Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 20
þlÓÐVILIINN
Norrœn leiklistarhótíð
Dagur vonar og
Bílaverkstœði Badda
fara til Helsinki
Stcersta leiklistarhátíð á Norðurlönáum til þessa verður haldin í Helsinki í maí
Einstök leiklistarhátíð verð-
ur haldin í Helsinki í Finnlandi í
maí næstkomandi. Það er
Norræna leiklistarsambandið
sem skipuleggur hátíðina og
verða fluttar tvær leiksýningar
frá hverju Norðurlandanna,
auk þess sem efnt verður til
námskeiða, sýninga og funda
meðal ólíkra hópa innan
leikhússheimsins. Búistervið
því að alls muni um 300
leikhúsmenn frá Norðurlönd-
unum, auk 500 finnskra
leikhúsmanna taka þátt í há-
tíðinni, en árlegir leiklistar-
dagar Finnska leiklistarsam-
bandsins verða haldnirsam-
tímis hátíðinni. Verðurþetta
fjölsóttasta og viðamesta
leiklistarhátíð sem haldin hef-
ur verið á Norðurlöndunum til
þessa.
Þriggja manna nefnd hefur val-
ið framlag fslands til hátíðarinn-
ar, en það verða sýning Þjóðieik-
hússins á leikritinu Bílaverkstæði
Badda eftir Ólaf Hauk Símonar-
son og sýning Leikfélags Reykja-
víkur á Degi vonar eftir Birgi Sig-
urðsson.
Norræna leiklistarsambandið
er sameiginlegur vettvangur alls
leikhúsfólks á Norðurlöndum, og
gengst sambandið fyrir leiklistar-
þingi annað hvert ár á Norður-
Iöndunum til skiptis. Þegar
leiklistarþingið var haldið í Osló
fyrir fjórum árum var jafnframt
efnt til leikhúshátíðar þar sem
augunum var einkum beint að ný-
sköpun í norrænni leiklist. Var þá
jafnframt látin í ljós sú von að
hægt yrði að efna til norrænnar
leiklistarhátíðar fjórða hvert ár í
framtíðinni. Ekki hefur þó verið
tekin nein bindandi ákvörðun um
slíkt áframhald, en engu að síður
verður nú haldin veglegri leiklist-
arhátíð í Finnlandi en áður hefur
verið haldin á Norðurlöndunum.
Auk gestaleikjanna tveggja frá
hverju Norðurlandanna er þess
vænst að einnig komi gestaleikir
frá Grænlendingum, Sömum og
Færeyingum.
Efniságrip hvers leikverks
verður gefið út á ensku til þess að
yfirstíga tungumálavandræði, en
einnig verður á hátíðinni boðið
upp á túlkun að einhverju marki.
Þekktum erlendum gestum verð-
ur einnig boðið til hátíðarinnar,
og hafa ítalska leikstjóranum Ge-
orgio Strehler og breska prófess-
ornum Neil Postman meðal ann-
ars verið boðið.
Það er Norræna leiklistar-
nefndin sem ber stærsta hluta
kostnaðarins við ieiklistarhátíð-
ina, en hún mun kosta átta gestal-
eiksýningar hátíðarinnar. Skipu-
lagning hátíðarinnar verður að
mestu kostuð af Norræna menn-
ingarsjóðnum og auk þess munu
Listahátíð Helsingfors, finnsku
leiklistarsamböndin og tvíhliða
menningarsjóðir Norðurland-
anna fimm taka þátt í kostnaðin-
um. Hátíðin mun standa frá 20.-
29. maí næstkomandi.
ólg
Jóhann Sigurðarson [ hlutverki sínu í Bílaverkstæði Badda.
Fiskikonungurinn
Gylfi Ingason
matreiðslumeistari
sér um fiskinn
í Kjötmiðstöðinni
t -w* Garðabæ
Alltaf það allra besta
Opið kl. 08.00-19.00 daglega
kl. 08.00-20.00 föstudaga
kl. 08.00-18.00 laugardaga
GARÐABÆ, SIMI 656400