Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 3
Islenski dansflokkurinn
Egþekkiþig- þúekkimig
Stœrsta verkefnið á leikárinu, fjórir ballettar eftir Hollendinginn John
Wisman
Stefnumót. Sigrún Guðmundsdóttir
og Comé du Crocq. Mynd - Sig.
Á sunnudagskvöldið frum-
sýnir íslenski dansflokkurinn
fjögur ballettverk undir sam-
heitinu Ég þekki þig, þú ekki
mig, og er það stærsta verk-
efni íslenska dansflokksins á
þessu leikári. Höfundurog
stjórnandi dansanna er Hol-
lendingurinn John Wisman en
hann hefur unnið dansana í
náinni samvinnu við hönnuð
sýningarinnar, HenkSchut.
John Wisman starfar sem
dansari og dansahöfundur við
Þjóðarballettinn í Hollandi,
og Henk Schut, sem hefur
hannað lýsingu, búninga og
sviðsmynd sýningarinnar,
starfar í London sem sjálf-
stæður hönnuður við ýms
leikhús. Samvinna þeirra Wis-
mans og Schut er sérstök að
því leyti að Wisman semur
dansana við leikmynd Schuts.
Fyrsta verk sýningarinnar
heitir Númer 48 og er brot af
heilskvöldssýningu saminni
fyrir dansflokk Krisztina de
Chatel. Annað verkiðertví-
dans (pas de deux) og heitir
Stefnumót. Það verk samdi
Wisman að beiðni hollenska
ríkissjónvarpsins fyrir keppni
ungra eyrópskra dansara
sumarið 1981, við tónlist eftir
Louis Andriessen. Þriðja
verkið, Segðu þetta aftur,
hærra, samdi Wisman fyrir
hollenska Þjóðarballettinn
árið 1984, og þar er Berlín-
armúrinn sú hugmynd sem
upphaflega var gengið út frá.
Það er verk fyrir fjóra kvend-
ansara og fjóra karldansara og
tónlistin er 4. kafli Sinfonia
eftir Luciano Berio. Loka-
verk sýningarinnar heitir
Lokaskilaboð, og er sérstak-
lega samið fyrir tíu kvendans-
ara flokksins og karldansa-
rana fjóra sem koma til liðs
við þær í þessari sýningu.
Tónlistin er úr þremur verk-
um eftir Laurie Anderson.
Dansarar íslenska dans-
flokksins að þessu sinni eru
Asta Henriksdóttir, Birgitte
Heide, Guðmunda Jóhannes-
dóttir, Guðrún Pálsdóttir,
Helena Jóhannsdóttir, Helga
Bernhard, Katrín Hall, Lára
Stefánsdóttir, Ólafía
Bjarnleifsdóttir og Sigrún
Guðmundsdóttir. Gestadans-
arar sýningarinnar eru ís-
lendingurinn Jóhannes Páls-
son, Hollendingurinn Corné
du Crocq, Austurríkismaður-
inn Hany Hadaya og Banda-
ríkjamaðurinn Paul Estabro-
ok.
LG
Sjá bls. 4
Sunnudagur 14. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 3