Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 10
Kvikmyndír
Norrœn
hólíð í
Rúðuborg
Skytturnarísamkeppnisflokk, aðauki héðani
Hjarinn, Hrafninn, Útlaginn og Með allt á
hreinu. Norrœnar myndirí„Cahiers"
Eggert Guðmundsson f hlutverki sfnu f Skyttunum.
Dagana2.-8. marsveröur
haldin norræn kvikmyndahá-
tíð í Rúðuborg (Rouen). Er
þetta fyrsta kvikmyndahátíðin
sem haldin er af þessu tagi í
T31
wgjgSmgj ¦'¦
Cö
-Jt.....-1 ^
X
íö
ðl
GB
CfJ
ámm ¦
c
mmmu
£
¦¦H
3
fl3
Launarelkningur
Alþýðubankans er
tékkareiknlngur með háa
nafnvexti og skapar
lántökurétt.
Gegn reglubundnum
viðskiptum á launareikningí í
a.m.k. 3 mánuði fást
tvennskonarlán án milligöngu
bankastjóra, að ákveðnum
skilyrðum uppfylltum.
Allt að kr. 50.000
á eigin víxli tíl
fjögurra mánaða.
Alltaðkr. 150.000
á skuldabréfi til
átján mánaða.
Við gerum vel við okkar fólk
a.
Aiþýðubankinn hf
Frakklandi, og taka allar
Norðurlandaþjóðirnar þátt í
henni. Yfirfjörutíu kvikmyndir
verða sýndar, og eru meðal
þeirra fimm íslenskar myndir.
í tilefni þessarar hátíðar efndu
forsprakkar hennar til blaða-
mannafundar í París síðast í janú-
ar, og sögðu þeir, að þetta væri
tíu ára gömul hugmynd: þau væru
oft örlög kvikmynda frá Norður-
löndum í Frakklandi að vera
sýndar í stuttan tíma og hverfa
síðan af sjónasviðinu, og því
hefði þeim fundist nauðsynlegt
að skapa einhvern vettvang þar
sem menn gætu fengið yfirsýn yfir
kvikmyndagerð þessara landa.
Rúðuborg hefði orðið fyrir valinu
vegna fornra tengsla Normandís
við Norðurlönd og áhuga borgar-
búa á þeim, og hefðu fengist ýms-
ir opinberir styrkir bæði frá
Frakklandi og Norðurlöndum,
m.a. hefði Norðurlandaráð veitt
styrk til að gera franska texta við
myndirnar.
Kvikmyndahátíðin skiptist í
fjóra hluta, að sögn forsprakk-
anna. í fyrsta lagi væri opinber
samkeppni, sem tíu myndir tækju
þátt í, og væru þar veitt ýmisleg
verðlaun: hæstu verðlaun dóm-
nefndar væru hundrað þúsund
frankar, sem varið skyldi til að
stuðla að sýningu og dreifingu
myndarinnar í Frakklandi. Ein ís-
lensk mynd verður sýnd innan
ramma þessar samkeppni og er
það Skytturnar eftir Friðrik Þór
Friðriksson. í öðru lagi væri yfir-
lit yfir kvikmyndagerð á Norður-
löndum síðustu fimm ár. Yrðu
sýndar fimmtán myndir frá öllum
löndunum fimm, þ.á m. þrjár ís-
lenskar, Á hjara veraldar eftir
Kristínu Jóhannedóttur, Með allt
á hreinu eftir Ágúst Guðmunds-
son og Hrafninn flýgur eftir
Hrafn Gunnlaugsson. í þriðja
lagi væri yfirlit yfir danska kvik-
myndagerð síðasta aldarfjórð-
unginn og yrðu þar sýndar tíu
myndir. I fjórða lagi yrðu þrjú
sérsvið tekin fyrir og einn dagur
helgaður hverju um sig með kvik-
myndasýningum, umræðum og
slíku. Yrði þannig fjallað um
barnamyndir, heimildarmyndir
um heimskautaþjóðir og loks um
kvikmyndir og fornsögur. Ætti
prófessor Régis Boyer að stjórna
umræðum um þetta síðasta sér-
svið og^yrðu þá sýndar kvikmynd-
irnar Utlaginn eftir Ágúst Guð-
mundsson og Rauða skikkjan
eftir Gabriel Axel.
Pað var tekið sérstaklega fram,
að á þessari fyrstu norrænu kvik-
myndahátíð hefðu af ásettu ráði
ekki verið valdar myndir eftir þá
höfunda, sem þegar væru vel
þekktir í Frakklandi, Ingmar
Bergmann og Carl Dreyer, til
þess að þeir skyggðu ekki á
myndir annarra höfunda og yfir-
litið yrði skýrara. Ákveðið væri
síðan að í næsta hefti kvikmynda-
tímaritsins Cahiers du Cinema
yrði norrænni kvikmyndagerð
gert hátt undir höfði.
Loks kom fram, að ýmsar sýn-
ingar yrðu haldnar í Rúðuborg í
tilefni þessarar hátíðar, m.a. sýn-
ing helguð Karen Blíxen og sýn-
ing á norskri gafík.
e.m.j./París