Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.02.1988, Blaðsíða 8
HEIMURINN Afstaða NATO er óráðin Nú þarfaðfylgja INF-samningnum eftir, segir Egon Bahr, sérfrœðingur vestur-þýska jafnaðarmannaflokksins ísamskiptum austurs og vesturs ísamtali við tímaritið Der Spiegel Bandarísk Lance-eldflaug. „Vlð getum ekki fallist á neina endurnýjun skammdrægu vopnanna." Sp: Herra Bahr, hafiö þér ósk- að yðar gamla andstœðingi, Franz Josef Strauss, til ham- ingju eftir að hann kom frá Moskvu og viðurkenndi að So- vétríkin hefðu ekki lengur nein árásaráform gagnvart Vestur- veldunum? Bahr: Nei, það hef ég ekki gert, en mér kom hins vegar í hug sannleiksgildi orðanna að ferða- lög séu menntandi...En hann þurfti því miður að fara alla leið til Moskvu til þess að komast að þessum sannleika. Hann hefði getað fengið hann með ódýrari hætti hér heima. En allir, sem komist hafa að réttri niðurstöðu, eru engu að síður velkomnir í okkar hóp, þótt síðbúnir séu. Sp.: Eftir þessa skyndiuppgötv- un Strauss virðist sem nýtt tímabil sé hafið í Ostpolitik Vesturþýskalands, þar sem myndast hefur samsteypa allra flokka: allt frá Egon Bahr gegnum Hans Dietrich Gensc- her til Strauss. Bahr: Ég held að eitt sé óumdeil- anlegt: baráttan um hina tvö- földu núlllausn meðaldrægu vopnanna er afstaðin. Nú getur enginn afneitað þeim sannleik sem einn af yfirmönnum vestur- þýska hersins orðaði svo: því sícammdrægari sem vopnin eru, þeim mun þýskari verða áhrif þeirra. Sp. : Hvað þýðir það? Bahr: Stóru flokkarnir deila ekki lengur um það sín á milli hvaða stefnu eigi að taka, því við erum allir þeirrar skoðunar að nú megi ekkert hlé verða, afvopnunin verði að halda áfram, jafnt á sviði kjamorkuvopna sem hefðbund- inna vopna. Við getum deilt um áfanga og hvernig þeim skuli náð, en ekki um stefnuna. í því felst hin mikla breyting frá því sem áður var. Sp.: Risaveldin eru sammmála um vopnin sem geta grandað þeirra eigin landi. Eftir INF- samkomulagið virðist góður möguleiki á því að samkomulag náist um helmingsfœkkun langdrœgra eldflauga. En hvað er orðið af slökun hernaðar- spennunnar í Mið-Evrópu, stœrsta vígbúnaðarhreiðri heimsins? Bahr: Þetta er erfið spurning, og þá verður að minni hyggju fyrst að skilgreina markmiðin. Og þau em einfaldlega fólgin í því að skapa það ástand í Evrópu sem geti tekið við af gagnkvæmri hemaðarlegri ógnun, þar sem við taki efnahagsleg samvinna og friðsamleg samkeppni þessara ólíku þjöðfélkagskerfa (sem munu halda áfram tilvist sinni). Það yrði nýr kafli í Evrópusögu eftirstríðsáranna. Sp.: Vegurinn þangað er ekki í augsýn. Bahr: Bíðið hægir, öryggismálin em lykilatriðið, og um þau segj- um við að í Évrópu verði að byggja á lögmáli sameiginlegs ör- yggis, en það felur í sér að ekkert nlci, enginn íbúi, leigjandi eða húseigandi í þessu evrópska húsi eigi að búa við minna öryggi en nokkur hinna. Sp.: Er það í raun framkvœm- anlegt? Bahr: Það felur í sér að afnema verður alla yfirburði á sviði hefð- bundins vopnabúnaðar, hvar svo sem þá er að finna. Það felur í sér fækkun herliðs og vopna langt undir það sem annar hvor eða báðir aðilamir búa við núna. Og það felur að lokum í sér að árás- argetu aðilanna verði eytt og að komið verði á fullkomlega ör- uggu eftirliti með öllu saman. Þar með höfum við skilgreint mark- miðið, og þá getum við snúið okkur að einstökum efnisat- riðum. Sp.: Getið þér sem reyndur samningamaður við austur- blokkina sagt okkur í grófum dráttum hvaða skref séu vœn- leg ef byggja á upp kerfisbund- ið „getuleysi til árásar“ eins og SPD talar um? Bahr: Reynslan hefur kennt mér að það þurfi að beita öðmm samningaaðferðum við austur- blokkina en innan vesturblokkar- innar. En í öllu falli er þó betra að vita fyrirfram hverju maður vill ná fram áður en sest er að samn- ingum, og þá jafnframt að fá úr því skorið hvort gagnaðilinn sé reiðubúinn að stefna að svipuðu eða sama marki. Sp.: Af síðustu yfirlýsingum Gorbatsjovs að dœma verðurað álykta að vilji sé fyrir hendi hjá mótaðilanum fyrir takmörkun kjarnorkuvopna og hefðbund- inna vopna. Bahr: Ég geng líka út frá því. Ég hef líka lagt fram nokkur grund- vallaratriði: útrýmingu yfir- burða, jafnt öryggi o.s.frv. Sp.: Hverju œttu Þjóðverjar að svara Gorbatsjov? Bahr: Þegar menn hafa náð ein- ingu um grundvallarreglurnar - og ég sé fyrir mér slíka einingu, þá er að hefja næsta skref: hvaða þýðingu hafa þessi grundvallar- atriði fyrir einstakar tegundir víg- búnaðar, fyrir einstök vígbúnað- arkerfi, fyrir uppbyggingu herj- anna, fýrir Norðurvænginn, fyrir Suðurvænginn, fyrir Mið-Evró- puríkin í NATO, fyrir staðsetn- ingu vígbúnaðar, endurnýjun hans og eftirlit með honum? Síð- an myndi ég spyrja Sovétmenn hvaða tölu þcir myndu vilja nefna. Ef þeir vildu 10.000 bryn- varða vagna á báða bóga, þá myndum við takmarka okkur við 10.000, ef þeir segðu 15.000, nú þá 15.000. En ennþá minna væri einnig í lagi. Það skiptir mig engu máli í þessu sambandi, hversu margir slflcir vagnar eru nú hér eða þar. Það sem ég vil er að fest verði með samkomulagi og síðan með pottþéttu eftirliti hversu margir megi vera og hvar þeir megi vera. Ég hef engan áhuga á umræðum um tölur um núverandi vígbún- að, þær leiða bara út í villu. Sp.:En þértókuð engu að síður þátt í slíkri umrœðu í samn- ingaviðrœðunum um hefð- bundin vopn í Vínarborg þegar þér voruð ráðherra. Bahr: Já, það voru mikil mistök. En mistökin eru til þess að læra af. Deilurnar um talnatúlkunina kostaði okkur tíu ára seinkun. Við megum ekki endurtaka þessi mistök. En höldum áfram með leik okkar: Ef Sovétmenn segja 10.000 brynvagnar hvorum megin, þá spyrjum við næst: hversu margir í Mið-Evrópu? Ef þeir byðu 40% væri það rausnar- legt. Og þannig verður það síðan að halda áfram með hin vopna- kerfin. Að lokum næðum við svo langt að við hefðum eyðilagt ár- ásargetuna. Sp.: Hafið þérgefið upp á bát- inn hugmyndina um skrið- drekafrítt belti beggja vegna landamœra Austur- og Vestur- Þýskalands? Bahr: Nei, alls ekki. Það væri gott að hafa slflct belti, þar sem sem minnst og helst ekkert af víg- búnaði væri að finna, sem hægt væri að nota til árásar. Sp.: Að þungavopnin yrðu dregin til baka? Bahr: Fyrst í stað fækkun. Það verður að nást sami varnarmáttur á báðum vígstöðum á sama tíma. Ég myndi hins vegar ekki vilja leggja neinar hömlur á varnarvið- búnað aðila, hversu vel þeir efldu vamir sínar. Það verður að skapa það ástand, að árás með hefð- bundnum vopnum hefði í för með sér óbærilega áhættu fyrir árásar- aðilann. Árásaraðilanum verður að vera það ljóst að grípi hann til árásar bíði hans ekkert nema ósigur. í því felst það sem við á torskildu máli höfum kallað „kerfisbundið getuleysi til árás- ar“. Sp.: Sovétmenn hafa tekið þetta hugtak upp hjá sér. Bahr: Já, og forseti Sambands- lýðveldisins. Sp.: En hvernig œtlið þiðykkur aðfinna lausn á hinu flókna og umdeilda vandamáli með skammdrœgu eldflaugarnar? Verður um þriðju núll- lausnina að rœða? Bahr: í augnablikinu fjallar spurningin um það hvort þau 23 ríki sem eiga aðild að Vínarviðr- æðunum um öryggi og samvinnu fái umboð til þess að semja þar um. Það mun fela í sér að þau Evrópuríki sem eiga ekki kjarn- orkuvopn fái aðgang að samn- ingaborðinu um kjarnorkuvop- nin. Annað væri ekki verjandi. Sp.: Þessari kröfu verður varla sinnt. Kjarnorkuveldin, hvort sem það eru Englendingar, Frakkar eða Bandaríkjamenn, munu ekki veita þeirn kjarn- orkuvopnalausu aðgang. Bahr: Þar eruð þér of svartsýnn. Þegar við höfum átt viðræður við SED (Sósíalíska einingarflokk- inn í Á-Þýskalandi) um kjarn- orkuvopnalaust belti í Mið- Evrópu, þá höfum við heyrt margar gagnrýnisraddir innan- lands og utan. Eina höfum við þó aldrei heyrt: að við skulum í fyrsta skipti hafa rætt um vopn, sem við hvorki eigum né höfum yfirráð yfir. Ég veit vel að við munum aldrei fá neinn með- ákvörðunarrétt um kjarnorku- vopn. Sp.: Ekki neins staðar frá? Bahr: Hvergi. Það verður heldur ekki um nein evrópsk kjarnorku- vopn að ræða. Énginn þýskur kanslari mun nokkum tíma fá svo mikið sem meðákvörðun í formi neitunarvalds. En þar sem hér er um að ræða vopn, sem ógna til- veru þjóðar minnar, og sem ég hef engin yfirráð yfir, þá hef ég engu að síður þann náttúrlega rétt að fá að minnsta kosti að taka þátt í samningaviðræðum um þau. Við viljum ekki fá aðgang að byssugikknum, heldur að samn- ingaborðinu. Og mér þætti fróð- legt að sjá þann sem vildi neita okkur um þann rétt. Sp.: Við erum ekki enn komnir að þriðju núlllausninni. Verð- ur um slíka lausn að rœða? Bahr: Um þetta er mikið rætt. Hvað varðar skammdrægar eld- flaugar með kjarnorkuvopn, þá hefur mótaðilinn yfirburði sem samsvara 15 á móti einum. í fyrsta lagi væri það sorglegt, ef Ámeríkanar og Rússar settust nú enn einu sinni að samningaborði til þess að fjalla um mál, sem eru þó fyrst og fremst okkar mál. í öðru lagi myndi það valda mér öðrum áhyggjum: þótt skamm- drægu eldflaugarnar séu hættu- legar, þá eru hin svokölluðu ví- gvallarvopn sýnu hættulegri, en það eru sícotvopn sem skotið geta bæði hefðbundnum sprengjum og smærri kjarnorkusprengjum. Þau skipta nokkrum þúsundum og eru staðsett í fremstu víglínu. Hættan á að kjarnorkuþröskuld- urinn verði yfirstiginn er mun meiri með þessum vopnum held- ur en með eldflaugum. Egon Bahr er einn helsti sérfræðingur Vestur- Þjóðverja í samskiptum við Varsjárbandalagsríkin og hefur í áraraðir verið einn helsti baráttumaðurinn fyrir bættri sambúð austurs og vesturs í vestur-þýskum stjórnmálum. í eftirfarandi viðtali greinir hann með einkarskírum hætti frá þeim meginvanda sem NATO-ríkin standa frammi fyrir eftir INF-samninginn og hvernig umræðan sem nú á sér stað innan NATO- ríkjanna snýr við Vestur-Þjóðverjum 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Föstudagur 5. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.