Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.02.1988, Blaðsíða 13
KUNDUR HEL í HEIÐARSPORÐI Vísnaþátturinn tekur nú upp þráöinn aö nýju eftir nokkurt hlé sem verður líklegast illu heilli að skrifast á reikning heilsugæslustöðvarinnar og okkar blessaða sjúkrasam- lags. Það getur nærri að þættinum hafi borist nokkurt bréfmagn frá því sumri halla tók og hef ég víst mátt hafa mig allan við frá því um hátíð- ar að vinsa það forvitnilegasta úr þeim staflanum, þau vísu- korn sem fýsilegust hvað eru til birtingar. Og hrósa ég happi hvað því verki viðkemur, þar sem tíðin hefur verið okkur svo góð nú allt fram á þorra, og mér því farist verkið fljótar úr hendi en ellegar hefði ver- ið. Já, leiðin hefur verið greið í vetur, úr prósthólfinu og heim í Braga-bæ, sem ég kalla svo á meðal kunningja minna. Og læt ég þar með afsökunar- beiðni þessari, ef svo má til orða taka, lokið og lítið annað að gera en vinda sér í megin- efni þessa 304ða vísnaþáttar míns, sem eru að sjálfsögðu „stuðlanna stöguðu línur.“ Góðkunningi okkar, Guð- björg á Refsvaði eystra, sendir tvær vísur og rifjar með þeim upp sagnir um Sigurð fóstur sem vel eru kunnar þar og víðar á Austur- landi. En hann var alla jafna þekktur undir þessu nafni sem til- komið var vegna þess hve smá- vaxinn hann var og festist þessi titill á hann strax í vöggu. Fæð- ingarmóðir hans, Hallbjörg á Ljósavaði, hafði látið þau orð falla við móttöku á honum að þetta væri nú lítið annað en fóst- ur, svo smár var Sigurður. Festist nefni þetta þá þegar á honum og fylgdi honum alla tíð, þó sjálfur hafi hann líklega aldrei sætt sig við það. Eru margar sögur um að krakkar hafi atast í Sigurði, syngjandi yfir honum Siggi fóstur og hafi kall þá amast mjög við því. En Sigurður fór víða um ævina og réð sig til vistar á mörg- um bæjum á Héraði og Suður- Fjörðum og var alla jafna vel þokkaður. Því verklaginn var hann þó smáhentur væri og eink- um notaður til að snytta að hús- um og áhöldum. Einnig var Sig- urður hagur mjög á tré. Snæbjörn Eiðsson bóndi í Hnefilsdal orti um Sigurð: Fúið skaft og fúin mél fúinn gluggapóstur. En styttir öll um síðir él hér æir Siggi fóstur. Aðeins einu sinni er getið um að Sigurður fóstur hafi verið í snærum við kvenmann, vinnu- konu eina er samvista honum var á Ófeigsstöðum efri, og var jafnvel talið á tímabili að hún gengi með barni eftir hann sem síðan reyndist misskilningur einn. Var í sveitinni mikið flemt- rað um þetta og einnig ort. Þessi vísa er eignuð Leifi Hrafnkelssyni, síðar útgerðar- manni á Stöðvarfirði: Gunnvöru á eftir gekk hinn gríðarlegi raftur. Og hún úr Sigga fóstur fékk en fœddi það aldrei aftur. Önnur all-fræg sögupersóna að austan er Lási Dó, Sigurlás Bjammundarson, sem átti ævi sína að mestu leyti í Borgafirði Eystra, eða þar til hann réðst norður á Raufarhöfn á hákarla- vertíð en varð á leiðinni úti á Helkunduheiði, að því er talið var, var týndur fram á mitt sumar og talinn af, en kom þá óvænt fram suður í Vestmannaeyjum þar sem hann og dvaldi í nokkra vetur þar til hann fluttist aftur austur. Var hann upp frá þessu aldrei kallaður annað en Lási Dó og lifði langan aldur. Margar vís- ur eru til um hann og sendi Bær- ing Friðleifsson, nú á Hrafnistu, okkur þessa: Lási lifði og Lási dó og lifði svo aðeins meira. þar til hann alveg dauður dó og dó svo aldrei meira. Og segir hann að þetta hafi verið sungið mikið á síldarbryggjunum á Seyðisfirði. Mönnum þótti Lási nokkuð undarlegri eftir að hann kom aft- ur þar austur og var hann allur eins og all-líflaus og Iinur en hljóp upp þess á milli og bar til að æsa sig án tilefnis, byrsta sig við fólk og einkum þó við ókunnuga. Einnig þótti mönnum sem nef hans væri einkennilega hvítleitt og stinga mjög í stúf við eldrautt og veðurbarið andlitið. Um þetta orti Ólafur Pálsson á Dverga- steini, kunnur hagyrðingur: Kundur hel í heiðarsporði horskur vildi líta. Sem lét á móti Lása kallinn líftórunni snýta. Þá sendi mér línu frú Þuríður Einarsdóttir, fyrrverandi skóla- stýra húsmæðraskólans á Löngu- mýri í Skagafirði, en hún er okk- ur að góðu kunn úr fyrri þáttum og með í hennar bréfi voru þessar tvær hendingar sem hún setti saman að loknu miklu ættarmóti sem fram fór um Jónsmessuleytið í fyrra í hinu glæsilega félags- heimili þeirra Skagfirðinga, Mið- garði í Varmahlíð: Við sitjum hér saman sveinar og meyjar og sátt erum við voran ættarfund. Sólin oss gyllir og gleður um eyjar, hve glatt er að lifa þá ánægjustund. Spánarferð fyrir nokkrum árum: Ægiveldi viðmótsþokka vinarsprund og höldur Ijá. Listifengi unaðslokka Ijúfra dísa Spáníá. Jochum kvað einnig vel í tilefni umræðunnar um verjunotkun er hún stóð sem hæst: Og ekki er þessi síðri: Þegar vornætursólin er sigin í œginn fer söngurinn víða um svanna- fjöld. Hve glatt er með ýtum, þeir ganga í bœinn og glösunum lyfta það ánœgju- kvöld. Við þökkum Þuríði kærlega fyrir sendinguna og biðjum fyrir bestu kveðjur heim á Löngumýri. En yngra fólkið er ekki síður eftirbátur okkar í eldri kantinum og meðal bréfanna er að finna mörg góð dæmi þess að vísna- gerðin lifir enn glatt með þjóð- inni. Una Birna Benónýsdóttir úr Hafnarfirði sendir þessa vísu sem hún segir að hafi orðið til í sumar- ferð nokkurra vinahjóna fyrir tveimur árum til Ítalíu þar sem þau dvöldust í sumarhúsum við Garda-vatnið. Una Birna lætur þess í gamni getið að hún hafi gengið undir nafninu Una Birra á meðal íslendinganna sem þar dvöldu, enda bjórinn víst ósleitið hafður um hönd þar í tignarveldi Alpafjallanna: Við Gardavatnið gaman er gott er þar að vera. Að skoða sig um og skemmta sér og skála nóg, um að gera. Einnig sendi okkur gamall kunningi, Jochum Mathiesen, starfsmaður Pósts og síma, lítinn kviðling sem hann setti saman í Nú er þunnt í þinndarbúi þarf nú ástarkokkurinn að standast eyðnipróf ég trúi, og álagskröfur smokkurinn. Og til ástkærrar eiginkonu sinnar í rúm 40 ár kvað hann þessa ástarjátningu: Látúnsfreyja, lostameyja, lendagyðja og þrálát miðja. Mér til bóta, blíðuhóta og blossa þinna má ég vinna. Þökkum við Jochum sömu- leiðis. Þá er víst pláss okkar að þrot- um að þessu sinni og því lítið ann- að eftir en að kveðja og biðja þá fjölmörgu sem að undanförnu hafa skrifað þættinum að gæta þolinmæði, röðin kemur að ykk- ur. Hvet ég einnig alla þá sem luma á efni í ljóða-kistu sinni að liggja ekki á liði sínu og senda okkur vísukorn eða tvö. Utaná- skriftin er: Bogi Líndal Varmalundi 6 Hveragerði Að lokum iæt ég síðan fylgja einn léttan kviðling sem ég setti saman nú á nýárinu: Vísan eflir allra hag ýtar mega það sanna að eftir Drottins vinnudag dælt er hana að kanna. New York City 4. feb. ‘88 Hallgrímur Sunnudagur 21. febrúar 1988| ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 13 Vísnaþáttur Umsjón: Bogi Líndal

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.