Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 20
þlðDVILJINM
Norrœn leiklistarhótíð
Dagur vonar og
Bílaverkstœði Badda
fara til Helsinki
Stœrsta leiklistarhátíðó Norðurlöndumtil þessaverðurhaldiníHelsinkiímaí
Einstök leiklistarhátfð verð-
ur haldin í Helsinki í Finnlandi í
maínæstkomandi. Þaðer
Norræna leiklistarsambandið
sem skipu leggur hátíðina og
verða f luttar tvær leiksýningar
frá hverju Norðurlandanna,
auk þess sem efnt verðurtil
námskeiða, sýninga og funda
meðal ólíkra hópa innan
leikhússheimsins. Búistervið
því að alls muni um 300
leikhúsmenn frá Norðurlönd-
unum, auk500finnskra
leikhúsmannataka þátt í há-
tíðinni, en árlegir leiklistar-
dagar Finnska leiklistarsam-
bandsins verða haldnir sam-
tímis hátíðinni. Verður þetta
fjölsóttasta og viðamesta
leiklistarhátíð sem haldin hef-
ur verið á Norðurlöndunum til
þessa.
Þriggja manna nefnd hefur val-
ið framlag íslands til hátíðarinn-
ar, en það verða sýning Þjóðleik-
hússins á leikritinu Bílaverkstæði
Badda eftir Ólaf Hauk Símonar-
son og sýning Leikfélags Reykja-
víkur á Degi vonar eftir Birgi Sig-
urðsson.
Norræna leiklistarsambandið
er sameiginlegur vettvangur alls
leikhúsfólks á Norðurlöndum, og
gengst sambandið fyrir leiklistar-
þingi annað hvert ár á Norður-
löndunum til skiptís. Þegar
leiklistarþingið var haldið í Osló
fyrir fjórum árum var jafnframt
efnt til leikhúshátíðar þar sem
augunum var einkum beint að ný-
sköpun í norrænni leiklist. Var þá
jafhframt látin í ljós sú von að
hægt yrði að efna til norrænnar
leiklistarhátíðar fjórða hvert ár í
framtíðinni. Ekki hefur þó verið
tekin nein bindandi ákvörðun um
slíkt áframhald, en engu að síður
verður nú haldin veglegri leiklist-
arhátíð í Finnlandi en áður hefur
verið haldin á Norðurlöndunum.
Auk gestaleikjanna tveggja frá
hverju Norðurlandanna er þess
vænst að einnig komi gestaleikir
frá Grænlendingum, Sömum og
Færeyingum.
Efniságrip hvers leikverks
verður gefið út á ensku til þess að
yfirstíga tungumálavandræði, en
einnig verður á hátíðinni boðið
upp á túlkun að einhverju marki.
Þekktum erlendum gestum verð-
ur einnig boðið til hátíðarinnar,
og hafa ítalska leikstjóranum Ge-
orgio Strehler og breska prófess-
ornum Neil Postman meðal ann-
ars verið boðið.
Það er Norræna leiklistar-
nefndin sem ber stærsta hluta
kostnaðarins við leiklistarhátíð-
ina, en hún mun kosta átta gestal-
eiksýningar hátíðarinnar. Skipu-
lagning hátíðarinnar verður að
mestu kostuð af Norræna menn-
ingarsjóðnum og auk þess munu
Listahátíð Helsingfors, finnsku
leiklistarsamböndin og tvíhliða
menningarsjóðir Norðurland-
anna fimm taka þátt í kostnaðin-
um. Hátíðin mun standa frá 20.-
29. maí næstkomandi.
ólg Jóhann Sigurðarson f hlutverki sínu í Bflaverkstæði Badda.
HJi/
NY
Fiskikonungurinn
Gylfi Ingason
matreiðslumeistari
sér um fiskinn
í Kjötmiðstöðinni
Garðabæ
Alltafþað allra besta
áU KmAmXiIHI iifflliiMiiitiSniMii".....mkimaáL
GARÐABÆ, SÍMI 656400
Opið kl. 08.00-19.00 daglega
kl. 08.00-20.00 föstudaga
kl. 08.00-18.00 laugardaga