Þjóðviljinn - 19.02.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 19.02.1988, Side 3
FRETTIR Jóganámskeið fyrir byrjendur hefst í næstu viku en það er Ananda Marga sem stendurfyrirnámskeiðinu. Segirí tilkynningu félagsins að það sé bæði fljótgert og á allra færi að læra hina hagnýtu þætti jógaiðk- unar. Námskeiðsgjald er2000 kr. en innritun er í síma 46821 og 23022. Kaupleigufrumvarpið Alexander með mótleik Alexander Stefánsson hyggst leggjaframfrumvarp um breytingu á lögum um Húsnœðisstofnun þannig að bygging leiguhúsnœðis verði vœnlegur kosturfyrir sveitarfélögin. Alexander: Bráðrœði hjá Jóhönnu Alexander Stefánsson hefur í hyggju að leggja fram frum- varp um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, þannig að lán til byggingar leiguhúsnæð- is á vegum sveitarfélaga verði til 40 ára einsog lán til byggingar verkamannabústaða. „Ég tel að rétta tækifærið til að gera þetta sé núna og þarna er þá kominn grunnur fyrir sveitarfé- lögin til að byggja leiguhúsnæði," sagði Alexander við Þjóðviljann í gær. Hann sagðist ekkert þora að segja um hvenær frumvarpið um kaupleiguíbúðir verði lagt fyrir þingið, en Jón Sœmundur Sigur- jónsson hefur sagt að frumvarpið verði lagt fram á mánudag. Alexander sagði að nefndin sem fjallaði um frumvarpið hefði náð samkomulagi um ákveðnar breytingar á frumvarpinu, en þær snéru einkum að almennu kaupleiguíbúðunum. Hinsvegar er eftir að bera frumvarpið í sinni breyttu mynd undir þingflokka ríkisstjórnarinnar. Sjálfur sagðist Alexander ekki vera sáttur við að kaupleigan næði einnig yfir almenna kerfið, sem byggi við féskort. „Ég viðurkenni samkomulag formanna flokkanna um þetta en ég get ekki neitað því að mér finnst visst bráðræði í þessu hjá Jóhönnu og óttast að þetta leysi ekkert vandamál. Það kom mér reglulega á óvart þegar ráðherra vildi að kaupleigan næði einnig yfir almenna kerfíð og einsog það var sett upp í frumvarpsdrögun- um var almenna kaupleigan gal- opin og gat hver sem er sótt um í henni, alveg óháð efnahag og að- stöðu.“ Alexander sagði að þær breytingar sem samþykktar hefðu verið á frumvarpinu beindust að því að þrengja ákvæði um almenna kaupleigu. í fyrsta lagi er komið inn kaup- skyldu sveitarfélaga á íbúðum innan almenna kerfisins og hins- vegar sett inn ákvæði um að fram- kvæmdaaðilinn beri ábyrgð á lán- um byggingarsjóðs ríkisins á meðan þau hvfla á íbúðinni, eða í 30 ár. „Einsog frumvarpið lítur út núna er það í stórum dráttum á svipuðum nótum og formenn stjórnarflokkanna sömdu um á sínum tíma,“ sagði Alexander. -Sáf Leikritið Dagur vonar effir Birgi Sigurðsson sem sýnt hefur verið við góðar undirtektir í Iðnó á annað ár, hefur verið valið til leiklesturs hjá einu stærsta og virtasta leikhúsi Bandaríkjanna, Los Angeles Theatre Center. Þá hefur höfundinum og leikstjóran- um Stefáni Baldurssyni verið boðið vestur um haf til að taka þátt í undirþúningnum. Leiklestur er nær undantekningarlaust undanfari eiginlegrar sviðsetn- ingar. Helgarskákmót á Selfossi verður haldið um komandi helgi og er það 34. í röðinni. Mótið hefst í dag kl. 17 en teflt verður á Hótel Selfossi. Margir af okkar bestu skákmönnum taka þátt í mótinu. Landsvirkjun skrifaði í gær uppá 800 miljón króna lán til fjögurra ára sem tekið er hjá Norræna fjárfesting- arbankanum. Lánið verður notað til að greiða upp annað óhag- stæðara lán vegna virkjunar- framkvæmda sem tekið var í Sviss fyrir 6 árum. Vaxtagjöld Landsvirkjunar munu lækka um 30 miljónir á ársgrundvelli næstu fjögur ár eftir þessa skuldbreyt- ingu miðað við núverandi gengi. Vetrarólympíuleikarnir í Calgary?Nei - það er líka stíll yfir stórsviginu ofanaf gömlu vatnsgeymunum í Rauðarárholti í Reykjavík. (Mynd: Sig) Moskvuheimsóknin Vissi ekki um bókunina Porsteinn Pálsson: Sagðiforseta um ágreininginn. Alvarlegt málfyrir stjórnina Það er rétt að ég vissi ekki um að það hafði verið óskað eftir bókun á ríkisstjórnarfundinum og greindi því forseta ekki frá því, en ég dró enga dul á að á fundin- um hefði verið ágreiningur um málið, sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra við Þjóðviljann f gær. Akranes Verkfallsheimild felld 200 manns á atvinnuleysisbótum frá því um jól Fólk er ekki tilbúið að leggja út í aðgerðir fyrir ekki meiri hækkanir en farið er fram á og eiga á hættu að missa það litla sem það hefur, sagði Sigrún Clausen, formaður verkakvenna- deildar Verkalýðsfélags Akra- ness, en á fjölmennum félagsfundi í fyrrakvöld var tillaga stjórnar um að stjórn og trúnaðarmann- aráði yrði veitt verkfallsheimild felld með yfírgnæfandi fjölda at- kvæða. í hvassyrtri ályktun sem sam- þykkt var á fundinum segir að kröfur Verkamannasambandsins komi ekki til með að bæta úr því launamisrétti sem verkafólk búi við. - Okkur fannst rétt að lúra ekki lengur á áskorun Verka- mannasambandsins og leita eftir verkfallsheimild, sagði Guð- mundur M. Jónsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Guðmundur sagði að ástæða þess að þessi tillaga hefði verið felld sé sú að frá því um jól eru um 200 manns búnir að vera á atvinnuleysisskrá á félagssvæði Verkalýðsfélagsins og fólk væri uggandi um að missa atvinnuleys- isbætur boðaði félagið vinnu- stöðvun. Aðeins innan við tíu aðildarfé- lög Verkamannasambandsins hafa þegar aflað sér heimildar til verkfallsboðunar, en eins og kunnugt er skoraði sambandið fyrir all nokkru á félögin að verða sér úti um slíka heimild hið snar- asta. -rk Sli Þorsteinn sagði að ágreiningur um svona viðkvæmt mál veikti stjórnina, það lægi í augum uppi. „Ég lít svo á að málið sé alvarlegt í sjálfu sér og ekki síst slæmt nú þegar ríkisstjómin þarf að takast á við rekstrarvanda útflutningsat- vinnuveganna. Það er augljóst að mál einsog þetta veikir stjórn- ina.“ Steingrímur Hermannsson hefur viðurkennt að hafa rætt þetta mál við aðila utan ríkis- stjórnarinnar og Þorsteinn var spurður hvort hann hefði einnig gert það. „Ég ræddi þetta við ráðherra Sjálfstæðisflokksins en lagði á það áherslu að þetta mál færi ekki út fyrir ríkisstjórnina.“ En ræddir þú þetta við aðila utan ríkisstjórnarinnar? „Það er enginn leki frá mér kominn um þetta.“ -Sáf ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Ráðstefnuhald Þemadagur í fataiðnaði Þemadagur í fataiðnaði er haldinn í dag í Borgartúni 6, og verður rætt um stöðu iðngreinar- innar, markaðsmál, tæknimál, hönnun og starfsmenntun. Meðal þeirra sem erindi flytja á þemadeginum eru Jón Sigurð- arson, Álafossi; Sævar Kristins- son, Max hf; Haukur Þorgilsson, Hlín hf og Stefán Jörundsson, Tex-Stfl. Þemadeginum lýkur með heimsókn í Max hf og verður þar skoðuð framleiðslulína og vélbúnaður fyrirtækisins, en það flutti í nýtt húsnæði fyrir skemmstu. HS Tannlœknadeild Sleppur inn í gær samþykkti háskólaráð að tannlæknaneminn, sem féll úr námi með hlutkesti, fengi að halda áfram. Tólf samþykktu beiðni nemans í leynilegri at- kvæðagreiðslu en tveir voru á móti. Allir voru þó sammála um að fínna betri reglu en hlutkesti til að gera upp á milli nemenda með sömu einkunn. mj

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.