Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 16
 Bresk-íslenska félagið Current 93; Gunnlaugur Óttarsson, hinn Islendingurinn I hópnum þetta kvöld, vakti mig enn einu sinni til umhugsunar um hvers vegna hann stofnar ekki eigið gítarband. Rose McDowell og Tibet eru syngjandi til hægri, i bakgrunni eru Tony og Douglas P. (Death in June). Hótel Island Framtíðar- rokkstaðurinn fundinn? Að þvíerkynnirhljómleikanna á Hótel íslandi sl. fimmtu- dagskvöld, HallgrímurThor- steinsson síðdegis, sagði, var það einhverju átthagafélagi að þakka, að atburðurinn þessi varð á þessum glyslega stað, en ekki Hóteli Borg. Þakka, segi ég, þvíhljóm- burðurinn á Hóteli þessu, sem er útbíað íól-i, er alveg Ijóm- andi, sem ekki verður sagt um Borginablessaða... en sem sagt: Jóhamar, hið vörpulega skáld og órugglega vænt til körfubolta, reið á vaðið með upplestri um eigið ágæti úr einum tveim bókum... eftir sjálfan sig, á ís- lensku og ný-íslensku... harla gott, og hætti leik næstum strax eftir að hæst hann stóð... Svart-hvítur draumur, það hressilega drungalega rokktríó, reyndist hið vinsælasta dans- band... Jafnvel þótt vitað sé að svokallaður Gunni bankamaður sé driffjöðrin í bandinu stal trommarinn algjörlega senunni, og er að mínu viti hljóðfæra- leikari kvöldsins. Þeir þremenn- ingarnir voru klappaðir upp og brugðust vel við. Megas kíkti inn með brot af þvf sem hann vinnur við þessa dag- ana með Gulla gamla Kukl- gítarleikara og Hilmari Erni, sem með lék á bassa og hljóðgerfla... í bakraddabandinu hjá hrússa eru Rose McDowell hin skoska 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. febrúar 1988 Strawberry Switchblade kona og Björk og Inga Guðmundsdætur og eru ekki síður skemmtilegar á að horfa en heyra... og, börnin mín, eins og ég held að flestir viðurkenni sem voru á HÍ þetta kvóld, þá hafði hið sjónræna ekki lítil áhrif... þ.e. umhverfið. En eigi skal lítið úr hljóðinu gert... Megas er samur við sig og heldur sínum standi þrátt fyrir nýstárlegt umhverfi, hljóð- og sjónrænt. Eigi sinnti hann uppklappi, og hvarf á brott skyndilegar en hann birtist... sannkallað sýnishorn sem vekur forvitni. Annie Anxiety var þarna ó- þekkta stærðin. Hún mætti á svæðið með segulband hlaðið tangótakti í þung-diskóstíl... hvað sem það nú er... og sönglas og -lék ljóð sín þar við... líklega má til sanns vegar færa að hún minni mann á Tinu Turner og Grace Jones, þótt innihaldið önnu sé af pönkkynslóðarætt s- em hinar tvær teljast nú vart til... en ég held svei mér þá að maður sleppi fyrir horn þótt maður segi að Annie reiði fram pönk- nýbylgju-afurðir með diskóað- ferð... læt slag standa með og um það. Current 93 leiddi lokastraum- inn í þetta huggulega fólk sem þarna mætti með ágætum... Hilmar örn Hilmarsson á örugg- lega ekki minnstan partinn af því rafmagni, en stóð þarna eins og hæverskur Einstein við hljóðvél og stimplaði inn útreikninga sína... Tíbet og Rose syngja skemmtilega ólíkt saman, og indæl er Rose á þjóðlaga- og sálmalínunni... tónlistin sveiflast frá því að vera eitthvað sem mað- ur í vandræðum sínum kallar „öndergránd", yfir í gammeldags breskt popp frá bítlatímum og þess á milli er það hippasækadel- ía... sér á parti og kannski til þess fallin að rífa niður fordóma sem „þenkjandi" rokkáhugafólk brynjar sig gjarnan með gagnvart „ómerkilegum" skemmtana- „iðnaði"... og svo öfugt... en að öllum pælingum slepptum, þá var gaman... sjón- og heyrnarlega bæði. A Megas og félagar leika og syngja.. Tibet... myndirnar tók Sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.