Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 12
Af byltingu, skrifrœði, bók-
menntum og sögu
á Kúbu
Pablo Armando Fernandez: Hver vill vera hreinn og saklaus nema sá sem er
reiðubúinn að afsala sér minni sínu?
Á.B. rœðir við kúbansko rithöfundinn
PabioArmando Fernandez
Eftir byltingu hefur margt
ágætt gerst á menningarsviði
á Kúbu. Við höfum kveðið nið-
urólæsi, menningin hefur
aukist út á við, það hafa verið
skrifaðar merkar bækur og
gerðar ágætar kvikmyndir. En
Havana varð ekki sú Mekka
listanna sem hún gerði sig lík-
lega til að verða fyrst eftir
sigur byltingarinnar 1959, við
höfum gertótal vitleysur, haft
uppi dólgshátt í garð manna
sem áttu betra skilið, um tíma
gerði skrifræði yfir menning-
unni með sínum kreddukröf-
um um pólitíska nytsemi okk-
ur lífið mjög leitt. En ég held
við séum komnir vel út úr
þeim vansa.
Svo mælir Pablo Armando
Fernandez, skáld, ritstjóri og
menningarviti frá Kúbu, sem
sótti ísland heim í næstliðinni
viku og hélt m.a. fyrirlestur um
bókmenntir á Kúbu í Háskóla fs-
lands. Það sem hér fer á eftir er að
nokkru byggt á því erindi en þó
meira á spjalli við blaðamann
Þjv. að því loknu.
Kynslóð í útlegð
Pablo Fernandez er fæddur
1930 en er kominn árið 1945, að-
eins fimmtán ára gamall, til New
York og átti þar heima fram til
þrítugs. Um það leyti og síðar
mátti heita að menning Kúbu
væri í útlegð - skáld og rithöfund-
ar og listamenn sátu sumir í París,
aðrir í Venezúelu eða Mexíkó,
mjög margir í New York. Þessi
staða var tengd ákveðnu pólit-
ísku vonleysi, byltingar höfðu
runnið út í sandinn, Kúba var í
reynd einskonar hjálenda banda-
rísk. Þau skáld sem helst
þraukuðu (í kringum tímaritið
Origenes) voru innhverfir hám-
enningarmenn, mjög með hug-
ann við fortíðina, rætur kúban-
skrar menningar, en þá og síðar
ásakaðir um að skrifa mjög
myrka texta og snúa baki í brýn
viðfangsefni dagsins. Þegar fram
liðu stundir fékk þessi fylking
andstöðu heima fyrir hjá þeim
sem vildu í orði og verki kenna sig
við Nuestro Tiempo, Okkar tíma
- og voru sjálfir klofnir í fylkingar
eftir því hvort þeir voru marxistar
eða ekki. Aðrir voru svo út og
suður að safna reynslu og bíða
betri daga.
Að lœra
aftur spœnsku
Ég var stórhrifinn af New
York, og hefi alltaf verið síðan,
segir Pablo Fernandez. Sú borg
var einstök mannabyggð, eigin-
lega ekki Bandaríkin heldur þessi
mikla höfuðborg íra og Gyðinga
og blökkumanna og Púertórík-
ana, þessi mikla deigla. Ég talaði
þá og hugsaði mest á ensku og
langaði til að skrifa - leikrit,
greinar, en helst ekki ljóð. En
þótt ég streittist á móti tókst mér
ekki að koma í veg fyrir að ég yrði
ljóðskáld á spænsku. Og til þess
varð ég að taka mig á, reyna að
útrýma þeirri ensku sem laumaði
sér inn í mína spænsku, sem ég
reyndi að styrkja annarsvegar
með því að iesa klassískar spæn-
skar bókmenntir, hinsvegar með
því að hlusta á fólkið í New York
- sumt frá Mexíkó, sumt frá Pu-
erto Rico, sumt frá Argentínu.
Niðurstaðan var einatt spænska
með nokkrum óvissublæ og orð-
um sem við notum aldrei á Kúbu.
Ég orti um ástina og Kúbu og
New York og allt mögulegt. En
það sem tengdi mig mest við
Kúbu þá var leikrit í ljóðum. Það
hét „Vopn eru úr járni“ og fjall-
aði um 26ta júlí hreyfinguna, sem
þá hafði enn ekki unnið sinn bylt-
ingarsigur á minni heimaey- það
var frumflutt fyrir tuttugu árum í
New York, en hefur aldrei verið
flutt á Kúbu.
Bylting, heimkoma
Svo fór ég heim til Kúbu 1959.
Byltingin hafði sigrað og nú sneru
allir heim og hver og einn ætlaði
að skapa nýtt þjóðfélag eftir sínu
höfði, líka skáldin sem tóku mið
af þeirri hefð (Jose Martí og fleiri
góðra manna) að það þyrfti ekki
langt að vera á milli galdurs
skáldskapar og galdurs athafnar.
Við gerðum margt skemmti-
legt og margt illt. Við réðumst til
dæmis harkalega á þá gömlu Or-
igenesarmenn fyrir að þeir væru
kaþólskir naflaskoðarar og
flóttamenn frá veruleikanum. Ég
var um tíma ritstjóri bók-
menntalesbókar blaðsins Revol-
ucion. Þar létum við öllum illum
látum og allir voru argir út í okk-
ur. Kommúnistarnir til dæmis
vegna þess að við birtum eftir
bæði Lenín og Trotskí, kannski í
sama blaði, aðrir fundu sér annað
til. Fjölbreytnin var mikil og
mörgum fannst að nú yrði Ha-
vana hin sanna Mekka menning-
arinnar. Svo börðu allskonar erf-
iðleikar upp á - arfur fortíðar,
ytri þrýstingur og skemmdar-
verk, sjálfskaparvíti. Sumir gáf-
ust upp og fóru - þeim hefur sjálf-
sagt fundist að sífellt væri af þeim
krafist að þeir gæfu og gæfu af
sjálfum sér og spurðu kannski í
staðinn: en hvenær kemur kæri
minn kakan þín og jólin (sósíal-
isminn)?
í rugll
Og eins og ég segi - það var
ráðist hart á menn sem áttu betra
skilið, það var efnt til umræðu um
nauðsyn sósíalrealisma og um
meinsemdir borgaralegra bók-
mennta sem var einatt næsta
óþörf og heimskuleg. Hafði ekki
Kúbumaður, Alejo Carpentier,
gerst frumkvöðull hins svonefnda
magíska raunsæis? Menn höfðu
háskalega mikið hugann við inni-
haldið (mér sjálfum finnst út í
hött að tala um borgaralega
skáldsögu eða öreigaskáldsögu),
og skriffinnar fengu mikil völd
yfir menningunni. Við komum
okkur að vísu ekki upp hátim-
bruðu ritskoðunarapparati á
borð við þau sem annarsstaðar
voru við lýði. Rtskoðunin var
samt til á sinn lævíslega hátt,
skaut undan, sló á frest. Og allt
eitraðist af því líka að samfélagið
er lítið, allir þekkja alla, allt verð-
ur persónulegt. Einhver rithöf-
undur tekur t.d. upp á því að
reyna að hefna sín á manni sem
einhverntíma hafnaði sögu eftir
hann með því að klína á hann
fordæmingarstimpli: þú ert borg-
aralegur, þú ert óskiljanlegur, þú
ert hommi (já, þær fordóma-
hremmingar gengu líka yfir).
Ástandið var einkum slæmt á átt-
unda áratugnum, verst má ég
segja á árunum 1971-1976. (Á
þeim árum var ekkert birt á Kúbu
eftir Fernandez sjálfan og forðast
að nefna hann á nafn.)
En sem betur fer hefur tekist
síðan að losa menningarlífið
undan slíku fargi.
Að leyfa
og leyfa ekki
Hvað er hægt, spyr blaðamað-
ur, að segja og skrifa á Kúbu nú
um stundir, og hvað ekki?
Það er hægt að segja og skrifa
hvað sem er, en ef það er ekki
innan þess ramma sem byltingin
setti kúbönsku samfélagi þá er
ekki við því að búast að það sé
birt. Það er haldið uppi harðri
áróðurshríð gegn Kúbu, og menn
vilja ógjarna veita þeim gjörning-
um lið. Sem er ekki sama og að
þegja og gagnrýna ekki fordóma
og valdníðslu og skrifræði í
samfélaginu.
Lendum við ekki alltaf í þeim
gamla hnút: hver á að ákveða
hvenær gagnrýnin fer „út fyrir
rammann", hvar er sá dómstóll?
Ég skil þínar áhyggjur af því að
byltingarþjóðfélag dragist ofan í
það fen að verða sjálfumglatt og
kreddufast og þröngt. En ég held
að á Kúbu hafi menn alltaf gert
sér sæmilega grein fyrir þessum
háska og staðið betur gegn hon-
um (þótt vond ár höfum við
þekkt) en gert var annarsstaðar
við svipaðar aðstæður. Glasnost
er nýmæli í Sovétríkjunum en
ekki hjá okkur. Við höfum til
dæmis gefið út bækur eftir flesta
útlagahöfunda, og t.d. á Spáni
hafa menn undrast hve hörð sam-
félagsgagnrýni kemur fram í ný-
legum skáldsögum hjá okkur -
m.a. einni sem leggur út af þeirri
spurningaskrá sem menn svara
sem ætla að láta sía sig inn í
Kommúnistaflokkinn.
Trúlofaðir
byltingunni
Þú minntist í erindinu á ástar-
ævintýri evrópskra mennta-
manna með kúbönsku bylting-
únni. Þegar sú saga endurtekur
sig, að menn trúlofast nýrri bylt-
ingu og slíta síðan sambandinu í
nokkru fússi, er það þá vonbiðl-
unum alfarið að kenna að þínu
mati?
Menn verða fyrir vonbrigðum,
það er mjög eðlilegt, ég er ekki
að ásaka neinn fyrir slíkt - þeim
mun fremur sem við erum vitan-
lega óralangt frá því að vera
fullkomnir. Þetta gerist líka af
ýmsum ástæðum. Sumir láta
hræða sig frá því að hafa jákvætt
samband við Kúbu: Þetta er
kommúnistaríki, er sagt við þá,
hvað ert þú að púkka upp á það?
Aðrir eru blátt áfram hugsjóna-
menn haldnir óþolinmæði - þeir
frétta af byltingu, búast við því að
þeirra Útópía, þeirra fyrirmynd-
arríki sé að fæðast, og hrökkva
svo frá þegar veruleikinn, hvunn-
dagsleikinn reynist annar, ljótari
og erfiðari og leiðinlegri. Eitt af-
brigðið eru menn sem voru óá-
nægðir með Sovétríkin eða Kína
og mjög þurfandi fyrir byltingar-
ríki þar sem allt væri nú í lagi.
Eigin skáldsögur
Tvær fyrstu ljóðabækur Pablos
Armandos Fernandez komu út í
New York. Framan af sinni rit-
höfundarævi var hann einkum
ljóðskáld en 1968 fékk hann bók-
menntaverðlaun Casa de las Am-
ericas fyrir skáldsögu mikla sem
heitir „Börnin kveðja“ - og hefur
skrifað skáldsögur mest síðan.
Það er ekki auðhlaupið að því,
segir Pablo Armando Fernandez,
að lýsa „Börnin kveðja“. Kann-
ski eru aðalpersónur hennar ekki
fólk heldur orð - galdur kúb-
anskrar sögu og náttúru,
draumar þjóðarinnar. Og kemur
margt saman: sagan eins og barn
heyrir hana af munni fullorðinna,
ferill mannkyns með hliðsjón af
Biblíunni - frá sköpunarsögunni
til Opinberunarbókar, hinir afr-
ísku þættir og minningar í menn-
ingu Kúbu, drengur í sögunni
sem er að skrifa skáldsögu um
Frelsarann - m.a. drauminn um
að frelsast fyrir tilstilli orðsins.
Og svo framvegis.
Síðasta skáldsaga mín heitir
„Síðasta orðið“ og fjallar á miklu
raunsæislegri hátt um fólk sem á
sér stað og tíma. Þar koma saman
þrjár fjölskyldur: hvít aristókrat-
afjölskylda kúbönsk og er ekki
annað eftir af henni en ein kona -
sem er orðin kommúnisti. Múl-
attafjölskylda sem tilheyrir borg-
arastétt landsins og hefur misst
eigur sínar í byltingunni. Og svo
innflytjandafjölskylda frá Barba-
dos. Aðalpersónan er maður sem
kemur í sykurborgina þar sem
þetta fólk býr og ætlar að skrifa
kvikmyndahandrit, maður sem
um margt minnir á mig sjálfan.
Hann tók út þroskaár sín í New
York, kom heim með ösku móð-
ur sinnar og verður eftir á Kúbu
og kvænist þar. Eftir sigur bylt-
ingarinnar fer eiginkonan úr
landi, en hann verður eftir í
strembinni leit að sjálfum sér, að
svörum við því hver hann er. Og
finnur þau helst með því að ánetj-
ast þessu samfélagi sem hann er
að stúdéra, hrífast með því....
ísland, sagði Pablo Armando
Fernandez, var í mínum hug al-
hvítt og það þótti mér ónotalegt.
Hvítan tengist hreinleika og sak-
leysi - og hver vill vera hreinn og
saklaus - nema sá sem vill afsala
sér minni sínu? En svo flaug ég
hingað og sá hraunið svarta og
gráa glíma við snjóinn og í þeim
andstæðum leið mér strax prýði-
lega.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 21. febrúar 1988