Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 11
Dagsbrúnarfundurínn um daginn eru dæmi um árangursrík vinnubrögð." Frá baráttu-
ins, flutti á síðasta áratug. í þessu
frumvarpi var lagt til að launabil-
ið í landinu væri bundið við tvö-
föld lágmarkslaun. Margir töldu
þetta þá óraunhæft frumvarp og
lýsa því að Stefán okkar Jónsson
væri fremur maður hugsjónanna
en raunsæisins.
Mér er hins vegar til efs að
nokkurt annað þingmannafrum-
varp Alþýðubandalagsins frá síð-
asta áratug lifi jafn góðu lífi í hug-
um launafólks. Umræðurnar um
það á vinnustöðunum um þessar
mundir endurspegla sterkar kröf-
ur um að dregið verði úr hinum
mikla launamun í landinu.
Þess vegna er brýnt að setja
ekki bara á verkefnaskrá þjóð-
málanna hver lágmarkslaunin í
landinu eigi að vera og hvernig
eigi að ákveða þau, heldur einnig
hver hámarkslaunin eigi að vera
og hvernig eigi að fastbinda
aukinn launajöfnuð meðal lands-
manna. Það verður að hefja um-
ræður um leiðir til aukins launa-
jafnaðar. Á að ákveða lágmarks-
laun og hámarkslaun eingöngu í
samningum, eða verður óhjá-
kvæmilegt að fara að einhverju
leyti leið lagabindingar?
Sú skoðun hefur oft heyrst að
ekki sé hægt að minnka launabil-
ið í landinu, hvorki með því að
ákveða lágmarkslaun og há-
markslaun í samningum né held-
ur með lögum. Slíkt sé ekki raun-
hæft. Petta viðhorf er byggt á
misskilningi.
í>að er ekkert náttúrulögmál
að innan heilbrigðiskerfisins sé
rúmlega tífaldur launamunur
eins og nú er þegar laun allra eru
ákveðin með opinberum aðgerð-
um. Það er greið leið að auka þar
launajöfnuð í formlegum samn-
ingum ef viljinn er fyrir hendi. Á
sama hátt geta samvinnumenn í
landinu gert samþykktir sem
banna að innan Sambandsfyrir-
tækjanna sé rúmlega þrettánfald-
ur launamunur.
Þessir tveir stærstu vinnu-
veitendur í landinu, ríkið og sam-
vinnuhreyfingin, gætu markað þá
stefnu í þágu aukins launajafnað-
ar að fastákveða bil milli lægstu
og hæstu launa. Slíkt yrði afger-
andi fordæmi sem aðrir yrðu
knúnir til að taka mjög alvarlega.
Það gæti einnig komið til
greina að beita löggjafarvaldinu
til að setja ramma um leyfilegt
launabil í landinu og ákveða
þannig hámarkslaunin sem til-
tekið margfeldi af lágmarks-
laununum.
Á þann hátt gætu lægstu laun
hækkað um leið og hinir hæst
launuðu næðu árangri. Þar með
yrði snúið við þeirri þróun und-
anfarinna ára að hækkanir lág-
launahópanna leiði fyrst og
fremst til ávinnings fyrir hina sem
best eru settir. Hinn lögskipaði
rammi væri ávallt innbyggð
trygging fyrir hina lægst launuðu.
Hvað er
eðlilegt launabil?
Sjálfsagt munu margir sjálf-
skipaðir og lærðir sérfræðingar
telja að slík lögbindingarleið til
aukins launajafnaðar sé ekki fær.
Það hefur hins vegar aldrei farið
fram ítarleg umræða um málið.
Hún verður að hefjast nú, því að
þær aðferðir sem beitt hefur verið
til þessa hafa eingöngu leitt til sí-
vaxandi launamisréttis.
Með því að ákveða launabilið
með lagasetningu væri samtökum
launafólks og vinnuveitendum
fengið það verkefni að ákveða
laun einstakra hópa og stétta
innan ákveðíns ramma. Það væri
hins vegar samfélagsleg ákvörð-
un, í samræmi við jafnréttisvið-
horf þjóðarinnar, að ákveða mun
lægstu og hæstu launa. Nú er það
hins vegar þenslumarkaðurinn og
laumuspil í einstökum fyrirtækj-
um sem ræður misréttinu.
Þótt samkomulag næðist um að
fara leið lagasetningar til að
tryggja aukinn jöfnuð gæti reynst
erfitt að ná samstöðu um hve
mikill launamunurinn ætti að
vera. í frumvarpi Stefáns Jóns-
sonar var á síðusta áratug talað
um að hámarkslaun mættu ekki
vera hærri en tvöföld lægstu iaun.
Sjálfsagt yrði það þrautin þyngri
að stökkva úr fimmtánföídum
mun sem ríkir um þessar mundir
og inn í slíka skipan.
Þess vegna er hér varpað fram
til umhugsunar og umræðna
hvort eðlilegt fyrsta skref væri
ekki að lögbinda að launamunur-
inn í landinu mætti ekki vera
hærri en fjórfaldur. Slík skipan
yrði mikil breyting frá ryúverandi
ástandi og stórt skref í jafnaðar-
átt.
Sé tekið mið af þeim tölum sem
tilgreindar eru í tillögum Alþýðu-
bandalagsins um nýjan kjarasátt-
mála - að lágmarkslaun yrðu á
bilinu 45.000-50.000 krónur -
myndi slík lögbinding launajafn-
aðar fela í sér að laun í landinu
yrðu 45.000-180.000 krónur eða
50.000-200.000 krónur á mánuði.
Núverandi launamunur er hins
vegar á bilinu 30.000-450.000
krónur á mánuði. Það væri fróð-
legt að heyra rökin fyrir því hvers
vegna sumir teldu sig eiga rétt á
hærri laununi en 200.000 krónum
á mánuði.
Lögbinding á fjórföldum
launamun, sem fyrsta skref í átt
að auknum launajöfnuði í
landinu, gæti leitt kjaramálin út
úr því öngstræti sem þau hafa ver-
ið í á undanförnum árum og
skapað samtökum launafólks
sterkari aðstöðu til að semja í
raun um kaup og kjör. Skipan
launamála yrði þá meira í sam-
ræmi við réttlætistilfinningu al-
mennings og lýðræðislegt vald
fólksins sjálfs yrði á ný grund-
völlur ákvarðana um lífskjörin í
Iandinu.
HAVAXIMJOR OG
YFffiDMTTAR-
HEEVHID
, LANGBEST
AEINUMSEAÐ
einfaldlega á tékkareikningi.
Nú bjóðast viðskiptamönnum Samvinnubankans tvær þýðingarmiklar
nýjungar á kjörum tékkareikninga.
Almennir
sparisjóðsvextir
Tékkareikningar með Hávaxtakjör-
um bera nú sömu vexti og almenn
sparisjóðsbók eða 22%. Þannig
nýtur þú enn betri kjara og losnar
þar að auki við allar óþarfa milli-
færslur milli reikninga.
Yfirdráttarheimild
Þú átt kost á allt að 50.000 kr. yfir-
dráttarheimild hafir þú fengið
greidd laun eða tryggingarbætur
inn á reikning í bankanum í a.m.k.
3 mánuði.
Ert þú búin(n) að sækja um?
Sunnudagur 21. febrúar 1988 WÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Launavelta - lán fýrir launaf ólk
Viðskiptamenn bankans sem kost eiga á yfirdrætti, eiga jafnframt rétt á
Launaveltuláni. Upphæð og lánstími ræðst af tímalengd
viðskipta sem hér segir:
Eftir 3 mán. viðskipti, lán kr. 40.000,00 til 3 mán. á víxli eða skuldabréfi að
vali umsækjenda.
Eftir 6 mán. viðskipti, lán kr. 80.000,00 til 18 mán.
Eftir 12 mán. viðskipti, lán kr. 150.000,00 til 24 mán.
Eftir 24 mán. viðskipti, lán kr. 200.000,00 til 24 mán.
§ SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF