gerðu jafntefli 0-0.
Það er gamla kempan John Tos-
hack sem er þjálfari Real Socie-
dad og var hann mjög ánægður
með sigur yfir efsta liði deildar-
innar. Það vakti athygli að hvorki
Gary Lineker né Bernd Schuster
spiluðu með. Þjálfari Barcelona
Luis Aragones sagði að aðrir
leikmenn væru í betra formi en
Lineker sagði þá að hann vissi
ekki hvor væri í betra formi hann
eða Aragones. Aragones er eins
og kunnugt er nýútskrifaður af
spítala eftir taugaáfall. Lífið
leikur ekki við stórliðið Barce-
lona en líklega mun risinn taka
við sér ef Johan Cruyff kemur og
tekur við stjórninni.
í Hollandi léku saman Roda og
Feyenord og skoraði hvort lið 1
mark. Ef Feyenord hefði sigrað
hefðu þeir komist í 3. sæti í
deildinni en PSV Eindhoven-
trónir enn á toppi hennar með 37
stig og Ajax er í 2. sæti með 32.
_______________________-ste
Handbolti
Fjórir leikir
í 1. deild
Laugardaginn kl.14.00 á
Akureyri leika KA og Valur.
Kl. 14.00 í Seljaskóla leika ÍR
og Þór.
Sunnudaginn kl.20.00 í
Höllinni leika Fram og UBK
og kl.21.15 leika á sama stað
KR og FH.
Staðan
FH...........11 9 2 0 314-239 20
Valur....... 11 9 2 0 237-175 20
Vlkingur.... 11 7 0 4 277-250 14
UBK..........11 7 0 4 236-237 14
Stjarnan....11 5 1 5 251-267 11
KR...........11 4 1 6 234-247 9
IR...........11 3 2 6 236-268 8
KA.......... 11 2 3 6 221-238 7
Fram........ 11 3 1 7 249-270 7
Þór......... 11 0 0 11 212-276 0
Um
helgina
Karate
Laugardaginn 6. kl. 14.00 hefst
í Hagaskóla Unglingameistara-
mót 1988 í Karate. Verður keppt
í Kumite, Kata og Hópkata.
Keppendur verða á annað hundr-
að og er vonast til að foreldrar
komi og fylgist með bömum sín-
um. Úrslit em áætluð kl. 16.30 og
mótslok kl. 18.00. Aðgangseyrir
er 200 kr. fyrir fullorðna og 100
kr. fyrir börn yngri en 12 ára.
Badminton
Laugardag og sunnudag fer
fram deildarkeppni Badminton-
sambansins og hefst keppni
kl. 10.00 báða dagana í Laugar-
dagshöll. Keppt verður í þremur
deildum og em 180 keppendur
skráðir til leiks úr 22 félögum.
Frjálsar
Laugardaginn 6. kl.9.30 hefst í
Seljaskóla íslandsmeistaramót
15-18 ára innanhúss í frjálsum
íþróttum. Keppt verður í kúlu-
varpi, atrennulausum stökkum
og hástökki. Þá verður gert hlé en
keppni hefst aftur kl. 16.30 í Bald-
urshaga og verður þá keppt í
grindahlaupi og riðlum í 50m
hlaupi.
Sunnudaginn 7. hefst keppi
aftur kl. 10.00 í Baldurshaga og
verður þá keppt í 50m hlaupi og
langstökki með atrenu.
Pílukast
Laugardaginn 6. kl. 14.00 hefst
í Frostaskjóli við Kaplaskjólsveg
(KR heimilið) UNI CORN
mótið. Þetta er einstaklings-
keppni og hafa þegar verið
skráðir um 60 keppendur. Þetta
mun vera eitt stærsta mót lands-
ins fyrir utan íslandsmót.
Fatlaðir
Laugardaginn 6. kl. 10.00 hefst
í íþróttamiðstöðinni Laugardal
kynningarfundur íþróttasam-
bands fatlaðra. Þar mun l.F.
kynna starfsemi sína og er sér-
stakur gestur fundarins Belginn
Bemard Jurdant sem er fram-
kvæmdastjóri “Special Olym-
pics“ en það er alþjóðleg hreyfing
sem vinnur að íþróttamálum
þroskaheftra. Áætluð fundarlok
eru kl. 13.00.
Karfa
í kvöld verða tveir leikir í úr-
valsdeildinni. Á Akureyri
kl.20.00 leika Þór og UMFG og í
Digranesi leika kl.20.00 UBK og
UMFN.
Sunnudag kl. 14.00 leika í
Seljaskóla Léttir og ÍS í 1. deild
karla. Kl. 14.00 leika í Hafnar-
fírði Haukar og ÍS í 1. deild
kvenna. Kl. 20.00 leika í Haga-
skóla KR og ÍR í úrvalsdeildinni
og kl.21.30 í Hagaskóla leika KR
og ÍBK í 1. deild kvenna.
Kl. 15.30 leika í Seljaskóla KR og
UMFN í l.flokki karla B og
kl. 17.00 í sama húsi leika Valur
og ÍS í 1. flokki karla A. Á
Strandgötu kl. 15.30 leika í 2.
flokki karla Haukar og ÍBK.
Handbolti
í kvöld, föstudag, kl.20.00
leika í Hafnarfirði Haukar og
Reynir í 2. deild karla. Kl.20.00
leika í Njarðvík UMFN og Fylkir
í 2. deild karla.
Laugardag kl. 15.15 leika á Ak-
ureyri Þór og HK í 2. deild
kvenna. Kl.14.00 leika á Selfossi,
Selfoss og ÍBV í 2. deild karla.
Kl. 14.00 leika á Seltjarnarnesi
Grótta og ÍBV í 2. deild kvenna.
Kl.15.15 leika á Seltjarnarnesi
Grótta og UMFA í 2. deild karla.
Sunnudaginn kl.13.00 leika í
Keflavík ÍBK og ÍBV í 2. deild
kvenna.
Föstudagur 5. febrúar 1988 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 15