Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.02.1988, Blaðsíða 15
hans og landa míns Cardoso. Fischer vann 6-2. Hann kom til Filippseyja í maí í fyrra, en þá var ég staddur í Evrópu. Hann hitti hinsvegar eina stórmeistara okk- ar, Eugunio Torre. Fischer er afskaplega prinsipp- fastur maður, en hefur fengið hræðilega neikvæða pressu. Ein- hver skrifaði nýlega að margt benti til þess að hann þyrfti að komast undir læknishendur! En hver þarf ekki á lækni að halda? Karpov og Kasparov Ákvörðun þín um að slíta fyrsta einvígi Karpovs og Kaspar- ovs vakti mikinn úlfaþyt í skák- heiminum á sínuni tíma. - Ég er jafnsannfærður um það nú og þá að ég tók rétta ákvörðun: Þetta einvígi hafði staðið í meira en fimm mánuði og menn voru alveg að gefast upp: ekki aðeins skákmennirnir sjálf- ir. Þessa ákvörðun tók ég einn og óstuddur: það kom einfaldlega ekki til greina að halda þessu áfram; ég vildi ekki taka ábyrgð á því að annar þessara miklu skák- manna yrði hælismatur það sem eftir væri ævinnar. Þegar ég kom til Moskvu var líkamlegt ástand Karpovs hrikalegt, hann hafði misst mikla vigt, og svipað var farið með Kasparov. Þegar ég sleit einvíginu mótmælti Kaspar- ov því harðlega á opinberum vettvangi en staðreyndin var sú að hann var hæstánægður með þessa lausn enda undir í einvíg- inu. Þetta var ekki auðveld ákvörðun, fjarri því, en það varð að taka af skarið. Eftir að ég yfirgaf Moskvu hafði Karpov margsinnis sam- band við mig og krafðist þess að einvíginu yrði haldið áfram, en það varð ekki aftur snúið. í fjöl- miðlum var ég harðlega gagn- rýndur og Kasparov fór þar frem- stur. Hann kvaðst hafa verið stálsleginn er einvíginu var hætt og hélt því fram að ég hefði að- eins haft hagsmuni Karpovs að leiðarljósi. Ég er sannfærður um að skáksagan á eftir að leiða í ljós að ég gerði rétt. Fjölmargir öf- unduðu mig af því að hafa tekið af skarið með þessum hætti. Kasparov virðist ekki ýkja hrifinn af ef marka má ævisögu hans sem kom út rétt fyrir síðustu áramót. Hvað viltu segja um það? - Hann er víst eitthvað reiður út í mig. Það er ekki gagnkvæmt. Kannski ertir það hann enn frek- ar að fá engin viðbrögð frá mér. Ég hef alls ekki í hyggju að fara að standa í þrasi við mann sem er á sama aldri og synir mínir. Opnunarræða þín á FIDE- þinginu í Sevilla gaf nú til kynna að þú værir ekkert sérlega hrifinn af því sem hann hefur látið hafa eftir sér í ræðu og riti? - í Sevilla? Ég kannast nú ekki við að hafa átt sérstaklega við hann. Þetta var allt saman frekar almennt orðað. Kasparov er nú forseti nýrra samtaka stór- meistara. Það hefði verið ger- samlega óhugsandi að koma þessum samtökum á laggirnar án stuðnings FIDE og mín. Ég var fylgismaður þessa framtaks en þess hefur ekki verið getið í fjöl- miðlum. Friðrik Árið 1982 fórst þú fram gegn Friðriki Ólafssyni í kjöri til for- seta FIDE. Þú hafðir lengi starfað innan FIDE en aldrei boðið þig fram áður. Hversvegna valdir þú þennan tíma? - Aðalástæða þess var sú að ég taldi tíma til að breyta. Alþjóð- lega skákhreyfingin hafði um langt skeið haft hagsmuni V- Evrópu að leiðarljósi og það var sannarlega ástæða til að sinna betur öðrum heimshlutum. Við Friðrik ræddum þessi mál áður en ég bauð mig fram og ég stakk upp á að við skiptum með okkur verk- um til að ná betur til þróunar- landanna. En Friðrik féllst ekki á það svo að ég bauð mig fram. Það er Ijóst að þú vannst kosn- ingarnar vegna þess að A- Evrópuþjóðirnar með Sovét- menn í broddi fylkingar snerust gegn Friðrik, m.a. vegna máls Viktors Korchnois. - Þetta er ekki rétt. Þú verður að muna að ég var næstum því búinn að vinna kosningarnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. (Auk Friðriks og Campomanesar bauð Júgóslavinn Kazic sig fram.) Viktor Batúrinski fyrrum for- seti sovéska skáksambandsins heldur því nú fram að Friðrik hafi tapað kosningunum á máli Kortsnojs... - Batúrinski! Hann ræður engu og er gersamlega út úr myndinni. Að lokum: Jóhann Hjartarson var ekkert sérlega hress með að- stæður á millisvæðamótinu í Szir- ak og hótaði að hætta við þátt- töku ef ekki yrði bætt úr. Þið skákmenn... - Það er rétt að upp komu vandamál á þessu millisvæða- móti. Keppendur bjuggu ekki all- ir á sama stað, en ég vil benda á að Jóhann og Salov bjuggu á þessu umrædda hóteli í 30 km fjarlægð frá skákstaðnum. Þeir urðu efstir og komust áfram. Það er nú ekki beinlínis það sem ég á við, heldur að aðstæður keppenda skuli ekki vera þær sömu. - Þið skákmenn skiljið ekki alltaf þá erfiðleika sem mótshald- arar eiga við að stríða. Það var erfitt að finna aðila sem gat hald- ið þetta mót og í Szirak var ekki allt eins og við hefðum helst kos- ið. í einhverju skákriti var kvart- að yfir háu verðlagi í Szirak, en það er nú vandamál sem allir A- Evrópumenn eiga við að glíma þegar þeir tefla á Vesturlöndum. Eg vil svo þakka þér fyrir það tækifæri að leiðrétta misskilning sem gæti hafa skapast á íslandi vegna starfa minna. ísland er mikið skákland, og ég bið fyrir kveðjur til vina og kunningja þar. H. Ól. Þr(r af hverjum fjórum Þjóðverjum vilja losna við Dallas af skjánum. Hve leiðinlegt er sjónvarpið Mjög mörgum leiðist sú skemmtun sem sjónvarp býður upp á. - Samt glápa þeir í viðleitni sinni til að f inna f or- múlu til að skemmta sem flestum (venjulega með blönduðum skemmtiþáttum, framhaldsmyndaflokkum o.þ.l.) mallar sjónvarpið dag- skrársúpu sem verðuræ bragðdaufari. Og mjög stór- um minnihluta fólks finnst öll þessi skémmtun bláttáfram hundleiðinleg - líkur benda til þess að þessi hópur manna fariörtstækkandi. Þetta er m.a. niðurstaða könnunar sem nýlega var birt í vesturþýska vikublaðinu Stern. Þar kemur t.d á daginn að aðeins 3 prósent sjónvarpsáhorfenda eru mjög ánægð með kvöld- skemmtiþætti þýskra sjónvarps- stöðva, 48% telja þá „góða", 36% kunna „miður vel" við þá og 8% áhorfenda eru blátt áfram ó- ánægð. Það er athyglisvert að banda- rískir metsöluþættir eins og Dall- as, sem hingað til hafa verið taldir meistarastykki þeirra sem telja sig kunna að finna „það sem fólk- ið vill", njóta nú orðið hylli minnihluta sjónvarpsnotenda. Aðeins 5 % áhorfenda eru mjög ánægð með þessa bandarísku „fjölskylduþætti", 16 % segja þá vera „góða", 28 % miður góða og 47% eru blátt áfram óánægð með þessa þætti. Þýskir fjölskyldu- þættir koma nokkuð betur út (16% mjög góðir, 37 % góðir, 22% miður, 20% lélegir). Margfrægur þáttur, Dallas, er meira að segja orðinn svo hvim- leiður fólki, að þegar spurt er að því, hvaða þætti menn vilja helst taka af dagskrá, þá setja hvorki meira né minna en 74% Þjóð- verja Dallas efst á aftökulistann. Og þriðji hver Þjóðverji vill helst vera laus við stolt þýskrar afþrey- ingar, framhaldsþættina ljúfu um hina yndislegu læknamafíu í Svartaskógi. Þær tölur sem hér voru nefndar breytast svo ef áhorfendur eru flokkaðir eftir aldri. Sextugir og eldri eru miklu hrifnari af fjöl- skylduþáttunum, bæði Dallas og Sjúkrahúsinu í Svartaskógi, held- ur en þeir yngri. Og eftir því sem menntun manna er meiri, þeim mun óánægðari eru þeir með sjónvarpsdagskrárnar. Sami grautur í mörgum skálum Þjóðverjar hafa vitaskuld um allmargar rásir að velja, en eins og kunnugt er gildir það lögmál ekki á þessu sviði fjölmiðlunar að meira magn efnis í framboði þýði meiri fjölbreytni. Þvert á móti - menn eru sífellt að lepja sama grautinn úr mörgum skálum. Stern spyr þekktan sjónvarps- mann, Helmut Dietl, höfund dagskrár sem þótti um margt skera sig úr almennri lágkúru (enda er hætt að framleiða þætti hans), þessarar spurningar hér: Hvernig stendur á því að skemmtunin í sjónvarpinu er svona heimskuleg og leiðinleg, og samt er horft jafn mikið á sjón- varp og raun ber vitni? Helmut Dietel svarar á þá leið, að fólk glápi á þetta blátt áfram vegna þess að það fái ekki annað. Auk þess sé það ekki að undra, að þegar búið sé að ala fólk á „ham- borgurum" árum saman, þá séu skynfæri þess orðin óhæf til að meta útsmognari eldamennsku. áb tók saman. Sunnudagur 14. febrúar 1988 WÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.